Morgunblaðið - 29.04.2010, Side 26

Morgunblaðið - 29.04.2010, Side 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2010 Allar minningar á einum stað. ÍS L E N S K A S IA .I S M O R 48 70 7 01 /1 0 –– Meira fyrir lesendur Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti. Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá árinu 2000 og til dagsins í dag. Í dag kveðjum við Evu Snæbjarnardóttur. Hún var eins og þeir vita er til þekkja gift Kára yngri bróður mannsins míns. Kári dó langt fyrir aldur fram og var sárt saknað af öllum sem honum kynnt- ust. Eva var dul og fremur fáskipt- in við fyrstu kynni, en trygglynd og vinföst. Við höfðum aldrei mikil samskipti áður en við Magnús fluttum til Ástralíu (1968). Höfðum víst báðar öðru að sinna og hvorug hneigð fyrir óþarfa húsaráp. Við hittumst þó oft í húsi tengdafor- eldra okkar og á öllum jólum kom- um við þar saman ásamt börnum okkar og mökum. Börnin mín komu líka oft til Evu og Hilmar minn og Óli Björn voru oft saman. Síðar er dætur mínar komu ungar í heim- sókn frá Ástralíu var þeim tekið opnum örmum og mættu mikilli hlýju frá þeim hjónum báðum. Sigga mín minnist með þakklæti hvað þau tóku vel á móti henni og Tracy vinkonu hennar er þær 17 ára dvöldu lengi hér heima. Síðar Jón Björn og Lóa ásamt sínum börnum, þá tók Eva Maju Stínu í píanótíma heima hjá sér endur- gjaldslaust og átti Maja ógleyman- legar stundir á heimili þeirra, er hún minnist með þakklæti. Svo kom Olga dóttir Unnar og Sigur- þórs og var hjá mér í hálft ár, þá 12 ára. Húm var í tónlistarskólanum tvær annir og sýndi Eva henni móðurlega umhyggju. Þetta verður aldrei fullþakkað. Eva var skólastjóri tónlistarskól- ans um fjölda ára. Um það veit ég að aðrir sem þekkja starfsferil hennar betur en ég munu tjá sig. Tónlistin og kennslan voru hennar hugðarefni fyrr og síðar. Ég kynnt- ist Evu betur eftir að við Magnús snerum aftur 1987. Ég þakka fyrir allar góðar sam- verustundir sem við áttum og kveð hana með virðingu og þökk fyrir allt. Andra, Óla Birni og fjölskyld- um þeirra votta ég dýpstu samúð, eins systkinum Evu og þeirra fólki. Minningarnar lifa. Kristín Helgadóttir. Hún Eva frænka er látin og margar minningar koma upp í hug- ann. Eva Snæbjarnardóttir ✝ Eva Mjallhvít Snæ-bjarnardóttir, fyrr- verandi skólastjóri Tón- listarskólans á Sauðárkróki, fæddist á Sauðárkróki 7. ágúst ár- ið 1930. Hún lést á Land- spítalanum Fossvogi 5. apríl síðastliðinn. Útför Evu var gerð frá Sauðárkrókskirkju 17. apríl 2010. Ég hef verið með annan fótinn á Smáragrundinni frá því ég man eftir mér. Ég fékk svo oft að gista hjá Evu og þá var nú dekstrað sér- staklega við mig, við borðuðum nammi í sjón- varpsherberginu, vöktum frameftir öllu kvöldi og ég fullyrti við mömmu og pabba að Eva frænka leyfði mér alltaf að vaka alla nóttina þegar ég væri í heimsókn. Minningin um þessi stelpukvöld okkar eru mér kær, sem og píanótímarnir þar sem fyrst var æft og spilað og svo var sest inn í eldhús og við spjölluðum um allt sem okkur datt í hug. Eva sagði mér skemmtilegar sögur úr bakaríinu og lýsti þessu heimilislífi sem mér hefur alltaf þótt svo heillandi. Ég mátti líka alltaf vinna með henni í garðinum, þá gróð- ursettum við blómin sem hún hafði ræktað, reyttum arfa og hug- hreystum hvor aðra þegar hun- angsflugurnar létu í sér heyra því báðar vorum við jafn logandi hræddar við þær. Hún lét alltaf eins og maður hefði gert henni stórgreiða þegar ég fékk að skot- tast þetta með henni og held ég að hana hafi ekki grunað hversu skemmtilegar mér þóttu þessar stundir. Það er í raun ekki fyrr en núna í seinni tíð sem ég átta mig á mikilvægi hennar, hversu stór þátt- ur í æsku minni hún var, hversu gott það var að geta kíkt inn og rætt við hana það sem manni lá á hjarta