Morgunblaðið - 29.04.2010, Side 22
22 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2010
✝ Hanna ÞórannaSamúelsdóttir
fæddist í Reykjavík
22. mars 1932, hún
lést á Sjúkrahúsinu á
Akranesi 21. apríl
2010.
Foreldrar hennar
voru Margrét Hann-
esdóttir, f. 15.07. 1904
á Núpsstað, Vestur-
Skaftafellssýslu, og
Samúel Kristjánsson,
f. 8.10. 1899 á Kumlá í
Grunnavíkurhreppi,
d. 26.7. 1965. Systkini
Hönnu eru: Jón Valur, f. 21.8. 1933,
Elsa, f. 23.11. 1935, Auður, f. 20.12.
1941, d. 15.1. 1993 og Margrét, f.
11.3. 1944.
Hanna kvæntist 27.12. 1952,
Hreggviði Guðgeirssyni, bygging-
arfulltrúa, f. 10.1. 1931 í Reykjavík,
d. 23.11. 2004, foreldrar hans voru
Kristján Valdemar Kristjánsson, f.
20.4. 1904, d. 18.9. 1974 og Sigurpál-
ína Jóhannsdóttir, f. í Eyjafjarð-
arsýslu, 20.8. 1910, d. 11.5. 1988.
Kjörforeldrar Hreggviðs voru Guð-
geir Ágúst Jónasson, f. að Bjarteyj-
arsandi í Hvalfirði, 6.8. 1891, d. 3.5.
1981 og Sólveig Jónsdóttir, f. vestur
í Dýrafirði 10.5. 1899, d. 22.1. 1967.
Hanna og Hreggviður skildu 1973.
Börn þeirra eru: 1) Samúel Smári
byggingatæknifræðingur, f. 20.7.
1952, eiginkona hans er Sigríður
Kristín Jóhannsdóttir, hjúkr-
unarfræðingur, f. 29.4. 1953, þau
búa í Stóru-Sandvík 4, Svf. Árborg,
dætur þeirra eru Hanna Rut, f. 27.3.
1978, en hún á tvo syni, Málfríður
Erna, f. 3.6. 1983, hún á einn son og
Sólveig Sara, f. 12.5. 1990. 2) Ólafur
Magnús, húsasmiður, f. 23.2. 1957,
hann býr í Noregi, börn hans eru
Reykjavík, lauk hefðbundinni skóla-
göngu, vann ýmis þjónustustörf um
tíma en aðallega var hún heimavinn-
andi húsmóðir. Hún var listfeng og
fórst vel öll hannyrðavinna og var
mjög áhugasöm bútasaumskona þar
til hún varð að hætta því vegna veik-
inda. Hún var félagi í Lions-
klúbbnum Egla í Borgarnesi og þar
áður í Lionessuklúbbnum.
Haukur Hafsteinn Gíslason fædd-
ist á Flateyri 20. mars 1932. Hann
lést á sjúkrahúsi Akraness 20. apríl
síðastliðinn.
Foreldrar Hauks voru Gísli Frið-
rik Jóhannsson múrari, f. 22. janúar
1906, d. 4. nóvember 1980 og Stef-
anía Erlingsdóttir, f. 21. apríl 1910,
d. 2. október 1992. Gísli sleit sam-
vistum við Stefaníu og giftist Jónu
Margréti Kristjánsdóttur, f. 13. jan-
úar 1915, d. 2. janúar 1971. Alsystir
Hauks er Soffía, f. 25. mars 1936.
Systkini samfeðra eru Sigurður, f. 8.
ágúst 1943, d. 19. september 2008,
Ellý, f. 24. ágúst 1945 og Jóhanna, f.
14. júní 1951.
Haukur kvæntist árið 1958 Úr-
súlu Hauth, f. 17. desember 1938, d.
16. maí 2002, foreldrar hennar voru
hjónin Gertrud Sledz, fyrrv . Hauth,
fædd Laatsch, f. 1914, d. 1999, og
Joachim Hauth, f. 1915, d. 1942.
Haukur og Úrsúla slitu samvistum
árið 1973. Börn þeirra eru: A) Bryn-
dís Gertrud starfsmaður Icelandair,
f. 21. nóvember 1958, maki Ólafur
Gunnar Gunnarsson sendibílstjóri, f.
