Morgunblaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 23
Minningar 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 2010
inni að einn daginn gæti hann átt
það á hættu að fá annað heilablóð-
fall. Höggið er nú samt alltaf þungt,
þegar það kemur. Ég er svo glöð að
ég fékk tækifæri til að koma til
Gunnars á spítalann hér í Reykjavík
eftir að hann var komin af gjör-
gæsludeildinni og mér finnst ég
hafa kvatt hann. Hann lá sofandi og
svo óskaplega mikill friður og ró yf-
ir honum, vel greiddur, nýklipptur
og snyrtur og mér finnst gott að
muna hann þannig. Ég hvíslaði að
honum og kyssti hann á ennið og
það var mín kveðja. Minningarnar
eru annars svo ótalmargar.
Gunnar frændi á Selfossi eins og
við kölluðum hann alltaf, bróðir
mömmu, tengdur okkur systkinun-
um frá fæðingu. Lengi vel var ég
samt alveg viss um að hann héti
Gunnar Álfur en ekki Álfar. Enda
fannst mér það sem lítilli stelpu
miklu ævintýralegra og skemmti-
legra nafn. Nafnið sveipaði Gunnar
frænda hálfgerðum töfraljóma.
Þau voru eitt, Gunnar og Unnur
eftirlifandi kona hans, enda notuðu
þau nafnið Gunnunn t.d. í netfang-
inu sínu.Yfirleitt var annað aldrei
langt á eftir hinu. Missirinn og
söknuðurinn hjá konu og börnum
Gunnars frænda er því auðvitað
mikill.
Síðast liðin ár, árin sem Gunnar
var á Ljósheimum, voru samt öll
mjög góð. Gunnar gerði það sjálfur
að verkum að öllum leið svo vel í
kringum hann. Hann var alltaf í
góðu skapi og brandararnir aldrei
langt undan. Á afmælinu hans núna
í apríl sagði ég við hann „Hvað seg-
irðu nú gott, ertu hress?“ „Já“ sagði
Gunnar, „bara aðeins slappur öðrum
megin“. Yfir svona brandara er ekki
annað hægt en að hlæja. Og svona
var hann alla tíð og ekki síður eftir
að hann veiktist og lamaðist einmitt,
öðrum megin.
Heimsóknir fjölskyldu minnar á
Skólavellina voru ótal margar í
gegnum tíðina og síðustu árin
standa árlegu jólaheimsóknirnar
upp úr, þar sem Einar frændi mætti
með harmonikkuna og við sungum
og dönsuðum í kringum jólatréð.
Gunnar var líka alveg einstaklega
natinn og umhyggjusamur um börn-
in mín. Það brást ekki að hann
spurði alltaf um þau. „Hvernig hef-
ur Gísli það?“ var ósjaldan spurt.
„Hvað er nú að frétta af Herthu
Kristínu og Stefaníu?“. Þeim þótti
líka undurvænt um hann og voru
alltaf til í að heimsækja Gunnar
frænda.
Elsku Unnur, Ingunn, Einar,
Jónsi, Gunni Palli og fjölskyldur. Ég
bið í hjarta mér að þið umvefjið
hvert annað með kærleika og góðum
minningum um góðan og traustan
eiginmann, pabba, tengdapabba og
afa. Ég geymi minningarnar um
góðan frænda og kveð hann með
sálminum sem Herþrúður móður-
amma mín og mamma Gunnars
söng svo oft fyrir mig á kvöldin.
Lýs, milda ljós, í gegnum þennan
geim,
mig glepur sýn,
því nú er nótt, og harla langt er
heim.
Ó, hjálpin mín,
styð þú minn fót; þótt fetin nái
skammt,
ég feginn verð, ef áfram miðar samt.
(Matthías Jochumsson.)
Sigríður Þrúður Stefánsdóttir.
Mig langar til að minnast vinar
míns Gunnars Álfars með nokkrum
orðum.
