Morgunblaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 21
Minningar 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 2010 ✝ Einar B. Kvaranfæddist í Reykja- vík 9. nóvember 1947. Hann lést á líknardeild Landspít- alans 23. maí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Böðvar Kvaran, f. 17.3. 1919, d. 16.9. 2002, og Guðrún V. Kvaran, f. 15.3. 1921, d. 15.3. 2008. Systkini Einars voru 1) Guð- rún, f. 21.7. 1943, gift Jakobi Yngvasyni, f. 23.11. 1945. 2) Elínborg Valdís, f. 5.12. 1944, d. í ágúst 1945, 3) Vil- hjálmur, f. 18.6. 1946, kvæntur Helgu Pálu Elíasdóttur, f. 24.5. 1948. 4) Böðvar, f. 27.11. 1949, kvæntur Ástu Árnadóttur, f. 16.10. f. 12.7. 1963. Börn þeirra eru: Rak- el, f. 23.1. 1990, Karen, f. 29.7. 1991, Aldís, f. 5.4. 1994, og Óðinn, f. 28.9. 1995. 2) Ragna Elíza, f. 29.1. 1974, gift Agli Erlendssyni, f. 12.4. 1971. Börn þeirra eru Eydís, f. 3.12. 1998, Einar, f. 24.6. 2004, og Eyþór Gísli, f. 1.10. 2008. 3) Thelma Kristín, f. 19.9. 1984, gift Ingvari B. Jónssyni, f. 30.6.1977. Barn þeirra er Hafþór Valur, f. 15.11. 2008. Einar gekk í Frímúrararegluna árið 1976 og hafði öðlast 10. gráðu. Einar starfaði lengst af hjá IBM á Íslandi sem kerfisfræðingur og einnig í Noregi á námsárum Krist- ínar á árunum 1977 til 1978. Einar gerðist kaupmaður og heildsali ár- ið 1990 ásamt Kristínu konu sinni. Þau stofnuðu árið 2002 kvenfata- verslunina Feminin Fashion sem er í Bæjarlind í Kópavogi. Útför Einars verður gerð frá Digraneskirkju í dag, 1. júní 2010, og hefst athöfnin kl. 13. 1949. 5) Hjörleifur, f. 3.3. 1951, kvæntur Önnu Kristínu Ólafs- dóttur, f. 26.3. 1966. 6) Gísli, f. 9.12. 1952, kvæntur Önnu Al- freðsdóttur, f. 26.3. 1951. Einar kvæntist hinn 25. september 1971 Kristínu S. Kvaran, f. 5.1. 1946, d. 28.10. 2007. For- eldrar hennar voru Stefán Guðmundsson, f. 30.7. 1912, d. 27.8. 1975, og Guðrún Benediktsdóttir, f. 21.3. 1909, d. 22.5. 1974. Börn Einars og Kristínar er: 1) Bertha Guðrún f. 21.7. 1964, dóttir Krist- ínar frá fyrra hjónabandi en ætt- leidd af Einari, maki Jón Ólafsson, Elsku pabbi. Með söknuði og sorg í hjarta langar okkur að kveðja þig með þessum fallegu ljóðlínum. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. (Bubbi Morthens) Minning þín lifir með okkur allt- af. Þínar dætur, Bertha Guðrún, Ragna Elíza, Thelma Kristín, tengdasynir og barnabörn. Einar Kvaran mágur minn and- aðist á hvítasunnudag á sextugasta og þriðja aldursári. Hann hafði greinst með illkynja sjúkdóm fyrir rúmu ári og vonir um varanlegan bata voru ekki raunhæfar, en andlát hans var engu að síður óvænt harmafregn fyrir alla sem hann þekktu. Einar var vinsæll maður enda mannkostir hans miklir. Hann var ljúfmenni í umgengni, og eins og bræður hans fjórir og systir var hann forkur duglegur til allra verka. Til er ljósmynd af þeim systkinum ásamt foreldrum þeirra tekin fyrir um 15 árum. Einar sóm- ir sér þar vel í þessum stórmynd- arlega hópi sem foreldrarnir gátu með réttu verið stoltir af. Einar var gæfumaður í sínu fjöl- skyldulífi en hann kvæntist ungur Kristínu konu sinni og var samband þeirra og dætranna þriggja alla tíð mjög náið. Kristín lést í október 2007 úr krabbameini og var það Einari þungt áfall en hann bar harm sinn af karlmennsku líkt og hann tók sínum eigin veikindum. Þegar fregnin um andlát hans barst okkur Guðrúnu, Steinunni dóttur okkar og Helgu systur minni vorum við stödd í Mariazell í Austurríki sem er einn mesti helgistaður landsins og áfangastaður pílagríma. Við hugsuðum hlýtt til Einars þeg- ar við gengum um glæsilega dóm- kirkjuna sem hann hefði án efa kunnað vel að meta. Mér þykir mjög leitt að geta ekki verið viðstaddur útför Einars en sendi Berthu, Rögnu Elízu, Thelmu Kristínu, eiginmönnum þeirra og barnabörnunum