Morgunblaðið - 01.04.2010, Side 10

Morgunblaðið - 01.04.2010, Side 10
Stofnandinn Guðsteinn í verslun sinni rétt fyrir jólin árið 1963. upp á einn daginn með útprentaða mynd af þessu og spurði hvort hann mætti mála þetta á vegginn hjá okk- ur. Mér fannst þetta alveg frábært og gaf honum leyfi og þetta vekur ótrúlega mikla athygli. Ferðamenn- irnir taka myndir af þessu og þetta hefur komið í veg fyrir veggjakrot.“ Allir jafnir, rónar og ráðherrar Það segir mikið um fyrirtækið hversu mikilli tryggð margt starfs- fólkið heldur við búðina, en þar hefur til dæmis sama saumakonan unnið í 20 ár. Hanna Benediktsdóttir sér um að laga og breyta flíkum sem keyptar eru í versluninni. „Að vinna hér hefur verið ynd- islegur tími. Þetta er mitt annað heimili og ég hlakka alltaf til að fara í vinnuna. Hér hefur aldrei verið snobb og engir yfirmannastælar við okkur saumakonurnar. Eyjólfur kenndi mér að sníða og hann var minn fyrsti yfirmaður. Fyrir honum eftir hrun til að segja okkur að við mættum ekki hætta. Að vonandi lifð- um við þetta af. Okkur þykir vænt um að finna fyrir þessari velvild. Og vonandi lifum við af. Enda leggjum við áherslu á gæði, að vera með vand- aða vöru á hagstæðu verði. En það hefur vissulega verið mjög erfitt eftir að gengi krónunnar féll. Ég ákvað að fara ekki út í minni gæði, vegna þess að viðskiptavinir okkar þekkja gæðin hér og treysta okkur. Ég hélt því sömu vöru og gæðum en þurfti auð- vitað að hækka verðið, en þó um miklu minna en ég hefði þurft, til að geta verið með boðlegt verð.“ Bindishnútar á vegg vekja athygli Margir kannast við veggjamynd- irnar utan á húsinu þar sem kennt er á myndrænan hátt hvernig hnýta skal bindishnút á ýmsa vegu. „Ungur strákur sem heitir Harry og er graf- ískur hönnuður, hann bankaði hér Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Afi reykti alltaf vindla hér íbúðinni og það eru ennbrunaför inni í skápunumþar sem hann lagði frá sér vindlana,“segir Svava Eyjólfsdóttir meðeigandi herrafataverslunar Guð- steins á Laugavegi. Svava er barnabarn Guðsteins Eyjólfssonar sem stofnaði verslunina fyrir 92 árum og hún er því þriðja kynslóð fjölskyldunnar sem stendur í brúnni. „Það stóð aldrei til að ég tæki við, þetta æxlaðist bara svona í framhaldi af því að ég var hér klukkutíma á hverjum degi að hjálpa pabba eftir að heilsu hans hrakaði en hann féll frá árið 2004. En nú eru árin næstum tuttugu sem ég hef séð um þessa verslun.“ Eyjólfur faðir Svövu tók við af Guðsteini afa hennar en þeir voru saman með búðina lengi vel. „Pabbi vann hér fram til dauðadags og gaf sig allan í starfið.“ Miklu meira af ungu fólki núna Svava segir að hjá verslun Guð- steins hafi ævinleg verið lögð áherslu á að sinna mönnum á miðjum aldri og uppúr. „Þeir sýna okkur mikla tryggð og við viljum sinna þeim vel. En við fáum miklu meira en áður af ungu fólki inn til okkar og það finnst okkur sérlega ánægjulegt og við stýrum okkar innkaupum eftir því. Við höf- um alla tíð haldið tryggð við gömlu góðu sígildu merkin, en framleið- endur fylgjast að sjálfsögðu með nýj- ustu tísku og straumum. Unga fólkið virðist kunna að meta þetta,“ segir Svava og bætir við að hún finni mjög sterkt fyrir því að gildin í þjóðfélag- inu séu önnur en var fyrir kreppu. „Hingað gerði margt fólk sér ferð Gamla góða stemningin Það er gott að koma inn í Herrafataverslun Guðsteins. Þar er ekki ærandi tónlist heldur rólegt yfirbragð og gömlu góðu innréttingarnar gegna enn hlutverki sínu. 10 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2010 Í fyrstu getur það virst jafnflókið og geimvísindi að hnýta bindishnút. Það virðist kannski einfalt þegar pabbi gamli gerir það og lýsir um leið en einn og óstuddur er þetta ávísun á flækju. Því er gott að hafa tölvuna við hliðina á sér opna á Tie-a-tie.net. Samkvæmt síðunni eru til fjórar gerðir af bindishnútum; Four in Hand, Half Windsor, Windsor og Pratt. Þeir virðast við fyrstu sýn allir eins en hver hefur sín einkenni; einn er fín- gerður, annar þríhyrningslaga og enn einn feitur. Einnig eru upplýsingar á síðunni um hvernig á að binda al- mennilega slaufu. Það er hann Caspar