26. febrúar 1958, börn þeirra eru
Gunnar Haukur, f. 25 júní 1980 og
Margrét Úrsúla, f. 3. janúar 1983. B)
Ellý rekstarstjóri, f. 21. apríl 1962,
maki Jón Viðar Gunnarsson kerf-
isforritari, f. 13. nóvember 1958,
börn þeirra eru Andrea Sif, f. 30.
janúar 1985, Óskar Aron, f. 15. febr-
úar 1987, hann á eina dóttur, og
Tómas Bragi, f. 13. desember 1995.
C) Gísli Friðrik málari, f. 8. mars
1965, maki Ragnheiður Kristín Óla-
dóttir leikskólaliði, f. 7. september
1967, þau eiga eitt barn, Óla Haf-
stein, f. 30 mars 1997, fyrrverandi
sambýliskona Gísla er Soffía Guð-
nýjardóttir, f. 25. febrúar 1966.
Dætur þeirra eru Eva Rós, f. 21. júlí
1989, hún á eina dóttur og Helga
Björk, f. 20. september 1991. Hauk-
ur kvæntist á ný, Hönnu Þórönnu
Samúelsdóttur, árið 1978. Foreldrar
hennar voru Margrét Hannesdóttir
f. 15.7. 1904 á Núpsstað, Vestur-
Skaftafellssýslu og Samúel Krist-
jánsson, f. 8.10. 1899 á Kumlá í
Grunnavíkurhreppi, d. 26. júlí 1965.
Börn Hönnu eru Samúel Smári, f. 20
júlí 1957, Ólafur Magnús, f. 23.febr-
úar 1957, Guðgeir Veigar, f. 6. októ-
ber 1964 og Margrét Dögg, f. 22.júní
1966. Haukur ólst upp á Flateyri til
6 ára aldurs en síðan í Reykjavík og
Vestmannaeyjum. Hann stundaði
nám í Iðnskóla Vestmannaeyja, hóf
rakaranám hjá Þórði rakara í Vest-
mannaeyjum og lauk sveinsprófi í
rakaraiðn í Reykjavík árið 1957.
Hann stundaði hljóðfæranám við
Tónlistarskólann í Reykjavík og síð-
an við tónmenntakennaradeild sama
skóla og lauk þaðan prófi árið 1961.
Hann lauk stúdentsprófi frá FSA á
Akranesi 1987. Hann rak rakara-
stofu í Borgarnesi frá 1961-2004, en
kenndi jafnframt tónmennt við
Barna- og miðskóla Borgarness
1961-1966. Hann hefur leikið með
ýmsum hljómsveitum í Vest-
mannaeyjum, Reykjavík og Borg-
arnesi, auk þess sem hann spilaði á
kontrabassa með Freyjukórnum í
Borgarnesi á árunum 1999-2008.
Hann var félagi í Lionsklúbbi Borg-
arness og var formaður hans 1980-
1981.
Haukur og Hanna verða jarð-
sungin í dag, fimmtudaginn 29. apríl
2010, frá Langholtskirkju og hefst
athöfnin kl. 13.
Atli Þór Þorgeirsson, f. 26.9. 1974,
Brynja Mjöll, f. 6.4. 1976, hún á 3
börn og Margrét Guðbjörg, f. 18.3.
1984, hún á 2 börn. 3) Guðgeir Veig-
ar húsasmiður, f. 6.10. 1964, eig-
inkona hans er Sigrún Gestsdóttir,
verslunarmaður, f. 25.8. 1966, þau
búa að Miðtúni 5, Selfossi, dætur
þeirra eru Hrafnhildur Björk, f.
20.6. 1985 og Þóranna Ýr, f. 10.4.
2001. 4) Margrét Dögg versl-
unarmaður, f. 22.6. 1966, sambýlis-
maður hennar er Hallgrímur Sig-
urðsson, vélstjóri, f. 4.7. 1964, þau
búa að Möðrufelli 1 Reykjavík, börn
hennar eru Dísa Eyfjörð Haralds-
dóttir, f. 5.10. 1986 hún á tvö börn
og Daði Snær Haraldsson, f. 7.6.
