Morgunblaðið - 29.04.2010, Blaðsíða 24
24 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2010
✝ Guðmundur Krist-inn Steinsson
fæddist í Keflavík 21.
október 1978. Hann
lést af slysförum við
störf á frystitog-
aranum Hrafni GK
111 þann 17. apríl s.l.
Foreldrar Guð-
mundar eru Hildur
Guðmundsdóttir, f. í
Innstu-Tungu í
Tálknafirði 27.4. 1940,
og Steinn Erlingsson,
f. í Steinshúsi í Gerð-
um 14.1. 1939, Steinn
og Hildur eru búsett í Reykjanesbæ.
Systkini Guðmundar eru, 1 ) Einar
Ólafur, f. 22.11.1960, giftur Sigríði
Dagbjörtu Jónsdóttur, börn þeirra
eru Hildur, Jón, Haukur og Elísabet,
sambýlismaður Hildar er Páll Guð-
mundur Ásgeirsson, 2) Dagný Alda,
f. 29.1. 1962, börn hennar eru Aron
Steinn og Magnús Egill, 3) Una, f.
7.11. 1966, gift Reyni Valbergssyni,
tvíburadætur þeirra eru Stefanía og
Sóley, 4) óskírður Steinsson, f. 21.10.
1978.
Guðmundur lætur eftir sig unn-
ustu, Berglindi Hörpu Ástþórs-
dóttur, f. 24.7.1985. Foreldrar henn-
ar eru Margrét Bryndís
Haraldsdóttir, f. 6.4. 1957, og Ástþór
Bjarni Sigurðsson, f. 20.6. 1956, bú-
sett í Garði. Systkini Berglindar eru;
Jón Ragnar, Særún Rósa og Sig-
urður Freyr. Heimili
Guðmundar Kristins
og Berglindar Hörpu
var að Skúlagötu 54 í
Reykjavík. Guð-
mundur, eða Gummi
eins og hann var oft-
ast kallaður, ólst upp í
Keflavík í foreldra-
húsum að Faxabraut
47. Skólagangan var í
Keflavík, að und-
anskildu einu ári, þeg-
ar hann flutti með for-
eldrum sínum til
Tucson í Arizona í
Bandaríkjunum, þar sem Steinn
lagði stund á söngnám. Árið 2001
lauk Gummi einkaflugmannsprófi
og árið 2008 lauk hann prófi af við-
skipta- og hagfræðisviði frá Keili.
Gummi hafði að mestu, en með
hléum, unnið við sjómannsstörf og
síðustu árin hjá Þorbirni Fiskanesi á
Hrafni GK, auk þess sem hann hafði
unnið við rafvirkjun í landi.
Gummi var mikill áhugamaður
um íþróttir og spilaði sjálfur hand-
bolta á yngri árum. Guðmundur var
hvatamaður að stofnun Handknatt-
leiksfélags Reykjanesbæjar sumarið
2008 og var formaður félagsins frá
stofnun þess.
Útför Guðmundar Kristins verður
gerð frá Keflavíkurkirkju fimmtu-
daginn 29. apríl og hefst athöfnin kl.
13.
Ástin mín, ekki óraði mig fyrir því
þegar við keyrðum saman Grindavík-
urveginn að þetta yrðu okkar síðustu
mínútur saman, að kossinn okkar áð-
ur en þú fórst af stað yrði sá síðasti
eða að þegar þú snerir þér við í stig-
anum, vinkaðir og brostir að það yrði í
síðasta sinn sem ég sæi þig. Þú varst
svo spenntur fyrir framtíðinni, ætlað-
ir bara að taka nokkra túra í viðbót,
græja þau mál sem þurfti að græja og
svo ætluðum við að koma okkur út.
