Morgunblaðið - 01.04.2010, Blaðsíða 21
21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2010
Boltakúnstir Á sýningum Sirkuss Íslands má sjá ýmsar kúnstir. Þótt myndir segi meira en þúsund orð þarf fólk líklegast að skella sér á eina af sýningunum til að átta sig á hvað hér er að gerast.
Ernir
UNDANFARNA daga
hafa ýmsir stuðnings-
menn ríkisstjórnarinnar
gert sér mat úr þeirri
kenningu eins af hag-
fræðingum Seðlabank-
ans, að 3.300 störf í land-
inu geti tapast vegna
frekari tafa á afgreiðslu
Icesave-samninganna.
Þessi spuni stjórnarliða
er auðvitað ekkert annað
en framhald á þeim hræðsluáróðri, sem
rekinn hefur verið frá vori 2009 til þess
að fá þing og þjóð til að fallast á full-
komlega óviðunandi skilmála vegna þess-
ara samninga, sem ekki byggjast á nein-
um haldbærum lagalegum forsendum.
Hér er líka um að ræða lið í annars konar
áróðri stjórnarliða, sem felst í því að af-
saka ráðleysi sitt og dáðleysi í öllum öðr-
um málum með töfum vegna Icesave.
Allt er þetta til þess ætlað draga at-
hyglina frá því að lítið hefur þokast í tíð
þessarar ríkisstjórnar í þá átt að ná efna-
hagslífinu upp úr öldudalnum. Það ætti
út af fyrir sig að vera verðugt rannsókn-
arefni fyrir reiknimeistara Seðlabankans
eða aðra hagfræðinga að leggja mat á
hve mörg störf hafa nú þegar tapast eða
munu tapast á næstu mánuðum vegna
aðgerða eða aðgerðaleysis stjórnvalda.
Það mætti til dæmis skoða hvaða áhrif
það hefur haft á atvinnuástandið að halda
uppi gríðarlega háu vaxtastigi á sam-
dráttartímum. Hefðbundin viðhorf í hag-
fræði gera ráð fyrir því að háum vöxtum
sé beitt gegn þenslu en lágum vöxtum til
að örva hagkerfi í niðursveiflu. Hér á
landi er í gangi tilraun í peningamálum,
sem gengur út á hið gagnstæða. Einnig
mætti leggja mat á það hvort gríðarlegar
skattahækkanir á almenning og fyr-
irtæki séu til þess fallnar að örva efna-
hagslífið. Auðvitað sjá allir að áhrifin eru
þveröfug. Hækkun tryggingagjalds stór-
eykur til dæmis kostnað fyrirtækja af því
að hafa fólk í vinnu. Hækkun á fjár-
magnstekjuskatti fælir fjárfesta frá því
að leggja fé í atvinnurekstur. Hækkun
tekjuskatta einstaklinga og fyrirtækja
dregur úr getu þeirra til að standa í skil-
um vegna skuldbindinga og hefur um-
talsverð áhrif á bæði neyslu þeirra og
fjárfestingar. Hækkun óbeinna skatta
eykur svo enn á þessi áhrif og dregur
stórlega úr veltu í samfélaginu. Svona má
lengi telja. Skyldu þessar aðgerðir rík-
isstjórnarinnar vera til þess
fallnar að fjölga störfum eða
er hugsanlegt að þær fækki
þeim stórlega?
Þá eru ótalin áhrif þess
stjórnmálalega og stjórn-
sýslulega vandræðagangs,
sem tafið hefur mánuðum
saman fyrir stórfram-
kvæmdum, einkum á sviði
orkunýtingar. Á það jafnt við
um framkvæmdir sem löngu
voru ákveðnar og þær, sem
enn eru á undirbúningsstigi.
Pólitísk óvissa og beinn fjandskapur ann-
ars stjórnarflokksins og hluta hins við
alla uppbyggingu í þeim geira er að sjálf-
sögðu ekki til þess fallinn að auka mönn-
um bjartsýni varðandi fjölgun atvinnu-
tækifæra á næstunni.
