Morgunblaðið - 29.04.2010, Side 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2010
Alþingi ræðir nú tvö frumvörp iðn-aðarráðherra um fjárfestinga-
samninga og ívilnanir vegna þeirra.
Annað er almennt en hitt sértækt og
snýr að Verne Hold-
ing, félagi að stórum
hluta í eigu Novators
Björgólfs Thors
Björgólfssonar.
Nú liggur fyrirsamþykkt
iðnaðarnefndar
þingsins um að koma
í veg fyrir fjárhags-
legan ábata Nova-
tors af sértæka
samningnum. Í því
samhengi er vísað til
aðkomu Björgólfs
Thors að útrásinni.
Sú afstaða iðn-aðarnefndar að óeðlilegt sé að
fyrirtæki útrásarvíkings njóti íviln-
unar er eðlileg. Í raun má furðu sæta
að til standi að gera þennan sérstaka
samning við Verne nú, fyrst málið
hefur dregist og almennt frumvarp
liggur fyrir. Getur verið að ástæða
þess sé tenging stjórnarformanns
Verne við Samfylkinguna?
Annað sem vekur þó enn meirifurðu er að á sama tíma og sum-
ir þingmenn og ráðherrar vilja ekki
leyfa Novator að njóta ívilnunar, þá
skuli þeir vilja að stærsti gerandinn í
hruninu sé enn á sérkjörum.
Jón Ásgeir Jóhannesson er enn ásérkjörum í bönkunum, m.a. í rík-
isbanka. Hann skuldar samt lang-
mest og hefur gengið fram af fólki
með ýmsum hætti, t.d. afskiptum
sínum af útlánum Glitnis, almenn-
ingshlutafélagi sem hann réð yfir.
Hver er skýringin á því að sam-fylkingarfólkið Skúli Helgason,
formaður iðnaðarnefndar, og Katrín
Júlíusdóttir iðnaðarráðherra vill að
Jóni Ásgeiri sé hyglað en Björgólfi
Thor ekki?
Skúli Helgason
Katrín
Júlíusdóttir
Einum hyglað, öðrum ekki
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
ENN liggur ekkert fyrir um hvort lífeyrissjóðir
koma að fjármögnun Búðarhálsvirkjunar, en
Landsvirkjun hefur leitað fyrir sér með erlenda
fjármögnun og einnig hafa verið uppi hugmyndir
um stofnun sérstaks hlutafélags fjármögnunar-
aðila og Landsvirkjunar um virkjunina. Forsvars-
menn lífeyrissjóðanna hafa farið yfir stöðuna í við-
ræðum við ríkið um mögulega fjármögnun ýmissa
stórframkvæmda. Á nýju minnisblaði um stöðu
mála kemur fram að engar viðræður hafi verið í
gangi milli lífeyrissjóða og Landsvirkjunar um
nokkurt skeið. Framhaldið ráðist af því hvenær
Landsvirkjun gengur frá langtíma raforkusamn-
ingi og ekki verður haldið áfram fyrr en niður-
staða í raforkusölu liggur fyrir.
Óvíst að sjóðirnir fjármagni LSH-byggingu
Þá er ekki heldur frágengið hvort lífeyrissjóð-
irnir koma að fjármögnun nýbyggingar Landspít-
alans. Viljayfirlýsing um verkefnið var undirrituð í
nóvember sl. um þetta 33 milljarða verkefni. Stað-
an í dag er sú að frumhönnun er í fullum gangi en
gert er ráð fyrir stofnun opinbers hlutafélags.
Verkefnið fellur undir lög og reglur um opinber
innkaup og er öllum frjálst að bjóða í fjármögnun
þess. „Það er því alls ekki víst að lífeyrissjóðirnir
komi að fjármögnun þess, en það breytir því ekki
að framundan eru frekari viðræður við fulltrúa
stjórnvalda og verkefnisstjórn LSH um næstu
skref í málinu,“ segir á minnisblaðinu.
