Morgunblaðið - 29.04.2010, Síða 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2010
SÉRSTAKT samkomulag milli stjórn-
valda og Novators, félags Björgólfs
Thors Björgólfssonar, var forsenda
þess að iðnaðarnefnd afgreiddi frum-
varp um heimild til samninga um
gagnaver í Reykjanesbæ. Samkomu-
lagið er umdeilt og segir formaður iðn-
aðarnefndar að Alþingi verði að skoða
hvort ekki beri að setja almennar regl-
ur um samskipti við fyrirtæki við-
skiptamanna sem tengjast efnahags-
hruninu. Þingmaður Sjálfstæðisflokks og nefndarmaður í
iðnaðarnefnd telur Novator þvingað til samkomulags og
spyr hvaða áhrif það kunni að hafa.
Hugmyndin um að Novator falli frá fjárhagslegum
ábata af fjárfestingarsamningnum kom fyrst fram í bréfi
frá fyrirtækinu til nefndarinnar, að sögn Skúla Helgason-
ar, formanns iðnaðarnefndar. „Novator hefur skilning á
því að Björgólfur Thor er í viðkvæmri stöðu og ber sína
ábyrgð, alla vega siðferðilega.“
Einnig var skoðað hvort ríkið gæti
krafist þess að Björgólfur Thor færi út
úr fjárfestingunni en Skúli segir að það
hefði brotið gegn jafnræðisreglu
stjórnarskrárinnar. Hann segir í þessu
ljósi heillavænlegast að þingið setji við-
mið og móti stefnu til að tryggja að
jafnt sé tekið á málum ólíkra einstak-
linga.
Jón Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki
og nefndarmaður í iðnaðarnefnd, fagn-
ar því að frumvarpið hafi loksins verið afgreitt úr nefnd-
inni. Hann segir þingið hins vegar kveða upp siðferðisleg-
an dóm yfir Björgólfi Thor með samkomulaginu „Ég tel
Alþingi komið út á hála braut í löggjöf þegar farið er að
þvinga fram samkomulag með þessum hætti. Auðvitað er
hægt að segja, að samkomulagið komi til vegna yfirlýs-
ingar Björgólfs Thors en hún er að sjálfsögðu gefin út
vegna þess að fyrir lá að málið var öðrum kosti stopp.“ Jón
hyggst taka málið upp á vettvangi þingsins. andri@mbl.is
Setja þarf almennar reglur
og móta stefnu Alþingis
Í HNOTSKURN
»Frumvarpið kom til um-fjöllunar hjá iðnaðarnefnd
í upphafi árs. Þar vildu menn
m.a. bíða skýrslu rannsóknar-
nefndar Alþingis vegna eign-
arhluts Novators.
»Novator á 21,8% hlut í fyr-irtækinu en með tilkomu
nýs hluthafa, þ.e. breska sjóðs-
ins Wellcome Trust, minnkar
hluturinn verulega.
»Um fimmtán prósenta at-vinnuleysi mælist á Suð-
urnesjum, hæst á landsvísu.
Samkomulag gert við Novator um að fyrirtækið njóti ekki fjárhagslegs ávinn-
ings af fjárfestingarsamningi vegna reksturs gagnavers Verne á Suðurnesjum
Jón GunnarssonSkúli Helgason
ÚTFÖR Þorvaldar Garðars Kristjánssonar, fv. forseta
Alþingis, fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær
að viðstöddu fjölmenni. Séra Bernharður Guðmunds-
son jarðsöng. Karlakór Reykjavíkur söng sem og Sig-
rún Hjálmtýsdóttir. Organisti var Jón Stefánsson. Lík-
menn voru, í vinstri röð; Davíð Oddsson, Salóme
Þorkelsdóttir, Björg Þorleifsdóttir og Helgi Bernódus-
son. Í hægri röð; Þorvaldur Garðar Kvaran, barnabarn
hins látna, Halldór Blöndal, Friðrik Páll Jónsson og
Einar Kristinn Guðfinnsson.