Barcelona var planið og það í haust,
við vorum búin að sjá þetta allt fyrir
okkur. Þú hlakkaðir líka alltaf svo til
að verða pabbi, eignast litla guttann
þinn, lítinn Stein og gera pabba þinn
stoltasta afann. Þú hefðir orðið frá-
bær faðir, við hlökkuðum líka svo til
að sjá hvernig blandan okkar yrði. Ég
hef líka svo oft hugsað hvað ég væri
heppin með föður fyrir börnin mín, að
ef það kæmi einhvern tímann upp að
ég hefði ekki svörin fyrir börnin okk-
ar þá gæti ég alltaf sagt: „Spyrðu
pabba þinn, hann veit það.“ Þú vissir
allt, kunnir allt, það lá allt svo vel fyrir
þér og eins og ég hef svo oft sagt, þú
hefðir getað orðið hvað sem þér sýnd-
ist.
Það getur á tímum verið svo sárt og
erfitt að sætta sig við þetta, ég óska
þess oft að þetta sé bara allt ljótur
draumur og að þú komir aftur heim til
mín, heim á Skúlagötuna. Hendir þér
í rifnu náttbuxurnar þínar, gyrðir
þær ofan í ullarsokkana þína sem þú
gast ekki verið án; og svo indverska
mussan eins og ég kallaði hana, þetta
var heimadressið. Þér leið alltaf best í
komfó fötunum þínum uppi í sófa með
góða mynd í tækinu. Kvikmyndir
voru líka eitt af þínum aðaláhugamál-
um.
Ég gleymi seint sumrinu síðasta,
rétt áður en við fluttum í borgina, ég
hafði rekist á heilu staflana af vhs-
myndum fyrir utan eina vídeóleiguna
í borginni, auðvitað varð ég að láta þig
vita og stuttu seinna vorum við komin
á staðinn og það var ekkert annað inni
í myndinni en að skoða hverja einustu
mynd. Ég held að afraksturinn hafi
verið 93 vhs-spólur, fékkst þrjár í
kaupbæti og þú brostir allan hring-
inn. Ég veit ekki hvað við fórum
margar ferðir út í bíl eftir myndunum
þegar heim var komið, þær tóku alla-
vega stóran part af stofunni.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast þér, ástin mín, en á
móti svo reið yfir að hafa ekki fengið
að hafa þig lengur hjá mér, ég þarfn-
aðist þín svo mikið. Þú gerðir svo
margt fyrir mig, kenndir mér svo
margt, passaðir svo vel upp á mig. Þú
varst alltaf svo glaður og það var allt-
af svo stutt í brosið þitt og þennan
ótrúlega smitandi skemmtilega hlát-
ur og fíflalætin, við gátum verið svo
skemmtilega misheppnuð saman.
Gleðin og kímnin sem þú bjóst yfir
hefur samt hjálpað okkur öllum alveg
ótrúlega mikið í allri sorginni, það
hafa ótal sögur verið sagðar af þér og
mikið hlegið, þú varst svo uppátækja-
samur. Það eru líka svo margir sem
finna til, þú snertir svo marga.
Elsku Gummi minn, ég elska þig og
mun elska þig, alltaf. Þú munt alltaf
eiga stóran stað í mínu hjarta. Hvíldu
í friði, ástin mín.
Þín að eilífu.
Berglind Harpa.
Það er sárt að missa mág og ekki
síður vininn sem ég átti í honum
Gumma, sem lést svo sviplega af slys-
förum.
Þegar ég hugsa til baka þá koma
upp í hugann minningarbrot um ljúf-
an dreng; skemmtilegan, grallara,
keppnismann, vin vina sinna, for-
dómalausan og opinn. Ekki má
gleyma fallega brosinu hans Gumma
og hvernig það snerti strengi í okkur
öllum. Hann gat reyndar spilað heilu
sinfóníurnar á strengina í sumum
okkar – eins og að mæta klukkustund
of seint í jólamatinn til systur sinnar
af því að honum datt í hug að fara í
messu – þá dugði brosið eitt til að
bræða hennar hjarta.