og fá hlutlaust sjónarmið hennar til að skýra myndina. Það er gott til þess að vita að nú er hún komin til Kára og á ekki lengur í erfiðleikum með að spila fallegu lögin á píanóið. Ég kveð Evu frænku með söknuði og þakka alla hlýjuna sem einkenndu okkar samverustundir. Arna Björnsdóttir. Í dag verður til moldar borin frá Sauðárkrókskirkju frú Eva Snæ- bjarnardóttir, fv. skólastjóri Tón- listarskóla Skagafjarðar. Mig lang- ar með nokkrum orðum að minnast þessarar mætu konu. Þegar ég undirritaður hóf feril minn sem tónlistarkennari var það eitt af mínum gæfusporum að fá að hefja hann undir handleiðslu Evu. Hún hafði þann kjark að bjóða til starfa hjá sér tveimur nýútskrif- uðum tónlistarkennurum og var ég annar þeirra. Í þau sex ár sem ég starfaði sem kennari við skólann hjá henni bar aldrei skugga á sam- starf okkar. Hún hafði þennan eig- inleika að vera bæði stjórnandi og um leið félagi okkar sem störfuðum hjá henni. Undir hennar hand- leiðslu stofnuðum við fyrstu skóla- lúðrasveit Sauðárkróks og eru þeir tímar ákaflega minnisstæðir í mín- um huga og stuðningur Evu var ómetanlegur í þeirri vegferð. Úr þessari fyrstu skólahljómsveit koma nokkrir góðir tónlistarmenn sem getið hafa sér gott orð sem leiðbeinendur, tónlistar- og tækni- menn og jafnvel lagahöfundar. Þá störfuðum við um tíma saman við Samkór Sauðárkróks, ég sem stjórnandi og hún sem undirleikari, en ég hygg að Eva hafi allt of lítið komið fram sem hljóðfæraleikari á ferli sínum sem tónlistarmaður. Hún á hins vegar þátt í uppeldi margra tónlistarmanna sem eru áberandi í þjóðfélaginu í dag. Þær eru margar minningarnar sem koma upp í hugann við leið- arlok. Við áttum margar spjall- stundir milli tíma í tónlistarskól- anum og einnig ófáar stundir við eldhúsborðið hjá Evu og Kára yfir kaffibolla og sígó sem við fengum okkur oft á þessum árum en þætti nú ekki til eftirbreytni í dag. Í dag er mér fyrst og fremst þakklæti í huga fyrir að hafa fengið að starfa með og kynnast frú Evu. Hún gerði mikið fyrir tónlistar- og menningarlíf á Króknum og gaf af sér til okkar sem með henni störf- uðum. Ég flyt hér einnig kveðju frá félögum hennar í samtökum tón- listarskólastjóra, STS, en með okk- ur starfaði hún vel og er okkur minnisstæður aðalfundur sem hald- inn var í Skagafirði og Eva bar hit- ann og þungann af ásamt þeim sem þá voru í stjórn. Að leiðarlokum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur til þeirra Óla Björns og Andra sona hennar og þeirra fjölskyldu. Blessuð veri hún okkur öllum minningin um frú Evu Snæbjarn- ardóttur. Lárus Sighvatsson. Sú fregn barst á dögunum að Eva Snæbjarnardóttir starfssystir mín væri látin. Kynni okkar hófust árið 1969, er atvikin höguðu því svo að undirritaður, þá óharðnaður unglingur, réð sig til Sauðárkróks til að starfa þar við kennslu á sum- arnámskeiði fyrir nýstofnaða lúðra- sveit. Það var ekki lítils virði fyrir ókunnugan að einhver gerði sér far um að bjóða hann velkominn og léti sér annt um hagi hans. Það gerði Eva. Hún útvegaði kennsluaðstöðu og gætti þess að ég hefði það sem til þurfti. Hún var líka hlý og skiln- ingsrík, og talaði við mig eins og jafningja, fylgdist af áhuga með starfinu þessi vor sem ég starfaði að tónlistarnámskeiðum á Sauðár- króki og var einstaklega jákvæð og hvetjandi í alla staði. Ég var ekki búinn að vera lengi í bænum þegar rann fyrir mér að heimili Evu og Kára var menning- arheimili, þau bæði áhrifavaldar í listalífi bæjarins, hún á tónlistar- sviðinu, hann í leiklistinni. Eva tók síðar við starfi skólastjóra Tónlist- arskóla Sauðárkróks og þar lágu leiðir okkar aftur saman í Sam- tökum tónlistarskólastjóra. Hún sinnti félagsstarfi okkar af áhuga og skildi hversu mikilvægt það væri fyrir okkur að starfa saman að framfaramálum