Morgunblaðið - 01.04.2010, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 01.04.2010, Qupperneq 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2010 Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ÁRNI Páll Árnason félagsmálaráð- herra hefur lagt fram frumvarp um breytingu á lögum frá 2009 um tíma- bundna greiðsluaðlögun fasteigna- veðkrafna á íbúðarhúsnæði. Bætt er við ákvæði um að aðlögunin skuli einnig taka til lána sem skuldari not- aði sannanlega til að borga kaup- verðið eða vegna nauðsynlegra end- urbóta á eigninni. Einnig er bætt við kafla um úr- ræði einstaklinga sem borga af tveim fasteignum til heimilisnota og öðrum um ráðstöfun afborgana lána- samninga einstaklinga við fjármála- fyrirtæki. Frumvarpið er flutt samhliða frumvörpum um greiðsluaðlögun einstaklinga og umboðsmann skuld- ara. „Í frumvarpi um greiðsluaðlög- un einstaklinga er lagt til að lögfest- ar verði sérstakar reglur um frjálsa og þvingaða greiðsluaðlögun fyrir einstaklinga. Markmiðið er að gera fólki í greiðsluvanda kleift að ná tök- um á fjármálum sínum og byrja upp á nýtt. Skilyrði fyrir greiðsluaðlögun er að skuldari sé ófær um að standa í skilum og verði það um fyrirséða framtíð,“ segir í athugasemdum. Skuldarar fái aukna aðstoð  Félagsmálaráðherra leggur fram þrjú frumvörp sem eiga að bæta stöðuna MARSMÁNUÐUR var óvenjuþurr á höfuðborgarsvæðinu og því úr vöndu að ráða fyrir snyrtilega starra sem vildu skola af sér óhreinindin. Þessi brá á það ráð að tylla sér á mosavaxna vegginn við ráðhúsið og láta streymandi vatnið sjá um að fríska sig. Morgunblaðið/Ómar FUGLABAÐ Á RÁÐHÚSI SAMGÖNGURÁÐHERRA hefur ákveðið að leggja sérstakt farþega- gjald á alla farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll. Gjaldið nemur 150 krónum á hvern farþega. Til viðbótar hækkar flugverndargjald úr 620 í 950 fyrir fullorðna farþega og fyrir börn 2-12 ára úr 285 krón- um í 435 krónur. Farþegagjald lagt á alla farþega á Keflavíkurflugvelli LÖGÐ hefur ver- ið fram þings- ályktunartillaga um þjóðar- atkvæðagreiðslu um framtíð- arskipan ís- lenskrar fisk- veiðistjórnunar. Flutningsmenn eru m.a. stjórnarþingmennirnir Ól- ína Þorvarðardóttir, Atli Gíslason og Helgi Hjörvar. Lagt er til að spurt verði hvort taka eigi upp nýtt veiðistjórn- unarkerfi, hvort setja eigi sérstakt stjórnarskrárákvæði um eign- arhald auðlindarinnar, einnig hvort innkalla eigi veiðiheimildir og „endurúthluta þeim gegn gjaldi til þjóðarinnar“. Vilja þjóðaratkvæði um veiðistjórnun MANNANAFNANEFND hefur samþykkt að færa kvenmanns- nöfnin Febrún, Bentey og Elíndís á mannanafnaskrá og karlmanns- nafnið Lunda. Nefndin hafnaði hins vegar nafn- inu Alexsöndru og taldi það ekki vera í samræmi við venjulegan ís- lenskan framburð nafnsins Alex- andra eða íslenska hefð í ritun þess. Nöfnin Febrún og Lundi samþykkt FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ er langt komið með samkomulag við fjármögnunarfyrirtækin vegna bíla- lána, en unnið er að skattalegri með- ferð málsins í fjármálaráðuneytinu sem ætti að skýrast fljótlega. Sam- kvæmt heimildum blaðsins er stefnt að því að kynna lausn á bílalánavand- anum fljótlega eftir páska. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins gengur hugmyndin út á að bílalán verði færð niður að höfuðstól með 15% álagi sem þýðir að þeir sem tóku gengistryggð bílalán verða ekki í verri stöðu en hefðu þeir tekið verð- tryggð lán á sínum tíma. Hvað skattameðferðina varðar er enn óljóst hvort og þá hvernig af- skriftirnar verða skattlagðar, en við- mælendur blaðsins benda á að við þessa leið sé ekki um neina eigna- myndun að ræða. Talið er að um 110 milljarðar liggi í gengistryggðum bílalánum, en reikna má með að lánin verði færð niður um 25-40% allt eftir samsetningu lán- anna og lengd. Niðurfellingin lendir á fjármögnunarfyrirtækjunum, þ.e. SP fjármögnun, Íslandsbanka fjár- mögnun, Avant og Lýsingu. Bílalausn kynnt eftir páska Beðið er eftir úr- lausn á skattalegri meðferð afskrifta Ráðherra efna- hags- og við- skiptamála, Gylfi Magn- ússon, leggur fram frumvarp um rannsókn á fjárhagsstöðu skuldugra heimila. Vill hann fá heimild til að afla upp- lýsinga frá fjölmörgum aðilum, þ.