Einars mínar inni- legustu samúðarkveðjur frá Vínar- borg. Jakob Yngvason. Það eru töluverð forréttindi að eiga sér eldri bræður þó svo að elstu minningar mínar af æsku- heimili okkar á Sóleyjargötunni séu að hafa verið ofurliði borinn í koddaslag. Um tíma deildum við fjórir bræður saman herbergi og þeir eldri brutu niður ýmsa múra og naut ég góðs af því. Aginn sem foreldrar okkar settu minnkaði eftir því sem á uppeldið leið. Einar bróðir var reyndar sérstakur, hann var viljugri en við hinir við heimilisstörfin og bauð sig oftast fram ef sækja þurfti nauðsynjar í Þórsmörk, Kiddabúð eða Laufás sem voru búðirnar í næsta ná- grenni okkar. Einar átti sér ein- ungis vini. Hann varð unglingur löngu á undan mér og naut þess örugglega að allir skemmtistaðir bæjarins voru í göngufæri frá heimili okkar. Einar fluttist líka að heiman löngu á undan mér. Hann lauk gagn- fræðaprófi og stundaði síðan verslunarfræði í Englandi. Hann starfaði um tíma hjá IBM bæði hér á landi og í Noregi, sá um tölvumál hjá Dagblaðinu um árabil en mörg síðustu árin rak hann fataverslun í Kópavogi og heild- sölu. Það gerði hann reyndar ekki einn. Hann var svo lukkulegur að eignast sinn lífsförunaut rúmlega tvítugur, Kristínu S. Kvaran og samrýmdari hjón í starfi og leik voru vandfundin. Saman áttu þau þrjár dætur, stolt foreldra sinna og annarra ættmenna. Eftir því sem á árin leið minnk- aði aldursmunur okkar. Einar leit- aði til mín eins og ég gerði til hans. Bönd okkar bræðra allra styrktust. En lífið tekur á sig hin ólíklegustu mynstur. Fyrir rúmum tveimur árum missti hann Krist- ínu eiginkonu sína langt fyrir ald- ur fram. Lífið skyldi samt halda áfram og gerði það. Einar var ákveðinn í að halda stórfjölskyld- unni saman og að viðhalda jólaboði mömmu eftir andlát hennar. Það verður gert og nýjum fjölskyldu- meðlimum vonandi fagnað á hverju ári. Þegar Einar leiddi yngstu dótt- ur sína inn kirkjugólfið í Garða- kirkju 1. maí mátti öllum vera ljóst hvert stefndi. Hann stefndi til Kristínar. Það var svo á fal- legum hvítasunnudagsmorgni sem hann kvaddi dætur sínar og okkur bræður. Við Anna Kristín sendum þeim Berthu Guðrúnu, Rögnu Elízu og Thelmu Kristínu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hjörleifur B. Kvaran. Guð sá að þú varst þreyttur og þrótt var ekki að fá, því setti hann þig í faðm sér og sagði: ,,Dvel mér hjá“. Harmþrungin við horfðum þig hverfa á helgan stað, hve heitt sem við þér unnum ei hindrað gátum það. Hjarta, úr gulli hannað, hætt var nú að slá og vinnulúnar hendur verki horfnar frá. Guð sundur hjörtu kremur því sanna okkur vill hann til sín hann einmitt nemur sinn allra besta mann. (ÁKÞ/EÞ) „Til Hans munum við koma og gera okkur bústað hjá honum“, Jóh. (14.23.31). Blessuð sé minning okkar kæra og ljúfa vinar, Einars B. Kvaran. Árni Kr. Þorsteinsson. Við viljum með nokkrum orðum minnast Einars Kvaran og eigin- konu hans Kristínar sem andaðist fyrir tæpum tveimur árum. Kynni okkar hjóna hófust er við byggðum húsin okkar í Hörpulundi í Garða- bæ fyrir 37 árum. Allt sumarið 1973 vorum við að bjástra við húsbygg- ingarnar, báðar fjölskyldur með lítil börn og fleiri á leiðinni og efnin ekkert of mikil. Dóttir okkar Hulda sem þá var 7 ára fór oft með pabba sínum í byggingarvinnuna, sem unnin var eftir vinnutíma og um helgar. Hún sótti mjög mikið yfir til Einars og spjallaði við hann frekar en að tala við pabba sinn, en Einar var einstaklega mikill barnakarl. Þegar pabbi hennar kvartaði við hana bar hún því við að Einar ætti alltaf Prince Polo og Coke, já og svo var Bertha dóttir þeirra líka oft með honum. Eftir að við vorum flutt inn sumarið eftir jukust kynnin og var mikill samgangur á milli heim- ilanna, næstu árin, alltaf rjúkandi heitt kaffi á könnunni og