Morgunblaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1. J Ú N Í 2 0 1 0
Stofnað 1913 125. tölublað 98. árgangur
RAUÐHÆRÐA
FÓLKIÐ FÆRIR
ÚT KVÍARNAR
BROTIÐ BLAÐ Í
HANDBOLTA
KVENNA
KONUR ERU
KJARKMEIRI
EN KARLAR
Í ÚRSLITAKEPPNI EM CROSS-FIT 10AF RAUÐHÆRÐUM 35
16%
er það hlutfall erlendra eigna sem
lífeyrissjóðir munu nú selja
19%
er skuldaaukning ríkisins í erlendri
mynt vegna kaupa á bréfunum
‹ ÍBÚÐABRÉF ›
»
Þórður Gunnarsson
thg@mbl.is
Erlendar eignir lífeyrissjóðanna
munu minnka um tæp 16% eftir að
gengið var frá samkomulagi við
Seðlabanka Íslands (SÍ) um kaup á
íbúðabréfum að nafnvirði 90 millj-
arða króna í gær. Um er að ræða
hluta þeirra bréfa sem SÍ keypti af
Seðlabanka Lúxemborgar fyrir
skömmu, en hluti þeirra féll SÍ í
skaut í kjölfar bankahrunsins í októ-
ber 2008.
Til að fjármagna kaupin hyggjast
lífeyrissjóðir selja hluta erlendra
eigna sinna, sem nema tæplega 3,5
milljörðum evra í heild miðað við op-
inbert gengi SÍ. Alls greiða lífeyr-
issjóðirnir 549 milljónir evra fyrir
eignirnar. Íbúðalánasjóður gefur út
íbúðabréf, en þau eru verðtryggð
með ríkisábyrgð.
Heildarútgáfa íbúðabréfa var 703
milljarðar króna í lok síðasta árs, og
því eru sjóðirnir nú að kaupa rífleg-
an hluta útistandandi íbúðabréfa
með viðskiptum gærdagsins.
Brúttóforðinn stækkar
Af 549 milljónun evra sem lífeyr-
issjóðirnir hyggjast greiða SÍ fyrir
bréfin munu 35 milljónir strax renna
til Seðlabanka Lúxemborgar vegna
samningsins sem innsiglaður var um
miðjan maí. 514 milljónir evra munu
síðan bætast við gjaldeyrisvaraforða
bankans. Brúttógjaldeyrisvaraforði
bankans mun því aukast sem því
nemur. Nettógjaldeyrisstaða bank-
ans er engu að síður enn neikvæð,
vegna þess að stærstur hluti forðans
er fenginn að láni.
Heildarskuldir íslenska ríkisins í
erlendri mynt aukast að sama skapi
um 64 milljarða króna, en í lok apríl
námu þær um 340 milljörðum króna.
Aukningin er 19%. »14
Lífeyrissjóðir selja erlendar eignir
Borga Seðlabanka Íslands 549 milljónir evra fyrir stafla af ríkistryggðum, verð-
tryggðum skuldabréfum Ekki um nýfjárfestingu að ræða samkvæmt reglum SÍ
Morgunblaðið/Kristinn
Lífeyrissjóðir Kaupa íbúðabréf.
Andri Karl og Helgi Bjarnason
Viðræður eru hafnar um meirihlutasamstarf í sveitar-
félögum víða um land, bæði formlegar og sums staðar
óformlegar. Í borginni hófust viðræður Besta flokksins
og Samfylkingar í gær og verður fram haldið í dag. Jón
Gnarr, oddviti Besta flokksins, segir að um hálfgerðan
stefnumótaleik að erlendri fyrirmynd sé að ræða. Það sé
betra en að „rjúka beint í rúmið eins og tíðkast hefur“.
Á fyrsta fundinum komust fulltrúar flokkanna að sam-
komulagi um fundaskrá fyrir vikuna. Dagur B. Eggerts-
son, oddviti Samfylkingar, segir að farið hafi verið yfir
sviðið og hugmyndir flokkanna séu ekki svo ólíkar. Gangi
viðræður að óskum verður Jón Gnarr næsti borgarstjóri
Reykvíkinga, en það er óhagganleg krafa Besta flokks-
ins.
Oddvitar Samfylkingarinnar og VG í bæjarstjórn
Hafnarfjarðar ákváðu í gærkvöldi að hefja formlegar
meirihlutaviðræður. Viðræður fjögurra flokka um mynd-
un nýs meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs hafa staðið frá
því á sunnudag. Oddviti Samfylkingarinnar telur að vinn-
an fari langt í dag, jafnvel að meirihlutinn fæðist. Rætt
verður um verkaskiptingu á fundum oddvitanna í dag.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í
bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar gerðu í gærkvöldi skriflegt
samkomulag um að endurnýja meirihlutasamstarf flokk-
anna. Oddviti Sjálfstæðisflokksins hefur verið bæjar-
stjóri en framsóknarmenn gerðu kröfu um að staðan yrði
auglýst og varð það niðurstaðan að sögn Eiríks Finns
Greipssonar, oddvita Sjálfstæðisflokksins.
