Morgunblaðið - 01.04.2010, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2010
NÝLEGA var
lagt fram á Al-
þingi frumvarp,
ekki samt í
fyrsta sinn held-
ur fimmta, sem
taka á af öll tví-
mæli um blátt
bann við áfeng-
isauglýsingum,
útúrsnúning
þessa hafa menn af ósvífni nýtt
sér, oft með ótrúlegum hætti. Þau
Ögmundur Jónasson og Þuríður
Backman eru flutningsmenn þessa
þarfa frumvarps þar sem lagt er
til að við fetum í fótspor Norð-
manna um algjört fortaksleysi á
banninu.
Þingmönnunum færa Bindind-
issamtökin kærar þakkir og hvetja
alþingismenn til að sýna nú
þroskamerki og samþykkja frum-
varp þeirra. Við mörg hver teljum
raunar að bannið sé fortakslaust
nú þegar, en þar sem yfirvöld láta
hin augljósu lagabrot viðgangast,
þrátt fyrir dóma hér um, þá verð-
ur að bregðast hér við svo sem
þingmennirnir hafa lagt til.
Áhrif áfengisauglýsinga hvers
konar eru samkvæmt rannsóknum
mest á þá ungu og ómótuðu. Ef
menn þrátt fyrir allt efast hér um
þá ættu menn að kynna sér grein
sem Anna Hulda Norðfjörð hefur
þýtt úr tímaritinu The Globe og
birt er nú í IOGT fréttum þar sem
kynnt er lokaniðurstaða Lands-
sambands æskulýðsfélaga á Ír-
landi í nýrri rannsókn á þeirra
vegum sem þeir kalla: „Náið þeim
ungum“. Náið þeim ungum er sem
sé æðsta boðorð þeirra markaðs-
manna er auglýsa áfengi, þar sem
öllum brögðum er beitt, þar sem
allt er gjört til að gylla og fegra,
en varast að segja sannleikann um
áhrifin. Er nema von að manni
hitni í hamsi þegar sá tilgangur er
helgar aðferðirnar er dreginn í
dagsljós fram? Greinina í heild
sinni má nálgast á netinu: Bind-
indissamtökin IOGT, www.iogt.is .
Og sem ég nú tölvuset þetta til-
skrif berst mér í hendur sérrit
Fréttablaðsins sem ber hið
„fagra“ heiti: Vín og veislur, með
að sjálfsögðu vínið í forgangi, þar
sem þrábent er á þá „nauðsyn“
eða hitt þó heldur, að venjulegs
veizlumatar geti fólk því aðeins
neytt, að það lepji eitthvert áfeng-
issull með. Og vitanlega er hér um
að ræða eina birtingarmynd þess
lagabrots að auglýsa áfengi og að
manni hvarflar spurningin um
það, hversu vel hefur verið borgað
af söluaðilum. Og vínið er víða lof-
sungið án allra fyrirvara. Einhver
vínvitringurinn segir m.a. í Morg-
unblaðinu: „að vínið geti jafnvel
dregið einföldustu máltíð upp á
hærra plan“, og þá veit maður
hvað maður á að hafa með hafra-
grautnum.
En allt er þetta svo sem ekkert
sérstakt, því margan mat-
reiðsluþáttinn rekst maður á t.d. í
sjónvarpi þar sem liggur við að
slefað sé yfir áfengistegundunum
sem „verða“ að vera með matnum
og að hvarflar sem áður hversu
greitt sé fyrir. Og einmitt þarna
liggur hundurinn grafinn, pen-
ingahundurinn, sem svo margir
láta undan í auðmýkt, af þeim
hundum á áfengisauðvaldið gnægð
og nýtir þá til hins ýtrasta, ekki
hvað sízt á unga fólkið, með fag-
urgala fláttskaparins í öndvegi.
Það er skylda alþingismanna að
hjálpa þeim ekki til við þá
óþverraiðju. Þess vegna reynir á
þroska þingmanna svo sem minnt
er á í fyrirsögn þessa grein-
arkorns.