Ég kynntist Gumma þegar hann
var 10 ára og sá þá strax að hann var
ekki bara litli bróðir Unu, á milli
þeirra voru sterk bönd. Honum
fannst gaman að taka rútuna til
Reykjavíkur og fá að gista hjá okkur
um helgar og það var í einni þannig
heimsókn að ég uppgötvaði eina af
ástríðum hans, sem voru kvikmyndir.
Gummi elskaði góðar kvikmyndir –
hafði bókstaflega séð allt sem vert var
að sjá og var eins og gangandi al-
fræðiorðabók í þeim efnum.
Ég man eitt sinnið þegar Gummi
var hjá okkur stuttu eftir fermingu.
Við höfðum skroppið frá og þegar við
komum heim tók hann á móti okkur
afar stoltur því hann hafði tekið upp
myndina RoboCop úr sjónvarpinu
fyrir mig. En það sem hann vissi ekki
var að hann notaði til þess spólu sem
hafði að geyma uppáhalds bíómynd-
ina mína. Það var ekki hægt annað en
að brosa – þetta var vísirinn að því
sem koma skyldi. Hann gerði þetta
fyrir mig og þetta var eitt af sem síðar
einkenndi Gumma – hann var alltaf
boðinn og búinn til aðstoðar, hvort
heldur þegar vinir kölluðu eða fjöl-
skyldan.
Gummi var óþreytandi að drífa mig
með sér út á golfvöll og áttum við ófá-
ar stundirnar þar ásamt tengda-
pabba. Gagnvart mér, sem ekkert
kunni í golfinu, átti hann eins og pabbi
hans ótakmarkaða þolinmæði. Það
fór þó lítið fyrir þessari þolinmæði
þegar kom að honum sjálfum, því
hann var mikill keppnismaður og
þoldi enga meðalmennsku í eigin leik.
Handboltinn var ein af ástríðum hans
og það verkefni vann hann með brosið
og þolinmæðina að vopni. Hann vissi
að þar var um langhlaup að ræða og
litlu sigrarnir voru í hans huga stórir.
Ég vil að lokum þakka Gumma
trausta vináttu og allar góðu minning-
arnar og sendi öllum þeim sem
þekktu hann hugheilar kveðjur með
orðum ömmu minnar: „Immer wenn
du denkst es geht nicht mehr, kommt
irgendwo ein Lichtlein her“, sem má
útleggja nokkurn veginn á þennan
hátt: Það er ljós við enda ganganna.
Reynir Valbergsson.
Elskulegur bróðir minn Guðmund-
ur Kristinn er látinn, 31 árs að aldri.
Gummi var yngstur okkar syst-
kina, örverpið í fjölskyldunni. Ég var
12 ára þegar hann fæddist og tók
strax stöðu stóru systur með tilheyr-
andi ábyrgðartilfinningu. Ást mín og
væntumþykja til litla bróður var mik-
il. Gummi fæddist ljós og fallegur og
varð bara bjartari og fallegri með ár-
unum. Brosið hans var þeim gæðum
gætt að það bræddi alla og hlátur
hans og góð nærvera voru hans að-
alsmerki og hann hafði einstakt lag á
að laða fólk að sér. Margar frænk-
urnar hafa sagt í gegnum árin að þær
óskuðu að Gummi væri ekkert skyld-
ur þeim, þær myndu þá giftast sjar-
matröllinu.
Gummi var alltaf á við tvo stráka
með tilheyrandi óþekkt og prakkara-
skap. Ég skrifaði það oft á þá stað-
reynd að Gummi var tvíburi, en bróð-
ir hans lést í fæðingu. Gummi var
hrifnæmur og átti auðvelt með að
samgleðjast öðrum. Hann var t.a.m.
einn af þeim sem glöddust það mikið
yfir árangri karlalandsliðsins í hand-
bolta á Ólympíuleikunum að hann
gekk ásamt öðrum í að endurreisa
handboltann í Reykjanesbæ. Ég var
svo stolt af honum að taka þetta óeig-
ingjarna verkefni að sér. Endalausan
áhuga hafði hann svo á fótbolta og tal-
aði óskiljanlegt fótboltatungumál,
m.a. við Reyni mág sinn. Reynir mun
ávallt muna daginn þegar Gummi fór
í sína síðustu sjóferð. Hann kom þá
við hjá okkur og bað Reyni að taka
ekki nærri sér þótt hans lið tapaði og
kvaddi svo innilega.
