Morgunblaðið - 31.05.2010, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 31.05.2010, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MAÍ 2010 Úrslit sveitarstjórnarkosninganna um helgina liggja fyrir og er óhætt að segja að niðurstöðurnar í nokkrum sveitarfélögum hafi komið mjög á óvart. Viðbrögð formanna og talsmanna fjögurra stærstu flokka landsins, fjórflokksins svokallaða, eru blendin.Víða um land hafa flokkarnir haldið sínu og jafnvel styrkt sig. Formennirnir fara ekki leynt með þá skoðun sína að úrslitin í mörg- um af stærstu sveitarfélögum landsins, þá sérstaklega í Reykjavík og á Akureyri, eru þeim mikil vonbrigði. Ljóst sé að kjósendur séu að senda hinum hefðbundnu flokkum sterk skilaboð. Þeir krefjist breyt- inga. jonpetur@mbl.is Viðbrögð formanna blendin „Þetta gekk ekki nógu vel á höfuðborgarsvæð- inu,“ segir Sigurjón Þórðarson, formaður Frjálslynda flokksins, spurður út í niðurstöður kosninganna. Hann er þeirrar skoðunar að íbú- ar á höfuðborgarsvæðinu séu ekki reiðubúnir til að ræða um alvöru stjórnmál. Margir séu enn í sárum í kjölfar efnahags- hrunsins. Kjósendur í Reykjavík hafi einfald- lega lýst frati á stjórnmálin með því að kjósa Besta flokkinn. Nú hafi menn ekki hugmynd um hvað muni gerast í borginni. Þá segir Sigurjón að um- ræðan um málefni flokkanna hafi orðið undir. „Við frjálslyndir höfum ekki fengið áheyrn með okkar lausnir, sem ég er alveg sann- færður um að komi þjóðinni til góða,“ segir Sigurjón. „Við höfum ekki náð í gegn og átt undir högg að sækja að komast í fjölmiðla.“ Spurður hvort Frjálslyndi flokkurinn eigi enn erindi til kjósenda segir Sigurjón: „Já, ég er á því. Málefni flokksins eru alveg eitthvað sem við verðum að taka til umræðu, því þau hafa verið sett til hliðar,“ segir hann. Alls fékk Frjálslyndi flokkurinn tvo menn kjörna í sveitarstjórnir. Sigurjón í Skagafirði og Kristján Andai Guðjónsson á Ísafirði undir merki Í-listans, sem er sameiginlegt framboð frjálslyndra með Vinstri grænum og Samfylk- ingu. Umræða um málefni varð undir  Frjálslyndir fengu ekki áheyrn  Kjósendur lýstu frati á stjórnmálin Sigurjón Þórðarson Úrslit sveitarstjórnarkosninga „Mér finnast þessar kosningar vera mjög mik- ilvægur áfangi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á leið til þess að endurheimta fyrra traust kjós- enda,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, að- spurður um stöðu flokksins í kjölfar sveitarstjórnar- kosninganna. Sjálfstæðisflokkurinn sé augljóslega að styrkja sig miðað við þingkosningarnar á síðasta ári. „Varðandi mína stöðu og stöðu Sjálfstæðisflokksins, þá hef ég ávallt litið á þetta sem langtímaverkefni. Og þess vegna er ég ánægður með það hvar við erum stödd núna, ári eftir þingkosningarnar. Ég tel að við séum á réttri leið. Mér finnst líka að dæmin um góða sigra Sjálfstæðisflokksins, víða um landið, segi okk- ur einfaldlega þá sögu, að ef menn standa sig, rísa undir væntingum kjósenda og skila sínu verki, þá njóta þeir áfram trausts,“ segir Bjarni. Hann tekur fram að sjálfstæðismenn séu alls ekki komnir á leiðarenda. „Við erum í miðju verki.