Morgunblaðið - 01.04.2010, Síða 17
Fréttir 17INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2010
VITA er lífið
VITA | Skútuvogi 13a | Sími 570 4444 | VITA.is
Spánn og
VITA er í eigu Icelandair Group.
GROUP
Verð frá 108.240kr.
og 15.000 Vildarpunktar
Paladim
09. – 27. maí
á mann m.v. 2 í stúdíóíbúð
með Gott Fólk 60+ afslætti.
Verð án Vildarpunkta
og Gott fólk 60+ afslætti: 123.240 kr.
Innifalið: Flug, flugvallarskattar,
gisting og íslensk fararstjórn.
VITA
Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is
Portúgal
með
Isla Canela í Andalúsíu
Iberostar Isla Canela
09. – 27. maí
Verð frá 169.860 kr.
og 15.000 Vildarpunktar
á mann í tvíbýli.
Verð án Vildarpunkta 179.860 kr.
Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting m/ morgunmat
og íslensk fararstjórn.
Í ferðinni er hægt að bóka skemmtilegar skoðunarferðir
um svæðið í fylgd fararstjórans Friðriks G. Friðrikssonar.
Lilja Jónsdóttir verður
fararstjóri í þessari ferð.
Hún hefur áralanga
reynslu af skipulagningu
og fararstjórn.
Evrópurútur
Frissa
Menning, fróðleikur
og veðursæld.
Skemmtileg ferð þar sem fararstjóri er Friðrik G.
Friðriksson, Frissi. Farið er í 5 skoðunarferðir
sem eru innifaldar í pakkanum.
Iberostar Isla Canela
09. – 27. maí
Verð frá 257.200 kr.
á mann í tvíbýli.
Innifalið: Allt er innifalið í gistingunni,
þ.m.t. allur matur, drykkir og afnot af heilsulind
hótelsins auk 5 skoðunarferða um svæðið með Frissa.
Hjá VITA getur þú lækkað verðið á ferðinni
þinni um allt að 10.000 kr. með 15.000 Vildarpunktum.
Auk þess eru veittir 2.500 Vildarpunktar fyrir allar
keyptar ferðir í leiguflugi með VITA. Þannig öðlast þú
stöðugt fleiri tækifæri til þess að njóta lífsins.
Þú getur notað
Vildarpunktana
hjá okkur
Ferð á vegum klúbbsins í vorsólina í Portúgal.
Flogið er með beinu leiguflugi með Icelandair.
Félagar í Gott Fólk 60+ klúbbnum fá 5.000 kr.
afslátt af þessari ferð.
Skapti Hallgrímsson
Það hvarflaði að mér á dögunum að
farið væri að bræða skemmt sjávar-
fang í Krossanesi (eins og stundum
kom fyrir í gamla daga) en mundi
svo að verksmiðjan var tekin niður
fyrir nokkrum árum. Nú er komið í
ljós að sá megni óþefur sem leggst
einstaka sinnum yfir bæinn er frá
jarðgerðarstöðinni í Eyjafjarðar-
sveit.
Fólk mun hafa kvartað til heilbrigð-
isyfirvalda og verið er að kanna
hvort hreinsibúnaður virkar ekki
eins og hann á að gera. Ég veit auð-
vitað ekki hver ástæðan er, en lyktin
er hroðalega vond. Það get ég stað-
fest!
Hetjurnar, styrktarfélag lang-
veikra barna á Norðurlandi, njóta nú
góðs af því að leikmenn meistara-
flokks Þórs í knattspyrnu mættu
stundum of seint á æfingu í vetur!
Hetjurnar fá afhentar alls 120 þús-
und krónur frá Þórsurum í dag.
Ekki er hægt að kenna óstundvísi
leikmanna Þórs um alla upphæðina;
Í sektarsjóðnum eru rúmlega 30
þúsund krónur, leikmannaráð karla
ákvað að tvöfalda upphæðina og að-
alstjórn Þórs tvöfaldar svo þá upp-
hæð!
Fulltrúar Hetjanna taka við pen-
ingunum í Boganum í dag, fyrir leik
Þórsara gegn Njarðvíkingum sem
hefst kl. 13.00.
Unnendur góðra lista geta haft nóg
fyrir stafni í höfuðstað Norðurlands
um páskana. Tónlist, leiklist, mynd-
list, matarlyst … Varla hægt að telja
þetta allt upp og best að benda á vef-
síðuna www.visitakureyri.is.
Óhjákvæmilegt er þó að nefna
tónleika Sinfóníuhljómsveitar Norð-
urlands í Glerárkirkju kl. 16 í dag
þar sem Bryndís Halla Gylfadóttir
verður einleikari í sellókónsert nr 1.
eftir Dmitri Shostakovich. Á laug-
ardaginn treður akureyrski stórten-
órinn Kristján Jóhannsson upp í
KA-heimilinu ásamt Diddú og fleiri
góðum söngvurum. Meðal þeirra
sem verða með tónleika á Græna
hattinum eru hinir einu, sönnu
Skriðjöklar. „Konur athugið! Skrið-
jöklar á ferð,“ sagði í tilkynningu …
AKUREYRI
Morgunblaðið/Kristinn
Söngur Diddú og Kristján koma
fram á tónleikum á laugardaginn.
Góð list
og vond
lykt
ÚR BÆJARLÍFINU
Eftir Björn Björnsson
Í ALMANAKI Hins íslenska þjóðvinafélags
er 16. mars skráður dagur Gvendar góða, hins
sæla Hólabiskups, er sat stólinn í upphafi
þrettándu aldar. Ekki verður um Guðmund
biskup sagt að hann hafi setið á friðarstóli,
eða að um embætti hans hafi ríkt sátt og ein-
drægni, því fljótlega eftir embættistöku hans
kom í ljós að hann var ekki eins þægur þeim
veraldlegu höfðingjum, sem studdu hann til
embættis, og ætlast var til. Hinsvegar var
Guðmundur biskup elskaður og virtur af allri
alþýðu og hafði áunnið sér kenninafnið „góði“
meðan hann enn sinnti prestsembætti.
En allar götur frá biskupstíð Gvendar góða
er vitað að nafn hans þótti gott til áheita, og
nú síðastliðinn „Gvendardag“ var boðað til at-
hafnar í Auðunarstofu á Hólum, þar sem Guð-
mundar biskups var minnst, og hófst athöfnin
með því að Gunnar Þorgeirsson óbóleikari lék
nokkur lög, en síðan flutti Óskar Guðmunds-
son rithöfundur erindi sem hann nefndi: Bisk-
upinn og skáldið, vinátta Guðmundar góða og
Snorra Sturlusonar. Að loknu erindi Óskars
afhenti Jón Aðalsteinn Baldvinsson vígslu-
biskup styrk úr hinum forna áheitasjóði, en
að þessu sinni voru veittar 150 þúsund krónur
til Marie Ann Hauksdóttur, tuttugu og
tveggja ára konu frá Hvammstanga sem bar-
ist hefur við krabbamein frá 18 ára aldri, en
það var eins árs gömul dóttir Marie og sam-
býlismanns hennar sem veitti styrknum við-
töku.
Enn er Gvendur góði drjúgur til áheita
Morgunblaðið/Björn Björnsson
Styrkur Dóttir Marie Ann veitir styrknum móttöku
úr hendi Jóns Aðalsteins Baldvinssonar biskups.