Morgunblaðið - 31.05.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.05.2010, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 3 1. M A Í 2 0 1 0  Stofnað 1913  124. tölublað  98. árgangur  KAMMERHÓPUR OG SAGNFRÆÐINGUR Í SVIÐSLJÓSINU DAUÐAROKK Á SÓDÓMU REYKJAVÍK LISTRÆN SYSTKINI MEÐ NÆM AUGU FJÖR Í BÆNUM 34 MEISTARAR 10TÍÐARANDINN 31 Aldrei hafa fleiri skilað auðu í sveit- arstjórnarkosningum hér á landi. Hlutfall auðra seðla og ógildra af heildarfjölda greiddra atkvæða í þeim 58 sveitarfélögum þar sem gengið var til hlutbundinna kosn- inga var 6,4% og er nálægt því að þrefaldast frá því í síðustu kosning- um þegar það var 2,4%. Sama hlut- fall var 2% í kosningunum 2002 og 2,7% 1998. Alls skiluðu 9.486 kjósendur auðu, en ógildir seðlar voru 583 talsins. Hæst hlutfall auðra atkvæðaseðla var í Hafnarfirði, en þar skiluðu 1.578 manns, eða 13,6 prósent kjós- enda, auðum seðli í kjörkassann í gær. Alls voru 106 seðlar ógildir. Samanlagt skiluðu 14,5 prósent kjósenda inn auðum eða ógildum seðli. Kjörsókn í Hafnarfirði var af- ar dræm, eða aðeins 65 prósent. Á Álftanesi var einn af hverjum tíu kjörseðlum auður eða ógildur. Í Árborg var hlutfall auðra seðla tæp níu prósent af fjölda greiddra atkvæða, en heildarfjöldi auðra at- kvæða var 372 og ógildir seðlar voru 35. Í Hafnarfirði og í Árborg voru að- eins fjórir flokkar í kjöri en engin ný framboð líkt og í flestum stærri sveitarfélögum landsins. Kosið var hlutfallskosningu í 58 sveitarfélögum. Af þeim 22 sveitar- félögum sem hafa 2.000 íbúa eða fleiri hélt meirihlutinn í tólf sveitar- félögum. Í sex þeirra náði stærsta framboðið hreinum meirihluta. Aldrei hafa fleiri skilað auðu  Tæplega tíu þúsund kjósendur skiluðu auðum seðli í kjörkassann á laugardag  Flestir skiluðu auðu í sveitarfélögum þar sem engin ný framboð komu fram Auðir og ógildir 2006 2010 2,4% 6,2% Morgunblaðið/Ómar Kosningar Beðið eftir því að kjósa. „Það er ekki nokkur vafi að forysta flokksins þarf að hugsa sinn gang,“ segir Þorleifur Gunn- laugsson, fráfar- andi borgar- fulltrúi Vinstri grænna, að- spurður um stöðu Steingríms J. Sig- fússonar, formanns flokksins, eftir sveitarstjórnarkosningarnar. „Við þurfum að taka upp mál sem varða lýðræðisleg vinnubrögð og að þora að ræða um hlutina. Ég á með því við að við þurfum að búa til betri og meiri vettvang fyrir almenna fé- laga til að hafa áhrif á stefnu flokks- ins,“ segir Þorleifur sem telur for- ystu flokksins í litlum tengslum við alþýðu manna. Þar sé á ferð menntafólk í „glerhýsi“. » 4 Lýðræðisleg vinnubrögð skortir í VG Þorleifur Gunnlaugsson „Fyrir mánuði hafði sennilega enginn trú á því að við stæðum í þessum sporum í dag; að hafa unn- ið Meistaradeild- ina og sitja í efsta sæti þýsku 1. deildarinnar,“ sagði Alfreð Gíslason þjálfari Kiel við Morgun- blaðið í gær eftir að hann stýrði liði sínu til sigurs í Meistaradeild Evr- ópu í handbolta þegar það vann Barcelona, 36:34, í úrslitaleik í Köln. Hafnfirðingurinn Aron Pálmarsson var í sigurliði Kiel. „Það er stórkost- legt fyrir hann að vera hluti af þessu liði, ekki eldri en hann er,“ sagði Al- freð um Aron. » Íþróttir Íslenskir meistarar Alfreð og Aron urðu Evrópumeistarar Alfreð Gíslason Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það er í rauninni ekkert í stefnunni. Það var sam- eiginleg ákvörðun miðstjórnar Besta flokksins að við skyldum reyna þetta fyrst,“ sagði Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins, um ástæður þess að ekki skyldi fyrst leitað til Sjálfstæðisflokksins um mynd- un nýs meirihluta í höfuðborginni. Fulltrúar Besta flokksins og Samfylkingar höfðu þá komið saman á leynilegum fundi í gær en það var niðurstaða hans að ræða framhaldið í dag. Á eftir að fá yfirsýn yfir stefnumálin Inntur eftir málefnalista Besta flokksins segir Jón Gnarr „her manna“ hafa unnið að honum en hann hafi ekki yfirsýn yfir hann að svo stöddu. Hitt sé ljóst að áherslur verði bæði til vinstri og hægri. Jón kveðst sannfærður um að af myndun meiri- hluta með Besta flokknum innanborðs verði en framboðið fékk 6 menn og 34,7% atkvæða. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, sagði í gærkvöldi að viðræðurnar gengju vel. Ekki búið að ræða verkaskiptingu „Það er ekki búið að ræða verkaskiptingu þó við höfum farið yfir víðan völl. Ég hef ekki gert neina úrslitakröfu um að ég verði borgarstjóri. Besti flokkurinn hafði samband við okkur og óskaði eftir viðræðum um myndun meirihluta,“ sagði Dagur sem boðar gagngera endurskoðun á flokksstarfi Samfylkingarinnar. „Það þarf raunverulegar breytingar, ekki bara einhverja nýja útlitshönnuði.“ Hann rekur rætur óþols gagnvart flokknum til landsmálanna: „Það er vegna þeirra verkefna sem ríkisstjórnin er í og þeirrar útbreiddu tilfinningar að þau gangi of hægt og séu ekki nógu markviss.“ Saman hefðu flokk- arnir 9 sæti af 15. Morgunblaðið/Eggert Næsti borgarstjóri? Glatt var á hjalla á sigurfundi Besta flokksins í gærkvöldi. Jón Gnarr fékk þar afhenta teikningu eftir listamanninn Hugleik Dagsson. Undirbúa valdatöku  Oddviti Besta flokksins fullviss um að flokkurinn verði í meirihluta í Reykjavík  Flokkurinn vann sögulegan stórsigur  Dagur krefst ekki borgarstjórastólsins  Viðræður í Reykjavík og Kópavogi » 2  Flokkakerfið veikt en ekki dautt »6  Úrslit í 22 stærstu sveitarfélögum »12-13  Stærstu staðirnir krufðir » 4, 14 og 15 Úrslit sveitarstjórnarkosninga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.