“ Nýir meirihlutar litu dagsins ljós Bjarni segir flokkinn hafa unnið fjölmarga kosningasigra. Víða um land séu niðurstöður kosninganna ánægjulegar. Flokkurinn hafi unnið nýja meirihluta, t.d. í Árborg, Mos- fellsbæ og á Álftanesi. Sjálfstæðismenn hafi jafnframt styrkt stöðu sína víða, t.d. í Garða- bæ, á Seltjarnarnesi og í Fjarðabyggð. Hins vegar verði menn að skoða hvaða skýr- ingar liggi að baki úrslitunum á hverjum stað fyrir sig. „Að sjálfsögðu er niðurstaðan í Reykjavík, í sögulegu samhengi, ekki viðunandi fyrir okkur í Sjálfstæðisflokknum. En miðað við aðstæður og miðað við það að við erum að vinna okkur út úr hruni þar sem allir flokkar hafa sammælst um að skella skuldinni á Sjálfstæðisflokkinn finnst mér að Sjálfstæðisflokkurinn hafi unnið mjög á í kosningabaráttunni sjálfri, með mál- efnalegri baráttu,“ segir Bjarni. Margt sé þó eftir óunnið. „Auðvitað tek ég eftir því að það eru margir auðir seðlar og kjörsókn er ekki nema rétt sæmileg, og ýmis merki sem við tökum auðvitað til okkar. En þetta er áfangi á ferðalagi sem við erum í í Sjálfstæðisflokknum.“ R-listinn rústir einar Hann bendir á að fyrir nokkrum árum hafi valið í borginni staðið á milli R-listans og Sjálf- stæðisflokksins. „R-listinn er auðvitað bara í rúst eftir þessar kosningar, eða þeir flokkar sem að honum stóðu.“ Ljóst sé að gríðarlega mikil breyting hafi orðið í borgarpólitíkinni á tiltölulega fáum ár- um. „Þó að Sjálfstæðisflokkurinn nái ekki sínu fyrra fylgi þá stendur hann þó með fleiri full- trúa en þessir flokkar samanlagt, sem á sínum tíma stóðu að R-listanum og stýrðu borginni í mörg ár,“ segir Bjarni. Það liggi í augum uppi að ekki sé hægt að tala um neina vinstri sveiflu í sveitarstjórnarkosningunum. Mjög mik- ilvægur áfangi Bjarni Benediktsson.  Sjálfstæðisflokkurinn á réttri leið  Staða flokksins í Reykjavík ekki viðunandi Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að Samfylkingin hafi fengið vonda útkomu í sveitarstjórnarkosningunum. Úrslitin hafi ver- ið veruleg vonbrigði. „Þetta var bylmingshögg sem við fengum og fram hjá því er ekkert hægt að horfa.“ Aðspurður segir hann að ekki sé hægt að tengja úrslitin við einhvern einn einstakling. „Miklu frekar að menn skoði stöðu flokksins almennt og okkar allra sem erum í framlínu flokksins.“ Össur segir að niðurstaðan hafi þó ekki komið sér á óvart. „Hún er jafndjúp vonbrigði fyrir því. Ég held að þetta sé pólitískur land- skjálfti sem er að ganga yfir landið,“ segir Öss- ur. Ekki sé þó hægt að túlka niðurstöðuna sem skýr skilaboð, líkt og allir stjórnmálaleiðtogar hafi viljað halda fram. Friðsöm bylting „Ég lít miklu fremur á þetta sem höfnun mjög verulegs hluta almennings á flokkakerf- inu.“ Þetta hafi verið friðsöm byltingin í gegn- um kjörklefann, sem sé í reynd ekkert annað en framhald af febrúarbyltingunni. „Þetta stafar einkum af tvennu. Í fyrsta lagi brást flokkakerfið því að greina þann veru- leika sem hér varð til fyrir hrunið 2008. Og þar af leiðandi einnig að bregðast við þeim veru- leika með réttum hætti á árunum á undan. Í öðru lagi þá er ljóst að í þessum úrslitum felst líka djúp óánægja þeirra með það hvernig, a.m.k. okkur sem erum í ríkisstjórn, okkur hefur tekist að greiða úr þeim fádæma vanda sem þar kom upp,“ segir Össur. Samhliða þessu séu landsmenn að lýsa djúpri óánægju sinni með það að flokkarnir hafi ekki horfst í augu við sinn eigin hlut af þeirri stöðu sem ríki. Össur segir ljóst að Samfylkingin hafi átt þátt í þeirri röngu þróun sem hafi orðið hér á landi, þ.e. hugarfarslega og starfslega. „Ég tel t.d. að Samfylkingin hafi ekki horfst í augu við þá stað- reynt að hún stillti sér upp í þeim mögnuðu átökum sem hér voru allar götur frá 2003 og frameftir þessum áratug.