Það kom fyrir að áttavitinn bilaði á
stundum og leitaði hann þá yfirleitt til
okkar í fjölskyldunni, ræddi málin og
fékk ráð. Ég var auðvitað alltaf með
ráð fyrir hann, enda ráðrík með ein-
dæmum og stundum gaus upp úr,
eins og í eldfjöllum Íslands. Það er
ekkert verra fyrir sálina en að geta
ekki tjáð og rætt sínar áhyggjur og
deilt gleði og þrá með sínum nánustu.
Það finn ég svo sterkt nú, þegar sorg-
in kveður dyra, að það var fátt sem við
Gummi höfðum ekki rætt, það er góð
tilfinning. Ég veit ekki af hverju, en
þegar við kvöddumst fyrir síðustu
ferðina, bað ég hann að fara varlega
og koma heilan heim. Við höfðum
annars aldrei áhyggjur af Gumma og
sjómennskunni því hún var honum í
blóð borin og allir vita að hann var
hörkuduglegur og góður sjómaður
eða 100% eins og skipsfélagi lýsti hon-
um. Þetta slys er okkur öllum óskilj-
anlegt, en þannig eru slysin, alltaf
óvænt og ósanngjörn. Það voru þung
spor fyrir fjölskylduna að sækja
Gumma okkar snemma sunnudags
hinn 18. apríl sl. við Grindavíkurhöfn.
Ég vildi óska þess að ég hefði verið að
sækja þig til að fara með þig heim í
sunnudagssteikina en svo var ekki.
Eftir situr fjölskyldan sorgmædd og
harmi slegin, en ákveðin í því að ylja
sér um ókomna tíð við minningu bróð-
ur og sonar. Tilveran verður aldrei
söm og sorgin mun nú takast á við
systur sína gleðina. En ég veit að
gleðin kemur aftur og verður hún þá
betri og dýpri en áður vegna þín.
Sorgin hefur minnt mig á að hamingj-
an er bæði sorg og gleði en umfram
allt er hamingjan að kunna að vera
þakklátur.
Ég er þakklát fyrir árin og stund-
irnar með þér elsku bróðir og fel þig á
hendur guði.
Þín systir,
Una.
Elsku Gummi frændi, ég hef ávallt
verið stolt af því að vera frænka þín.
Þú varst bróðir hans pabba míns en
það voru einungis tvö ár á milli okkar
og þar af leiðandi varð amma mín ný-
bökuð mamma og amma nánast á
sama tíma. Við vorum því meira eins
og systkini þegar við vorum yngri.
Ég mun seint gleyma og vonandi
aldrei þeim tíma þegar við fórum sam-
an í dans í Dansskóla Jóns Péturs og
Köru. Þá vorum við bæði búsett á höf-
uðborgarsvæðinu og stunduðum nám.
Mér datt í hug að skella mér í dans en
það var eiginlega ekki hægt nema að
vera með dansfélaga og eini maðurinn
sem mér datt í hug að spyrja varst þú.
Ég var búin að íhuga málið vandlega
hvernig ég ætti að spyrja þig svo að ég
fengi ekki strax nei og þar með væri
það útrætt mál. Ég undirbjó svo jarð-
veginn vel og sagði að ég ætlaði að
spyrja þig að dálitlu en þú þyrftir ekki
að svara strax og að þú ættir að hugsa
málið og fleira í þessum dúr. En svo
þegar ég spurði, skömmustuleg á svip,
hvort þú værir til í að koma og æfa
dans með mér þá kom bara stórt „já“
frá þér án þess að hika. Ég varð mjög
hissa og nú varð ég líka að skella mér.