Endurtalning á Dalvík breytti ekki úrslitum
Atkvæðin í kosningunum í Dalvíkurbyggð voru talin að
nýju, að kröfu umboðsmanns Framsóknarflokksins, en
flokkinn vantaði aðeins eitt atkvæði til að fá sinn annan
mann kjörinn á kostnað fjórða manns J-listans. End-
urtalningin breytti ekki niðurstöðunni og því hefur J-
listinn hreinan meirihluta.
Stefnumót í borginni
Morgunblaðið/Ómar
Viðræður Oddvitinn Jón Gnarr fær sér kaffi á fundi með samstarfsfólki sínu í Besta flokknum í gærkvöldi.
Viðræður um meirihluta víða hafnar Meirihluti gæti
fæðst í Kópavogi í dag Auglýst eftir bæjarstjóra á Ísafirði
MUmfjöllun í kjölfar kosninganna 2, 4, 6, 8, 12, 16
Óskar Bergsson,
fv. oddviti Fram-
sóknar í Reykja-
vík, telur að Ein-
ar Skúlason hafi
staðið óeðlilega
að framboði sínu
til oddvita flokks-
ins í borginni.
Einar hafi í kjöl-
farið lagt út í
kosningabaráttu
með takmarkað bakland, enda hafi
margir framsóknarmenn ekki getað
hugsað sér að styðja hann. Guðni
Ágústsson telur klíku á bandi Einars
hafa „slátrað“ besta manni flokksins
í borginni, Óskari Bergssyni, með
aðferðum sem vart teljist löglegar.
Guðni skýtur föstum skotum að Jóni
Gnarr og leiðir líkur að því að fram-
boð Besta flokksins sé uppsetning á
gamanleik. baldura@mbl.is »4
Telur bellibrögð hafa
komið oddvitanum í
koll í kosningunum
Óskar
Bergsson
Alls var 1.745 kjörseðlum breytt í
Kópavogi í kosningunum á laug-
ardag, með útstrikun eða endur-
röðun. Þar af var 1.483 atkvæðum
breytt á lista Sjálfstæðisflokksins,
sem er um 36% af þeim atkvæðum
sem flokkurinn fékk. Að sögn Jóns
Atla Kristjánssonar, formanns kjör-
stjórnar í Kópavogi, var áberandi
hve oft Ármann Kr. Ólafsson og
Gunnar I. Birgisson voru strikaðir
út eða röðun þeirra breytt. Þetta
hafði þó ekki áhrif á niðurstöðu
kosninga. Á Akureyri voru flestar
útstrikanir á lista Sjálfstæðisflokks,
eða nærri 30% af atkvæðum flokks-
ins, og 16,8% á lista Samfylkingar.
aij@mbl.is »8
Útstrikanir í Kópa-
vogi og á Akureyri
flestar hjá D-lista
„Við teljum tjónið minna með því að
fresta mótinu,“ segir Kristinn
Guðnason, formaður Félags hrossa-
bænda. Hagsmunaaðilar í hesta-
mennsku og hrossarækt og fulltrúar
stjórnvalda ákváðu í gær að fresta
Landsmóti hestamanna, sem vera
átti á Vindheimamelum um næstu
mánaðamót, um ár vegna smitandi
hósta sem herjar á hrossastofninn.
Kristinn segir að hestamennskan
sé alveg lömuð vegna veikinnar.
Menn selji ekki hesta og tamninga-
stöðvar séu í lamasessi. Þá hafi veik-
in og frestun landsmótsins áhrif á
ferðaþjónustuna því von hafi verið á
fjölda erlendra ferðamanna á lands-
mótið og í hestaferðir í tengslum við
það. Leggur hann áherslu á að reynt
verði að koma hestamennskunni í
gang aftur síðar í sumar, til að draga
úr tjóninu.
„Það er allt afbókað í tíu daga í
kringum landsmótið. Þetta er tölu-
vert fjárhagslegt tjón, nema hægt
verði að finna eitthvað í staðinn,“
segir Rósa Vésteinsdóttir sem rekur
ferðaþjónustu á Hofsstöðum í
Skagafirði. Rósa segir að byrjað sé
að huga að öðrum möguleikum. Rósa
á einnig aðild að stórri tamninga-
stöð. „Við ákváðum í síðustu viku að
hengja hnakkana upp og afskrifa
landsmótið,“ segir hún. helgi@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Mikið
fjárhags-
legt tjón
Landsmóti hesta-
manna frestað um ár