Morgunblaðið/Golli
Útför Þorvaldar Garðars
LÖGREGLAN á
höfuðborgar-
svæðinu stöðv-
aði í vikunni
kannabisræktun
í húsum í
Reykjavík og
Kópavogi. Alls
fundust 250
kannabisplöntur
og voru tveir
karlmenn hand-
teknir. Lögreglan stöðvaði
kannabisræktun í íbúð í fjölbýlis-
húsi í Breiðholti í fyrrakvöld og
við húsleit fundust 200 kannabis-
plöntur. Karlmaður á þrítugs-
aldri var handtekinn í þágu rann-
sóknarinnar og viðurkenndi hann
aðild sína að málinu.
Sama kvöld stöðvaði lögreglan
kannabisræktun í íbúð í fjölbýlis-
húsi í Kópavogi og þar fundust
20 plöntur á lokastigi ræktunar.
Lögðu hald á 250
kannabisplöntur
Kannabis Enn
fleiri plöntur.
Ríkisútvarpið
skilaði hagnaði
upp á rúmlega 33
milljónir króna
fyrstu sex mán-
uði yfirstandandi
rekstrarárs, frá
1. september sl.
til loka febrúar á
þessu ári. Er
þetta viðsnún-
ingur upp á
nærri 400 milljónir króna miðað við
sama tímabil á síðasta rekstrarári,
þegar tap félagsins var rúmlega
365 milljónir króna. Eignir í lok
tímabilsins námu um 5,8 milljörðum
króna.
33 milljóna króna
hagnaður hjá RÚV
RÚV Viðsnúningur
í rekstrinum.
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„FLUGVÉLIN er í eigu
þýsku loftrannsóknarmið-
stöðvarinnar og er búin
leysitækjum og nemum til
að greina ösku. Vélin getur
sagt okkur hver stærðar-
dreifingin á öskunni er og
hún getur flogið að ein-
hverju marki inn í ösku, þó
ekki mjög mikla ösku,“ seg-
ir Haraldur Ólafsson, pró-
fessor við Háskóla Íslands, um fyrirhugaðar
mælingar á gjóskunni frá Eyjafjallajökli.
Fjórða rannsóknarferð
þotunnar til Íslands
Vélin hefur þrisvar verið notuð við rann-
sóknir hér á landi og átti Haraldur frum-
kvæðið að komu þotunnar, ásamt Flugstoðum,
en hann segir kostnaðinn um 30 milljónir. Þar
leið og menn sjá að gildin eru farin að verða
eitthvað skuggalega há er hægt að snúa henni
við á staðnum. Þetta er ekki eins og ef um
væri að ræða farþegaþotu þar sem menn
gerðu sér litla grein fyrir loftgæðunum,“ segir
Haraldur Ólafsson.
af greiði þýska samgönguráðuneytið og breska
veðurstofan stóran hluta og segir Haraldur að
þegar upp verður staðið muni Íslendingar
bera lítinn hluta kostnaðarins. Miklir hags-
munir séu í húfi.
„Undanfarna daga hafa spárnar sem koma
frá bresku veðurstofunni verið nokkuð dökkar
og heldur svartsýnni en manni hefur þótt
ástæða til að ætla að væri raunsætt miðað við
stöðu gossins eins og það er núna. Það hefur
ýtt á það að þessi mæling yrði gerð. Aðdrag-
andinn er sá að það er kostnaðarsamt að loka
loftrýminu og það er gríðarlega brýnt að fá
staðfestingu á því hvort um raunverulega
hættu sé að ræða.
Við fljúgum þotunni í um 6 km hæð og
sendum leysigeisla niður í gegnum gosmökk-
inn um 50-100 km frá gígnum og síðan flýgur
hún í mismikilli hæð þar fyrir neðan, þvers og
kruss og í gegnum strókinn þar sem hann hef-
ur lagst undan vindi frá fjallinu. Ef þetta
reynist mikil aska þá munu þeir sveigja frá.
