Morgunblaðið - 01.04.2010, Síða 22
22 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2010
ÞEGAR kreppa eins
og sú sem við upp-
lifum nú ríður yfir
þjóðfélagið verður að
snúast til varnar. Sýna
staðfestu og hugrekki.
Vopnin sem við höfum
eru náttúruauðlindir
okkar, atvinnutæki
sem til eru á landinu
og mannauðurinn. Allt
þetta verður að nýta.
Það er í mörgum til-
vikum hægt að gera án mikils til-
kostnaðar. Í sjávarútvegi eru til
vinnufúsar hendur, verksvit, skip,
hafnir, fiskvinnsluhús og markaðir.
Allt er þetta illa nýtt. Á meðan
verður þjóðin af miklum verðmæt-
um. Á sama tíma er ljóst að ára-
tugalöng friðunarstefna stjórnvalda
og Hafró, í náinni samvinnu við for-
ystu LÍÚ og sjómannasamtakanna,
hefur skilað veiðiheimildum flestra
nytjastofna í sögulegu
lágmarki.
Þegar fylgst er með
ótrúlegum gunguskap
fjölmargra íslenskra
stjórnmálamanna þeg-
ar kemur að nýtingu
fiskistofna, verður
manni oft hugsað til
Barentshafsins. Þar
stjórna Norðmenn og
Rússar veiðum í sam-
einingu. Í Barentshafi
hafa menn um margra
árabil stundað veiðar
sem eru verulega um-
fram ráðgjöf fiskifræðinga. Enda er
alvitað að mælingar þeirra eru háð-
ar mikilli óvissu og hvergi jafn full-
komnar og þeir vilja vera láta. Þær
tölur sem fræðingarnir lenda á í
sinni ráðgjöf eru mjög varfærnisleg
nálgun á stöðuna eins og þeir meta
hana.
Skoðum aðeins meðfylgjandi
töflu. Hún sýnir ráðgjöf fiskifræð-
inga um þorskveiðar í Barentshafi
frá árinu 2000 til yfirstandandi árs í
þúsundum tonna. Heildarkvóti
hvers árs eins og hann er ákveðinn
af norskum og rússneskum stjórn-
völdum, er svo í aftasta dálkinum.
Fyrir þetta ár (2010) var kvótinn
settur 607.000 tonn. Ráðgjöf fiski-
fræðinga hljóðaði upp á 577.000
tonn. Síðan árið 2000 hafa fiski-
fræðingar ráðlagt að veiddar yrðu
samtals 3.981.000 tonn af þorski í
Barentshafi. Stjórnmálamennirnir
sem hafa umboðið til að stjórna og
þora það hafa hins vegar gefið út
kvóta upp á samtals 5.003.000 tonn.
Hér munar því um milljón tonnum
á milli ráðgjafar og útgefinna
þorskkvóta. Við þetta hafa síðan
bæst veiðar sem ekki hafa verið
skráðar til kvóta. Sú tala er nokkuð
á reiki en gæti hafa verið veruleg,
sum árin að minnsta kosti.
Miðað við þetta ætti þorskstofn-
inn í Barentshafi að hafa verið of-
veiddur um milljón tonn hið
minnsta á síðustu tíu árum. Hefur
þetta bitnað á stærð þorskstofns-
ins? Svarið er nei. Hann hefur
sjaldan verið stærri. Þorskkvótinn í
ár er meiri en nokkru sinni fyrr á
þessu tímabili. Hefur þessi meinta
ofveiði bitnað á alþjóðlegum orðstír
Norðmanna og Rússa sem fisk-
veiðiþjóða? Svarið er nei. Ekkert
hefur bólað á því að þeir hafi lent í
neinum vandræðum vegna þessa.
Hér á Íslandi er hnípin þjóð í
vanda sem líður fyrir kjarkleysi
eigin stjórnmálamanna. Atvinnu-
tækin eru bundin við bryggjur og
fullfrískt fólk látið mæla göturnar
með hendur í vösum. Á sama tíma
er einmunablíða á miðunum við
landið dögum saman um hávertíð-
ina. Sjómenn greina frá mikilli fisk-
gengd og engin ástæða til að rengja
þau orð. Hvernig væri nú að taka
mið af reynslunni úr Barentshafi í
bland við öll hin rökin sem mæla
með því að veiðiheimildir verði
auknar?
