Morgunblaðið - 01.04.2010, Side 18

Morgunblaðið - 01.04.2010, Side 18
18 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2010 SVO gæti farið að Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, héldi embættinu í nokkrar vikur þótt flokkur hans missti meirihluta sinn í neðri deild breska þingsins í næstu kosningum, að sögn breskra dag- blaða í gær. Blöðin segja að breskir embættis- menn séu að leggja lokahönd á áætl- un um hvernig bregðast eigi við ef enginn flokkur fær meirihluta á þinginu í kosningum sem eiga að fara fram ekki síðar en í júní. Embættismennirnir hafa miklar áhyggjur af því að gert verði áhlaup á breska pundið ef enginn flokkur fær meirihluta og fjármálamarkaðir telja að það geti orðið til þess að ekki verði gerðar nægar ráðstafanir til að minnka fjárlagahallann, að sögn The Daily Telegraph. Blaðið segir að ef Íhaldsflokkurinn fær flest þingsæti, án þess að fá meirihluta, þurfi Brown ekki að láta af embætti strax þótt hann myndi líklega gera það ef munurinn væri mikill. The Guardian segir að markmið með áætlun embættismannanna sé að afstýra stjórnlagakreppu og áhlaupi á pundið. Samkvæmt til- lögum þeirra eigi þingið ekki að koma saman fyrr en tæpum þremur vikum eftir kosningarnar til að gefa forsætisráðherranum færi á að mynda starfhæfa stjórn. Þingið er yfirleitt sett um sex dögum eftir kosningar. Í áætluninni er gert ráð fyrir því að íhaldsmenn geti lagt fram vantrauststillögu gegn stjórn- inni átján dögum eftir kosningarnar. Vilja hindra áhlaup á pundið Reuters Broshýr Gordon Brown og eiginkona hans, Sarah, á flokksþingi í Skotlandi. Brown gæti verið við völd í nokkrar vikur þótt hann tapi Í HNOTSKURN » Þótt enginn stjórn-málaflokkur fái meirihluta á þinginu í næstu kosningum getur Elísabet Bretadrottning neitað að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga ef hún telur þingrof geta skaðað efnahag landsins. PRESTAR grísku rétttrúnaðarkirkjunnar sleppa dúfu við skírnarathöfn sem fram fór í gær í Qasr el-Yahud, staðnum þar sem talið er að Jó- hannes skírari hafi skírt Krist. Staðurinn er í ánni Jórdan, austan við Jeríkó, og er þriðji helg- asti staður kristinna pílagríma í Landinu helga, á eftir Jerúsalem og Betlehem. Áætlað er að á ári hverju komi um 100.000 manns á þennan stað til að taka skírn. Reuters SKÍRNARATHÖFN Í ÁNNI JÓRDAN VÍSINDA- og tækninefnd neðri deildar breska þingsins hefur rannsakað mál Phils Jones, stjórnanda lofts- lagsdeildar há- skólans í Aust- ur-Anglíu (CRU), og kom- ist að þeirri niðurstöðu að engin ástæða sé til að ætla að Jones eða samstarfsmenn hans hafi brengl- að eða falsað niðurstöður rann- sókna á hitafari í gegnum söguna. Vísindanefndin hvetur hins veg- ar loftslagsvísindamenn til þess að gera fleiri upplýsingar um mælingar sínar opinberar sjálf- krafa til að koma í veg fyrir að slíkar deilur geti komið upp aft- ur. Þetta var fyrsta rannsóknin af þremur á málinu. Óháð nefnd sér- fræðinga á að kanna hvort vís- indamennirnir hafi falsað gögn og þriðja nefndin á að rannsaka vísindalegt gildi rannsókna þeirra. Falsaði ekki vís- indagögn Hvattir til að gera fleiri gögn opinber Phil Jones KÖRTUR virðast geta skynjað fyrir- boða jarðskjálfta og forða sér af hættusvæðinu nokkrum dögum áður en jarðskjálfti ríður yfir. Þetta er niðurstaða líffræðinga sem segja í grein í