Morgunblaðið - 31.05.2010, Side 6

Morgunblaðið - 31.05.2010, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MAÍ 2010 www.noatun.is Grillveislur www.noatun.is eða í næstu Nóatúns verslun Pantaðu veisluna þína á 999VERÐ FRÁ MEÐ MEÐL ÆTIÁ MANN Grillveislur Nóatúns: Grísahnakkasneiðar Lambalærissneiðar Kjúklingabringur Lambafile Ein með öllu Þín samsetning FRÉTTASKÝRING Egill Ólafsson egol@mbl.is Úrslit sveitarstjórnarkosninganna sýna að hið hefðbundna flokkakerfi (fjórflokkurinn) er veikt. Flokk- unum hefur ekki tekist að svara þeim kröfum sem eru í samfélaginu um endurnýjun og ný vinnubrögð í stjórnmálum. Úrslitin bæta ekki stöðu ríkisstjórnarinnar í þeim erf- iðu verkefnum sem hún er að fást við og stjórnarandstöðuflokkarnir eiga enn langt í land með að ná fyrri styrk. Í síðustu alþingiskosningum fengu Samfylkingin og VG samtals 51,5%. Þó erfitt sé að reikna út ná- kvæmt fylgi þessara tveggja flokka í sveitarstjórnarkosningunum er ljóst að vinstribylgjan sem reis á síðasta ári er horfin. Flokkarnir fá samtals 20% fylgi á Akureyri, 26% í Reykja- vík og 38% í Kópavogi. Spurningin er hvernig stjórnarflokkarnir munu bregðast við þessari slæmu útkomu og hvaða áhrif þetta hefur á stjórn- arsamstarfið. Hvernig mun t.d. óró- lega deildin í VG túlka þessi úrslit? Mun hún líta svo á að þetta sé sönn- un þess að ríkisstjórnin sé á rangri braut og hún þurfi að taka meira mið af sjónarmiðum þeirra stjórn- arþingmanna sem gagnrýnt hafa stjórnina eða munu flokkarnir þjappa sér saman? Birgir Guð- mundsson, dósent við Háskólann á Akureyri, telur líklegt að úrslitin muni styrkja þau öfl innan VG sem gagnrýnt hafa stefnu ríkisstjórn- arinnar. Þau muni líta svo á að þetta séu skilaboð um að flokkurinn þurfi að standa betur vörð um stefnumál sín. Hætta á klofningi Stefanía Óskarsdóttir stjórnmála- fræðingur, segir að ágreiningurinn innan VG sé það alvarlegur að það sé raunveruleg hætta á að flokk- urinn klofni. Í þessu pólitíska um- róti kunni hópurinn, sem er undir forystu Ögmundar Jónassonar, að líta svo á að það sé raunverulegur grundvöllur fyrir nýju framboði. Hún vill þó ekki spá því að þetta gerist, en segir að hættan á klofn- ingi VG sé fyrir hendi. Það er a.m.k. enginn vafi á að hættan á klofningi hefur áhrif á þau verkefni sem stjórnin er að vinna að. Stefanía segir að Jóhanna Sigurð- ardóttir sé óþolinmóður stjórn- málamaður. Nú sjái menn hversu fylgið geti verið hverfult og það sé spurning hversu mikinn tíma rík- isstjórnin hafi til að koma stefnu- málum sínum í framkvæmd. Eftir hrunið haustið 2008 kom fram hörð gangrýni á flokkana. Flokkarnir mættu henni að nokkru leyti með því að skipa nýja menn til verka. Þetta hefur samt ekki dugað til. Birgir segir að fjórflokknum hafi ekki tekist að mæta kröfum sem gerðar hafi verið úti í samfélaginu þannig að fólk sé sátt. Spyrja má hvort það sé nóg fyrir flokkana að velja nýja menn til forystu án þess að fram fari nein hugmyndafræðileg endurnýjun. Flokkarnir þurfi að setja fram skýra framtíðarsýn og útskýra á trúverðugan hátt hvernig þeir sjái fyrir sér að hægt sé að koma Íslandi út úr kreppunni. Frá því kreppan reið yfir hafa stjórn- málin einkennst af viðbragðapólitík og hefðbundnu pólitísku þrasi. Þessu eru kjósendur að mótmæla. Enginn vafi er á að kosn- ingaúrslitin eru mikið áfall fyrir fjórflokkinn, en það væri mikill barnaskapur að afskrifa hann. Það hefur áður verið sótt að þessum flokknum, en hann hefur alltaf náð vopnum sínum. Jafnvel þó að fram komi ný stjórnmálaöfl munu þau ekki getað komið sér undan því að skipuleggja starf sitt í gegnum stjórnmálaflokka. Ef ákveðið verður að boða til stjórnlagaþings, sem ger- ir grundvallarbreytingar á því hvernig kosið er til þings gæti það vissulega stuðlað að breytingum á starfi stjórnmálaflokkanna. Það