Ég kynntist Gunnari árið 2000
þegar ég fór í enskunám á Selfossi,
mér líkaði strax vel við hann og
þótti þetta vera frábær náungi með
mjög góðan húmor. Við vorum sam-
an í enskunni eina önn og kynntist
ég honum nokkuð. Leiðir okkar lágu
saman næst árið 2002 þegar ég
gekk í raðir Frímúrara hér á Sel-
fossi. Gunnar var þar framarlega í
flokki og tók hann vel á móti mér og
fræddi mig um ýmsa gagnlega hluti.
Síðan kynnist ég honum enn betur
þegar hann fékk áfall og lamaðist
öðrum megin og átti til að byrja
með erfitt með mál. Síðar styrktist
hann og náði að tala eðlilega en var
þó alltaf bundinn við hjólastól.
Þegar hann var á Borgarspítalan-
um og Grensásdeildinni heimsótti
ég hann nokkru sinnum. Síðar var
hann fluttur austur á Selfoss og lá á
Ljósheimum og átti ég hægar með
að heimsækja hann þar jafnvel þó í
kjallarakompu væri. Það varð bylt-
ing þegar Ljósheimar voru fluttir
yfir í nýja álmu á sjúkrahúsinu á
Selfossi, þar var hann einn í góðu
herbergi. Hann lét alla sem heim-
sóttu hann skrifa nafn sitt í gesta-
bók. Ég tók fljótlega eftir því að
þessi að ég hélt vinamargi maður
sem allir þekktu, virtist ekki fá
margar heimsóknir. Eftir áfallið
þurfti hann virkilega á stuðningi að
halda því að það er alvarlegt áfall
þegar maður eins og hann sem var
allt í öllu neyðist til að sitja bund-
inn við hjólastól og geta ekkert
gert. Þetta varð í fyrstu til þess að
ég fór að heimsækja hann eins oft
og ég gat. Fljótlega komst ég að
því að ég hafði ánægju og gaman af
að hitta hann og drekka með hon-
um kaffi. Við ræddum margt, s.s.
unglingsárin í Laugarnesinu, Sam-
vinnuskólann og vinnu hjá Kaup-
félaginu ásamt því að ræða um
heima og geima. Var hann
skemmtilegur og reyndi að vera
hress en maður fann hvernig hon-
um leið.
Í síðustu viku fékk hann annað
áfall og var alveg lamaður og með-
vitundarlaus og lést svo eftir stutta
legu. Ég vil þakka honum fyrir
ánægjulega laugardags- og sunnu-
dagsmorgna, því ég heimsótti hann
yfirleitt um helgar. Ég sé á eftir
góðum vini og kveð hann með sökn-
uði. Blessuð sé minning hans.
Ég votta Unni og fjölskyldunni
allri mína dýpstu samúð.
Björn Sverrisson.
Brautarholt á Skeiðum fyrir full-
um 60 árum. Ungir framsóknar-
menn í Árnessýslu höfðu boðað til
umræðufundar, ungir, róttækir
menn sem vildu fá að skamma for-
ustuna fyrir þáverandi stjórnarsam-
starf. Og þeir réðust ekki á garðinn
þar sem hann var lægstur. – Ey-
steinn var mættur. – Og þeir létu
sannarlega heyra í sér. Gunnar á
Skeggjastöðum, Hjalti Þórðarson
úr Rangárvallasýslu og margir
fleiri. Einn þeirra sem vöktu sér-
staka athygli var kornungur, ljós-
hærður, piltur, snarlega vaxinn og
flóðmælskur. Hann hét Gunnar Á.
Jónsson, nýfluttur að Selfossi og
vann hjá Kaupfélaginu. Þarna sá ég
hann fyrst, þennan mann, sem átti
síðar eftir að verða einn minna
bestu vina. Við drukkum kaffi með
Eysteini á eftir og gat hann þess þá
að hann hefði vissulega átt von á
fjörugum umræðum, en að hann
yrði notaður sem boxbolti, óraði
hann ekki fyrir. Við urðum upp
með okkur.