1990. Hanna giftist Hauki Hafsteini
Gíslasyni, rakara í Borgarnesi, árið
1978. Foreldrar hans voru Gísli
Friðrik Jóhannsson múrari, f. 22.
janúar 1906, d. 4. nóvember 1980 og
Stefanía Erlingsdóttir, f. 21. apríl
1910, d. 2. október 1992. Börn
Hauks eru: Bryndís f. 21.11. 1958 ,
Ellý, f. 21.4. 1962 og Gísli, f. 8.3.
1965. Þau bjuggu öll hjúskaparár
sín í Borgarnesi og lengst af að
Garðavík 3. Hanna ólst upp í
Elsku amma og afi í Borgarnesi.
Nú er baráttu ykkar við erfiða
sjúkdóma lokið og þið hafið fengið
hvíldina. Þið voruð alltaf svo sam-
rýmd og elskuðuð hvort annað heitt.
Voruð eins og ástfangnir unglingar.
Það voru margar ferðirnar sem við
fórum með rútu frá Selfossi upp í
Borgarnes. Þar var alltaf glatt á
hjalla og mikið sprellað. Horft á
myndirnar Annie og Mary Poppins.
Fórum líka mörg ár í röð og héldum
upp á 17. júní í Borgarnesi. Í minn-
ingunni var alltaf gott veður og
skemmtilegt að taka þátt í hátíðar-
höldunum í Skallagrímsgarði. Þið
tókuð vel á móti okkur þegar við
komum í heimsókn, kökur og kaffi á
boðstólum eða góðu borgarnes-
snúðarnir.
Amma þú varst bæði hlý og góð.
Þú áttir alltaf eitthvert sælgæti í
veskinu þínu handa okkur. Komst
alltaf í afmæli til okkar þó langt væri
að fara. Kunnir bæði fugla- og barna-
mál. Okkur fannst merkilegt að þú
vissir hvað fuglarnir og litlu börnin
væru að segja. Þú varst dugleg í
höndunum og gerðir marga fallega
hluti sem munu minna okkur á þig.
Eigum bútasaumsteppi frá þér sem
hlýja okkur.
Afi, þú varst alltaf svo jákvæður og
brosmildur, spilaðir á píanó og
kontrabassann fyrir okkur. Þú varst
sá eini sem máttir klippa okkur fram
að fermingu og gerðir það býsna vel.
Þú varst tölvuvæddur og mjög
snemma kominn með tölvu. Skrifaðir
e-mail til Hönnu sem bjó erlendis.
Prentaðir út svörin frá henni og last
fyrir ömmu áður en þið fóruð að sofa.
Svo varst þú líka inni á msn og var oft
spjallað þar. Aldrei munum við
gleyma brandaranum hans afa:
„Einu sinni var minkabú sem minnk-
aði og minnkaði alveg þangað til það
var búið“.
Einu sinni fórum við hringinn sam-
an ásamt fleirum. Þar festi afi bílinn
og amma fór í bílstjórasætið, afi og
fleiri fóru að ýta og bíllinn losnaði. Þá
sagði Málfríður: „Amma gat en afi
ekki“.
Sumarbústaðaferðirnar á Núpstað
voru margar með ykkur. Þaðan eig-
um við góðar minningar. Einnig fóru
þið í lengri ferðir. Eru ógleymanleg-
ar þær tvær ferðir þegar þið heim-
sóttuð Hönnu Rut til Danmerkur
2006 og 2007. Ykkur fannst ekki mik-
ið mál að koma í heimsókn þó ferða-
lagið væri langt. Amma, þú sast lengi
og spjallaðir við Jóhann Má sem þá
var nokkurra mánaða gamall.
Afi minn og amma mín,
ykkar minning lifi,
þið eruð bæði sæt og fín,
hvílið nú í friði.
Við kveðjum elsku ömmu okkar og
afa í Borgarnesi með söknuði og
þakklæti fyrir allt. Blessuð sé minn-
ing ykkar.
Hanna Rut, Málfríður Erna og
Sólveig Sara Samúelsdætur.
Í fáeinum orðum langar mig til að
minnast þeirra hjóna, Hauks Gísla-
sonar og Hönnu Samúelsdóttur.