HELGI SELJAN,
form. fjölmiðlanefndar IOGT.
Reynt á þroska þingmanna
Frá Helga Seljan
Helgi Seljan
BRÉF TIL BLAÐSINS
HVAÐ vakir fyrir
Árna Páli Árnasyni
með nýjasta útspili
sínu? Fróðlegt væri
að fá skýringu honum
um nauðsyn þess að
halda dómstólum frá,
þegar úrskurður á
æðra dómstigi nálg-
ast. Árni, sem nú tek-
ur fram fyrir hendur
samráðherra sinna, er
enn lagstur í pólitískt keiluspil með
kollegum sínum í stjórnmálastétt.
Að þessu sinni að því er virðist til
að tryggja hagsmuni banka og
fjármögnunarfyrirtækja á kostnað
almennings. Yfirlýsingar ráð-
herrans gefa til kynna ölm-
usugreiða við lántakendur. Talað
er um niðurfærslu höfuðstóls og
látið skína í að þeir sem tóku bíla-
lán hafi almennt reist sér hurðarás
um öxl með óhóflegum lántökum.
Almenningur þarf enga ölmusu
eða niðurfærslu höfuðstóls, heldur
leiðréttingu, en þó fyrst og fremst
starfhæfar eftirlitsstofnanir og
embættismenn sem vinna í þágu
almennings og taka á augljósum
brotum og sinna starfi sínu. Í stað
þess að ýja að ábyrgðarleysi al-
mennings, ætti Árni Páll og stjórn-
málastéttin því að leita skýringa í
eigin ranni sem og pólitískt skip-
aðra embættismanna er brugðust í
starfi að ógleymdum stjórnendum
fjármálafyrirtækja í aðför að lán-
takendum. Spilling? Siðblinda?
Getuskortur? Fjölskyldutengsl?
Flokkstengsl? Skýringa er að leita
í öllu framantöldu, enda um al-
gengan íslenskan kokteil að ræða
þar sem stjórnmálastétt og við-
skiptalíf busla saman í forarpytt-
inum.
Það er stjórnvalda að taka á
málum með núverandi úrræðum og
lögum. Það stoðar ekki að búa til
enn eitt málamynda-embættið. Það
hjálpar engum nema lögbrjótunum
og þeim er sannarlega reistu sér
hurðarás um öxl með háum lántök-
um. Boðuð lausn hentar engum
betur en fjármögnunarfyr-
irtækjum, bönkum og stórskuld-
urum, enda slær hún þrjár flugur í
einu höggi: Árni Páll slævir lýðinn
tímabundið, fjármála-
fyrirtækin fá áfram
frið til að blóðmjólka
lántakendur, auk þess
sem lögbrjótarnir
sleppa við yfirvofandi
dóma og samningsrift-
anir. Spuninn með
Deutsche Bank er
slappur, enda á bank-
inn helst kröfu á for-
svarsmenn Lýsingar
er plötuðu bankann til
að lána gegn veði í
ólöglegum gjörn-
ingum. Hvað með Neytendastofu,
má ekki koma þeirri stofnun í
starfhæft ástand, ellegar leggja
niður og spara ríkinu fé? Tals-
maður neytenda, sem væntanlega
er þar með „talsmaður skuldara“
var mýldur af Gylfa Magnússyni
viðskiptaráðherra um daginn og
kýs að taka óþekkta hagsmuni
fram yfir hagsmuni eigin umbjóð-
enda með þögninni. Fjármálaeft-
irlitið er helsta skjól og varnarþing
fjármálafyrirtækja sem brjóta á
neytendum, enda sofnar allt sem
þangað er tilkynnt.
