Morgunblaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 35
AF RAUÐHÆRÐUM ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Við rauðhærða fólkið erum að taka Ís-land yfir. Verðandi borgarstjóri errauðhærður, nýkrýnd ungfrú Ísland er rauðhærð og Steingrímur Joð er rauð- hærður,“ sagði rauðhærður vinur minn við mig, rauðhærðu konuna, aðfaranótt sunnu- dagsins þegar ljóst var að flokkur Jóns Gnarr hafði náð bestu kosningunni til borg- arstjórnar Reykjavíkur. Síðan kom stutt ræða frá vininum um yfirburði rauðhærðra, að þeir skæru sig allt- af úr og hefðu þurft að berjast fyrir lífinu. Flestum rauðhærðum hefði verið strítt í æsku og því yrðu þeir sterkari einstaklingar þegar þeir yxu úr grasi og kæmust lengra í lífinu en meðalmaðurinn. Mótlætið styrkti þá. Ég samsinnti ekki þessari kenningu vin- ar míns, hef svosem aldrei talið mig neitt öðruvísi eða gædda yfirburðahæfileikum þrátt fyrir rauðan hárlit. Var samt uppnefnd oftar í barnaskóla en aðrir samnemendur mínir, en það var bara hið hefðbundna; rauð- haus, gulrót og gleraugnaglámur, og risti ekki djúpt. Auðvitað kom tímabil á unglings- árum þar sem mér fannst ég skera mig of mikið úr hópnum og óskaði þess að vera með annan hárlit, en vissi um leið að annar hár- litur væri ekki ég.    Rauðhærðir finna oft til samkenndarmeð öðrum rauðhærðum, vita hvað þeir hafa mátt þola. Við erum í sama liði, á móti öllum hinum, þessum „venjulegu.“ Þó ég hafi hingað til ekki velt fyrir mér þessari yfirtöku rauðhærðra á landinu, yrði afskaplega ánægjulegt að upplifa þá stund að hafa Jón Gnarr í borgarstjórastólnum, Egil Helgason á Bessastöðum og ungfrú Ís- land eða bara mig sem forsætisráðherra. Þar sem um 7% Íslendinga eru rauðhærð væri auðvelt að finna fleiri einstaklinga í önnur valdaembætti og hafa yfirtöku hinna rauð- hærðu algjöra. Rauðhærður klíkuskapur. Rautt er sjaldgæfasti náttúrulegi hárlit- urinn hjá mannskepnunni. Af öllum jarð- arbúum eru um 1 til 2 % rauðhærð, flestir eru í Norður- og Vestur-Evrópu, um 4%. Fólk með rautt hár er flest í Skotlandi, eða 13% af íbúum landsins og um 40% bera rauða genið í sér. Írland er í öðru sæti, 10% íbúa þess eru rauðhærð en um 46% íbúa bera genið í sér. Rauðhærða genið getur leg- ið í dvala í átta kynslóðir. Einhvern tímann var því haldið fram af virtum vísindamönn- um að rauði hárliturinn myndi deyja út í ná- lægri framtíð en það hefur nú verið afsann- að. Rauðhærðir munu ekki deyja út á næstunni.    Allskonar mýtur eru til um þá semskarta rauðum hárlit, þeir eru sagðir hrekkjóttir (hugmyndaauðgi), skapstórir (láta ekki vaða yfir sig), nördar (gáfað fólk) og kynóðir (óheftir). Mér virðist sem allar mýturnar spretti upp vegna öfundsýki fólks með annan hárlit. Rauðhærðir eru líka harðgerðari en aðr- ar manngerðir, þeir þurfa stærri skammt af deyfilyfum en fólk með annan hárlit og kon- ur með rautt hár þurfa minna af ákveðnum verkjalyfjum en aðrar konur. Rauðhærðir eru semsagt nánast ofurhetjur. Í Hollandi er haldin í fyrstu vikunni í september ár hvert hátíð tileinkuð rauð- hærðu fólki. Á hátíðina mæta þúsundir rauð- hærða víða að úr heiminum, deila reynslu- sögum, sækja fyrirlestra og kvöldvökur. Gaman væri ef Jón Gnarr tæki upp á því að halda dag rauðhærðra höfuðborg- arbúa og þegar Jón verður orðinn forseti al- heimsins getur hann haldið dag rauðhærðra á heimsvísu, flott yrði að hafa þann dag rauðan á dagatalinu. Yfirtaka rauðhærða fólksins » Gaman væri ef JónGnarr tæki upp á því að halda dag rauðhærðra höf- uðborgarbúa og þegar Jón verður orðinn forseti alheims- ins getur hann haldið dag rauðhærðra á heimsvísu Verðandi borgarstjóri? Jón Gnarr Ungfrú Ísland 2010 Fanney Ingvarsdóttir Fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon Sýnd kl. 4, 7 og 10 (POWER SÝNING) SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI Sýnd kl. 5Sýnd kl. 4 Stórskemmtileg teiknimynd fyrir alla fjölskylduna með íslensku tali Sýnd kl. 8 og 10:30 ÞRÆLMÖGNUÐ SPENNUMYND FRÁ LEIKSTJÓRA “THE TRAINING DAY” SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI HHH S.V. - MBL HHHH T.V. - Kvikmyndir.is HHHH ...óhætt er að að fullyrða að Hrói Höttur hefur aldrei verið jafn grjótharður og í túlkun Crowe. Þ.Þ. - FBL HHH Ó.H.T - Rás 2 VINSÆLASTA MYND ÁRSINS Í SVÍÞJÓÐ HHH „Það er auðvelt að mæla með þessari spennandi og tilfinningaríku mynd því að hún veit svo sannarlega hvar hún stendur – og gerir allt sem hún ætlar sér.” B.I. kvikmyndir.com HHHH „Snabba Cash gefur Stig Larsson myndunum ekkert eftir. Áhrifarík og raunveruleg.” Heiðar Austmann FM 957 HHH „Sterk, raunsæ og vel skrifuð glæpasaga. Kom mér gríðarlega á óvart.” T.V. - Kvikmyndir.is HHHH „Ofursvöl Scarface Norðurlanda“ Ómar Eyþórsson X-ið 977 SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI POWE RSÝN ING Á STÆ RSTA DIGIT AL TJALD I LAN DSINS KL. 10 Sýnd kl. 6, 8 og 10 Frá Neil Marshall leikstjóra “The Descent” kemur hörku spennumynd 600 kr. 600 kr. 600 kr. 600 kr. 600 kr.650 kr. 650 kr. 650 kr. 650 kr. Gildir ekk i í lúxus Sími 462 3500 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Robin Hood kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára Brooklyn’s Finest kl. 8 - 10:30 LEYFÐ The Spy Next Door kl. 6 LEYFÐ Húgó 3 kl. 6 LEYFÐ -bara lúxus Sími 553 2075 Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum www.laugarasbio.is 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á áskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR! MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 2010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.