á sviði tónlistar- menntunar. Í starfi samtakanna komu eðliskostir hennar fram, ein- lægur áhugi, jákvæðni og traust í garð okkar sem yngri voru. Eva Snæbjarnardóttir var af þeirri kynslóð sem lyfti tónlistar- fræðslu á Íslandi á hærra stig. Sú þróun hefur verið ævintýri líkust. Sú saga er enn óskráð, en mikið getum við verið þakklát þeim sem leiddu þessa menningarsókn. Fyrir hönd Samtaka tónlistar- skólastjóra er Evu Snæbjarnar- dóttur þakkað frábært starf og samfylgd. Fjölskyldu Evu vottum við dýpstu samúð. Sigursveinn Magnússon. Ég man mjög skýrt þegar ég mætti í fyrsta píanótímann minn hjá Evu. Ég var átta ára. Ég vildi læra þar sem eldri bróðir minn hafði byrjað árinu áður og ég ætl- aði ekki að vera minni maður en hann. Ég hafði byrjað heima að æfa einhverjar laglínur til að sýna henni að ég kynni nú eitthvað strax í fyrsta tíma. Ekki var það nú merkilegt sem ég bar fram fyrir hana í þessum fyrsta tíma en ég man hversu vel Eva tók á móti þessum strák sem kunni ekki neitt og það gerði hún af einstakri ljúf- mennsku og næmi á nemendur eins og henni var einni lagið. Mér leið vel eftir tímann. Þetta var upphafið að 11 ára námi mínu hjá henni á pí- anó. Allan þennan tíma var Eva stanslaust að miðla þekkingu sinni og reynslu og kynnti manni stöðugt nýjar víddir í heimi klassískrar tónlistar. Það var hún sem kynnti fyrir mér Bach, Mozart, Beetho- ven, Chopin, Mendelssohn, Schu- bert, Schumann og fleiri. Það var hún sem kom mér til að læra einnig á þverflautu og selló. Eva var óþrjótandi í því að hvetja mann áfram, ósérhlífin í allri sinni vinnu og tók nemendur heim til að kenna þeim ef því var að skipta. Hún skipulagði ótal tónleika, nemenda- tónleika sem almenna tónleika á vegum Tónlistarskólans á Sauðár- króki og ótal samspilsæfingar inn- an skólans. Allt var þetta gert af kostgæfni og yfirvegun sem ein- kenndi Evu alla tíð. Það var Eva sem gerði mig að betri manni og ríkari, því sá sem kynnist heimi klassískrar tónlistar mun alltaf vera ríkur – að því mun ég búa alla tíð – þökk sé þér Eva. Eftir árin 11 hjá Evu stefndi hugurinn annað og samband okkar rofnaði. Hins vegar hef ég, núna á „efri“ árum, byrjað aftur í píanó- námi, mér til skemmtunar og ekki síður til andlegrar næringar. Eva – nú glími ég við Chopin-valsana – eitthvað sem hægt er að æfa enda- laust. Næsti vals er fyrir þig og ég veit að þú munt hlusta. Fjölskyldu og vinum hennar votta ég mína dýpstu samúð. Jón Egill Bragason. Þegar ég minnist Evu píanó- kennara kemur upp í huga mér yndisleg kona sem vildi öllum vel. Fyrstu kynni mín af Evu ná allt aftur til áranna 1986-87 þegar ég var smápeyi að spila á trompet í tónlistarskólanum á Króknum. Lærði ég á það hljóðfæri þar til ég varð 17 ára gamall. Eva fylgdist áhugasöm með trompetnámi mínu og fylltist ég alltaf stolti þegar hún hrósaði mér fyrir framfarirnar. Árið 1994 fékk ég þá hugmynd að fara að læra líka á píanó og sem betur fer varð Eva píanókennarinn minn. Áhugi minn á píanóleik og píanótónlist varð skyndilega fram- ar öllu og átti Eva stóran þátt í því. Ég naut góðrar leiðsagnar hjá henni og náði miklum framförum á skömmum tíma, því má þakka að ástríða Evu í kennslu var velgengni nemenda. Eftir því sem ég varð eldri myndaðist með okkur góð vin- átta sem náði út fyrir veggi tónlist- arskólans. Ekki var að sjá á þessari vináttu okkar að rúm fimmtíu ár skildu okkur að í aldri. Þegar ég var á átjánda árinu glímdi ég við erfið andleg veikindi sem reyndu mikið á mig og mína. Í þeim veikindum leitaði ég mikið til Evu og alltaf var ég velkominn í hennar hús til þess að spjalla yfir kaffibolla. Eva þekkti mig orðið vel og ef hún sá að mér leið illa sagði hún mér að setjast við flygilinn í stofunni og spila þar til mér liði betur, það gekk alltaf