Morgunblaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 10
Gunnlaugur A. Júlíusson langhlaup-
ari hljóp á sunnudaginn í Comrades-
hlaupinu í Suður-Afríku sem er fjöl-
mennasta ofurmaraþon sem haldið er
í veröldinni. Hlaupið er á milli borg-
anna Petermaritzburg og Durban en
leiðin er 90 kílómetrar.
Í ár voru 23.568 keppendur skráðir
til leiks í hlaupinu sem er næstmesti
fjöldi frá upphafi. Keppendurnir
komu frá 68 löndum.
Samkvæmt bloggsíðu Gunnlaugs,
www.gajul.blogspot.com, lauk hann
hlaupinu á tímanum 8,56 klukku-
stundir í góðu ásigkomulagi fyrir ut-
an að vera smá stífur í fótunum.
Hann hafði sett sér það markmið að
klára hlaupið á undir níu klst.
Gunnlaugur lenti í 2800. sæti af
þeim 23.568 keppendum sem lögðu af
stað en einungis 14422 luku hlaupinu.
Hann varð síðan í 233. sæti í aldurs-
flokknum 50 til 59 ára en 4132 voru
skráðir í þann aldursflokk.
Á blogginu segir Gunnlaugur að
brautin hafi verið miklu erfiðari en
hann hafi gert ráð fyrir og hitinn 23
til 25°C. Hann segir að öll umgjörðin í
kringum hlaupið hafi verið til mik-
illar fyrirmyndar.
Hlaup
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hlaup Gunnlaugur á hlaupaæfingu
áður en hann hélt til Suður-Afríku.
Gunnlaugur varð í 2800. sæti af
23.568 í Comrades-hlaupinu
Hlaupaleiðin
LESOTO
SUÐUR-AFRÍKA
Pietermaritzburg
Durban
Margate
Malubelube
Elliot Tsolo
Nyandeni
Richards Bay
Dundee
Leiðin sem
hlaupin er
HREYFING OG ÚTIVIST
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 2010
10 Daglegt líf
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Kreppan stoppar mig ekk-ert í því að opna nýjastöð, enda veit ég af eiginreynslu hvað áhuginn er
mikill á CrossFit-æfingakerfinu.
Það á ekki aðeins við hér heima á Ís-
landi heldur út um allan heim,“ segir
kraftakonan Hrönn Svansdóttir sem
í morgun bauð upp á sinn fyrsta
CrossFit-tíma ásamt þjálfaranum
Evert Víglundssyni í nýju Cross-
Fitstöðinni sem hún og maður henn-
ar, Ívar Ísak Guðjónsson, opnuðu í
Skeifunni undir merkjum CrossFit
Reykjavík. Hrönn hefur stundað lík-
amsrækt af þó nokkru kappi und-
anfarin ár en hún kolféll fyrir Cross-
Fit í gegnum eiginmanninn.
„Ívar starfar í sérsveit lögregl-
unnar og þarf því að halda sér í góðu
líkamlegu formi, en hann kynntist
CrossFit á netinu og var einn af
þeim fyrstu hér á landi sem fór að
stunda þetta af alvöru. Ég smitaðist
og skellti mér til Bandaríkjanna á
þjálfaranámskeið og í haust setti ég
upp aðstöðu fyrir okkur Ívar í bíl-
skúrnum heima. Síðan hefur þetta
heldur betur undið upp á sig og núna
koma um 70 manns reglulega í bíl-
skúrinn hjá mér, svo þetta er eig-
inlega sprungið og kominn tími á að
stækka við okkur. Við náum ekki að
anna eftirspurn. Biðlistinn er orðinn
langur.“
Lífsgæðin skipta öllu
Athygli vekur hversu lítið er af
líkamsræktartækjum í nýja húsnæð-
inu, en það er einmitt eitt af því sem
einkennir CrossFit. „Í raun þarf
fyrst og fremst gólfpláss og einu
tækin sem eru nauðsynleg eru upp-
hífingarstangir, stöng með lóðum og
nokkrar ketilbjöllur. Við ætlum líka
að vera með vörubretti og trjá-
drumba til að gera þetta skemmti-
legra. Við sendum fólk líka mikið út,
hvort sem það er til að hlaupa, synda
eða hjóla,“ segir Hrönn sem mun
standa í brúnni ásamt Evert Víg-
lundssyni. Hann verður aðalþjálf-
arinn með henni en hann hefur
kennt CrossFit hjá World Class
undanfarin tvö ár. „Við birtum æf-
ingar dagsins á síðunni okkar og fólk
ræður svo hvort það skoðar þær og
undirbýr sig áður en það kemur í
tíma. Sumum finnst meira gaman að
láta koma sér á óvart og vita ekkert
hvaða æfingar bíða þeirra. Við kenn-
um fólki að gera hreyfingarnar rétt,
veitum því aðhald og hvatningu.
