Morgunblaðið - 29.04.2010, Qupperneq 30
30 Velvakandi
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2010
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
GRETTIR, VEISTU HVAÐ
ÉG KEYPTI Í BYGGINGA-
VÖRUVERSLUNINNI?
BÓT FYRIR
GIFSVEGG!
NÚNA VANTAR
MIG BARA HOLU
HVAÐ MEÐ AÐ
BÆTA HOLUNA
Í HÖFÐINU
Á ÞÉR?
HANN FÉKK
HAUSVERK
ÞAÐ
HLJÓMAR
LÍKLEGA
SNOOPY ER ÖRUGGLEGA
BÚINN AÐ NÁ SÉR Í KVEF
ÉG HÉLT AÐ ÞETTA VÆRI
VEGNA ÞESS AÐ EYRUN
Á MÉR ERU OF ÞUNG
ÉG SAGÐI ÞÉR AÐ VIÐ ÆTTUM EKKI AÐ
HAFA RAUÐVÍN MEÐ FISKNUM Í AFMÆLINU
ÞÍNU... EN ÞÚ SAGÐIR, “ÞAÐ ER EKKI
EINS OG ÞAÐ SÉ BANNAÐ MEÐ LÖGUM“
HVERNIG GENGUR
HRAÐSTEFNUMÓTIÐ
HJÁ ELLA?
EKKI VEL. ÞAÐ
ER ERFITT AÐ
FINNA KONU SEM
ER JAFN HÆG
OG LETIDÝR
ÞAÐ ER BARA EIN
KONA EFTIR
VIÐ VONUM
ÞAÐ BESTA
SÆLL... ÉG...
HEITI... EYRÚN...
OG... ÉG... VINN...
FYRIR... BIFREIÐA...
EFTIRLITIÐ...
FRÁBÆRT!
FLOTT!
HVERNIG
VAR SVO AÐ
VINNA FYRIR
OBAMA
HERFERÐINA?
FRÁBÆRT!
ÞAÐ VAR GAMAN
AÐ VINNA FYRIR
EINHVERN SEM MAÐUR
HEFUR TRÚ Á
...EINHVERN SEM ER
STERKUR, VIRÐULEGUR
OG HEIÐARLEGUR
JÁ, HANN
ER GÓÐUR
FRAMBJÓÐANDI
EN ÞAÐ ER
LÍKA ÝMISLEGT
VIÐ JOHN
McCAIN SEM
MÉR LÍST VEL Á
LODDARINN HEFUR
EKKERT LÁTIÐ SJÁ SIG
ER MARÍA LOPEZ...
KONAN ÞÍN?
FYRRVERANDI KONAN ÞÍN!
ÞÚ SKALT EKKI GLEYMA ÞVÍ!
Á MEÐAN...ÞAÐ VERÐUR
ÖRUGGLEGA EKKERT
RÁN FRAMIÐ Í KVÖLD
Gleymum ekki
forvörnunum
ÞAÐ þarf að hafa
stöðugan áróður fyr-
ir notkun smokka og
brýna fyrir stúlkum
og piltum að nota
þá. Mér finnst
heilsugæslan og yf-
irvöld hafa sofnað á
verðinum.
Svala
Formanni
Allsherjarnefndar
Alþingis ber að
víkja
BURT með Stein-
unni Valdísi Óskarsdóttur úr Alls-
herjarnefnd Alþingis. Hún stoppar
framgang mála í þágu þegnanna.
Hvernig stendur á því að Steinunn
Valdís stoppar Lyklafrumvarpið
og frumvarpið um persónukjör?
Hverra hagsmuna er hún að
gæta? Ekki hagsmuni okkar sem
búa hér á landi. Er hún að borga
fyrir sig með því að gæta hags-
muna fjármálaaflanna hér á landi?
Persónukjör er hið eina rétta til
að raunhæfur möguleiki skapist
fyrir okkur kjósendur til að
hreinsa út óheiðarlega stjórn-
málamenn úr íslenskum stjórn-
málum. Formanni
Samfylkingarinnar
ber að víkja Stein-
unni Valdísi úr emb-
ætti formanns
nefndarinnar strax.
Axel B. Björnsson
Hættum að
versla í Bónus og
greiða áskrift að
Stöð 2.
VILJUM við virki-
lega styðja útrás-
arvíkingana með því
að greiða áskrift að
Stöð 2 og versla í
Bónus? Eiginkona
Jóns Ásgeirs reiddi
fram einn milljarð til að halda
völdum í 365 fjölmiðlaveldinu nú
um daginn. Hvaðan komu þeir
peningar frá konu, sem er með
tugi milljarða á bakinu í skuldum
sem hún mun líklega aldrei
greiða? Komum þessum fyr-
irtækjum á hliðina og eftir það
geta heiðarlegir viðskiptaaðilar
reist við reksturinn. Hættum
stuðningi við þetta lið.
Pétur Jóhann Sigvaldason
Ást er…
… að líta framhjá
ágreiningsefnum ykkar.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Vinnustofur kl. 9-
16.30, vatnsleikf. kl. 10.50 í Vesturbæj-
arl., prjónakaffi og myndlist kl. 13.
