Morgunblaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 31
Menning 31FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 2010
Það er oft erfitt að
vera unglingur og
finnast ekki nóg að gert 32
»
Fyrstu helgina í júní er jafnan haldin kóra-
stefna við Mývatn og hefst sú áttunda næst-
komandi fimmtudag. Að þessu sinni syngja
tveir stúlknakórar, annar margverðlaunaður
íslenskur og hinn ekki síður mærður og kon-
unglegur í þokkabót.
Íslenski kórinn er Gradualekór Langholts-
kirkju sem Jón Stefánsson stýrir, en sá danski
Stúlknakór Kaupmannahafnar sem starfar
við kirkju heilagrar Önnu þar í borg.
Margrét Bóasdóttir hefur veg og vanda af
kórastefnunni og segir að hingað komi tón-
leikakór stúlknakórsins danska, 40 stúlkur,
sem hafi sterk tengsl við dönsku hirðina.
Kórastefnan er svo uppbyggð að kórarnir
syngja hver sína dagskrá, en sameinast síðan í
eitt, í svonefndan Kórastefnukór, sem syngur
bandaríska kórtónlist að vali og undir stjórn
bandaríska kórstjórans Lynnel Joy Jenkins,
sem er listrænn stjórnandi eins fremsta
stúlknakórs Bandaríkjanna, en kórarnir hafa
æft bandarísk úrvalslög sem hún valdi.
Ekki verður bara boðið upp á söng stúlkna-
kóranna tveggja á Kórastefnunni, heldur
hefst hún með þingeyskum Fjárlagasöng þar
sem söngfúst fólk á öllum aldri kemur saman
og syngur fjórraddað undir stjórn Jóns Stef-
ánssonar. „Þetta hefur verið nokkuð fastur
liður á Kórastefnunni, ég reyni að bjóða upp á
það annað hvert ár, og það er gaman að sjá
kynslóðirnar koma saman, jafnvel þrjár kyn-
slóðir úr söngættum, sem koma saman til að
taka lagið. Ég geri ráð fyrir að á annað
hundrað manns komi saman til að syngja, en
sungið er upp úr ákveðnu sönghefti sem
tryggir að fólk kann lögin aftur á bak og
áfram.“
Kórastefnan hefst semsé með Fjárlaga-
kvöldinu í Skjólbrekku næstkomandi fimmtu-
dag kl. 20:30 og sérstakir gestir á því kvöldi
eru stúlkurnar í Gradualekórnum. Að loknum
söng verður svo miðnætursöngur í Jarðböð-
unum við Mývatn.
Á föstudag syngja Stúlknakór Kaup-
mannahafnar og Gradualekór Langholts-
kirkju á Hallarflöt í Dimmuborgum kl. 20:30,
fyrrnefndi kórinn undir stjórn Claus Ves-
tergaards Jensens og sá síðarnefndi undir
stjórn Jóns Stefánssonar.
Lok kórastefnunnar verða svo sunnudaginn
kl. 15:00 í félagsheimilinu Skjólbrekku. Þá
verða haldnir hátíðartónleikar með íslenskri
og erlendri kórtónlist sem Stúlknakór Kaup-
mannahafnar og Gradualekór Langholts-
kirkju flytja undir stjórn sinna föstu stjórn-
enda og einnig Lynnel Joy Jenkins. Selvadore
Rähni leikur á klarinett og Philip Schmidt
Madsen á píanó.
Áttunda kórastefnan
Kórahátíð haldin við Mývatn í vikulokin
Kórar frá Íslandi og Danmörku og Fjárlagasöngur
Konunglegar Stúlknakór Kaupmannahafnar með verndara sínum, Benediktu prinsessu.
Um helgina voru tilkynnt úrslit í
keppni útvarpsleikhúsa á Norður-
löndum um besta útvarpsleikverkið.
Hlaut Útvarpsleikhúsið – RÚV 2
verðlaun fyrir Yfirvofandi eftir Sig-
trygg Magnason í leikstjórn Bergs
Þórs Ingólfssonar og með frumsam-
inni tónlist Úlfs Eldjárns. Edda
Arnljótsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson
og Jörundur Ragnarsson fóru með
hlutverkin í verkinu. Hljóðvinnslu
annaðist Einar Sigurðsson.
