Morgunblaðið - 29.04.2010, Page 1

Morgunblaðið - 29.04.2010, Page 1
F I M M T U D A G U R 2 9. A P R Í L 2 0 1 0 STOFNAÐ 1913 98. tölublað 98. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is –– Meira fyrir lesendur fylgir m eð Morgun blaðinu í dag DAGLEGT LÍF »10 BRJÁLAÐ AÐ GERA TIL SJÁVAR OG SVEITA MENNING »32 EYJAFJALLAJÖKULL ELÍZU NEWMAN 6 STÓR hluti heimila við Eyjafjörð á í alvarlegum fjárhagslegum erfiðleik- um vegna mikilla skulda sem stofnað var til þegar stofnfé Sparisjóðs Norðlendinga var aukið fyrir sam- runa sparisjóðsins við Byr sparisjóð árið 2007. Alls nam aukningin fyrir Norð- lendinga um þremur milljörðum króna, en Glitnir fjármagnaði stofn- fjáraukninguna og eru lánin nú hjá Íslandsbanka. Stofnfjáreigendur í Sparisjóði Norðlendinga voru um hundrað tals- ins og nam meðalskuld á hvern stofnfjáreiganda því um þrjátíu milljónum króna. Margir tóku hins vegar gengistryggð lán, að hluta til eða að öllu leyti, og hefur fjárhæð þeirra lána hækkað til samræmis við gengishrun krónunnar. Þá voru hjón í sumum tilvikum bæði stofnfjáreig- endur í sjóðnum og geta skuldir ein- stakra heimila því verið hátt í hundr- að milljónir króna. Gera má ráð fyrir því að dómar falli á þessu ári í prófmálum, sem vonast er til að skýri lagalega stöðu stofnfjáreigendanna gagnvart bank- anum. bjarni@mbl.is | Viðskipti Stofnfjáraukning dregur dilk á eftir sér Skuldum vafin Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is Á SAMA tíma og lífeyrissjóðir eru almennt að taka ákvörðun um lækk- un á lífeyrisgreiðslum hækka lífeyr- isgreiðslur sem Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins greiðir til sinna sjóðsfélaga. Sjóðurinn birti í gær töl- ur um afkomu á síðasta ári, en sjóð- urinn skilaði 2,9% raunávöxtun sem er talsvert betri niðurstaða en aðrir sjóðir hafa verið að sýna. Almenni lífeyrissjóðurinn ætlar að lækka lífeyrisgreiðslur um 16,7%, Lífeyrissjóður verzlunarmanna um 10% og Gildi um 7%. Lífeyrisgreiðslur í A-deild LSR eru verðtryggðar og hækka mánað- arlega í takt við vísitölu neysluverðs. Lífeyrir flestra sem eru í B-deildinni hækkar í takt við breytingar á launa- vísitölu opinberra starfsmanna. Haukur Hafsteinsson, fram- kvæmdastjóri LSR, segir að niður- staða síðasta árs sé viðunandi. Skýr- ingin á þokkalegri afkomu í þessu erfiða umhverfi sé samsetning eignasafnsins. Erlendu hlutabréfin, sem eru um þriðjungur af eignum sjóðsins, skiluðu 35,8% ávöxtun á árinu. Vextir á innlánsreikningum í bönkum voru með hæsta móti og eins hafi verið góð ávöxtun á ríkis- skuldabréfum og sveitarfélagabréf- um. Það sem hafi dregið ávöxtunina niður séu afskriftir vegna skulda- bréfa fyrirtækja. Um áramót var halli á A-deildinni 13,2%. Það er innan marka sem lög heimila. Ef bregðast á við halla- rekstri deildarinnar kveða lög á um að það skuli gera með því að hækka iðgjald ríkisins, en það er 11,5%. LSR hækkar lífeyri á með- an aðrir lækka greiðslur  Framkvæmdastjóri sjóðsins segir greiðslurnar hækka í takt við verðlag „ÉG HEF reynt allt sem ég hef getað til að bjarga málum. Það virðist ekki vera hægt að gera neitt fyrir okkur þó að það sé hægt að gera ýmislegt fyr- ir aðra,“ segir Sigurgeir Runólfsson, bóndi á Skáldabúðum, sem hefur hætt búskap eftir að hann og Þórey Guðmundsdóttir, kona hans, voru neydd til að selja jörðina. Jörðin var seld án auglýsingar. Fyrir tveimur árum voru boðnar 230 milljónir í jörðina, en hún var seld fyrir 150 milljónir. | 12 „ÉG HEF REYNT ALLT TIL AÐ BJARGA MÁLUM“ Morgunblaðið/RAX  Farsælast væri að flokkar sem ná kjörnum fulltrúum í borg- arstjórn starfi sameiginlega að stjórn borgar- innar að loknum kosningum í vor. Þetta kom fram í viðtali við Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur, borgarstjóra og leiðtoga Sjálfstæðisflokksins, í Spjallinu á Skjánum í gærkvöldi. „Ég hef lengi verið þeirrar skoð- unar að stjórnmálin þurfi að breyt- ast,“ sagði Hanna Birna í samtali við Morgunblaðið. Hún minnti á að síðasta eina og hálfa árið eða svo hefðu meiri- og minnihluti í borg- inni starfað saman þvert á flokks- línur með góðum árangri. Við ríkjandi aðstæður væri þetta verk- lag nauðsynlegt og víða erlendis þætti það sjálfsagt. Aðspurð sagði borgarstjóri að fulltrúar flokka sem bjóða fram til borgarstjórnar hefðu ekki átt í viðræðum um myndun „þjóðstjórnar“ eftir kosn- ingar en kvaðst vænta samstöðu um helstu mál. sbs@mbl.is Hanna Birna vill „þjóð- stjórn“ eftir kosningar Hanna Birna Kristjánsdóttir  Enn er óvissa um aðkomu líf- eyrissjóða að verklegum stór- framkvæmdum. Þó er þess vænst að framkvæmdir geti hafist í haust við samgöngu- miðstöðina, þar sem gert er ráð fyrir sérstöku gjaldi á öll fargjöld. Rætt er um að sjóðirnir komi að fjármögnun vegna stækkunar flugstöðvar á Ak- ureyri og fái endurgreitt með tekjum af sama gjaldstofni og af samgöngumiðstöðinni. Á nýju minnisblaði segir að ekki sé víst hvort sjóðirnir komi að fjármögnun Búðarhálsvirkjunar eða að bygg- ingu nýja sjúkrahússins. »8 Óvíst um aðkomu lífeyris- sjóða að framkvæmdum Svo virðist sem Portúgal verði næsta fórnarlamb fjármálakrepp- unnar, á eftir Grikkjum. Ávöxt- unarkrafa á portúgölsk ríkis- skuldabréf hækkar hratt og skuldatryggingaálag sömuleiðis. Viðskipti Syrtir í álinn í Portúgal Stjórnarformaður Íslandsbanka segir að bankar séu almennt ekki góðir eigendur rekstrarfélaga og að mikilvægt sé að koma fyrir- tækjum sem þeir taka yfir sem fyrst á markað. Bankar selji rekstrarfélög

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.