Árin liðu og við Gunnar urðum
kunningjar. Þar kom að við hjónin
fluttumst búferlum að Selfossi og
eftir nokkra hríð hóf ég störf hjá
K.Á. undir leiðsögn Gunnars. Ári
seinna festum við hjónin kaup á
neðri hæðinni í tvíbýlishúsi, þar
sem Gunnar bjó ásamt fjölskyldu
sinni á efri hæðinni. Þá hófst tíma-
bil fölskvalausrar vináttu tveggja
fjölskyldna, sem aldrei bar skugga
á. Starfsævi Gunnars var nær öll á
Selfossi, hjá Kaupfélagi Árnesinga.
Hann var hægri hönd og nánasti
samstarfsmaður skrifstofustjórans,
Gunnars Vigfússonar en að honum
gengnum tók Gunnar Á., eins og
við vinir hans kölluðum hann jafn-
an, við starfi nafna síns. Í öllu sínu
lífi, hvort sem var í starfi eða einka-
lífi var Gunnar Á. gegnheill. Heið-
arleiki og óbrigðul sýn til réttlætis
var lífsskoðun sem aldrei skyldi
hvikað frá.
Það var gott að vinna með Gunn-
ari, það var gott að gleðjast með
þeim hjónum á vinafundum. Við
hjónin þökkum þeim Unni margar
yndislegar ánægjustundir bæði
meðan sambýlisins naut við og
einnig síðar. Fyrir fjórum árum
varð Gunnar fyrir áfalli, sem kippti
honum, allt of snemma, út úr venju-
legu samfélagi, en hvílík reisn, sem
hann sýndi þá. Glaðværðin og það
hvernig hann leitaðist við að hafa
lífgandi áhrif á alla sem að sjúkra-
beði hans komu lýsti manndómi
hans best. Það tók þig langan tíma,
gamli vinur, að „berja þér í nestið“
eins og forðum var sagt. Alúð og
umhyggja Unnar létti þér stund-
irnar. Allir vinirnir fagna þrauta-
lokum. Hittumst heilir.
Sigurfinnur Sigurðsson.
Kalt kaffi – hver
einasti bóndi í sveit-
inni ef ekki öðrum
sveitum líka vissi að afi drakk bara
kalt kaffi. Þannig að þegar það var
von á honum til að dytta að ein-
hverju var búið að hella uppá og
látið standa þannig að það væri
örugglega nógu kalt þegar hann
kæmi.
Þær eru ófáar minningarnar um
þennan sterka karakter og mikla
mann og erfitt að setja þær á blað
þar sem þær hellast allar yfir
mann í einu. Það voru allar ferð-
irnar í hesthúsið, Skagafjörðinn,
sögurnar um öll dýr, sveitabæi og
fólk sem á vegi okkar varð, bíltúr-
arnir með viðkomu í sjoppunni til
súkkulaðikaupa og veiðiferðirnar.
Það var einmitt í einni slíkri við
Mýrakvíslina þegar ég var 11 ára
gamall að afi nennti ekki lengur að
ganga frá ánni upp á veg til að
færa bílinn og svo aftur niður að á,
það var því ekki um annað að ræða
en að kenna manni á bílinn svo
hann gæti dundað sér við veiðarn-
ar, held ég hafi nauðað um að fá að
keyra alltaf næstu sex árin enda
fátt skemmtilegra en að kunna að
keyra á þessum aldri. Einnig var
Helgi Indriðason
✝ Helgi Indriðasonrafvirkjameistari
fæddist á Akureyri
21. febrúar 1925.
Hann lést á heimili
sínu, Smáravegi 6,
Dalvík, sunnudaginn
25. apríl.
Útför Helga fór
fram frá Dalvík-
urkirkju fimmtudag-
inn 6. maí 2010.
hann afi mikill prakk-
ari og lumaði alltaf á
því hvernig væri
hægt að búa til eitt-
hvert stríðnistólið.
Eitt er víst að hann á
eftir að lifa í minn-
ingu minni og ann-
arra um ókomin ár,
hvort sem er fyrir
dugnað, uppátæki,
hjálpsemi eða ein-
staka söngrödd sem
karlarnir í kórnum
voru duglegir við að
segja manni að væri á
heimsmælikvarða.