Þorskveiðar og reynslan úr Barentshafi
Eftir Magnús Þór
Hafsteinsson »Hér munar því um
milljón tonnum á
milli ráðgjafar og útgef-
inna þorskkvóta. Við
þetta hafa síðan bæst
veiðar sem ekki hafa
verið skráðar til kvóta.
Magnús Þór
Hafsteinsson
Höfundur er fiskifræðingur
og fyrrverandi alþingismaður.
ÞAÐ ER óhugn-
anlegt að innan bank-
anna sé byrjað að
heimta endurreisn
bónusmenningarinnar
sem átti sinn þátt í
hruni þeirra. Bónus-
kerfið var siðspillandi
hvati að ábyrgð-
arlausum ákvörð-
unum fjármálasnill-
inga bankanna sem
verðlaunaði skamm-
tímagróða fram yfir langtíma-
hagnað. Nú þegar skattborgarar
hafa með massífum gjörgæsluað-
gerðum fjármagnað skyndihjálp
fyrir bankana, eru þeir sem næst-
um lögðu landið í rúst á ný til-
búnir með danskortin.
„Tap, jafnvel vegna óheppni,
fjarlægir hina minnstu réttlætingu
fyrir bónusgreiðslum,“ hafa Jón
Daníelsson og Con Keating skrif-
að. „Það versta við þessi rök [fyrir
bónusgreiðslum] er að þau gefa til
kynna bankastjórnir sem trúa því
að framtíð bankanna sé eins og
hún var [á árunum fyrir hrun].“
Það er svo margt rangt við
bónusgreiðsluhugmyndirnar að
maður veit varla hvar skal byrja.
1. Notkun almannafjármuna til
bónusgreiðslna er siðferðislega
óverjandi.
Nú þegar bankarnir eiga tilvist
sína að þakka skattfé
almennings, en ekki
fúsum fjárfestum, er
einfaldlega siðlaust að
ætlast til að fá bón-
usgreiðslur, ég tala nú
ekki um þegar þús-
undir ganga atvinnu-
lausar í kjölfar hruns-
ins. Efnahagur
þjóðarinnar er enn á
ystu nöf, fólk flykkist
burt af landinu, þjón-
usta hins opinbera
síminnkar og við horf-
um fram á enn meiri
samdrátt. Hver einasta króna sem
bankakórinn fær er króna úr vasa
einhvers Íslendings sem virkilega
þarf á henni að halda.
2. Bónusar eru ekki nauðsyn-
legir til að halda í starfsmenn.
Í dag er fullt af atvinnulausu
bankafólki á Íslandi (og annars
staðar). Ef bankamönnum líka ekki
núverandi launakjör sín er þeim
frjálst að opna sinn eigin banka
(með eigin fjármagni) eða að finna
sér aðra betur launaða atvinnu. Ég
get ímyndað mér atvinnuviðtal
þeirra við fyrirtæki í New York
eða London: „Já, fyrrverandi at-
vinnurekandi minn fór hrottalega á
hausinn, ég átti þátt í því … Gefðu
mér endilega tækifæri til að sýna
hvað í mér býr!“ Tilhugsunin um
þessa ósáttu, eirðarlausu banka-
snillinga, hugsandi eins og Scar-
lett: „Hvert á ég að fara, hvað á ég
að gera?“ nema þeir fái bónus-
greiðslur, minnir mann á svar
Rhetts Butlers: „Satt best að segja
góða mín, mér er fjandans sama.“
3. Það er ekkert sem réttlætir
það að borga bankastjórnendum
meira en öðru fagfólki.
Er okkur, sem þjóð, eitthvert
gagn í því að hæfileikamesta fólkið
okkar fari allt í bankastarfsemi
frekar en til dæmis læknisfræði,
verkfræði eða kennslu? Ég skil
þörfina á því að hafa fjármagn til
að stofna ný fyrirtæki og stækka
þau sem vel ganga, en veltur ekki
framtíð okkar á meiru en að taka
peninga úr einum vasa og setja þá
í annan, sem er í raun það sem
bankastarfsemi snýst um? Þurfum
við ekki á alls konar fagfólki að
halda til að vera samkeppnisfær
meðal annarra þjóða? Hvers vegna
ekki að verðlauna vísindamenn,
lækna, kennara, hönnuði með bón-
usum? Hvað er svona sérstakt við
bankastjórnendur á Íslandi (annað
en það að þeir hafa sett þjóðina á
hausinn)?