Óvissa um þátttöku sjóðanna
Engar viðræður í gangi milli lífeyrissjóða og Landsvirkjunar um nokkurt skeið
Ársfundur Úrvinnslusjóðs
Ársfundur Úrvinnslusjóðs verður haldinn
á Grand Hótel, 4. hæð, Háteigi B, fimmtu-
daginn 29. apríl kl. 14:00
• Formaður stjórnar setur fundinn
• Ávarp umhverfisráðherra
• Ávarp formanns stjórnar Úrvinnslusjóðs
• Ársreikningur 2009 kynntur
• Yfirlit yfir starfsemi Úrvinnslusjóðs
• Umræður
Dagskrá
Fundargögn munu liggja frammi á fundarstað
Stjórn Úrvinnslusjóðs
Veður víða um heim 28.4., kl. 18.00
Reykjavík 9 rigning
Bolungarvík 3 skýjað
Akureyri 5 alskýjað
Egilsstaðir 4 alskýjað
Kirkjubæjarkl. 7 rigning
Nuuk 0 skýjað
Þórshöfn 9 súld
Ósló 5 skúrir
Kaupmannahöfn 14 skýjað
Stokkhólmur 8 skýjað
Helsinki 10 heiðskírt
Lúxemborg 21 heiðskírt
Brussel 23 heiðskírt
Dublin 16 skýjað
Glasgow 14 léttskýjað
London 20 heiðskírt
París 25 heiðskírt
Amsterdam 22 heiðskírt
Hamborg 19 heiðskírt
Berlín 19 heiðskírt
Vín 18 léttskýjað
Moskva 9 skúrir
Algarve 24 heiðskírt
Madríd 27 léttskýjað
Barcelona 21 heiðskírt
Mallorca 21 heiðskírt
Róm 20 þrumuveður
Aþena 17 heiðskírt
Winnipeg 17 alskýjað
Montreal 9 skýjað
New York 9 alskýjað
Chicago 13 léttskýjað
Orlando 21 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
STAKSTEINAR
VEÐUR
29. apríl Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5:07 21:45
ÍSAFJÖRÐUR 4:57 22:05
SIGLUFJÖRÐUR 4:39 21:48
DJÚPIVOGUR 4:32 21:18
Í SLIPPNUM í Reykjavík hamra menn járnið
meðan heitt er og þegar skera þarf þykkt stálið í
sundur er logskurðartækið mikið þarfaþing.
Þaulæfðir höfðingjar smiðjunnar vita hvaða
handtök hæfa og hvaða vinnubrögð er best að
viðhafa við endurgerð skipa, stórra sem smárra.
Allt vill lagið hafa eins og stundum er sagt og
sinni með sínu af útsjónarsemi og dugnaði má
leysa sérhverja þraut af listfengi.
LEIKINN LOGSKURÐARMAÐUR Í SLIPPNUM
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
ÁKVEÐIÐ hefur verið að reisa um
9.500 fermetra líkamsræktar-
miðstöð á fjórum hæðum við
íþróttaskóla Manitobaháskóla (UM)
í Winnipeg í Kanada og hafa stjórn-
endur háskólans samþykkt fyrstu
teikningar Batterísins arkitekta og
Cibinel Architects í Winnipeg. Gert
er ráð fyrir að húsið verði tilbúið til
notkunar 2013 og kosti sem sam-
svarar rúmlega fjórum milljörðum
króna.
Batteríið og Cibinel voru valin úr
hópi umsækjenda og vinna sameig-
inlega að hönnuninni, en þau hafa
ráðið kanadíska verkfræðinga sem
undirráðgjafa við verkið. Jón Ólaf-
ur Ólafsson, arkitekt og einn eig-
enda Batterísins, segir að á næst-
unni verði unnið úr drögunum og
stefnt sé að því að hönnunin hefjist
síðan í haust.
Opin líkamsræktaraðstaða með
tækjum verður í stórum hluta
byggingarinnar en þar verða líka
lokaðir æfingasalir og sérstakur
salur fyrir íþróttalið skólans. Enn-
fremur stór klifurveggur og um
200 m hlaupabraut efst uppi auk
nauðsynlegrar skrifstofuaðstöðu,
meðal annars fyrir heilsuráðgjöf.
Jón Ólafsson segir að verkefnið
styrki rekstur fyrirtækisins því lítið
sé að hafa á innanlandsmarkaði eft-
ir bankahrunið. „Það lætur nærri
að erlend velta sé orðin um 30% af
rekstrinum í ár,“ segir hann, en
Batteríið er með verkefni á Gimli í
Manitoba og í Noregi.
Batteríið hannar líkams-
ræktarstöð í Winnipeg
Teikning/Batteríið og Cibinel
Hönnun Líkamsræktarstöð University of Manitoba í Winnipeg í Kanada.