Útvarpsleikhúsið deildi öðru sæti
með útvarpsleikhúsi Sænska ríkis-
útvarpsins, SR, sem sendi verkið
Gas í keppnina, þar sem þau urðu
jöfn að stigum. Fyrstu verðlaun féllu
í skaut útvarpsleikhúss Norska rík-
isútvarpsins fyrir verkið Salme fra
östfronten.
Yfirvofandi hlaut Grímuna, ís-
lensku leiklistarverðlaunin, sem út-
varpsverk ársins á síðasta ári.
Yfirvofandi
verðlaunað
Norræn verðlaun til
Útvarpsleikhússins
Verðlaunaverk Bergur Þór Ingólfs-
son leikstýrði Yfirvofandi.
Næstkomandi fimmtudag kl. 12:00
heldur bandaríski fræðimaðurinn og
sýningarstjórinn Elizabeth Schlat-
ter hádegisfyrirlestur um sýningar-
stjórn í fyrirlestrarsal Þjóðminja-
safns Íslands. Hún fjallar um
víkkað svið sýningarstjórnar, óljós-
an skilning á hlutverki sýning-
arstjórans og fagmennsku sem birt-
ist í sjálfhverfri fræðilegri skoðun,
stofnanagagnrýni og nálgun há-
skólasamfélagsins.
Schlatter er gestur Hafnarborgar
menningar- og listamiðstöðvar
Hafnarfjarðar en fyrirlesturinn er
skipulagður af Safnaráði.
Um sýning-
arstjórn
Lafleur útgáfan hefur gefið út
bókina Hinn svali blær sem
hefur að geyma greinar eftir
Benedikt S. Lafleur. Grein-
arnar fjalla um bókmenntir og
heimspeki og ferðir höfund-
arins til annarra landa og eins
leitar höfundur svara við
ógöngum mannsins og finnur
lausnina í nýrri andlegri nálg-
un. Upp úr hefðbundnum
trúarbrögðum uppgötvar höf-
undur samflot vísindanna með trúarlegri reynslu
spámanna í hugleiðslukerfi sem sérhver maður
getur tileinkað sér. Hverjum kafla fylgja myndir
eftir Guðmund Björgvinsson myndlistarmann, en
myndir eftir hann prýða einnig kápu bókarinnar.
Bókmenntir
Hinn svali blær
Benedikts S.
Kápa greinasafns-
ins Hinn svali blær.
Leikhúsið suður með sjó sýnir
einleikinn Anna uppfinn-
ingakona í Frumleikhúsinu í
Reykjanesbæ, Vesturbraut 17,
í kvöld kl. 20:00. Christine
Carr fer með eina hlutverkið í
leikritinu, en höfundur og leik-
stjóri er Kristlaug María Sig-
urðardóttir. Hljóðmynd gerði
Elvar Geir Sævarsson, ljós
annaðist Arnar Ingi og Að-
alsteinn Valdimarsson smíðaði
hugmyndavélina. Verkið segir frá Önnu uppfinn-
ingakonu sem segir lífssögu sína á óræðum stað
sem gæti eins verið um borð í geimskipi.
Sýningin er styrkt af Reykjanesbæ og Menn-
ingarráði Suðurnesja.
Leiklist
Einleikurinn Anna
uppfinningakona
Kristlaug María
Sigurðardóttir
JPV hefur gefið út skáldsög-
una Morgnar í Jenín eftir Sus-
an Abulhawa. Bókin segir frá
því er palestínsk fjölskylda er
hrakin úr þorpinu þar sem ætt-
in hefur búið öldum saman við
stofnun Ísraelsríkis 1948. Fjöl-
skyldan kemur sér fyrir í
flóttamannabúðunum í Jenín,
en á leiðinni hverfur eitt
barnanna, ungur drengur sem
elst upp í gyðingdómi, en bróð-
ir hans fórnar öllu fyrir málstað Palestínumanna.
Systirin Amal flyst til Bandaríkjanna en snýr aft-
ur og kynnist ást, missi og hefndarþorsta.
Höfundur bókarinnar er barn palestínskra
flóttamanna en fluttist ung til Bandaríkjanna.
Bækur
Örlög palestínskrar
fjölskyldu
Kápa Morgna
í Jenín.