4. Bónuskerfið var í eðli sínu
spillt.
Bónuskerfi bankanna hvatti til
framleiðslu sviksamlegra bók-
haldspappíra og annarra misvís-
andi aðgerða til að slá ryki í augu
greiningaraðila og fjárfesta. Nema
nýtt bónuskerfi fylgi dæmi Gold-
man Sachs – greiði hlutafé (en
ekki reiðufé) og krefjist að við-
komandi sé í starfi hjá bankanum
í langan tíma (a.m.k. fimm ár) áð-
ur en unnt er að selja hlutaféð –
verðum við komin í nákvæmlega
sömu ógæfusporin og fyrir hrun.
Ef bankamenn eru reiðubúnir
að skila þeim bónusgreiðslum sem
þeir fengu fyrir hrun (sem þeir
greinilega verðskulduðu ekki), þá
og aðeins þá er hægt að athuga
með bónusgreiðslur í framtíðinni.
5. Það eru engin rök fyrir virkni
bónusgreiðslna.
Eru bankastjórnendur að segja
okkur að þeir séu ekki að gera
sitt besta? Þurfa þeir virkilega
þessar aukagreiðslur til að geta
skilað af sér hámarksárangri? Það
hefur aldrei verið sýnt fram á já-
kvætt samband milli bónusa og
kerfisbundins árangurs – reynslan
hefur þvert á móti leitt annað í
ljós.
6. Þið eruð ekki eins gáfuð og
þið haldið.
Bankastjórnendur virðast álíta
að þeir eigi skilið hærri þóknun
en nokkrar aðrar starfsstéttir því
þeir séu svo sérstakir.
Ég hef bara eina spurningu fyr-
ir þá: Ef þið eruð svona ári hæfi-
leikarík, hvernig útskýrið þið þá
bankahrunið? Jared Bibler hjá
FME benti á hér í Morgunblaðinu
að hrun bankanna þriggja myndi
jafngilda þriðja stærsta gjaldþroti
Ameríku, fyrr og síðar. Þið hafið
lagt þjóðina í rúst.
Manni er spurn – eins og
bandaríska lögmanninum Joseph
Welch sem spurði öldungadeild-
arþingmanninn og nornaveiðarann
Joseph McCarthy: „Hefur þú
enga sómatilfinningu … eftir allt
sem á undan er gengið? Hefurðu
ekki nokkra einustu sómatilfinn-
ingu?“
Banvænn bónuskúltúr
bankanna
Eftir Írisi
Erlingsdóttur »Ef bankasnilling-
unum líka ekki nú-
verandi launakjör sín er
þeim frjálst að opna
sinn eigin banka (með
eigin fjármagni) eða að
finna sér aðra atvinnu.
Íris
Erlingsdóttir
Höfundur er fjölmiðlafræðingur.
V i n n i n g a s k r á
48. útdráttur 31. mars 2010
A ð a l v i n n i n g u r
Kr. 2.000.000 kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
7 2 2 2
V i n n i n g u r
Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur)
