Morgunblaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 7
ÚR BÆJARLÍFINU
Karl Ásgeir Sigurgeirsson
Hvammstangi
Stofnun Þekkingarseturs í
Húnaþingi vestra var í apríllok 2010.
Stofnun félagsins er mjög í anda fyr-
irmynda af slíkum setrum og hefur
verið horft til Nýheima á Höfn í
Hornafirði. Markmið setursins er að
efla atvinnulíf og uppbyggingu mark-
vissrar þekkingar í héraðinu. Alls
eru sextán aðilar sem þaka þátt í
verkefninu, bæði atvinnufyrirtæki í
héraði, háskólastofnanir og ýmiss
konar félagasamtök.
Eitt verkefni er komið í fram-
kvæmd, sem er samstarf Sláturhúss
KVH og Kjöthornsins á Hvamms-
tanga, en þar verður frumkvöðlum
boðið upp á aðstöðu til að vinna að
nýframleiðslu afurða sinna.
Nú er það í höndum þátttak-
enda og íbúa héraðsins að nýta sér
ótal möguleika sem vissulega eru til
staðar í héraðinu okkar. Verkefnis-
stjóri Þekkingarsetursins er Helga
Hinriksdóttir.
Styrktartónleikar fyrir Matt-
hildi Haraldsdóttur voru haldnir í fé-
lagsheimili Hvammstanga í byrjun
maí, en þessi ungi Húnvetningur er
orðinn landsþekktur fyrir mikla bar-
áttu við innvortis mein, sem uppgötv-
uðust við fæðingu hennar í byrjun
desember sl. Fimm heimakórar stigu
á svið; sönghópur úr Leikskólanum
Ásborg, Karlakórinn Lóuþrælar,
Kirkjukór Hvammstanga, Kór eldri
borgara og Lillukórinn. Húsfyllir var
og safnaðist veruleg fjárhæð sem
vonandi nýtist þessari ungu fjöl-
skyldu vel.
Nemar í Grunnskóla Húna-
þings vestra vildu einnig leggja sitt
af mörkum til Matthildar litlu. Þeir
sömdu söngleik, „Kysst ’ana“, sem
byggist á 20 ára nemendamóti, þar
sem rifjuð eru upp kynni frá skóla-
árum. Verkið fluttu þeir í félagsheim-
ilinu. Einnig þá safnaðist verulegt fé
til styrktar ungu stúlkunni.
Sveitarstjórnarkosningar
voru í Húnaþings vestra. Í boði voru
þrír listar, B, D og S, sem var einum
færri en árið 2006. Alls voru 829 kjós-
endur á kjörskrá og var kosninga-
þátttaka um 80%. D-listinn fékk fjóra
menn, B-listinn tvo og S-listinn einn.
D-listinn hefur því hreinan meiri-
hluta og var leiðtogi hans, Leó Örn
Þorleifsson, að vonum mjög stoltur
af árangrinum.
„Vorið kemur hægt og hljótt“
segir í ljóði. Ýmsum þykir það koma
of hægt, frostnætur oft í maí og
gróðri miðar hægt. Mikið annríki er á
sveitabæjum, sem byggja afkomu
sína á sauðfjárrækt. Almennt virðist
sauðburður ganga vel og væntingar
um góð höld að hausti.
Morgunblaðið/ Karl Ásgeir Sigurgeirsson
Verkefnastjóri Helga Hinriks-
dóttir í Þekkingarsetrinu.
Efla at-
vinnulíf
Fréttir 7INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 2010
Nýtt andlit verður á dómara-
bekk Hæstaréttar Íslands í
sumarlok en þá verður nýr
dómari skipaður af dómsmála-
ráðherra samkvæmt nýju og
breyttu valferli.
Hjördís Hákonardóttir
hæstaréttardómari lætur af
störfum 31. júlí nk., skv. heim-
ild fyrir því að dómari geti hætt
hafi hann náð 65 ára aldri. Þeim
áfanga náði hún í fyrra.
Þá snýr Páll Hreinsson, einn þriggja höfunda
skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um banka-
hrunið, aftur til starfa í Hæstarétti 1. september.
Páll fór í leyfi frá störfum sem hæstaréttardóm-
ari í janúarbyrjun 2009 og hefur því verið frá
störfum í um 20 mánuði þegar hann mætir aftur til
starfa 31. ágúst næstkomandi.
Í nýsamþykktum breytingum á lögum um dóm-
stóla segir að nefnd skuli tilnefna nýjan dómara.
Tveir nefndarmenn skulu tilnefndir af Hæsta-
rétti, þar af annar þeirra sem formaður nefndar-
innar, og skal a.m.k. annar þeirra ekki vera starf-
andi dómari. Dómstólaráð tilnefnir þriðja
nefndarmanninn en Lögmannafélag Íslands þann
fjórða. Sá fimmti skal kosinn af Alþingi.
Ráðherra fái rökstudda umsögn
Dómnefnd skal láta dómsmálaráðherra í té
skriflega og rökstudda umsögn þar sem tekin skal
afstaða til þess hvaða umsækjandi sé hæfastur til
að hljóta embættið en heimilt er að setja tvo eða
fleiri umsækjendur jafna. Óheimilt er að skipa í
dómaraembætti mann sem dómnefnd hefur ekki
talið hæfastan meðal umsækjenda, hvort sem er
einn eða samhliða öðrum. Frá þessu má þó víkja ef
Alþingi samþykkir tillögu dómsmálaráðherra um
heimild til að skipa annan umsækjanda.
Hrókeringar í Hæstarétti Íslands
Hjördís
Hákonardóttir
Dómurinn
» Breytingarnar varða lög um dómstóla
númer 15 frá árinu 1998.
» Viðar Már Matthíasson, prófessor við
lagadeild Háskóla Íslands, leysti Pál Hreins-
son af og snýr til fyrri starfa 31. ágúst.
N
B
I
h
f.
(L
a
n
d
s
b
a
n
k
in
n
),
k
t
.
4
7
1
0
0
8
-
0
2
8
0
.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
17
6
0
Einkabankinn í
símann þinn á l.is
EINKABANKINN | landsbankinn.is | 410 4000
Nú getur þú sinnt bankaviðskiptum í símanum þínum, hvar og hvenær sem er.
Það er einfalt að skoða yfirlit yfir stöðu reikninga og kreditkorta, framkvæma
millifærslur, kaupa inneign fyrir GSM síma, sækja PIN-númer fyrir VISA kreditkort,
greiða inn á kreditkort og fletta upp í þjóðskrá.
Farðu inn á l.is og prófaðu Einkabankann í símanum þínum. Innskráning er með
sama hætti og þegar farið er í Einkabankann í tölvunni þinni. Þú skráir notendanafn,
lykilorð og auðkennisnúmer og þar með er fyllsta öryggis gætt.