Við skemmtum okkur konunglega
og okkur fannst tjútt-dansinn
skemmtilegastur en í þeim dansi var
mikill hraði og þú snerir mér og snerir
mér. Með okkur í þessari kennslu voru
bara önnur pör og við höguðum okkur
að sjálfsögðu ekki eins og par. Margir
hafa eflaust pælt í því hvers konar
samband væri á milli okkar. Það var í
einum kennslutímanum sem við lærð-
um að dansa tangó og það var pínu
pínlegt því sá dans er svolítið innilegri
heldur en hinir en annars var þetta
bara ein stór skemmtun.
Gummi, ég vil þakka þér fyrir allar
stundir okkar saman, það sem stóð
hæst upp úr í fari þínu er þitt fallega
bros og hinn endalausi sjarmur sem
þér fylgdi. Þeir fóru ekki framhjá
neinum þeir persónutöfrar sem þú
bjóst yfir og munt ávallt búa yfir.
Það er kannski aldrei of oft sagt
hvað það er sorglegt og sárt þegar
ungt fólk er tekið frá okkur. Allt lífið
blasti við þér og það sem ég sá fyrir
mér var að þú myndir stofna fjöl-
skyldu en ég er einmitt í þessum spor-
um núna. Við vorum bæði komin í
samband og nú geng ég með barn og
það hefði verið yndislegt ef þú hefðir
fengið að hitta litla krílið mitt. Von-
andi fylgistu vel með okkur og verður
hjá okkur en annars vil ég óska þér
alls hins besta í því verkefni sem þér
verður falið.
Gummi frændi, megir þú hvíla í friði
og við söknum þín öll.
Þín frænka,
Hildur Einarsdóttir.
Það var símtal á sunnudagsmorgni
sem eins og hendi væri veifað breytti
öllu. Fréttirnar um að hann Gummi
frændi væri dáinn voru meiri en ég réð
við. Skyndilega tók við mikill dofi,
tómleiki og sársauki í hjarta. Gummi
frændi var einstaklega vel gerður
maður. Hann hafði góða nærveru, var
blíður, góður, skemmtilegur og hæfi-
lega kærulaus. Hann bjó yfir miklum
töfrum og bræddi allt og alla sem á
vegi hans urðu. Fallega brosið hans
var ómótstæðilegt og manni leið alltaf
vel eftir að hafa hitt hann.
Þó svo að við Gummi höfðum ekki
verið í daglegu sambandi þá var alltaf
kært á milli okkar. Manni fannst alltaf
eins og maður hefði síðast hitt hann í
gær, hann knúsaði og kyssti mann
alltaf. Í fjölskylduboðum var hann allt-
af sá sem ég settist hjá og spjölluðum
við um lífið og tilveruna og hlógum
mikið. Í grunnskóla er minningin um
krúnurakaða drenginn í hettupeys-
unni ljóslifandi. Það var sama hvernig
viðraði, aldrei fór Gummi í úlpu og
skýringin sem hann gaf var sú að hann
myndi pottþétt týna henni.
Eftir fermingu var Gummi orðinn
töluverður töffari og var hrókur alls
fagnaðar. Við stunduðum bæði íþróttir
og kepptum oft úti í frímínútum.
Reglulega hélt hann partí á Fax-
abrautinni þar sem allir skemmtu sér
vel.
Gummi breyttist úr litlum krúnu-
rökuðum dreng í fjallmyndarlegan
ungan mann sem allir tóku eftir. Þó
svo að ýmislegt hafi breyst á stuttri
ævi Gumma þá var eitt sem einkenndi
hann alltaf, hann elskaði að bera höf-
uðföt, ef ekki húfur þá hatta. Þegar ég
horfi til baka hugsa ég til þess sem við
Gummi ætluðum oft að gera en gerð-
um aldrei því við vorum svo upptekin.
