Morgunblaðið - 29.04.2010, Page 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2010
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
„AUÐVITAÐ er krökkunum brugðið eftir þetta atvik
enda þó svo þau hafi sloppið ómeidd. Án nokkurs vafa er
það beltunum að þakka,“ segir Helga Dögg Sverrisdóttir
á Akureyri. Hún er móðir 18 ára stúlku sem velti bíl sín-
um á þjóðveginum í Kræklingahlíð, skammt norðan við
Akureyri, aðfaranótt sumardagsins fyrsta.
Fjórir farþegar, auk bílstjóra, voru í bílnum og sluppu
allir án meiðsla. Krakkarnir voru að koma af skemmtun í
Skagafirði þegar bílinn rann til í hálku og fór tvær og
hálfa veltu ofan í skurð við veginn. Þau náðu að smokra
sér út úr bílnum og koma sér upp á veg. Þegar lögregla
og sjúkralið komu á vettvang þótti nánast ótrúlegt að
enginn skyldi slasast, nema hvað einhverjir eru bláir og
marðir undan bílbeltunum.
Bíllinn, sem er af gerðinni Nissan, er ónýtur eftir velt-
una. „Það hefur tekið talsvert á krakkana okkar að að-
faranótt laugardagsins varð alvarlegt bílslys á Suður-
nesjum þar sem tvær stúlkur létust. Í því samhengi eru
þau afar þakklát því að ekki fór verr,“ segir Helga Dögg
Sverrisdóttir. sbs@mbl.is
Veltu bílnum við Akureyri
– allir sluppu ómeiddir
Marin eftir beltin sem
björguðu Fimm þakklát
Ónýtur Bíllinn eyðilagðist í veltunni en allir sluppu
ómeiddir enda var fólk í beltum sem vörðu við höggið.
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
ÞRÁTT fyrir að ekkert bendi til loka gossins í
Eyjafjallajökli eru teikn á lofti um að gjóska muni
ekki raska flugi til og frá landinu á næstu dögum.
Allur er þó varinn góður.
„Bæði veðurspáin og þær breyttu forsendur
sem orðið hafa í rannsóknum á dreifingu gjósk-
unnar gefa okkur tilefni til töluverðrar bjartsýni.
Það er útlit fyrir að þetta sé allt að koma,“ sagði
Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Ice-
landair, um útlitið eins og það var í gærkvöldi.
„Samkvæmt því sem við höfum verið að vinna
að á áætlun að standa í fyrramálið og á morgun og
inn í helgina að minnsta kosti,“ sagði Guðjón, en
greinilegt var að þungu fargi var af honum létt.
Nota daginn til að vinna upp seinkanirnar
Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express,
taldi einnig tilefni til bjartsýni með horfurnar.
„Útlitið er mjög gott [í dag]. Við verðum að
vinna upp þær seinkanir sem hafa orðið. Það
verða því einhverjar seinkanir á morgun, en á
föstudag verður þetta komið í samt lag,“ segir
Matthías, sem kveðst bjartsýnn um framhaldið.
„Ég vona að þessu sé lokið í bili. Mér sýnist að
þetta gæti markað lok þessa leiðindatímabils.“
Askan nær nú yfir mjög lítið svæði
Gjörbreytt spá um dreifingu gjóskunnar frá
Eyjafjallajökli skýrir opnun Keflavíkurflugvallar,
en eins og sjá má á kortinu hér til hliðar nær ask-
an nú yfir mjög lítið svæði.
Hjá Flugstoðum fengust þær upplýsingar að
útlitið í dag væri gott og að flug yrði með eðlileg-
um hætti. Það ætti bæði við um innanlands- og
millilandaflug. Hins vegar gæti verið spurning
með flug til Vestmannaeyja: Á ellefta tímanum í
gær leit út fyrir að flug til Eyja félli niður í dag.
Hlutirnir geta þó breyst hratt og hvetja flug-
félögin farþega til að fylgjast með þróuninni.