Árskógar 4 | Handavinna, smíði/
útskurður kl. 9, botsía kl. 9.30, leikfimi
kl. 11, helgistund kl. 10.30, myndlist kl.
13.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Myndlist, bókband
kl. 14.15, Máríuerlurnar, úr barnakór
Háteigskirkju, syngja.
Dalbraut 18-20 | Bókabíll kl. 11.15,
samverustund kl. 15.15, sr. Bjarni
Karlsson.
Dalbraut 27 | Handavinna kl. 8, upp-
lestur kl. 14. Listamaður mán.
Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl 11.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids
kl. 13. Félagsfundur 30. apríl í Stang-
arhyl 4 kl. 14 með frambjóðendum til
borgarstjórnarkosn. 29. maí. Þeir
skýra frá stefnumálum sínum er snerta
eldri borgara, fyrirspurnir, kaffiveit-
ingar.
Félag kennara á eftirlaunum | Bók-
menntaklúbbur kl. 14 í Kennarahúsinu.
Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl.
9.05/9.55, málm- og silfursmíði kl.
9.30, bókband kl. 13, bingó kl. 13.30
og myndlistarh. kl. 16.30.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Hand-
av. kl. 9, bossía/ganga kl. 10, handa-
vinna/brids kl. 13, jóga kl. 18.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Málun, síðasti tími, gönguhópur, vatns-
leikfimi, handav., karlaleikf., botsía,
fastir tímar
Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9,
leikfimi kl 10, botsía kl. 11, postulín kl.
13, félagsvist kl. 13.30.
Hraunsel | Samvera kl. 9, qi-gong kl.
10, leikfimi kl. 11.20, félagsvist kl.
13.30, vatnsleikfimi kl. 14.10,
Hvassaleiti 56-58 | Botsía kl. 10,
hannyrðir kl. 13, félagsvist kl. 13.30,
kaffisala í hléi.
Íþróttafélagið Glóð | Hringdansar í
Kópavogsskóla kl. 17, glod.is.
Korpúlfar Grafarvogi | Sundleikfimi í
Grafarvogssundl.kl. 9.30 á morgun.
Listasmiðja Korpúlfsstöðum opin alla
föstudaga kl. 13.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Sögu-
stund, spjall/æfingar kl. 10, hand-
verks-/bókastofa kl. 13, botsía kl.
13.30, veitingar, þjóðlagastund kl. 15.
Laugarneskirkja | Vorferð í Vatna-
skóg. Farið kl. 13.15 frá kirkju. Verð kr.
2.500 innif. fargjald og veitingar. Far-
arstj. Sigurbjörn Þorkelsson.
Laugarneskirkja | Kyrrðarstund kl. 12,
Sigurbjörn Þorkelsson, Gunnar Gunn-
arsson á orgel, súpa/brauð.
Norðurbrún 1 | Handavinna kl. 9 og
13, úrskurður allan daginn, leirlist-
arnámskeið fellur niður vegna veikinda.
Vesturgata 7 | Handav./glersk. (Tiff-
anýs) kl. 9.15, ganga kl. 11.30, kerta-
skreyt. kl. 13, kóræf. kl. 13, leikfimi kl.
14.30, kaffiv.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðjan,
bókband og postulín kl. 9, morg-
unstund kl. 9.30, botsía kl. 10, fram-
h.saga kl. 12.30, spil kl. 13, stóladans
kl. 13.15, vídeó kl. 13.50.
Jón Gissurarson hlustaði á þáttinn
Vítt og breitt fyrir stuttu þar sem
talað var við Aðalstein Davíðsson
málfarsráðunaut Ríkisútvarpsins:
„Fjallaði hann um sumardaginn
fyrsta og kallaði hann yngis-
meyjadaginn, en það hafði ég aldrei
heyrt hann nefndan. Aðalsteinn
sagði þetta gamalt heiti í málinu. Í
Íslenskri orðabók á bls. 1793 er
hann bæði nefndur yngismeyjadag-
ur og yngismannadagur.
Þegar ég heyrði þetta í útvarpinu
fæddist þessi vísa.
Vetur núna kaldur kveður,
kominn sumarbragurinn.
Okkur hérna öll því gleður
yngismeyjadagurinn.
Það hefur samt ekki verið sum-
arlegt enn sem komið er, því frost
hefur verið nánast allan sólarhring-
inn.“
Jón hafði þó haft væntingar um
annað, því áður hafði hann ort:
Úti lamar langvinn hríð
ljóða andann þyrsta.
Bráðum sé ég sælutíð
og sumardaginn fyrsta.
Vísnahorninu barst kveðja frá
Gunnari Thorsteinssyni:
Ýmsum orðið hugur hrýs
við hamfaranna tafli;
Ólafur Ragnar Grímsson gýs
af gríðarlegu afli.
Þegar millilandaflugi var vísað í
gegnum Akureyrarflugvöll orti
Gunnar:
Sá sem nú á flakkið fer
fyrstur heyri
Nafli heimsins orðinn er
Akureyri.
Vísnahorn pebl@mbl.is
Af sumri og yngismeyjadegi