Vélin mælir öskugildið samfellt, þannig að um
Flýgur inn í öskustrókinn
Þýsk rannsóknarþota verður notuð til að greina gjóskuna frá gosinu í
Eyjafjallajökli Mikill þrýstingur uppi um að mælingin fari fram hér á landi
Fullkomin Fjórir eru í áhöfn, þar af tveir flug-
menn. Myndin er tekin við rannsóknir í fyrra.
Haraldur Ólafsson
GERT er ráð fyr-
ir að minnst 100
sjálfboðaliðar
sinni hreinsunar-
og björgunar-
störfum undir
Eyjafjöllum um
helgina. Áhersla
verður lögð á að
hreinsa ösku í
þorpinu í Skógum
undir Eyjafjöll-
um auk þess sem ýmsum tilfallandi
verkefnum verður sinnt. Fjölmargir
úr Eyjum hafa boðað komu sína, en
margir þar eiga ættartengsl undir
Fjöllin. „Þá vilja ýmsir leggja okkur
lið með öðrum hætti, koma til dæmis
með heimabakað kaffibrauð fyrir þá
sem sinna hreinsunarstarfi,“ segir
Vagn Kristjánsson lögreglumaður
sem stýrir aðgerðum frá þjónustu-
miðstöðinni á Heimalandi.
Hann gerir ráð fyrir að um tutt-
ugu sjálfboðaliðar verði við hreins-
unarstörf í dag sem fari svo fjölg-
andi eftir því sem líður á vikuna sem
fyrr segir. sbs@mbl.is
100 sjálf-
boðaliðar
um helgina
Eyjamenn fjölmenna
Hreinsað af þökum
undir Eyjafjöllum.
„Það er nefnilega það sem er. Það hefur
ekki verið mælt með beinum hætti,“ seg-
ir Haraldur aðspurður hvaða mælingar
hafi legið til grundvallar spám um dreif-
ingu öskunnar í háloftunum.
„Það hefur verið metið sjónrænt og
svo hafa menn mælt hæð stróksins með
ratsjá og sjónrænt með flugi. Það hefur
verið mikil óvissa í mati sem byggist á
þessum mælingum sem er líklega bak-
grunnur þess að spárnar hafa verið vafa-
samar.“
– Hvernig hefur breska veðurstofan
unnið öskuspárnar?
„Hún metur þetta út frá þeim upplýs-
ingum sem hún fær héðan.“
– Samkvæmt spá bresku veðurstof-
unnar hefur umfang gosskýsins snar-
minnkað frá því á þriðjudag. Hvað skýrir
svo öra minnkun svæðisins?
„Breska veðurstofan ákvað að breyta
spánni eftir viðræður við vísindamenn
hér á Íslandi. Jarðvísindastofnun Háskóla
Íslands hefur greint kornastærðir í
gjósku sem hefur fallið til jarðar. Þær
niðurstöður þykja gefa tilefni til að ætla
að dreifing öskunnar nái yfir mun minna
svæði en talið hefur verið síðustu daga.“
Hefur ekki verið mælt
BRIMBORG hef-
ur kært til um-
boðsmanns Al-
þingis máls-
meðferð Reykja-
víkurborgar
vegna lóðar, sem
fyrirtækið fékk
úthlutað og ekki
fengið að skila
aftur. Fer Brim-
borg fram á, að
umboðsmaður skili rökstuddu áliti
um hvort Reykjavíkurborg hafi
með ákvörðun sinni brotið gegn
lögum um gatnagerðargjald,
stjórnsýslulögum og stjórnarskrá.
Hefur Brimborg áður kært borgina
til ráðuneytis sveitarstjórnarmála
og haft sigur þar.
Brimborg kærir
Reykjavíkurborg
Egill Jóhanns-
son forstjóri.