Frá því ég kynntist þeim snemma
á níunda áratugnum var alltaf jafn
notalegt að njóta návistar þeirra í
Borgarnesinu þar sem þau höfðu bú-
ið sér snoturt heimili í Garðavík.
Heimili þeirra Hauks og Hönnu var
ætíð opið fyrir heimsóknum og aldrei
höfðu gestir stoppað lengi hjá þeim,
áður en Hanna og Haukur voru búin
að fylla borðið af kræsingum og bjóða
til sætis. Ég veit að börn þeirra öll
eiga slíkar minningar sem og barna-
börn og vinafólk. Notalegheit og
hlýja þeirra hjóna gæddi heimili
þeirra kærleik, sem svo gjörla mátti
finna fyrir. Margt var skrafað á góð-
um stundum hjá þeim hjónum.
Haukur rakari í Borgarnesi gerði
gjarnan að gamni sínu. Þannig sagð-
ist hann „hafa haft hendur í hári fleiri
Borgfirðinga en flestir ef ekki allir
aðrir“. Hanna og Haukur gerðu einn-
ig oft góðlátlegt grín hvort að öðru og
slógu á létta strengi sem kallaði fram
bros viðstaddra, ekki síst nú í seinni
tíð. Eftir að veikindi þeirra urðu erf-
iðari þá kom umhyggja þeirra hvors
fyrir öðru mjög vel í ljós og vakti að-
dáun þeirra sem álengdar stóðu.
Þeim tókst þrátt fyrir mjög erfið
veikindi að búa á heimili sínu allt til
þess dags er þau lögðust hinsta sinni.
Starfsfólk Sjúkrahúss Akraness
hlúði að þeim hjónum af ástúð og um-
hyggju, Guð blessi þau og störf
þeirra.
Ó, hvað þú, Guð, ert góður,
þín gæska’ og miskunn aldrei dvín.
Frá lífi minnar móður
var mér æ nálæg aðstoð þín.
Mig ávallt annazt hefur
og allt mitt blessað ráð,
og mér allt gott æ gefur,
ó, Guð, þín föðurnáð.
Það mér úr minni’ ei líði,
svo mikli’ eg nafnið þitt
og þér af hjarta hlýði,
þú hjartans athvarf mitt.
(Páll Jónsson.)
Hanna og Haukur komu í heiminn
á nær sama tíma og voru svo lánsöm
að fá að kveðja á nær sama tíma. Við
fæðingu voru tveir dagar á milli
þeirra, í mars árið 1932, þegar hann
fæðist þann 20. en hún 22. mars. Þeg-
ar kemur að leiðarlokum þá kveður
Haukur þann 20. april og Hanna síð-
an daginn eftir 21. april. Blessuð sé
minning þeirra hjóna Hauks og
Hönnu. Ljós þeirra mun lifa áfram í
hjörtum okkar sem enn búum þenn-
an heim og þekktum mannkosti
þeirra.
Guð sem skapar líf og ljós,
lætur vakna hverja rós.
Hann er Guð sem gefur þér
góðan dag og einnig mér.
Myrkrið hrekur hann á braut,
hjálpar vel í sorg og þraut.
Hvert sem leiðin liggur þín
lýsir hann þér heim til sín.
(Kristján Valur Ingólfsson.)
Megi kærleiksljós Krists, hinn ei-
lífi logi, sem vermir og lýsir, verða
þinn vegvísir. Ég votta aðstandend-
um öllum mína dýpstu samúð.
Jón Viðar Gunnarsson.
Það er sárt að sjá afa og ömmu fara
á sama tíma en það er gott að vita að
þjáning þeirra er liðin. Minningar
mínar eru eins og ljósmyndir úr for-
tíðinni, flestar frá barnæsku. Ég man
að við fórum oft um helgar í heim-
sókn til ykkar, afa og ömmu í Borg-
arnesi. Ég man eftir að hafa leikið
mér að spila á píanóið, lögin Góða
mamma og María átti lítið lamb. Það
var alltaf jafn vinsælt að leika sér á
píanóinu.