tímaritinu Journal of Zoology að körtur hafi flúið æxl- unarstöðvar sínar þremur dögum fyrir jarðskjálfta sem kostaði hátt í 300 manns lífið í Abruzzo-héraði á Ítalíu fyrir tæpu ári. Líffræðingarnir segja að hegðun kartnanna hafi verið mjög óvenjuleg síðustu dagana fyrir hamfarirnar og þær hafi forðað sér þótt þær hafi ver- ið um 74 km frá upptökum skjálft- ans. Breski líffræðingurinn Rachel Grant rannsakaði körtur í San Ruff- ino-vatni á Ítalíu í 29 daga fyrir og eftir skjálftann og tók eftir því að körturnar byrjuðu að hegða sér undarlega fimm dögum fyrir ham- farirnar. Karldýrunum fækkaði þá um 96% á svæðinu þótt þau séu yfir- leitt miklu lengur á æxlunarstöðv- unum og ekkert í veðurfarinu er talið geta skýrt þessa undarlegu hegðun. Þremur dögum fyrir jarðskjálft- ann var svo komið að engar körtur voru lengur á æxlunarstöðvunum. Körtur höfðu orpið eggjum sex dög- um fyrir skjálftann og varpið hófst að nýju sex dögum eftir hamfarirnar en ekkert varp var á æxlunarstöðv- unum frá fyrsta skjálftanum til síð- asta eftirskjálftans. Tengt sveiflum í radonstyrk? Ekki er vitað hvernig körtur geta skynjað fyrirboða jarðskjálfta. Hegðun kartnanna tók að breytast á sama tíma og breytingar urðu á jóna- hvolfinu, efri hluta lofthjúps jarðar ofan við 70 km hæð. Nokkrir vís- indamenn hafa sett fram þá kenn- ingu að þessar breytingar hafi orðið vegna losunar radons, geislavirks gass, en sveiflur í radonstyrk kunna að tengjast spennuástandi í jarð- skorpunni og hugsanlega vera fyrir- boði jarðskjálfta. „Niðurstöður okk- ar benda til þess að körtur geti skynjað fyrirboða jarðskjálfta, svo sem losun gass og hlaðnar eindir,“ hafði fréttavefur breska ríkis- útvarpsins eftir Grant. bogi@mbl.is Skynja hættu á jarðskjálfta Reuters Forspá froskdýr Körtur virðast hafa skynjað hættu á jarðskjálfta nokkrum dögum áður en mannskæður skjálfti reið yfir Ítalíu fyrir tæpu ári. Körtur flúðu nokkrum dögum fyrir skjálftann PÁSKAEGG, sem og annað súkkulaði, geta verið góð fyrir hjartað og lækk- að blóðþrýsting- inn ef fólk borð- ar súkkulaðið í hófi á hverjum degi og velur dökkt súkkulaði. Þetta er niðurstaða þýskra nær- ingarfræðinga sem fylgdust með 19.357 manns á aldrinum 35-65 ára í a.m.k. tíu ár. Þeir sem borð- uðu mest súkkulaði (eða 7,5 grömm að meðaltali á dag) reynd- ust vera með lægri blóðþrýsting og 39% ólíklegri til að fá hjarta- sjúkdóma en þeir sem borðuðu minnst súkkulaði (1,7 grömm eða minna). Rannsóknir hafa áður bent til þess að dökkt súkkulaði í smáum skömmtum geti styrkt hjartað en þetta er fyrsta rannsóknin á áhrif- um þess á svo löngu tímabili. Páskaegg holl í hófi Egg Gott í hófi. SÆNSKUR ferðamaður fórst í gær þegar hann féll 150 metra of- an í gíg eldfjalls- ins Batur á indó- nesísku eyjunni Balí. Svíinn, sem var 25 ára gam- all, rann þegar hann reyndi að gægjast ofan í gíginn eftir síðdegisgöngu á tind- inn sem er 1.700 metra hár. „Hann var að horfa ofan í gíginn þegar hann rann og féll 150 metra,“ sagði lögreglustjórinn Made Oka. Björgunarsveit var send á stað- inn til að ná líki mannsins upp. Batur-fjall er auðvelt uppgöngu miðað við mörg önnur eldfjöll í Indónesíu og hefur m.a. þess vegna orðið vinsæll áningarstaður ferða- langa á Balí. Fórst í gíg eldfjalls Batur Eldfjallið Batur á Balí.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.