“ Þetta endurspeglist í nið- urstöðum kosninganna. Össur segir að krafan um að fjórflokkurinn verði lagður niður sé ósanngjörn. Það séu ekki leikreglur lýðræðisins. „Hinir óánægðu, sem eru greinilega gríðarlega fjölmennir, þeir eiga tvo kosti. Annað hvort að leita inn í flokkana og breyta þeim innanfrá. Eða, sem er ekki síðri kostur, að stilla sig saman og bjóða upp á valkosti í stjórnmálunum.“ Spurður hvort boða eigi til þingkosninga vegna þeirrar stöðu sem sé uppi segir Össur: „Ég tel ekki að þessi úrslit feli í sér kröfu um þingkosningar. Alls ekki. Hins vegar getur í kjölfar þessara úrslita vel komið upp staða inn- an flokka sem er þannig að það leiði til þing- kosninga. En það eru engin merki til þess, sem ég sé núna.“ Össur segir að flokkarnir hafi með vissum hætti misst samband við veruleikann. „Það speglast í því að þegar allir flokkarnir horfast í augu við verulega kosningaósigra, þá virðist obbi stjórnmálaleiðtoganna leyfa sér það að túlka það sem einhverja sérstaka sigra. Það er firring og til marks um algjört sambandsleysi við veruleikann eins og hann er í dag.“ Ekki náðist í Jóhönnu Sigurðardóttur, for- mann Samfylkingarinnar, í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. „Pólitískur landskjálfti“  Úrslitin veruleg vonbrigði fyrir Samfylkinguna  Flokkarnir hafa misst samband við veruleikann Össur Skarphéðinsson „Það eru nokkur svekkelsi en miklu fleiri sigr- ar,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, um niður- stöður kosninganna. Hann segir flokkinn hafa náð mjög góðum árangri víða um land. „Það eru til dæmis margir staðir þar sem hann er að ná mesta fylgi í áratugi.“ Ljóst sé að flokknum hafi vegnað illa þar sem óánægjuframboð hafi boðið fram. Um sé að ræða sveit- arfélög þar sem Framsóknarflokkurinn hafi verið veikur fyrir, líkt og í Reykjavík. Þar fékk hann engan borgarfull- trúa. Spurður út í stöðu flokksins í borginni segir hann: „Það var erfitt að fá stóran hluta fram- sóknarmanna til þess að kjósa flokkinn núna eftir þann klofning sem varð í prófkjörinu.“ Margir traustir framsóknarmenn hafi ákveðið að sitja heima að þessu sinni. Hann bendir á að vandamál flokksins í Reykjavík, nú sem áður, felist í innbyrðis átök- um manna. „Núna ætti að gefast tækifæri til þess að byrja upp á nýtt frá grunni. Við höfum þegar séð mjög mikinn árangur af endurnýjun og uppbyggingarstarfi vítt og breitt um land- ið.“ Það sýni góður árangur víða. „Á höfuðborgarsvæðinu, sérstaklega í Reykjavík, þurfa menn að starfa meira eins og á landsbyggðinni. Ég held að það myndi leiða á endanum til meira fylgis heldur en hitt. Vegna þess að áherslur flokksins eiga þrátt fyrir allt mikinn hljómgrunn í þéttbýlinu, ef hann er sjálfum sér samkvæmur og þorir að standa á sínu. Það hefur svolítið vantað upp á það.“ Hvað varðar skilaboð kjósenda til stjórn- málaflokkanna segir Sigmundur: „Ég held að það sé óhætt að segja að þetta sé refsing til þessara hefðbundnu stjórnmálaflokka.