hjálpast að við sláturgerð og veisluhöld. Okkur er einstaklega minnisstæð útilega sem við fórum saman í fyrir rúmum 20 árum að Hlíðarvatni á Snæfells- nesi með yngri krakkana okkar. Við vorum þarna við veiðar og leiki í frábæru sumarveðri, logni og um 20 stiga hita heila helgi. Þau hjón voru einstaklega samhent og góðir grannar í alla staði og bar aldrei skugga þar á. Við hjónin vottum dætrum þeirra, Berthu, Rögnu Elízu og Thelmu Kristínu, og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð. Guð blessi minningu þeirra beggja. Erla Árnadóttir og Gústaf Jónsson, Hörpulundi 6. Það er árla dags, hvítasunn- umorgunn, þegar sú sorgarfregn berst okkur að kær vinur okkar og samferðamaður, Einar B. Kvaran, sé látinn. Strangri baráttu við ill- vígan sjúkdóm lokið og ævisólin hnigin til viðar. Fáeinum stundum síðar erum við lítill vinahópur sam- ankominn að kveðja hið hinsta sinni. Minningarnar hrannast fram og fljúga gegnum hugann. Áratugur- inn sem liðinn er síðan við hittumst fyrst til að mynda kærleikshópinn okkar „Sprotann“ hefur verið okkur svo gjafmildur en jafnframt tekið ríkulega sinn toll. Hópurinn okkar varð til í kjölfar samveru á lúterskri hjónahelgi til þess að efla okkur og styrkja í dagsins önn. Fyrsta sam- veran í Hörpulundinum hjá Einari og Kristínu, eins og gerst hefði í gær og síðan víðsvegar bæði utan- lands og innan, ótalmargar gleði- og samverustundir sem auðgað hafa lífið og gefið því nýjan blæ. Einar og Kristín voru leiðtogarnir í byrj- un, ævinlega tilbúin að leggja sitt af mörkum til þess að efla samveru okkar og gera að þeirri hamingju- lind sem hann varð okkur öllum. Við gerðum ráð fyrir að þannig gæti samvera okkar orðið um ókomin ár. En skjótt skipast veður í lofti, Kristín greindist með ólækn- andi krabbamein á háu stigi og kvaddi þennan heim eftir skamma sjúkdómslegu og margvísleg önnur áföll riðu yfir. Hópurinn okkar var illa laskaður og beygður. Það var ekki síst fyrir hið jákvæða lífs- viðhorf Einars, einstaka ljúf- mennsku hans og hlýju, en samt sterkan vilja, að hópur okkar hefur haldið svo vel saman og verið okk- ur skjól og styrkur á erfiðum stundum. Fyrir um það bil ári átt- um við dýrðlega daga á erlendri grund og áttum ekki von að þeim tengdist á nokkurn hátt sorg og söknuður. En það varð með öðrum hætti því skömmu eftir heimkom- una kom í ljós að það sem við héld- um að væri minni háttar reyndist mun alvarlegra og alls óvíst um framvindu. Glímuna við sjúkdóm- inn sem bæði var snörp og ströng tók Einar af aðdáunarverðu æðru- leysi og hetjuskap. Nú þegar lífs- ljós hans er slokknað og bjarmar af nýjum degi hins eilífa lífs merlar í huga og sinni minningin um ynd- islegan félaga og hugdjarfan vin. Á kveðjustund minnumst við gengins vinar og biðjum algóðan Guð að veita dætrum hans og fjölskyldum huggun og styrk á sorgarstund. Blessuð sé minning Einars B. Kvarans. Ingveldur og Eyjólfur, Edda og Kristinn, Ragnhildur og Jó- hann, Steinunn og Magnús B. Fyrir hartnær fjörutíu árum lágu leiðir okkar Einars saman, þegar við báðir ásamt fjölskyldum, bjuggum okkur heimili í nýju hverfi í Lundunum í Garðabæ, hann í Hörpulundi og við í Gígjul- undi. Stutt var á milli heimilanna. Vinabönd hnýttust í milli okkar allra í framhaldi af fæðingu jafn- aldranna, barna okkar, Thelmu Kristínar og Árna Tómasar, vina- bönd, sem æ síðan styrktust allt til síðasta dags. Einar var traustur vinur, var- færinn í orðum, heilsteyptur í fasi og framkomu, en fastur fyrir. Það varð okkur afar kært, hve fölskva- laus og einlægur vinskapur mynd- aðist milli heimilanna. Í brúð- kaupsveislu Thelmu Kristínar 1. maí sl. rifjuðust upp margar góðar minningar frá fyrri árum, þeim tíma þegar við Einar vorum að- greindir með ávarpsorðunum Einar pabbi og Árni pabbi. Hjónin