Við töluðum um að setja á laggirnar
fjölskyldu-golfmót og spilakvöld voru
líka á döfinni en aldrei létum við verða
af þessu. Í dag vildi ég óska þess að
við hefðum gefið hvort öðru þennan
tíma. Stundir með fjölskyldu og vin-
um eru í raun það eina sem skiptir
máli, öll vandamál í samfélaginu eru
smámál miðað við þá sorg og missi
sem fjölskylda og vinir Gumma upp-
lifa núna. Ekkert verður framar eins!
Það er mér þyngra en tárum taki að
skrifa þessi orð. Aldrei hefði mér dott-
ið í hug að Gummi frændi færi næstur
á eftir ömmu Gunnu. Ég veit að hún
hefur verið steinhissa að sjá hann og
ég heyri hana segja „Gudbevaros
Gummi minn“ . Amma hefur tekið vel
á móti honum eins og tvíburabróður
hans sem hann hefur nú loks fengið að
hitta. Þegar svona hræðileg slys ger-
ast þá situr maður eftir með ótal
spurningar en fátt er um svör. Það er
huggun harmi gegn að vita að Gummi
var hamingjusamur og ástfanginn af
henni Berglindi sinni. Allir ástvinir
Gumma eru ríkir af minningum um
yndislegan dreng sem tekinn var frá
okkur alltof, alltof fljótt.
Megi góður Guð styrkja og blessa
unnustu, foreldra, systkini og fjöl-
skyldur þeirra á þessum erfiðu tím-
um. Síðustu orðin í ljóðinu fagra Í
fjarlægð eiga nú vel við:
„Þú fagra minning eftir skildir eina
sem aldrei gleymist, meðan lífs ég er“.
Hvíl í friði, elsku frændi.
Erla Þorsteinsdóttir.
Fréttirnar sem bárust mér þann 18.
apríl síðast liðinn um sviplegt fráfall
þitt reyndust mér ólýsanlega erfiðar
og átti ég bágt með að trúa þeim. En
um leið streymdu fram endalausar
minningar af þér og öllu því sem við
gerðum saman.
Með þessum fáu orðum langar mig
að minnast þín, Gummi vinur minn.
Þú varst sannur vinur vina þinna,
brosmildur með eindæmum, grallari
mikill, hress og skemmtilegur. Það
var alltaf stutt í hláturinn hjá þér og
umfram allt varstu alveg ofboðslega
sterkur persónuleiki. Ég á eingöngu
góðar minningar um þig, kæri vinur,
handboltinn, streetball í Myllu, vid-
eógláp, partíin á Faxabrautinni, ung-
lingsárin með öllu sem þeim fylgdi og
svo að sjálfsögðu golfið. Þessar minn-
ingar fá nú enn stærri stað í hjarta
mínu. Ég verð ævinlega þakklátur
fyrir að hafa fengið að kynnast þér og
eiga þig sem vin. Ég veit að þessar
minningar verða til þess að þétta okk-
ur sem eftir stöndum úr gamla vina-
hópnum enn betur saman.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
svefnsins draumar koma fljótt.
svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Hvíl í friði, kæri vinur. Minning þín
mun lifa.
Þinn vinur,
Einar Snorrason.
Elsku Gummi.
Það er svo sorglegt að þú sért dáinn
og ég trúi því ekki að ég sé að skrifa
þessa minningargrein með tárin í aug-
unum. Það er svo margt sem mig
langar að segja en ég vildi að við gæt-
um bara talað saman, ég og þú, það
var svo gott að tala við þig. Ég er mjög
þakklátur fyrir að hafa kynnst þér og
stoltur af því að vera einn af þínum
betri vinum.
Ég er búinn að hugsa stanslaust um
þig frá því ég fékk þessar skelfilegu
fréttir, sunnudaginn 18. apríl. Að
hugsa um þig, slasaðan úti í ólgusjó og
enginn gat hjálpað þér, finnst mér
hræðilegt. Ég er með samviskubit yfir
því að hafa ekki skynjað hættuna sem
þú varst í, meðan ég var heima í hlýj-
unni endaðir þú líf þitt í sjónum.
Guðmundur Kristinn
Steinsson