Neikvætt viðhorf núverandi rík-
isstjórnar til atvinnulífsins er reyndar
sérstakt áhyggjuefni, einmitt á tímum
sem þessum þegar samstarf stjórnvalda,
fyrirtækja og launþega er mikilvægara
en verið hefur um langt árabil. Rík-
isstjórnin virðist engan veginn átta sig á
því að aukinn hagvöxtur og verðmæta-
sköpun í atvinnulífinu er forsenda þess
að unnt verði að ná landinu út úr krepp-
unni. Án þess verður ekki hægt að fjölga
störfum, auka kaupmátt og bæta lífskjör.
Verðmætasköpun í atvinnulífinu er líka
forsenda þess að tekjur ríkisins aukist og
unnt verði að standa vörð um sameig-
inleg verkefni og velferðarþjónustu til
frambúðar. Það er skammgóður vermir
fyrir ríkissjóð að hækka skattprósentur
hvað eftir annað ef skattstofnarnir – tekj-
urnar og veltan í samfélaginu – dragast
stöðugt saman.
Þegar á allt þetta er litið blasa við þær
spurningar, sem getið var um hér í upp-
hafi: Hve mörg störf hafa tapast vegna
stefnu núverandi ríkisstjórnar og hversu
mörg störf gætu tapast á næstu miss-
erum verði hún áfram við völd?
Eftir Birgi
Ármannsson
»Hve mörg störf hafa
tapast vegna stefnu nú-
verandi ríkisstjórnar og
hversu mörg störf gætu
tapast á næstu misserum,
verði hún áfram við völd?
Birgir Ármannsson
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hve mörg störf
tapast vegna
ríkisstjórnarinnar?
AÐ STANDA vörð um grunnþjón-
ustu, gjaldskrár og störf hefur verið
meginmarkmið borgaryfirvalda frá
því haustið 2008. Strax þá einsetti
borgarstjórn sér að leiðarljós Reykja-
víkur næstu misseri skyldi vera að
standa með borgarbúum og leita allra
leiða til hagræðingar, áður en sótt
yrði aukið fjármagn til íbúa sjálfra og
útgjöld heimilanna hækkuð. Stað-
reyndir um lága skattheimtu og lág
þjónustugjöld í Reykjavík staðfesta
að þessi ákvörðun var farsæl, mark-
miðin hafa náðst og niðurstaðan er sannarlega borg-
arbúum í hag. Þannig hafa gjaldskrár fyrir grunn-
þjónustu verið óbreyttar í nærri tvö ár, auk þess sem
skattar hafa ekki verið hækkaðir og álögur því um-
talsvert lægri í Reykjavík en í mörgum öðrum sveit-
arfélögum.
Lág leikskólagjöld
Í dag njóta um 6.000 börn þjónustu leikskólanna í
Reykjavík. Gjaldið fyrir þessa þjónustu skiptir því
mjög margar fjölskyldur miklu máli. Við upphaf kjör-
tímabilsins voru leikskólagjöld í Reykjavík lækkuð
um 25%, auk þess sem tekinn var upp 100% systk-
inaafsláttur, sem þýðir að foreldrar greiða aðeins
dvalargjald fyrir eitt barn óháð fjölda barna sem
sækja leikskóla.
Mánaðargjald fyrir leikskóla (dvalar- og mat-
argjald), miðað við átta klukkustundir á dag, er nú
20.655 krónur í Reykjavík en fer yfir 30 þúsund krón-
ur í mörgum öðrum sveitarfélögum. Að auki er sér-
stök gjaldskrá fyrir fimm ára börn, sem greiða lægra
gjald, og einstæðir foreldrar, námsmenn og öryrkjar
greiða mun lægra gjald eða 40-75% af dvalargjaldi.
Reykjavíkurborg er eitt af fáum sveitarfélögum
sem bjóða 100% systkinaafslátt fyrir annað barn.
Þetta þýðir að hjón með tvö börn í átta tíma vistun á
leikskóla greiða aðeins 26.878 krónur á mánuði en til
samanburðar má nefna að í öðrum sveitarfélögum fer
gjaldið fyrir tvö börn víða vel yfir 40.000 krónur á
mánuði.