Kristín og Einar voru mjög samtaka um allt, sem þau tóku sér fyrir hendur. Umgjörð heimilis þeirra bar þess glöggt merki. Ekki síður hitt að þau sköp- uðu sér sameiginlegan starfsvett- vang með stofnun og rekstri versl- unarfyrirtækja sinna, sem þau störfuðu bæði við. Ótímabært fráfall Kristínar í októberlok 2007 var þungbært öll- um. Einar bar harm sinn í hljóði og sýndi ótrúlegan innri styrk og æðruleysi í sorg sinni. Ótrauður og óbugaður hélt hann áfram, þrátt fyrir sára sorg og söknuð. Hann var meira að segja afar hljóður um það áfall sem greining sama sjúkdóms hjá honum sjálfum hlýtur að hafa verið honum. Og afleiddum aðstæð- um, sem Einar mátti horfast í augu við hina síðustu mánuðina, mætti hann með sama ótrúlega æðru- leysinu. Nokkrum dögum fyrir and- látið hittumst við á starfsstöð hans. Hann viðurkenndi að hann væri svolítið þreyttur og þyrfti aðeins að komast í smáhvíld, en mætti ekki vera að því af því að hann var að fara og tæma lagerhúsnæðið í Súða- voginum. Hann ræddi sjúkdóm sinn og læknismeðferðina við honum af hógværð, nánast eins og um skammvinna flensupest væri að ræða. Hvílíkur styrkur og sjálfs- stjórn. Með þessum fátæklegu minning- arorðum viljum við kveðja fallinn vin og þakka fyrir að hafa átt þann góða dreng, Einar B. Kvaran, að vini. Við minnumst Kristínar heit- innar einnig, en þau voru svo sann- arlega eitt. Dætrunum, tengdasonunum, barnabörnunum og allri hinni stóru fjölskyldu og ástvinum Einars vilj- um við flytja samúðarkveðjur og megi hinn hæsti styðja og styrkja ykkur í sorg ykkar. Sólveig, Árni Tómas og Árni Ólafur Lárusson. Einar B. Kvaran Kveikt er ljós við ljós, burt er sortans svið. Angar rós við rós, opnast himins hlið. Niður stjörnum stráð, engill fram hjá fer. Drottins nægð og náð boðin alþjóð er. (Stefán frá Hvítadal.) Árin færast yfir hægt og hljótt og með þeim hverfur frændfólk, samferðamenn og konur yfir móð- una miklu. Mikil heiðurskona hefur kvatt eftir langa baráttu við mein sem litlu eirir og svo marga fellir í valinn. Eftir stöndum við og hug- urinn hverfur á braut ljúfra minn- inga, samverustundirnar svo alltof fáar og stopular undir það síðasta, en alltaf góðar. Fríða og Gunnar voru höfðingjar heim að sækja í hvert skipti sem ég kom þar við, sem var æði oft á tímabili, og eins þegar við fjölskyldan komum til Ís- lands, sem varð þó aðeins tvisvar sinnum. Það var oft glatt á hjalla þegar sögur voru sagðar, rifjaðir upp liðnir atburðir og sagt frá skemmtilegum samferðamönnum á lífsleiðinni, enda hafði Fríða góða Fríða Á. Sigurðardóttir ✝ Fríða Áslaug Sig-urðardóttir Fríða Áslaug Sig- urðardóttir fæddist á Hesteyri 11. desem- ber 1940. Hún lést á líknardeild Landspít- alans í Kópavogi 7. maí síðastliðinn. Útför Fríðu fór fram frá Árbæj- arkirkju 14. maí 2010. kímnigáfu. Fríða kom nokkrum sinnum í heimsókn til okkar meðan ég bjó í Grænuhlíð og á ég margar góðar minn- ingar frá þeim tím- um. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem.) Marga hildi háði Fríða við veik- indi en hún bar ávallt höfuðið hátt og lét engan bilbug á sér finna. Mér bárust ekki fregnir af alvar- legum veikindum Fríðu fyrr en réttri viku áður en hún lést og var okkur Susan mjög illa brugðið við þær fréttir. Þetta skeði svo alltof, alltof fljótt – fimm ár síðan ég kom síðast til Íslands og sjö síðan við hjónin komum síðast, tengslin af fjarlægðum rofin, tíminn floginn fyrr en varir. Við hjónin sendum innilegar samúðarkveðjur til Gunn- ars og eins til Ásgeirs og Björns og fjölskyldna þeirra. Einnig sendum við samúðarkveðjur til Guðnýjar systur Fríðu og fjölskyldu hennar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Arnór, Susan og Laila, Port Angeles, Washington.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.