“ Í kjöl- far efnahagshrunsins hafi verið gerð nokkurs konar bylting og menn hafi séð fyrir sér ann- ars konar vinnubrögð. „En einu og hálfu ári seinna hefur eiginlega ekkert breyst til hins betra. Og jafnvel eru bara ýmsir hlutir verri en þeir voru. Það er eðlilegt að það skapi gríðar- leg vonbrigði.“ Þá sé það óheppileg þróun að setja alla stjórnmálamenn undir sama hatt. „Til að lýð- ræðið virki sem skyldi þurfa menn að aðgreina flokka og gera upp á milli manna. Og verð- launa þá sem eru að standa sig og refsa hin- um.“ „Svekkelsi og sigrar“  Margir flokksmenn sátu heima í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir úrslit sveitarstjórnarkosning- anna vera mjög kaflaskipt. Það eigi við VG jafnt sem aðra flokka. „Við verðum fyrir miklum áhrifum af þessum stóratburðum í pólitíkinni hér í Reykjavík og á Akureyri. Það er líka á einu stöðunum þar sem við töpum mönnum, og talsverðu fylgi. Sérstaklega í Reykjavík. Við horfumst bara í augu við það.“ Steingrímur segir stöðu VG annarsstaðar á landinu vera góða. „Þá höldum við öllum sveitarstjórnarfulltrúum sem við höfum áður haft og bætum allmörgum við.“ Það sé mjög ánægjulegt. „En að sjálfsögðu eru það vonbrigði að okkur skuli ganga svona illa að halda utan um okkar fylgi hér í Reykjavík, og að nokkru leyti á Akureyri þó við höldum nú betur sjó þar.“ Hann bætir við það séu sterk skilaboð fólgin í úrslitum kosninganna á höfuðborg- arsvæðinu og á Akureyri. „Ég held að það séu skilaboð um óánægju, vonbrigði, þreytu og skort á tiltrú gagnvart stjórn- málunum. Það beinist í raun og veru að öllum flokkum. Allir hefðbundnu stjórnmálaflokkarnir verða að horfast í augu við það að það er verið að senda þeim skilaboð.“ Í þessu felist jafnframt krafa um öðruvísi vinnu- brögð og aukið samstarf. „Menn nálgist hlutina öðruvísi en hin hefð- bundnu valdastjórnmál hafa verið ávísun á.“ Hvað varðar niðurstöður kosninganna og þá óánægju sem verið hefur í garð rík- isstjórnarinnar segir Steingrímur skiljanlegt að ráðandi öfl séu gagnrýnd. „En nú vill svo til að stjórnarandstaðan er ekkert síður að fá þessi skilaboð en við. Framsóknarflokkurinn nær þurrkast út hér á höfuðborgarsvæðinu. Sjálfstæðisflokkurinn verður auðvitað fyrir gríðarlegu áfalli hér í Reykjavík, að maður tali nú ekki um á Akureyri.“ Spurður út í ummæli Jóhönnu Sigurð- ardóttir, að niðurstaða kosninganna væri mögulega upphafið að endalokum fjórflokks- ins, segir Steingrímur ekki hafa trú á því að hefðbundnir stjórnmálaflokkar muni brátt heyra sögunni til. Hann velti fremur fyrir sér stöðu málefnabundinna stjórnmála. Hann spyr hvað felist í því þegar flokkur eins og Besti flokkurinn nái jafn miklum árangri og raun beri vitni. Í raun án þess að skilgreina sig með hefðbundnum hætti. „Það er auðvitað hlutur sem maður veltir mikið fyrir sér.“ Aðspurður segir Steingrímur að úrslit kosninganna séu ekki skilaboð um að efna eigi til nýrra þingkosninga. „Það eru engin ein slík skýr skilaboð sem berast einum flokki fremur en öðrum. Ég bara einfaldlega sé það ekki.“ Allir flokkar eigi að nokkru leyti um sárt að binda um leið og þeir geta bent á góð úrslit. Skilaboð kosninganna eru sterk  Slæmt gengi í Reykjavík vonbrigði  Óánægja beinist að öllum flokkum Steingrímur J. Sigfússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.