8 2 9 6 2 0 7 0 5 3 5 1 5 2 4 6 4 8 2
V i n n i n g u r
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
6061 9647 25367 45333 60220 71606
7160 12462 31559 55235 60888 72137
V i n n i n g u r
Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur)
9 5 0 8 3 4 1 1 9 1 0 0 2 7 0 9 8 4 2 0 3 8 5 4 9 4 8 6 4 0 4 9 7 2 1 8 1
9 8 0 8 3 4 3 1 9 3 3 1 3 2 0 6 7 4 2 6 2 2 5 5 1 5 4 6 4 1 7 2 7 3 8 0 1
1 1 0 0 9 3 3 4 2 1 4 2 7 3 2 2 5 4 4 3 7 1 7 5 5 6 5 1 6 4 4 1 4 7 3 8 6 8
1 3 5 9 9 7 1 0 2 1 9 2 9 3 4 6 0 8 4 5 1 8 7 5 6 0 9 8 6 5 0 3 3 7 5 3 4 9
1 7 3 5 1 0 1 1 2 2 2 2 1 6 3 5 4 1 0 4 7 4 3 4 5 6 7 3 6 6 5 5 5 3 7 6 6 1 4
3 1 6 3 1 0 6 2 7 2 2 7 6 9 3 5 4 4 5 4 9 1 7 2 5 6 9 1 0 6 6 3 6 4 7 7 2 1 9
3 6 9 8 1 1 0 9 3 2 3 5 7 1 3 6 7 5 6 5 0 9 3 3 5 7 0 8 3 6 7 5 2 3 7 7 9 4 3
3 8 2 7 1 1 1 3 5 2 4 1 9 8 3 7 1 6 8 5 1 1 8 5 5 7 4 3 3 6 8 4 0 2 7 9 3 9 5
3 8 4 5 1 3 1 5 6 2 4 7 6 3 3 7 4 9 5 5 1 3 9 8 5 8 7 7 6 6 8 4 2 8 7 9 4 8 8
5 4 9 4 1 4 1 7 8 2 5 5 4 5 3 9 0 2 5 5 1 7 6 2 5 8 8 5 2 6 8 6 9 8
5 9 3 3 1 4 1 8 0 2 5 9 9 3 3 9 0 8 5 5 2 7 7 3 6 2 5 2 8 7 0 9 3 9
7 8 5 4 1 5 6 2 6 2 6 2 1 3 3 9 2 6 3 5 3 2 3 8 6 3 1 2 2 7 1 3 5 5
7 9 6 1 1 5 9 3 8 2 6 7 3 6 3 9 5 4 7 5 4 0 8 1 6 3 3 7 9 7 2 0 6 2
V i n n i n g u r
Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur)
6 6 8 2 8 0 1 7 2 9 1 2 5 9 9 9 3 5 5 3 5 4 6 9 4 8 5 7 9 2 6 7 2 2 1 3
7 1 8 9 3 2 1 7 3 9 2 2 6 0 6 0 3 5 8 8 6 4 7 1 5 7 5 9 0 2 4 7 2 4 3 5
4 2 1 9 6 2 6 1 7 5 4 3 2 7 9 6 4 3 6 4 0 5 4 7 3 2 9 5 9 8 8 7 7 2 5 5 8
5 0 3 1 0 9 0 4 1 7 7 0 9 2 8 3 0 6 3 6 7 2 3 4 7 4 8 5 6 0 1 4 2 7 3 3 0 4
5 2 9 1 1 1 8 3 1 7 9 8 2 2 8 6 6 4 3 7 8 8 1 4 8 0 8 3 6 0 4 4 6 7 3 3 0 7
6 7 2 1 1 1 9 7 1 8 1 3 0 2 8 6 7 8 3 7 9 1 4 4 8 6 3 2 6 0 9 7 8 7 3 5 1 3
1 2 4 2 1 1 3 9 1 1 8 2 7 0 2 8 8 5 3 3 8 1 0 4 4 9 8 1 5 6 1 0 3 1 7 3 5 7 2
1 2 8 5 1 1 4 1 8 1 8 5 6 7 2 8 9 6 2 3 8 4 6 1 4 9 8 5 0 6 1 1 1 4 7 4 0 4 0
1 6 5 5 1 2 4 8 8 1 8 7 8 1 2 9 0 7 9 3 8 4 6 3 5 0 0 4 8 6 2 2 3 9 7 4 3 3 3
2 4 1 0 1 2 6 5 8 1 9 1 0 1 2 9 2 4 9 3 9 0 5 0 5 0 3 9 6 6 2 5 3 5 7 4 7 3 3
2 5 3 6 1 3 5 2 5 1 9 1 3 8 2 9 3 8 2 3 9 1 2 4 5 0 5 5 5 6 2 8 6 2 7 4 7 3 4
2 7 3 7 1 3 9 9 6 1 9 2 2 8 2 9 4 0 3 3 9 3 9 3 5 0 9 1 6 6 3 7 0 5 7 5 1 5 1