Ég man eftir að það var alltaf eitt-
hvað á boðstólum hjá ykkur, oftar en
ekki hlaðborð af kræsingum og ég
man vel eftir brúnum osti sem ég sá
aldrei annars staðar, ég veit það núna
að þetta var geitaostur sem var send-
ur sérstaklega frá Noregi því þá var
hann ekki seldur á Íslandi. Þegar við
krakkarnir vorum búin að borða fór-
um við að píanóinu eða horfðum á
teiknimyndir.
Ég sé fyrir mér mömmu og pabba
að spjalla við þau inni í eldhúsi á með-
an Óskar er á píanóinu og ég að dást
að skrautmunum. Það hefur alltaf
verið ríkt í mér að dást að fallegum
hlutum, alveg síðan ég man eftir mér,
Og það var þess vegna sem ég var
sérstaklega hrifin af fingurbjarga-
safni ömmu, og sem táningur ákvað
ég að byrja að safna þeim eins og
hún. Þessi ákvörðun snemma á ung-
lingsárunum er ein af þeim sem hafa
fylgt mér eftir það. Nú er ég farin að
halda kynningar og hafa samskipti
við fólk úti í heimi sem ég hefði aldrei
gert nema fyrir þessa heimsókn til
þeirra sem barn.
Ég man eftir að við fórum í berja-
mó þarna nálægt, pabbi fór oft í
göngutúr í nágrenninu þarna líka,
enda fallegt þar og skemmtilegar
gönguleiðir. Ekki skemmdi fyrir að
fjaran var rétt utan við eldhúsglugg-
an og Hafnarfjallið í beinni sjónlínu.
Ég man svo vel eftir því að ganga um
fjöruna og safna steinum þaðan. Ég
man líka eftir því hvað það var spenn-
andi að fara á rakarastofuna til afa og
fá klippingu hjá honum.
Afi spilaði á ýmis hljóðfæri og þeg-
ar ég var lítil fór ég með mömmu og
pabba á leikrit þar sem afi spilaði
undir á kontrabassa, það var mjög
gaman. Afi var líka afskaplega mikið
fyrir krossgátur, sérstaklega sunnu-
dagskrossgátu Moggans, og hann og
mamma eyddu löngum tíma í síman-
um við að reyna að leysa þær. Okkur
þótti líka sérstaklega gaman að segja
afa brandara því þegar hann hló þá
beinlínis heyrðist ekki í honum annað
en tíst, og tárin runnu í stríðum
straumum niður kinnarnar.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífs þíns nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði nú sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sig.)
Kæru ættingjar og vinir.
Ég votta ykkur öllum mína dýpstu
samúð.
Andrea Sif Jónsdóttir Hauth.
Síðasta vetrardag berast okkur
fréttir af því að sameiginleg lífsganga
hjónanna Hauks og Hönnu sé á enda
runnin. Það er örugglega nokkuð
sjaldgæft að lífsklukka hjóna sé svo
samstillt að endirinn sé nánast á
sama augnablikinu. Í þessu tilfelli
kemur það ef til vill ekki á óvart, þar
sem samvera þeirra og vinátta var al-
ger, þau voru eitt, hvort í öðru. Hún
var hans og hann var hennar, þannig
var upphafið og þannig var endirinn.
Kynni mín af Hauki ná yfir allan
minn æviveg, við erum bræðrasynir
og naut ég samvista við hann á mín-
um fyrstu æviárum í Hlíðarhúsi í
Hanna Þóranna Samúelsdóttir
og Haukur Hafsteinn Gíslason
✝
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
SIGURÐUR EINARSSON,
Grenigrund 18,
Akranesi,
lést á Sjúkrahúsi Akraness föstudaginn 23. apríl.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju mánudaginn
3. maí kl. 14.00.
Ásta Kristjánsdóttir,
Ragnar Bergþór Sigurðsson,
Guðný Sjöfn Sigurðardóttir, Ingólfur Valdimarsson,
Einar Bragi Sigurðsson
og afabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn og faðir,
JÓN EYJÓLFSSON,
dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi,
lést á dvalarheimilinu Höfða þriðjudaginn 27. apríl.
Útför hans fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn
4. maí kl. 14.00.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á dvalar-
heimilið Höfða, Akranesi.
Svava Gunnarsdóttir,
Gunnar Jónsson.