Flug frá Keflavík í eðlilegt horf
Öskuskýið á undanhaldi og flugfélögin anda léttar Flest bendir til að flug Icelandair frá Keflavík
verði á áætlun í dag Einhverjar tafir hjá Iceland Express fram eftir degi Óvíst með flug til Eyja
Spá um öskudreifingu
Heimild: MetOffice
Spá umöskudreifingu undir
20.000 fetum,gefin út kl. 18.00
í gær.Gildir til kl. 12.00 í dag.
ARION banki vill ekki svara fyrir-
spurn Morgunblaðsins um hvort
eðlilegt geti talist að fyrrverandi
eigendur Haga hafi notið hlunninda
og fríðinda á kostnað fyrirtækisins
þar til fyrir skömmu. Vísar bankinn í
tilmæli Samkeppniseftirlitsins um
að fyrirtæki í eigu bankans verði að
njóta rekstrarlegs sjálfstæðis.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri eft-
irlitsins, segir að ákvörðunin sem
um ræðir útiloki ekki að bankar
svari fyrirspurnum um fyrri ráðstaf-
anir fyrirtækja í þeirra eigu. „Ekki
er hægt að víkja sér undan öllum
spurningum með vísan í ákvörðun
Samkeppniseftirlitsins. Ég vil þó
ekki leggja dóm á þetta einstaka mál
er varðar Haga.“ | Viðskipti
Svarar
engu um
hlunnindi
GAS kemur með vatninu undan Gíg-
jökli og í gær var sterk gaslykt á
svæðinu. Gasið getur verið hættu-
legt og ástæða þykir til að vara fólk
við að fara inn fyrir jökulgarðana á
svæðinu. Vatnsflæði undan jökli
jókst í gærmorgun en minnkaði
fljótlega. Gufumökkur sást í gær
stíga ofarlega úr Gígjökli og telur
Magnús Tumi Guðmundsson jarð-
eðlisfræðingur líklegast að mökk-
urinn stafi frá heitu vatni sem renni
frá nýrunnu hrauninu og undir jök-
ulinn.
Gas og mökk-
ur frá Gígjökli
„VIÐ sjáum ekki fram á neitt nema
dauðann í þessum sjóði. Skulda-
staðan er svo ískyggileg og upplýs-
ingum er leynt fyrir okkur,“ sagði
Jóhann Páll Símonarson sjómaður
að loknum miklum hitafundi sjóðs-
þega í Gildi – lífeyrissjóði á Grand
hóteli í Reykjavík í gærkvöldi.
Krafa Jóhanns Páls og hátt í 40
sjóðsþega um að stjórn sjóðsins víki
vegna meintra afglapa í umsýslu
með fé félagsmanna var felld.
Þau tíðindi urðu að Tryggvi
Tryggvason sjóðsstjóri sagði starfi
sínu lausu en Jóhann Páll og nokkrir
sjóðsfélagar höfðu krafist þess að
stjórn og framkvæmdastjóri vikju.
Að sögn Jóhanns Páls hyggst
stjórn sjóðsins svara gagnrýninni
bréflega á næstu vikum en sjálfur
hefur hann tekið ákvörðun í félagi
við nokkra sjóðsfélaga um að beina
iðgjöldum sínum annað í mótmæla-
skyni við rekstur sjóðsins.
Öskuillir félagsmenn
„Það var sjómaður sem var svo
öskuillur að hann tók gamlan skó og
barði honum í fundarborðið. Það
kraumar mikil reiði undir niðri. Fólk
á ekki orð. Það lét stjórnina heyra
það. Ég er ákveðinn í að nú verður
farið í herferð gegn stjórninni.
Spurningin er hvert við getum farið
með okkar fé í framhaldinu.“
Frammíköll og barið í borð á löngum hitafundi lífeyrissjóðsins Gildis í gærkvöldi
Sjóðsstjóri
Gildis vék
úr starfi
Morgunblaðið/Golli
Hitafundur Vilhjálmur Egilsson, formaður stjórnar í Gildi, og Árni Guðmundsson framkvæmdastjóri ganga til
fundarins. Gildi er með um 40 þúsund sjóðfélaga og 165 þúsund manns eiga rétt á greiðslu úr lífeyrissjóðnum.