Morgunblaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 2010 Afmælisterta Lögreglumenn fjölmenntu við aðaldyr Alþingishússins í gær til að afhenda Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra tertu í tilefni þess að þeir hafa verið án kjarasamnings í eitt ár – en ráðherra lét ekki sjá sig. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, afhenti því þingverði tertuna góðu og ætlaði hann að koma gjöfinni í réttar hendur. Ómar Undanfarið hefur farið fram umræða um tilhögun háskólanáms á Íslandi sem hefur að miklu leyti gengið út á að hér á landi væru of margir háskólar miðað við höfðatölu og ein- hver besta leiðin til að spara á háskólastiginu væri að fækka skól- unum með samein- ingum. Sú tillaga sem lengst gekk kom fram hjá félagi sem kallar sig „félag prófessora við ríkisháskóla“ og gengur hún út á að Háskóli Ís- lands yfirtaki allt starf og nemendur annarra háskóla. Telja þessir menn sig sjá fram á mikinn sparnað ef far- ið yrði að þeim tillögum. Vandséð er þó hvernig það dæmi gengur upp öðruvísi en að hrekja megnið af þeim nemendum sem eru við nám í öðrum skólum úr námi sem fyrst, því greiðslur ríkisins til sjálfstæðu há- skólanna felast fyrst og fremst í framlögum sem tengd eru nemend- unum sjálfum. Framlögum sem eru jafnhá eða lægri en Háskóli Íslands fær með sínum nemendum. Þessi hugmynd ríkisprófess- oranna sýnir hversu veruleiki þeirra er órafjarri veruleika íslensks at- vinnulífs. Það er engin tilviljun að at- vinnulífið og samtök þess standa að tveimur af sjálfstæðu háskólunum á Íslandi, Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Bifröst. Það er vegna þess að þessir skólar þjóna hags- munum öflugs atvinnulífs á Íslandi, hvor með sínum hætti. Háskólinn á Bifröst byggir á grunni Samvinnu- skólans gamla og hefur menntað leiðtoga og stjórnendur fyrir ís- lenskt atvinnulíf í næstum heila öld. Það gerir skólinn með hagnýtri og einstaklingsmiðaðri kennslufræði, sem laðar fram styrkleika nemend- anna við skólann og undirbýr þá með einstökum hætti fyrir þátttöku í at- vinnulífinu. Þetta vita íslenskir at- vinnurekendur og því eru nemendur af Bifröst eftirsóttir starfsmenn og stjórnendur í íslenskum fyr- irtækjum. Árið 1918, þegar Samvinnuskólinn hóf göngu sína voru menntunarkröfurnar sem gerðar voru til þeirra sem ætluðu sér forystu í atvinnulífinu aðrar en þær eru í dag. Skólinn hefur borið gæfu til að uppfæra námið í takt við kröfur samtímans hverju sinni og hefur því lifað af – og jafnvel leitt – hinar gríðarlegu samfélagsbreyt- ingar á Íslandi sem orðið hafa þessa tæpu öld síðan hann var stofnaður. Þess vegna starfar skólinn á há- skólastigi í dag. Það gerir hann af myndarbrag og með þátttöku í ís- lensku og alþjóðlegu rannsókn- arsamfélagi eins og aðrir íslenskir háskólar. Undirritaður hefur sjálfur reynslu af því að vera nemandi á Bifröst. Þangað sótti ég nám sem lagði grunninn að því sem ég sem ég síðar gerði. Þar eignaðist ég líka marga mína bestu vini. Vissulega hefur skólinn breyst mikið frá þeim tíma. Nú búa um 600 manns í há- skólaþorpinu á Bifröst. Þar er gott að búa, starfa og nema. Þar er gott að vera með börn. Þar nýtur fólk þess að geta tekið sér tíma til að búa sig á einstakan hátt undir þátttöku í íslensku atvinnulífi og samfélagi. Við sem stöndum að Háskólanum á Bif- röst höfum mikla trú á framtíð skól- ans og því að hann haldi áfram, hér eftir sem hingað til, að vera hreyfiafl framfara og forystu í íslensku sam- félagi. Eftir Andrés Magnússon » Bifröst byggir á grunni Samvinnu- skólans gamla og hefur menntað leiðtoga og stjórnendur fyrir ís- lenskt atvinnulíf í næst- um heila öld. Andrés Magnússon Höfundur er stjórnarformaður Háskólans á Bifröst. Atvinnulífið þarf öfluga háskóla Úrslit sveitar- stjórnarkosninganna voru misjöfn eftir því hvar borið er niður, en ef reynt er að finna samnefnara fyrir heild- ina má segja að allir hafi tapað nema helst Listi fólksins á Ak- ureyri. „Sigurveg- arinn“ í Reykjavík, Besti flokkurinn, safn- aði að vísu atkvæðum í ríkum mæli, augsýnilega langtum fleiri en forsprakkar hans kærðu sig um, því að leikurinn var ekki gerður til að ná pólitískri fótfestu í Reykja- vík heldur til þess eins að lífga upp á gráma hversdagsins. Fyrsta verk Jóns Gnarrs var að vísa á embættis- mannakerfið í höfuðstaðnum sér til bjargar jafnframt því sem hann að eigin sögn reynir að eyða „paranoiu“ (ótta og ranghugmyndum) í eigin garð af hálfu samverkamanna. Það segir sitt um hugarástand þriðjungs Reykvíkinga