Morgunblaðið - 31.05.2010, Side 19

Morgunblaðið - 31.05.2010, Side 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MAÍ 2010 Spáð í spilin Sóley Tómasdóttir og Hanna Birna Kristjánsdóttir voru í Silfri Egils í gær en Jón Gnarr og Besti flokkurinn hafa ekki talað við þær heldur snúið sér að Samfylkingunni. Eggert Sagnaarfur okkar Íslendinga er ríkuleg- ur. Hann geymir sög- ur sem þjóðin byggir sjálfsmynd sína á. Við tölum um Íslend- ingasögurnar eins og þær séu staðreyndir. Þannig göngum við til að mynda að því vísu að Helga Jarlsdóttir hafi synt með syni sína tvo í land úr Geirshólma í Hvalfirði til að bjarga lífi þeirra. Saga þeirra, hvort sem hún er sönn eður ei, er hluti af arfleifð okkar. Orðin arfleifð, arfur og að erfa eru náskyld. Skýringin að arfur sé eitthvað sem hægt er að erfa gefur til kynna að arfur sé eitthvað sem beðið er eftir að eignast. Arfur er venjulega gróði einhvers. Hann getur þó orðið til að einhver tapi. Þegar ein- staklingur eignast eitthvað, þarf hann að gera ráðstafanir vegna þess, sem geta kostað fé, tíma og fyrirhöfn. Arfur er til í tvennum skilningi, annars vegar í fjöl- skyldum og hins vegar tilheyrir hann þjóðinni eða mannkyni öllu. Margar erfiðar spurningar koma upp þegar unnið er með menningar- arf. Arfleifð inniheldur oft þjóðrembu, er úti- lokandi, fjallar um kynin og kynjaskipt- ingu, fjallar frekar um fáa útvalda en heildina og horfir til fortíðar en ekki framtíðar og til eru tilfelli þar sem hin- ir ríku nota arfleifð til að hygla sér á kostnað hinna fátækari. Hvað er arfur? Allt sem erfst hefur úr fortíðinni getur flokkast sem arf- ur. Þessi skilgreining er þó of víð til að hægt sé að notast við hana, þar sem allt fellur undir hana, meira að segja hlutir sem eru eins dags gamlir. Mennta-, vísinda- og menning- arstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) skilgreindi menningar- legan- og náttúrulegan arf á ráð- stefnunni Convention concerning the protection of the world cultural and natural heritage, sem haldin var í París árið 1972. Á þeim tíma var ekki farið að skilgreina óáþreif- anlegan arf sem í dag er kallaður á íslensku „menningarerfðir“. Sá arf- ur getur þó legið meðal annars í lif- andi listum, verkþekkingu og sið- um. Samkvæmt íslenskum þjóðminja- lögum (nr. 107/2001, 9. gr.) teljast til fornleifa minjar, sem eru eldri en 100 ára, þó að heimilt sé að friðlýsa yngri minjar. Í lögunum eru taldar upp þær minjar sem teljast til forn- leifa. Í grófum dráttum eru það byggðaleifar, vinnustaðir þar sem aflað var fanga, tún, leifar eftir veiðar, vegir og hafnir, varn- armannvirki, þingstaðir og staðir sem tengjast siðum, verksummerki af manna völdum í hellum og á jörðinni, greftrunarstaðir úr heiðn- um eða kristnum sið og að lokum skipsflök, heil eða í hlutum. Má því segja að allt það sem viðkemur at- vinnusögu, búsetu, trúarbrögðum og þjóðtrú á Íslandi teljist til minja, ef það er eldra en hundrað ára sam- kvæmt íslenskum lögum (Þjóð- minjalög, nr. 107/2001, 9. gr). Sög- urnar sjálfar, þjóðtrúin, glíman, rímurnar og siðurinn eru ekki talin til fornminja, en staðir og kennileiti sem þeim tengjast teljast til minja. Hvers vegna að skilgreina arfleifð? Arfleifð svæða er mikilvæg af mörgum ástæðum. Skilgreining hennar eykur meðvitund um hana og það hvernig hún getur lagt sitt af mörkum til að gera lífið fyllra og merkingarbærara. Skilgreining arf- leifðarinnar getur aukið áhuga með- al fólks á að taka þátt í að viðhalda henni með vitneskju, mati og við- haldi. Þá getur stjórnun, mat og rannsóknir á arfleifðinni verið at- vinnuskapandi. Auk þess er arfleifð alls staðar að finna. Í fréttum, bíó- myndum, uppi á háalofti, á veggjum okkar sem og úti á mörkuðum. Við getum varla hreyft okkur án þess að rekast á eitthvað sem við getum tengt arfi og arfleifð okkar. Þó að arfur og minjar sé að miklu leyti hlutir og staðir, verður að muna að arfleifð inniheldur svo miklu meira en það sem hægt er að sýna á söfnum. Hægt ert að skrá- setja og sýna aðra hluta menningar okkar en þá sem eru hlutgerðir. Túlkun arfs Túlkun á sér stað í hvert sinn sem minnst er á arf. Allar litlu stað- reyndirnar sem koma fram um arf- inn eru val einhvers og túlkun. Þannig er ekkert efni hlutlaust sem sett er fram um ákveðinn hlut. Yf- irleitt er möguleiki á fleiri en einni nálgun, en sökum tíma og upplýs- ingaskorts hættir þeim er skoða arfinn til að reiða sig á túlkun ann- arra. Túlkun á minjum er yfirleitt unnin af fagfólki, sem hefur ákveð- inn bakgrunn. Fagfólkið vinnur túlkunina þannig að hún hafi ein- hverja þýðingu fyrir meginþorra þeirra sem heimsækja safnið (eða lesa um arfinn í hvaða samhengi sem hann er settur). Notkun á arfleifð er í flestum til- fellum jákvæð. Það hlýtur að vera jákvætt að öðlast eitthvað sem ann- ar átti, sagði eða gerði og hefur ekki not fyrir lengur. Hins vegar þarf að umgangast arfinn af kost- gæfni og nýta hann af virðingu. Sund Helgu Jarlsdóttur og sona hennar getur orðið til þess að ein- hver hafi gróða af í nútímanum. Þessi gróði getur verið vegna at- vinnu sem hægt er að skapa út frá menningararfinum. Sá sem fjallar um söguna hefur áhuga á fortíðinni. Sá sem hins vegar hefur áhuga á arfi skoðar hvernig hægt er að nota fortíðina og túlka hana svo að nútíð- in og framtíðin geti fengið gróða af. Eftir Önnu Leif Elídóttur »Menningararfur er allt sem viðkemur atvinnusögu, búsetu, trúarbrögðum og þjóðtrú á Íslandi. Hann er hægt að nota til at- vinnuuppbyggingar. Anna Leif Elídóttir Höfundur er listgreinakennari og með mastersgráðu í menningar- stjórnun. Menningararfur, eitthvað til að græða á?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.