á m. Íbúðalánasjóði, Trygg- ingastofnun ríkisins og fjár- málafyrirtækjum. Fjárhagur kannaður Gylfi Magnússon HUMAR 1 kg SKELBROT 999 kr/pk. Tilboð gildir meðan birgðir endast Birt með fyrirvara um prentvillur m ar kh on nu n. is Af FRUMVARPI Ólafar Nordal, þingmanns Sjálfstæðisflokks, um að Alþingi ákveði að fara skuli í framkvæmdir við neðrihluta Þjórsár má sjá að henni virðist eðlilegt að þingmeirihluti, sem hún ætlar þá vænt- anlega að leiða, geti valtað yfir sveitarfélög og íbúa þeirra, Skipulagsstofnun, umhverf- isráðherra og stjórn Landsvirkjunar. Þetta segir Svandís Svavarsdóttir umhverf- isráðherra. Í Morgunblaðinu í gær var sagt frá frum- varpi Ólafar sem hún hugðist leggja fram á Alþingi síðdegis í gær. Í samtali við blaða- mann sagði Ólöf að öll rök væru fyrir því að neðrihluti Þjórsár yrði virkjaður. Alþingi gæti ákveðið að setja lög um að fara í virkj- anirnar. „Ýmislegt er furðulegt við þetta,“ segir Svandís. „Fyrir það fyrsta; hvaða sýn þetta endurspeglar hjá Ólöfu Nordal og þá vænt- anlega sjálfstæðismönnum. Hvernig þeir myndu fara fram ef þeir væru við völd. Þá myndu þeir væntanlega ákveða virkj- anakosti á flokksskrifstofunum og fara fram með það í lagasetningu.“ Svandís segir að sem betur fer sé annað fyrirkomulag við lýði á Íslandi. Mál þurfi að fara í gegnum nokk- ur þrep. Þannig fari sveitarfélög með skipu- lagsgerðina og hún fari í kjölfarið í kynning- arferli. Síðan þurfi skipulagið að hljóta staðfestingu bæði Skipulagsstofnunar og umhverfisráðherra. Þá þurfi stjórn Lands- virkjunar að hafa einhverja skoðun á málinu. „Ég veit ekki hvort Ólöf Nordal vill fara þvert á alla þessa ferla. Þetta lýsir kannski fyrst og fremst hefðbundnum yfirgangi virkjanasinna og einnig mjög sérkennilegum skilningi á lýðræðinu.“ Rammaáætlun í kynningarferli Ólöf sagði einnig í samtali við Morg- unblaðið breiður stuðningur væri fyrir virkj- unum í neðrihluta Þjórsár á þingi. Þó svo að það kunni að vera rétt er ekki þar með sagt að frumvarp hennar fái hljómgrunn. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra bend- ir á að í tíð ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks – sem Ólöf studdi – var neðrihluti Þjórsár settur í ákveðið ferli, rammaáætlun. „Rammaáætlunin er í kynningarferli til 19. apríl nk. og eftir það verður unnið úr niðurstöðum hennar. Ég geri ráð fyrir að rammaáætlunin komi inn í þingið í lok apríl eða byrjun maí,“ segir Katrín og einnig að eðlilegt sé að þetta ferli haldi áfram. „Ég sé ekki ástæðu til að taka þetta sérstaklega út úr rammaáætluninni.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður framsóknarmanna á Suðurlandi, er hlynntur tillögu Ólafar en sagðist ekki hafa rætt mál- ið við aðra í þingflokknum enn þá. „Þetta er samkvæmt rammaáætluninni eitt af því sem er skynsamlegast að virkja. Eftir alla bar- áttu umhverfisverndarsinna er þetta orðin miklu betri framkvæmd en leit út fyrir upp- runalega og orðið ásættanlegt.“ „Hefðbundinn yfirgangur“  Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra furðar sig á tillögu Ólafar Nordal um virkjanir í Þjórsá  Ráðherra segir að ef sjálfstæðismenn réðu myndu þeir ákveða virkjanakosti á flokksskrifstofunni Katrín Júlíusdóttir Sigurður Ingi Jóhannsson Virkjunarsvæði Frá neðri hluta Þjórsár Svandís Svavarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.