Morgunblaðið - 01.04.2010, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 01.04.2010, Qupperneq 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2010 Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is HARALDUR Sigurðsson jarðfræð- ingur sagði nýlega að hann teldi ósennilegt að sprungan sem opnaðist á Fimmvörðuhálsi myndi lengjast. Hann sagði aðspurður í gærkvöldi að eldsumbrotin á svæðinu kæmu mönnum stöðugt á óvart og afar erf- itt væri að spá um framvinduna en um sumt minni þróunin á Surts- eyjargosið. „Það kom ekkert fram á mælum sem er dálítið skrítið en bendir til að þetta sé mjög skammt undir yfir- borðinu,“ segir Haraldur. „Við get- um borið þetta saman við Surts- eyjargosið 1963. Þá myndaðist lítil sprunga fyrst og svo komu upp þrír aðrir gígar, Jólnir, Syrtla og Syrt- lingur. Þetta var eins og sjóðandi pottur. Nýi gígurinn er um 200 metra frá hinum gígnum á Fimmvörðuhálsi. Þetta eru bara greinar þarna sem koma af mjög litlu dýpi, þetta klofnar í sundur eins og gaffall, alveg efst í skorpunni. Það er engin breyting í óróa, enginn jarðskjálfti síðan klukk- an ellefu í morgun og ekkert nýtt að gerast dýpra í skorpunni. En þetta er búið að velja sé aðra leið um kvikuganga rétt við yfirborðið.“ Ryður sér braut um móbergs- svæði á afar litlu dýpi Haraldur segir að um sé að ræða móbergssvæði sem eldvirknin ryðji sér braut um, ef til vill á aðeins nokk- ur hundruð metra dýpi. Stefnan á nýju sprungunni sé nokkuð önnur en á hinni fyrri sem bendi til þess að ekki sé um að ræða sterkt og ákveðið kerfi. Þetta sé tilviljanakennt, litlir gígar hér og þar. Menn megi því ekki líta á þetta sem algera breytingu á hegðun eldsumbrotanna á svæðinu. En er hættan sem fólk stofnar sér í með því að fara nálægt eldinum ef til vill meiri en áður var talið? „Hún er það. Það er meiri óvissa um það hvar jarðskorpan brotnar. En mér skilst að virknin í gamla gígnum hafi strax dottið niður og það sýnir að þetta tengist þarna uppi, þetta er ekki djúp tenging heldur mjög grunn og staðbundin. En auðvitað gæti þetta komið upp á alveg nýjum stað þarna rétt hjá. Sprungan gæti náð alveg niður í Hvannárgil, þetta er mjög nálægt brúninni.“ Ljósmynd/Jón Kjartan Björnsson Tilkomumikið Eldsumbrotin halda áfram að koma jarðfræðingum á óvart. Svæðið er móbergssvæði sem eldvirknin ryður sér braut um. Eins og sjá má var fólk nærri nýju sprungunni. ,,Þetta er tilviljanakennt“  Haraldur Sigurðsson segir undarlegt að ekki hafi komið fram neitt á mælum áður en nýja gosið hófst  Eldvirknin minni á Surtseyjargosið og ekki útilokað að myndast geti nýir gígar rétt hjá hinum tveim „Gosið kemur fram á mælum en ekki þessi breyting. Það er búinn að vera órói á mælum en þessari nýju sprungu fylgdi enginn jarð- skjálfti,“ segir Gunnar B. Guð- mundsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands. Nýja sprungan myndaðist rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi. „Það kemur kannski ekki á óvart. Skorpan er orðin deig við gamla eldgíginn og þá opnast sprungan hægt og rólega en ekki snöggt þannig að skjálfti fylgi. Óróinn hefur verið nokkuð stöð- ugur frá því í gær [í fyrrakvöld] og það varð ekki breyting á því þegar þessi sprunga myndaðist. Þegar gosið hófst að kvöldi 20. mars kom mjög lítill órói fram í byrjun gossins. Hann er nú miklu meiri en hann var í upphafi. Það kom heldur enginn skjálfti fram við þessa breytingu á gosinu.