að kasta atkvæði sínu á slíkt framboð þegar velja á stjórn fyrir borgina til næstu fjögurra ára. Eru menn hér að kalla á Sterka manninn til að taka af okkur ómakið? Stjórnmálaflokkar í sárum Litið til stjórnmálaflokkanna blas- ir við að þeir eru meira og minna í sárum. Varlegt er þó að draga of miklar ályktanir af úrslitunum um gengi einstakra flokka, því að fólk ver atkvæði sínu oft með öðrum hætti í kosningum til sveitarstjórna en í alþingiskosningum. Þar skiptir viðhorf til einstaklinga í framboði oft meira máli en flokksskírteinin og allskonar tengsl og sögulegar ástæð- ur ráða vali. Fljótt á litið virðist Sjálfstæðisflokkurinn sleppa skást flokka frá þessum kosningum, og má það teljast til tíðinda um höfuðpaur- inn í hruninu og ber ekki vott um að kjósendur hans séu langræknir eða horfi mikið undir yfirborðið. Flokk- arnir sem nú standa að ríkisstjórn, Samfylking og Vinstri grænir, ríða ekki feitum hesti frá kosningunum og niðurstaða þeirra verður ekki túlkuð öðruvísi en sem sterk aðvörun. Sam- fylkingin galt afhroð á mörgum stöðum, einna sárast í Reykjavík og Hafnarfirði. Getur niðurstaðan haft veru- leg áhrif á mál- efnastöðu flokksins, m.a. fótfestu þeirra inn- an hans sem fastast róa fyrir stóriðju og álvæð- ingu. Framsókn- arflokkurinn má heita horfinn á höfuðborg- arsvæðinu og lá við að formaður hans fagnaði því að húsið væri brunarústir einar svo hægt væri að byggja á nýjum grunni. Þau ummæli gáfu Guðmundi Steingríms- syni, væntanlegum keppinaut um forsætið, tilefni til að setja rækilega ofan í við Sigmund Davíð. Vinstri grænir sjálfum sér verstir Vinstri grænir hefðu við núver- andi aðstæður átt að hafa ytri for- sendur til að ná góðum árangri í þessum kosningum. Flokkurinn hafði hreinan skjöld gagnvart hruninu og formaður hans nýtur al- mennrar viðurkenningar fyrir dugn- að við stjórnvölinn í ríkisstjórninni. Stefna flokksins ætti að gefa góðan byr til sóknar, ekki síður í nær- umhverfi en á landsvísu. En þetta dugði ekki til, þó með undantekn- ingum eins og í Hafnarfirði, Skaga- firði og Norðurþingi. Útkoman í Reykjavík veldur eðlilega mestum vonbrigðum, en þar hefur staða flokksins frá upphafi verið einna best. VG-fólk spyr sig eðlilega hvað valdi þessari niðurstöðu. Ég nefni hér fáeinar nærtækar ástæður, þótt fleira komi til. VG hefur um skeið vanrækt innra starf flokksins, eink- um að útfæra stefnumið sín til að koma þeim á framfæri sem víðast og sniðin að tilefni hverju sinni. Enginn stjórnmálaflokkur hérlendis er nest- aður til framtíðar litið viðlíka vel og VG með alla þætti sjálfbærrar þró- unar í farangrinum. Það dugar hins vegar ekki til sé boðskapnum ekki rækilega og samþætt til skila haldið og staðið í ístaðinu þegar um megin- mál er að ræða eins og andstöðu við aðild að Evrópusambandinu. Störf tengd þátttöku í ríkisstjórn leggjast eðlilega þungt á forystusveit flokks- ins, en þeim mun brýnna er að breikka grunninn og virkja sem flesta til þátttöku. Á því hefur verið mikill misbrestur síðustu misseri, þannig að forystan virkar sem ein- angruð, að ekki sé talað um áberandi deilur um smátt og stórt í þingflokki VG og það rétt ofan í kjördag! Verði ekki breyting á þarf ekki að spyrja að leikslokum. Forheimskandi umræða Umræðan um „fjórflokkinn“, líf hans eða dauða, hefur verið áberandi í kringum nýafstaðnar kosningar. Þar ganga lengst sér til hægari verka ýmsir þáttastjórendur og til- kvaddir stjórnmálafræðingar, þó með stöku undantekningum. Öll er sú umræða innantóm froða nema ef menn ímynda sér að samfélaginu væri betur komið án stjórnmála- flokka með mismunandi áherslur og leiðir. Miklu fremur hefur á það skort að almenningur sé hvattur til stjórnmálaþátttöku, eftir aðstæðum og áhuga hvers og eins, innan hefð- bundinna eða nýrra flokka og í frjáls- um félagasamtökum. Það kom á óvart að Jóhanna forsætisráðherra slóst á kosninganótt í hóp þeirra sem sjá fyrir sér endalok „fjórflokksins“. Í stað þess að reyna að setja eitt brennimark á stjórnmálaflokka er brýnna nú en áður að greina og ydda þann málstað sem flokkarnir, hver og einn, standa fyrir jafnhliða því sem leikreglur eru skýrðar og lýð- ræði eflt með nýrri stjórnarskrá. Eftir Hjörleif Guttormsson » Það segir sitt um hugarástand þriðj- ungs Reykvíkinga að kasta atkvæði sínu á slíkt framboð þegar velja á stjórn fyrir borgina til næstu fjögurra ára. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Eftir sveitarstjórnar- kosningar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.