3 6 3 5 1 4 1 0 5 1 9 3 6 2 3 1 1 5 7 4 0 0 6 4 5 1 0 5 4 6 4 1 4 8 7 5 2 9 8
3 9 2 8 1 4 1 1 0 1 9 4 7 0 3 1 2 7 4 4 0 2 4 8 5 1 3 4 2 6 4 2 0 7 7 5 4 9 4
4 0 3 9 1 4 3 3 9 2 0 2 7 0 3 1 4 1 0 4 0 3 4 7 5 2 0 3 1 6 4 7 5 9 7 5 8 1 5
4 0 8 3 1 4 4 3 7 2 0 5 6 4 3 1 5 5 8 4 0 3 8 3 5 2 2 6 9 6 4 9 3 1 7 5 9 0 3
4 8 4 9 1 4 4 9 8 2 0 5 6 7 3 1 6 2 3 4 0 9 8 7 5 2 8 7 7 6 4 9 9 3 7 6 1 4 4
5 2 1 2 1 4 5 7 0 2 1 2 9 6 3 1 7 1 8 4 1 4 2 8 5 2 9 6 6 6 5 6 6 1 7 6 1 7 0
5 3 5 9 1 4 8 3 2 2 1 3 6 4 3 1 7 4 4 4 2 1 9 7 5 3 2 9 6 6 6 2 3 9 7 7 0 6 0
5 4 8 9 1 4 8 5 0 2 1 4 7 3 3 1 7 4 6 4 2 2 0 5 5 3 7 2 1 6 6 5 1 9 7 7 3 5 1
5 7 7 7 1 4 8 7 9 2 1 7 5 8 3 2 1 6 4 4 2 8 1 4 5 3 7 8 4 6 6 6 5 1 7 8 3 3 5
5 8 8 0 1 5 1 3 8 2 1 9 3 5 3 2 2 1 3 4 3 2 2 6 5 4 0 4 5 6 7 0 1 3 7 9 1 6 6
5 8 9 2 1 5 2 9 6 2 2 2 2 5 3 2 2 7 8 4 3 7 0 5 5 4 5 8 5 6 7 0 4 0 7 9 3 1 0
6 3 4 0 1 5 4 2 0 2 2 3 3 0 3 2 8 1 5 4 4 5 1 0 5 4 8 0 3 6 7 3 6 1 7 9 5 9 5
6 4 4 9 1 5 6 2 1 2 2 7 4 1 3 3 0 4 2 4 4 6 2 8 5 5 0 7 7 6 7 3 9 2 7 9 8 1 2
6 6 7 0 1 5 6 6 8 2 3 1 2 3 3 3 1 4 6 4 4 6 7 1 5 5 9 5 3 6 8 6 5 0 7 9 8 3 2
6 6 7 9 1 5 8 1 9 2 3 8 1 8 3 3 1 6 4 4 5 0 0 7 5 6 3 7 0 6 9 7 6 6
6 9 6 6 1 5 9 3 7 2 3 9 4 3 3 3 5 1 8 4 5 1 1 2 5 6 5 7 8 7 0 3 7 5
7 1 5 4 1 6 1 7 7 2 4 3 0 5 3 3 6 3 3 4 5 4 8 3 5 6 6 4 5 7 1 2 1 3
7 1 9 5 1 6 7 3 3 2 4 4 0 2 3 4 4 0 7 4 5 7 0 6 5 7 3 6 7 7 1 2 6 8
7 9 4 0 1 6 8 7 5 2 5 1 8 7 3 4 5 2 1 4 6 2 6 2 5 7 4 2 4 7 1 3 2 9
7 9 9 7 1 6 9 9 6 2 5 6 5 6 3 5 0 4 3 4 6 6 6 0 5 7 6 5 7 7 1 6 5 0
Næstu útdrættir fara fram 8. apr, 15. apr, 21. apr & 29. apr 2010
Heimasíða á Interneti: www.das.
MORGUNBLAÐIÐ birtir
alla útgáfudaga aðsendar um-
ræðugreinar frá lesendum.
Blaðið áskilur sér rétt til að
hafna greinum, stytta texta í
samráði við höfunda og ákveða
hvort grein birtist í um-
ræðunni, í bréfum til blaðsins
eða á vefnum mbl.is. Blaðið
birtir ekki greinar, sem eru
skrifaðar fyrst og fremst til að
kynna starfsemi einstakra
stofnana, fyrirtækja eða sam-
taka eða til að kynna viðburði,
svo sem fundi og ráðstefnur.
Innsendikerfið
Þeir sem þurfa að senda
Morgunblaðinu greinar eru
vinsamlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Formið er
undir liðnum „Senda inn efni“
ofarlega á forsíðu mbl.is.
Móttaka að-
sendra greina