er hins vegar óljóst hvort slíkt þing kemur saman eða hvað gæti komið út úr starfi þess. Erfiðar ákvarðanir bíða rík- isstjórnarinnar í ríkisfjármálum. Icesave, umsókn um aðild að ESB, breytingar á stjórnarráðinu og fjár- festingar í orkumálum eru allt mál sem valda deilum milli stjórn- arflokkanna. Haustið gæti orðið heitt. Morgunblaðið/Eggert Milli vonar og ótta Oddvitar flokkanna, Dagur B. Eggertsson, Einar Skúlason, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Helga Þórðardóttir, Ólafur F. Magnússon, Baldvin Jónsson og Jón Gnarr, bíða eftir fyrstu tölum í Ráðhúsinu í Reykjavík eftir að kjörstöðum hafði verið lokað. Eins og sjá má var Jón Gnarr strax byrjaður að brosa á meðan aðrir virtust óttast tölurnar. Flokkakerfið veikt en ekki dautt  Gömlu flokkunum hefur ekki tekist að svara þeim kröfum sem gerðar eru til þeirra í samfélaginu  Úrslit sveitarstjórnarkosninganna gætu stuðlað að meiri ófriði í samstarfi ríkisstjórnarflokkanna B D S V F Fylgi stóru flokkanna á landsvísu % 45 40 35 30 25 20 15 10 5 0 Aðrir flokkar Au ði r Ó gi ld ir Prósent af greiddumatkvæðum Kosningar 2006 9,89,2 40,4 32 22 17,1 9,7 6,7 4,6 0,4 13,6 28,5 2,1 5,8 0,30,4 Fylgi í alþingis- kosningum 11,7 14,8 36,6 23,7 26,8 29,8 14,3 21,7 7,3 2,2 3,3 7,8 B D S V F Aðrir 2007 % 2009 % Fengu rauða spjaldið » Vinstribylgjan sem reis í al- þingiskosningunum í fyrra er horfin. » Línuritið sýnir fylgi flokk- anna í þeim sveitarfélögum þar sem þeir buðu fram hreina flokkslista. » Í minni sveitarfélögum buðu Samfylking, VG og Framsókn víða fram lista í samvinnu við önnur framboð. Stuðningur við flokkana er því í reynd meiri. » Um 2/3 af fylgi „annarra flokka“ á línuritinu er fylgi Besta flokksins sem bauð fram í Reykjavík. Úrslit sveitarstjórnarkosninga Kosningaúrslitin sýna að Fram- sóknarflokkurinn er í mikilli til- vistarkreppu. Þó að flokkurinn hafi kosið sér nýja forystu og skipt úr stærstum hluta af þing- flokknum fær hann víða vonda kosningu. Hafa þarf í huga að Halldór Ásgrímsson taldi úrslitin fyrir fjórum árum svo slæm að hann ákvað að segja af sér for- mennsku í flokknum. Þessi úrslit eru á það heila litið verri fyrir flokkinn þó hann geti eins og aðrir bent á góð úrslit í einstökum sveit- arfélögum. Sjálfstæðisflokkurinn fékk í síð- ustu alþingiskosningum 23,7% at- kvæða sem voru verstu úrslit frá stofnun flokksins. Úrslitin um helgina eru miklu betri, en samt mun verri en í kosningunum 2006. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, benti á eftir að úrslitin lágu fyrir að hann hafi tekið við flokknum í sinni dýpstu kreppu og hann sé að vinna að því að reisa hann við. Það sé langtímaverkefni og úrslitin um helgina séu góður áfangi á þeirri leið. Þó Sjálfstæðisflokkurinn vinni víða góða sigra verður ekki fram hjá því litið að árangur flokksins í þremur af stærstu sveitarfélögum landsins, Reykjavík, Kópavogi og Akureyri, er slakur. Stefanía Óskarsdóttir segir að forystu Sjálfstæðisflokksins bíði erfitt verkefni. Hún þurfi ekki að- eins að endurheimta traust kjós- enda eftir hrunið. Hún þurfi líka að varðveita einingu innan flokks- ins. Sjálfstæðisflokkurinn hafi allt- af verið bandalag nokkuð ólíkra afla og almennt megi segja að for- ystumönnum hans hafi í gegnum tíðina tekist vel að varðveita ein- ingu innan hans. Það sé hins vegar ekkert sjálfsagt mál að frjálslyndir hægrimenn sem vilja nánara sam- starf við ESB og þjóðernissinnaðir hægrimenn starfi áfram í sama flokknum. Hún segir að í Sjálf- stæðisflokknum og raunar í öllum flokkum sé fólk sem upplifi sig sem heimilislaust og á hliðarlín- unni. egol@mbl.is Stjórnarandstaðan hefur ekki enn náð fyrri styrk  Betri úrslit fyrir Sjálfstæðisflokk en í þingkosningum 2009 Morgunblaðið/Kristinn Formenn Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.