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Brátt líður að lokum Listahátíðar, en enn eru þó veigamik-
il verkefni framundan og þar á meðal flutningur verksins
Vortex Temporum eftir franska tónskáldið Gérard Grisey
sem er gjarnan talið með stórvirkjum tónlistarsögu 20.
aldar. Sá flutningur fer fram í Íslensku óperunni á föstu-
dag og hefst kl. 20:00, en einnig verða flutt verk eftir Atla
Ingólfsson, Úlfar Inga Haraldsson og Nicholas Deyoe.
Verkið eftir Atla heitir Forbidden Mantra og var samið
beinlínis fyrir þessa tónleika eftir pöntun flytjendanna og
með styrk frá Tónskáldasjóði Ríkisútvarpsins. Svo vill til
að Atli þekkir einkar vel til Grisey, enda lærði hann hjá
honum og lagði honum lið við ýmis verkefni eftir það, kom
af og til og aðstoðaði við að fullgera raddskrár og vann
með honum sem aðstoðarmaður við lokafrágang verka,
þar á meðal einmitt á Vortex Temporum.
„Það er fullmikið sagt að ég sé undir áhrifum frá Grisey
í því verki sem frumflutt verður á tónleikunum, en ég
samdi það reyndar með það í huga að það yrði flutt á sömu
tónleikum og Vortex Temporum. Í því verki er notað pí-
anó sem búið er að afstilla á sérstakan hátt, lækka fjórar
nótur, og ég nota það í mínu verki. Það má kannski segja
að það sé í hagræðingar- og hagkvæmnisskyni.“
Grisey, sem lést árið 1998 aðeins rúmlega fimmtugur að
aldri, er meðal annars þekktur fyrir það að vera einn af
frumkvöðlum spektraltónlistar (hljóðrófstónlistar). „Hún
byggist á hljóðrófi, yfirtónaröð, smíðuð úr náttúrulegum
endurómi; tónlist sem hefur að markmiði að semja ekki úr
hljóðum heldur að semja hljóð,“ segir Atli, en slík hljóðróf-
stónlist er eitt af þeim verkfærum sem hann notar við sín-
ar tónsmíðar til að mynda í Forbidden Mantra. „Ég vinn
því með svipuðum verkfærum og Grisey, en ef það er eitt-
hvað sem ég lærði af honum þá var það að loka mig ekki
inni í neinum ramma.
Það hefur alltaf verið mitt leiðarljós að vera ekki að
bara að búa til músík, þetta er skáldskapur fyrst og fremst
og fyrir mér dregur sannur skáldskapur alltaf eigin for-
sendur í efa. Ég hef áhuga á jaðarsvæðum og hef kannað
það hvernig hægt er að ferðast á milli hljóms og hljóðrófs,
vil gjarnan ferðast frá kunnuglegu yfirborði til bjagaðs yf-
irborðs, frá tónlist til hljóðs.“
Frá tónlist til hljóðs
Eitt af stórvirkjum tónlistarsögu 20. aldar flutt í Íslensku óperunni
Morgunblaðið/Ernir
Hljóðróf Nýtt verk eftir Atla Ingólfsson heitir Forbidden Mantra og verður flutt á tónleikum
tónlistarhópsins Njúton og The Formalist Quartet í Íslensku óperunni á föstudagskvöld.
Tónlistarhópurinn Njúton og bandaríski
strengjakvartettinn The Formalist Quartet
flytja Vortex Temporum og önnur verk á tón-
leikunum.
Hljóðfæraleikarar verða Berglind María
Tómasdóttir flauta, Brian Walsh klarinett,
Mark Menzies fiðla, lágvíóla og stjórnandi,
Andrew McIntosh fiðla og lágfiðla, Andrew
Tholl fiðla, Ashley Walters selló og Tinna
Þorsteinsdóttir píanó. Strengjaleikararnir
eru allir meðlimir í strengjakvartettnum The
Formalist Quartet sem hefur notið mikillar
velgengni vestanhafs og komið fram víða um
Bandaríkin.
Tónleikadaginn verður forspjall og súpa á
Sólon Íslandus kl 18:00. Þar mun Atli Ing-
ólfsson tónskáld fjalla um spektraltónlist og
meðal annars leitast við að svara spurning-
unni hvers vegna Vortex Temporum er talið
eitt af meistaraverkum 20. aldarinnar.
Súpa og spektraltónlist
NJÚTON OG FORMALIST-KVARTETTINN