Á sama tíma hefur ánægja foreldra með leikskóla
Reykjavíkur aukist en samkvæmt nýlegri könnun
eru 95% foreldra ánægð með leikskóla borgarinnar.
Lág gjöld fyrir skólamáltíðir
og frístundaheimili
Tæplega 14.000 börn stunda nám í grunnskólum
borgarinnar en af þeim nýta 84% sér daglega heita
máltíð í skólanum í hádeginu. Gjald fyrir skóla-
máltíðir var samræmt og lækkað og kostar hver mál-
tíð nú 250 krónur, sem er lægsta gjald á höfuðborg-
arsvæðinu.
Mánaðargjald á frístundaheimilum á höfuðborg-
arsvæðinu er einnig lægst í Reykjavík. Fyrir þrjá
tíma á dag og síðdegishressingu greiða foreldrar í
Reykjavík 10.515 krónur en gjaldið getur
verið nærri tvöfalt hærra í öðrum sveit-
arfélögum á höfuðborgarsvæðinu.
Niðurstöður nýlegrar viðhorfskönn-
unar meðal foreldra grunnskólabarna í
Reykjavík sýna vaxandi ánægju þeirra
með grunnskólann. Þá eru foreldrar
ánægðari nú en fyrir tveimur árum með
aðstæður barna sinna til að matast í skól-
anum svo og með þann mat sem boðið er
upp á í mötuneytum skólanna. Níu af
hverjum tíu telja gjaldið fyrir skóla-
máltíðir vera sanngjarnt.
Í upphafi þessa kjörtímabils, eftir 12
ára valdatíma vinstrimanna í Reykjavík,
var útsvarið í höfuðborginni í hámarki. Á þessu kjör-
tímabili hefur áherslan verið önnur og hafa skattar
ekki verið hækkaðir undanfarin fjögur ár. Reykjavík
nýtir sér þannig ekki hámarksheimild til skatt-
heimtu, enda hefur núverandi meirihluti lagt áherslu
á að hagræða í rekstri borgarinnar fremur en að seil-
ast dýpra í vasa íbúa.
Fasteignaskattsprósentan af íbúðarhúsnæði var
lækkuð á kjörtímabilinu úr 0,25% af fasteignamati í
0,214%. Þetta þýðir t.d. að ef miðað er við vísitölu-
fjölskyldu Hagstofunnar sem býr í 125 fermetra íbúð
og mat fasteignar og lóðar er 18,8 m.kr., kemur í ljós
við samanburð á fasteignagjöldum á höfuðborg-
arsvæðinu, að þau eru lægst í Reykjavík, að Seltjarn-
arnesi einu undanskildu. Þá hafa viðmið fyrir tekju-
lága eldri borgara og öryrkja verið hækkuð þannig
að þeir njóta aukins afsláttar af fasteignagjöldum.
Í þágu borgarbúa
Eins og vel má sjá af þessari stuttu samantekt
hafa aðgerðir núverandi borgarstjórnar haft veruleg
áhrif á hag þeirra sem búa í höfuðborginni. Ýmis
þjónustugjöld fyrir barnafjölskyldur eru nú með því
lægsta sem þekkist og engir skattar á íbúa hafa verið
hækkaðir.
Hvað varðar lága skattheimtu og lág þjón-
ustugjöld er höfuðborgin því aftur komin í forystu.
Og þannig á það að vera áfram. Reykjavík er lang-
stærsta sveitarfélagið og á sem slíkt að geta boðið
fyrsta flokks þjónustu á verði sem stenst samanburð
við önnur sveitarfélög. Þetta hefur tekist á und-
anförnum árum. Á sama tíma hefur ánægja með
þjónustu Reykjavíkurborgar aukist. Það eru já-
kvæðar staðreyndir sem skipta máli fyrir alla borg-
arbúa.
Eftir Hönnu Birnu
Kristjánsdóttur
Hanna Birna
Kristjánsdóttir
Lágir skattar og
lág þjónustugjöld
fyrir Reykvíkinga
Höfundur er borgarstjóri.
» Ýmis þjónustugjöld fyrir
barnafjölskyldur í Reykjavík
eru nú með því lægsta sem þekk-
ist og engir skattar á íbúa hafa
verið hækkaðir.