“ Nýja sprungan kom ekki fram á mælum ����� � ������ Skáli Útivistar Útigöngu- höfði Hvannárgil H r Strákagil Suðurgil Heljarkambur Bratta- fönn Ný sprunga Gönguleið (Skógar) (Básar) Upprunaleg sprunga Ný sprunga Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is JÓN Kjartan Björnsson, þyrluflugmaður hjá Norðurflugi, var í útsýnisflugi með ferðamenn yfir gosstöðvunum þegar hann sá skyndilega ljósbjarma rétt fyrir klukkan sjö og sá síðan nýja sprungu opnast í kulnuðu hrauni sem rann fyrir nokkr- um dögum. ,,Þetta gerðist allt í einu og fimm mínútum seinna var komin sprunga sem var upp undir 100 metrar. Sprungan rifnaði í suður átt að hinum gígnum,“ sagði hann. Jón lenti eins og til stóð á hól nokkur hundruð metra frá sprungunni enda vildu farþegarnir fá að taka myndir. En við- dvölin var stutt, segir Jón, hann taldi vissara að taka ekki meiri áhættu. Seinna um kvöldið urðu farþegar um borð í annarri þyrlu óánægðir þegar þeim var neitað um að fara út úr þyrlunni á gossvæðinu. „Við berum ábyrgð á okkar farþegum um borð en ekki þegar þeir fara út. Við þurfum að hafa svolítið vit fyrir fólki sem hefur ekki vit fyrir sjálfu sér. Við setjum ekki einhvern út þegar almannavarnir eru að rýma svæðið,“ sagði Jón. „Lendingin er valkostur þegar aðstæður leyfa. Það má kalla hana rúsínuna í pylsuendanum. Við förum miklu nær gosstöðvunum en flugvélarnar því við getum stoppað í loftinu og leyft fólki að virða útsýnið fyrir sér. Ef aðstæður leyfa þá lendum við,“ segir Jón Kjartan sem undrast framkomuna. Að- stæður voru þannig að það var ekki fræðilegur möguleiki að leyfa átta manns að fara út til að taka myndir. Ljósmynd/Jón Kjartan Björnsson Ný sprunga Nýja sprungan sést vel til hægri á myndinni. Sá ljósbjarma og svo opnaðist ný sprunga  100 metra sprunga myndaðist á fimm mínútum  Farþegar urðu óánægðir þegar ekki var hægt að lenda vegna goshættu „RÉTT rúmlega sjö, hálfátta myndaðist fyrstlítið gat í jörðina suðvestur af aðalgígnum. Svo í framhaldi af því opnaðist um það bil 50-100 metra sprunga og síðan aðrir 150-200 metrar í framhaldi af því sem byrjaði að bullsjóða í. Það kom tilkynning frá lögreglunni um að yf- irgefa svæðið og þá fór fólk að gera það á stundinni,“ sagði Óli Þór Hilmarsson, far- arstjóri hjá ferðafélaginu Útivist, þar sem hann var á göngu frá gosstöðvunum á tíunda tímanum í gærkvöldi. „Þetta er góður hópur af fólki. Ég giska á um og yfir hundrað manns. Það eru allir á leiðinni niður núna. Það var svo sem engin hætta. Fólk fer bara rólega niður. Landhelgisgæslan er komin en hún flutti þá síðustu niður af fjallinu. Það eru allir fótgangandi hérna megin af Morinsheiði. Það er perlufesti af fólki niður Foldir og áfram niður í Þórsmörk. Ég sé að það er ljós efst í heiðinni. Ætli það sé ekki síðasta fólkið.“ Stórbrotið sjónarspil „Við vorum upp á Bröttufannartindi. Þá voru 150-200 metrar í gíginn sjálfan, aðalgíginn. Og síðan opnaðist þetta í beinni línu suð- vestur af honum og í áttina að Hvannárgili. Og nú sjáum við efst upp í Hvannárgil og þar eru gufustrókarnir upp í loftið. Og allt upplýst. Það var hreint stórbrotið að sjá þetta.“ baldura@mbl.is „Það var hreint stór- brotið að sjá þetta“ Óli Þór Hilmarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.