sem heldur úti þessari gagnlegu síðu til leiðbein- ingar fyrir þá sem eru að byrja að fóta sig í heimi bindishnútanna og líka fyrir þá sem vilja auka fjölbreytn- ina í bindishnútunum. Caspar er með gagnlegar upplýs- ingar á síðunni, t.d. hvernig á að losa um bindishnút en það skiptir máli hvernig það er gert, til að skemma ekki bindið. Hann fjallar líka um lengd á hálsbindum og er með reikni- vél sem reiknar út lengd bindis sem þú þarft m.v. hæð og hálskragastærð. Smákafla um skraut og skart fyrir hálsbindi má svo finna. Vefsíðan: www.tie-a-tie.net Morgunblaðið/Eyþór Bindi Nokkrar gerðir eru til af bindishnútum sem vert er að kunna. Bindin og blessaðir hnútarnir Á skírdagur er minnst heilagrar kvöldmáltíðar og þess að Kristur þvoði fætur lærisveina sinna. Þennan dag var altarið þvegið og olía vígð í katólskum sið, og varð hann fljótt af- lausnardagur syndara. Að slíkri hreinsun lýtur skírdagsheitið. Eftir siðaskipti hefur loðað við að halda til skírdagsins sem föstuloka í mat og eru heimildir frá 18. og 19. öld um sérstakan grjónagraut þann dag, skírdagsgraut. Fátt er vitað um sér- staka skírdagssiði utan kirkju nema lítilsháttar um mat og drykk. Saga daganna eftir Árna Björnsson. Endilega … … fræðist um skírdag Morgunblaðið/RAX Altaristafla Skarð á Skarðsströnd. Lamb er mikið borðað á Ítalíu en matreiðslan yfirleitt með nokkuð öðrum hætti en við Íslendingar eig- um að venjast. Hér er uppskrift frá héraðinu Púglia syðst á Ítalíu þar sem lærið er eldað með kartöflum og lauk. Best er að nota lítið læri sem kemst fyrir í góðum potti eða ofnskúffu ef hækillinn er sagaður af. 1 lambalæri 2 laukar, grófsaxaðir 1 rauður chilipipar, fræhreinsaður og saxaður 500 g kartöflur, flysjaðar og skornar í 2-3 sm bita 2 msk óreganó, saxað 2 msk rósmarín, saxað 1 dl hvítvín ólívuolía Hitið olíu í pottinum (eða ofn- skúffunni) og brúnið kjötið á öllum hliðum. Þegar búið er að brúna kjötið er það tekið upp úr og lauk- urinn settur út í ásamt salti og steiktur þar til hann er orðinn mjúkur. Bætið nú kjötinu aftur út í ásamt chilipipar. Saltið örlítið í viðbót. Hellið nú hvítvíninu í pott- inn og leyfið því að malla í um mínútu en þá er kartöflunum bætt við ásamt kryddjurtunum. Hrærið öllu vel saman. Setjið lok á pottinn (eða álpapp- ír yfir ofnskúffuna) og færið yfir í 200 gráðu heitan ofn. Eldið í um 45 mínútur eða þar til kjötið er eldað í gegn og kartöflurnar eru orðnar alveg mjúkar. Fylgist með því að allur vökvinn gufi ekki upp, ef hætta er á því má bæta um dl af vatni út í pottinn. Berið fram beint úr ofninum. Með þessu að sjálfsögðu rauðvín frá Púglía, t.d. A Mano eða Feudi di San Marzano Negroamaro. Steingrímur Sigurgeirsson Uppskriftin Lambalæri frá Púglía Fleiri uppskriftir má finna á Matur og vín-vef Morgunblaðsins: www.mbl.is/matur/ Sp ör eh f. s: 570 2790www.baendaferdir.is A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Hálftfæðiogallarskoðunarferðirinnifaldar Stralsund er ótrúlega fögur borg með heildstæðan miðaldarblæ og er saga Stralsund samofin sögu hansakaupmannanna. Ferðin hefst á flugi til Berlínar og er haldið þaðan til Stralsund þar sem gist er í 3 nætur. Förum í dagsferð til drottningar hansaborgara, Lübeck, skoðum hið fræga borgarhlið, förum á safn og smökkum á marsipani sem Lübeck er fræg fyrir. Leiðin liggur síðan til Rostock þar sem er áhugavert miðaldasafn og endum á eyjunni Rügen sem er þekkt fyrir náttúrufegurð. Gistum í 4 nætur í bænum Sellin og njótum strandmenningarinnar. Farið verður í skoðunarferð um Jasmund þjóðgarðinn, til Putbus sem er miðstöð menningar á Rügen og skoðum veiðihöllina Göhren. Komum einnig á Usedom eyjuna, förum í gönguferð yfir til Swinoujscie í Póllandi og siglum um Müritz-vatnasvæðið. Ferðin endar í höfuðborginni Berlín þar sem farið verður í skoðunarferð áður en flogið er heim á leið. Fararstjóri: Kristín Jóhannsdóttir Verð: 164.400 kr. á mann í tvíbýli Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, allar skoðunarferðir með rútu, hálft fæði og íslensk fararstjórn. Marsipan & 12. - 19. ágúst SUMAR 9 Hansakaupmenn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.