Hann afi hefur nú ekki amalega
ferilskrá sem spannar allt frá kvik-
myndaleik yfir í hestamennsku og
ef maður nær að gera helminginn
af því sem hann hefur afrekað get-
ur maður verið stoltur.
Kæri afi, heiðvirðasti maður sem
ég þekki, þú kenndir mér svo
margt sem ég er svo heppinn að
búa að í dag og það er ekki hægt að
hugsa sér betri stað að alast upp á
en hjá ykkur ömmu á Dalvík. Það
er svo margt sem ég er ykkur
þakklátur fyrir og svo margt sem
ég ekki náði að segja þér áður en
þú söngst þig inn í eilífðina.
Það var öðruvísi að koma til Dal-
víkur og eins og Tristan sagði, það
er skrítið að afi sé ekki hérna að
taka á móti okkur. En eins og ég
sagði honum þá lifir þú með okkur
og ég á eftir að segja börnum,
barnabörnum og öllum sem vilja
heyra frægðarsögur af þér eins
lengi og ég get.
Hvíl í friði.
Þinn sonarsonur,
Helgi.
✝
Bróðir okkar, mágur og frændi,
GUÐJÓN JÓNSSON,
Gestsstöðum,
Strandabyggð,
lést á Landspítalanum Fossvogi sunnudaginn 30. maí.
Ingibjörg Jónsdóttir, Haukur Sveinbjörnsson,
Sólveig Jónsdóttir, Bragi Guðbrandsson,
Ragnheiður Jónsdóttir
og fjölskyldur.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, dóttir,
systir og amma,
ÞURÍÐUR ÞORBJÖRG KÁRADÓTTIR,
Strikinu 4,
Garðabæ,
lést á heimili sínu laugardaginn 29. maí.
Útför fer fram frá Neskirkju föstudaginn 4. júní
kl. 15.00.
Þökkum sérstaklega Karitaskonum fyrir frábæra umönnun í veikindum
hennar.
Geir Guðmundsson,
Halla Kristín Geirsdóttir,
Guðmundur Karl Geirsson, Elín Sigríður Grétarsdóttir,
Kári Geirsson, Gan Songkrant,
Kári Halldórsson,
Þórhallur Kárason,
Þórir Kristinn Kárason,
Kristjana Káradóttir,
Katla Sóley Guðmundsdóttir,
Jóhann Jökull Salbergsson.
✝
Ástkær sambýliskona mín, systir, mágkona og
frænka,
KRISTÍN MARÍA BAGGULEY,
Rafnkelsstaðavegi 8,
Garði,
lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði,
miðvikudaginn 26. maí.
Jarðarförin fer fram frá Útskálakirkju laugardaginn
5. júní kl. 14.00.
Reidar Óskarsson,
ættingjar og vinir.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
JÓN EIRÍKSSON
fyrrverandi oddviti
og bóndi Vorsabæ 2,
Skeiðum,
andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
föstudaginn 28. maí.
Emelía Kristbjörnsdóttir,
Valgerður Jónsdóttir,
Eiríkur Jónsson, Hulda Nóadóttir,
Björn Jónsson, Stefanía Sigurðardóttir,
Ingveldur Jónsdóttir, Guðmundur Ásmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
ELSA ÞORSTEINSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
Fossheimum,
Selfossi,
áður til heimilis að Tjarnarlundi 15i,
Akureyri,
lést á Selfossi föstudaginn 21. maí.
Útförin fór fram í kyrrþey, að ósk hinnar látnu, að Höfða á Akureyri
fimmtudaginn 27. maí.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Fossheima fyrir hlýhug og góða umönnun.
Þorsteinn Gunnarsson, Helga Auðunsdóttir,
Linda María Þorsteinsdóttir, Bjarki Þór Elvarsson,
Auðunn Eggert Kolbeinsson,
Vigdís Anna Kolbeinsdóttir, Þorbjörn Jónsson,
Jóhanna Hlín Kolbeinsdóttir,
Kolbrún Lilja Kolbeinsdóttir, Víðir Sveinsson,
Kolbeinn Sigurður Kolbeinsson
og barnabarnabörn.