Fjármögnunarfyrirtækin sem nú
skal bjarga undir því yfirskini að
um ölmusu til lántakenda sé að
ræða eru meðal annars sökuð eða
sek um: Að selja almenningi
óskráðar afleiður dulbúnar sem
lánasamninga, og þar með ítrekuð
brot á lögum og tilskipunum um
verðbréfaviðskipti. Gróf brot á
vaxtaákvæðum samninga, lántak-
endum í óhag. Stjórnarskrárbrot í
lánaskilmálum. Innlend lán bundin
gengi erlendra gjaldmiðla. Vörslu-
sviptingar og innheimta einhliða
ákveðinna eftirstöðva í krafti ólög-
legra samninga. Skjalafals, hvar
SP fjármögnun sendi við-
skiptavinum sínum ítrekað falsaða
samninga, og gerir kannski enn.
Ennfremur ber að nefna möguleg
skattsvik í ljósi þess að fyrirtækin
hafa hvorki gefið út reikninga
vegna sölu bifreiða til viðskiptavina
í samræmi við eigin samningsskil-
mála, né greitt virðisaukaskatt af
viðskiptunum. Enginn hefur stöðu
grunaðs, enginn er í gæslu-
varðhaldi, það er að eins og ekkert
hafi í skorist. Fjármálaeftirlitinu,
Neytendastofu, efnahags-
brotadeild, skattstjóra og stjórn-
völdum hefur ítrekað verið bent á
ofangreind atriði, án árangurs.
Undirritaður tilkynnti sem dæmi
afleiðuviðskipti Avant til FME og
studdi tilkynninguna gögnum og
yfirlýsingum Hróbjartar Jónatans-
sonar lögmanns Avant og nýbak-
aðs starfsmanns FME. En Hró-
bjartur lýsir ítrekað yfir í nýlegri
greinargerð til úrskurðarnefndar
um viðskipti við fjármálafyrirtæki
að lán Avant falli ekki undir lög nr.
38/2001 þar sem um afleiðusamn-
inga sé að ræða. FME sér ekki
ástæðu til frekari eftirgrennslanar
þrátt fyrir yfirlýsingar lögmanns-
ins og sannanir. Það hlýtur að vera
einsdæmi að fjármálaeftirlit lýð-
ræðisríkis hunsi staðhæfingar og
ábendingar lögmanns lögbrjóts um
lögbrot skjólstæðings. Þá er vert
að benda á umsögn Guðjóns Rún-
arssonar frá árinu 2001, þá fram-
kvæmdastjóra SBV og núverandi
forstjóra SFF, til Alþingis vegna
laga nr. 38/2001 um vexti og verð-
tryggingu, hvar skýrt kemur fram
að fjármálafyrirtækjum var full-
kunnugt um að þeir mættu ekki
binda innlend lán við gengi er-
lendra gjaldmiðla. Þá bendir Guð-
jón Alþingi í sama bréfi á þær leið-
ir er síðar voru farnar hvar hann
segir orðrétt: „Þá ýtir þetta undir
að aðilar fari aðrar og mun
áhættusamari leiðir, t.d. með því
að gera afleiðusamning sín á milli
fremur en almennan lánssamning,
en afleiður eru undanþegnar verð-
tryggingu sbr. 2. mgr. 13. gr.
frumvarpsins“.
Árni, hvers vegna mega dómstól-
arnir ekki ljúka verkinu? Af hverju
lagið þið ekki frekar þær stofnanir
sem fyrir eru og látið þær uppfylla
lögboðnar skyldur sínar?
Opið bréf til
Árna Páls Árnasonar
Eftir Jón
Þorvarðarson » Vill ríkisstjórn Ís-
lands búa til enn
eina gervilausn og mála-
myndaembætti, í stað
þess að koma Neyt-
endastofu og Fjármála-
eftirliti í stafhæft
ástand?
Jón Þorvarðarson
Höfundur er verkamaður.
Alla daga frá:
11:00 - 23:00
OPIÐ
ALLA
PÁSKANA!
alltaf í leiðinni!
Kirkjustétt
Laugavegur
Grensás
Hraunbær
Skipholt
Skúlagata
Vestmannaeyjar
Þverbrekka