eftir. Ég flutti frá Sauðárkróki rétt fyrir áramótin 1999 og hætti ég á sama tíma í tónlistarnáminu, en alltaf hélt ég þó sambandinu við Evu. Þegar ég heimsótti ættingja mína norður kíkti ég alltaf í heim- sókn til Evu og voru þær ynd- islegar stundirnar sem við áttum þar, hvort sem það var yfir spjalli með rjúkandi kaffibolla eða við flygilinn í stofunni. Þrátt fyrir að hafa hætt píanónáminu á sínum tíma hélt ég áfram að spila mér til ánægu og geri enn í dag. Það eru notalegar stundir þegar ég er einn með sjálfum mér við hljóðfærið mitt því ég upplifi svo sterkt að Eva sé hjá mér að hlusta og svo allt í einu að stoppa mig til þess að leiðrétta fingrasetninguna. Hvað Evu varðar hefur síðasti píanókonsertinn verið fluttur, hún sofnaði svefninum langa eftir erfið veikindi. Það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast þessari ynd- islegu konu og fengið kennslu í pí- anóleik jafnt sem lífinu sjálfu. Birgir Óli Sigmundsson. Við systur stunduðum nám hjá Evu í Tónlistarskólanum á Sauð- árkróki árin 1995 til 2000. Minnumst við þeirra stunda með mikilli ánægju og þökkum fyrir einstaka vináttu og góða kennslu. Nú kveður dagsbirtan dalinn og dökkva á himininn slær. Í friðsælum bakka við litla lind ljómandi draumsóley grær. Í dag, er geislarnir glóðu og gliti á bárurnar sló, þá breiddi hún út fallegu blöðin sín, blessaði lífið og hló. Nú glitra gulltár á hvarmi, er geislinn í kveldhúmi dvín. Svo lokar hún augunum, hægt og hljótt, og hverfur, vornótt, til þín. (Jónas Tryggvason) Sendum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Unnur og Signý Sigurðardætur. Í dag verður kvödd frá Sauð- árkrókskirkju góður vinur, kenn- ari, samstarfsmaður og fyrrverandi skólastjóri Tónlistarskólans á Sauðárkróki til margra ára, Eva Snæbjarnardóttir. Hún hóf kennslu við Tónlistar- skóla Skagafjarðar 1965 ásamt Ey- þóri Stefánssyni tónskáldi og voru þau fyrstu kennarar skólans og jafnframt frumkvöðlar í tónlistarlífi á Sauðárkróki. Hún tók við stjórn skólans 1975 og stýrði honum af mikilli reisn og dugnaði í 25 ár, eða þar til tónlistarskólarnir í Skaga- firði voru sameinaðir. Eva átti líka stóran þátt í því að koma skólanum í það húsnæði sem hann er nú í ásamt m.a. Marteini Friðrikssyni, sem var, eins og Eva, mikill áhugamaður um tónlistariðk- un og tónlistaruppeldi á Sauðár- króki. Eva stóð einnig lengi að baki tónlistarfélagsins á Sauðárkróki og stýrði því af miklum dugnaði. Það voru því ófáar stundirnar sem hún helgaði tónlistargyðjunni og varla sá tónlistarviðburður í Skagafirði sem Eva kom ekki að með einum eða öðrum hætti. Ég kynntist henni fyrst þegar ég sótti um starf sem tónlistarskenn- ari við skólann árið 1986, þá ungur og tiltölulega óreyndur kennari. Eva tók ákaflega vel á móti mér, fór með mig vítt og breitt og sýndi mér héraðið og kynnti mig íbúum þess. Hún studdi mig einnig dyggi- lega við eflingu blásarasveitarinn- ar, ekki síst þegar kom að hljóð- færakaupum. Hún var alltaf reiðubúin til að aðstoða á allan hátt og hefur hún eflaust hjálpað mörg- um tónlistarkennaranum að fóta sig í faginu. Hún tók þá gjarnan inn á heimili sitt ef þess þurfti, leiðbeindi þeim og aðstoðaði. Skól- inn var henni mikið hjartans mál og skilin á milli vinnudags og frí- dags lítil. Með þessum orðum þakka ég Evu góða viðkynningu og samfylgd í gegnum árin. Megi hún hvíla í friði. Aðstandendum hennar votta ég mína dýpstu samúð. Sveinn Sigurbjörnsson, skólastjóri Tónlistar- skóla Skagafjarðar. Ég hugsa hlýtt til þín, elsku Eva, svekkt yfir því hvað tíminn getur endalaust komið aftan að manni, ég vildi svo að ég hefði getað átt fleiri stundir með þér síðustu ár, því þegar ég hugsa til baka þá hafðir þú alltaf tíma fyrir mig. Allar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.