Hollt mataræði er líka partur af
Konur eru kjark-
meiri en karlar
Bílskúr söngkonunnar Hrannar Svansdóttur rúmar ekki lengur allt það fólk sem
þangað streymir til að stunda CrossFit-íþróttina. Hún ákvað því að opna 450 fer-
metra stöð, CrossFit Reykjavík, og í morgun klukkan sex var fyrsti tíminn hjá
henni og Evert Víglundssyni, en þau ætla að sjá um að þjálfa og leiðbeina.
Kraftur Hrönn tekur heldur betur á því í bílskúrnum heima.
Ætli hlauparar sér að ná framförum
er lykilatriði að leggja stund á fjöl-
breyttar æfingar. Ekkert þýðir að
lulla sífellt á sama hraðanum heldur
er nauðsynlegt að brjóta upp æfing-
arnar s.s. með því að taka spretti,
hlaupa á vaxandi hraða eða með því
að hlaupa lengi á töluverðum hraða,
svokallaðar tempó-æfingar.
Þetta vita flestir sem taka hlaupin
sæmilega alvarlega en málið er samt
ekki alveg svona einfalt. Hlauparar,
sérstaklega þeir sem ekki æfa undir
leiðsögn þjálfara, þurfa nefnilega að
finna út úr því hvað sprettirnir eiga
að vera harðir og hversu hratt skal
hlaupið á tempó-æfingum.
Á vefsíðunin McMillanrunning.com
er að finna þægilega reiknivél sem
gefur notandanum svör við þessum
spurningum og fleiri til. Það eina
sem þarf að gera er að slá inn besta
árangur í keppnishlaupi (eða bara
æfingarhlaupi) og reiknivélin sér um
að reikna út hversu hratt viðkomandi
á að hlaupa, hvort sem hann ætlar
að spretta úr spori, taka langa
tempó-æfingu, skokka rólega eða
gera einhverjar aðrar hlaupaæfingar.
Við prófun á reiknivélinni var ekki
annað að sjá en hún virkaði full-
komlega.
Á vefnum, mcmillanrunning.com
er gnótt af upplýsingum um allt
mögulegt og ómögulegt sem snertir
hlaup og hlaupaæfingar. Allt saman
afar vandað efni og engin furða; sá
sem heldur úti vefnum er einn
þekktasti hlaupaþjálfari Bandaríkj-
anna, Greg McMillan.
Vefsíðan www.mcmillanrunning.com
Mælir Sláðu inn besta árangur, t.d. í 10 km hlaupi, og vélin mælir spretthörkuna.
Reiknaðu út rétta hraðann
Fyrsta gangan á Hvannadalshnúk
með Toppaðu með 66°Norður og Ís-
lenskum fjallaleiðsögumönnum var
farin á laugardaginn. Rúmlega 130
manns héldu þá á Hnúkinn.
„Þetta gekk mjög vel. Veðrið var
einstaklega gott, þoka við jörðina og
svolítil súld þegar við lögðum af stað,
logn og gott gönguveður. Þegar við
náðum jökulmörkunum í 1050 m hæð
stigum við upp úr þokunni og vorum í
heiðskíru eftir það. Göngufærið var
mjög gott, snjórinn þéttur á leiðinni
upp, en aðeins farinn að mýkjast á
bakaleiðinni,“ segir Leifur Svav-
arsson sem var yfirleiðsögumaður
ferðarinnar. „Þessi hópur var búinn
að vera í æfingum hjá okkur í allan
vetur og voru margir að ganga með
okkur í annað eða þriðja sinn. Aðeins
einn af hópnum fór ekki á toppinn en
hann sneri við strax í byrjun.“
Leifur segir að nýliðin helgi hafi
verið mjög stór hjá Íslenskum fjalla-
leiðsögumönnum. „Það er tölvert af
Íslendingum sem ætlar á Hnúkinn til
um 17. júní, eftir það er umferð Ís-
lendinga á jökulinn að mestu lokið og
þá taka útlendingar við.“
Fjallganga
130 manns
fóru á Hnúkinn
Toppað Hluti hópsins á toppnum.
Polarolje
Meiri virkni
Hátt hlutfall Omega 3
fitusýrur
Minn læknir mælir með
Polarolíunni, en þinn ?
Selolía, einstök olía
Gott fyrir:
Maga- og þarmastarfsemi
Hjarta og æðar
Ónæmiskerfið
Kolesterol
Liðina
Polarolían fæst í:
apótekum, Þín verslun Seljabraut,
heilsuhúsum, Fjarðarkaupum,
Fiskbúðinni Trönuhrauni og Melabúð
Nú líka
í hylkjum
Nýtt!