Morgunblaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 2010 SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI Svalasta mynd ársins er komin! HHHHH – Fbl.-Þ.Þ HHHHH - Empire – Chris Hewitt HHHHH – H.G. – Poppland Rás 2 SÝND Í ÁLFABAKKA Föstudaginn 4. júní kl. 10:00 verður sérstök Mömmu-morgna sýning í Sambíóunum Álfabakka. Ljóstíra, aukasæti og hæfilegur hljóðstyrkur tryggja hámarks ánægju fyrir móður og barn/börn. Ath. aðeins 800 kr. – kynningarverð. FORSALA HAFIN SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI MILEY CYRUS LIAM HEMSWORTH AND GREG KINNEAR HHH - Entertainment Weekly Byggð á sögu Nicholas Sparks sem færði okkur Notebook. Miley Cyrus er æðisleg í sinni nýjustu mynd SÝND Á SELFOSSI PRINCE OF PERSIA kl. 5:30 - 8 - 10:30 10 THE BACK-UP PLAN kl. 8 12 ROBIN HOOD kl. 10:10 12 OFURSTRÁKURINN kl. 6 m. ísl. tali L PRINCE OF PERSIA kl. 8 - 10:30 10 THE LAST SONG kl. 8 L IRON MAN 2 kl. 10:30 12 PRINCE OF PERSIA kl. 8 - 10:30 10 COP OUT kl. 8 - 10:20 14 / KEFLAVÍK / SELFOSSI/ AKUREYRI 600 kr. Tilboðið gildir ekki á 3D 600 kr. 600 kr. Tilboð GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR, VIP OG 3D MYNDIR 600 kr. Ádögunum endurnýjaði égkynnin við þá mögnuðubók Veröld sem var eftirStefan Zweig. Andblær veraldar sem var, sá sem kemur aldrei aftur nema í leiftrum þeim sem listirnar geta haldið lifandi, er okkur nauðsyn. Og listin er okkur nauðsyn af því að við nærumst á ver- öld sem var – ekki síst nú á tímum sem eru: veröld sem hvað? Tónlist Bohuslav Martinu er full af ljúfsárri Weimar-angan, líkri þeirri sem maður skynjar í bók Zweigs. Þessi tónlist er afsprengi frelsis og tilrauna en heldur þó ein- kennum hins evrópska klassíska skóla – af því að íhaldssemi í listum er dyggð. Þessi tónlist er það sem fyllir þessa sögu og þessa sýningu og fylgir henni eftir svo hún megi verða að því fallega kennslubókardæmi um fegurð sem raun ber um vitni. Sýn- ingin Herra Pottur og ungfrú Lok er nefnilega innblásin kennslustund – kennslustund sem líður án þess að nemendurnir geri sér nokkurn tíma grein fyrir því að þeir séu mættir í tíma. Er hægt að biðja um eitthvað betra? Sviðið er eldhús í frönskum stíl, svona eins og maður sér í bíómynd- um frá frönskum sveitasetrum þar sem allt er á tjá og tundri eftir settu skipulagi, hlaðið kopar og hangandi lauk og glóandi hellum. Sagan er einföld og verður ekki rakin hér, nema hvað potturinn og pottlokið eiga í innilegu sambandi sem er hlaðið hita og spennu. Grænmetis- kvörnin kemst þar upp á milli um stund og við fylgjumst með hættu- legum stundum þrungnum erótík og losta (við barna hæfi) og sjáum hvernig aðrir íbúar eldhússins svo sem kústurinn og viskastykkið blandast í málin. Sú ógn sem kynni að trufla lítið barn í áhorfendasal er dempuð af þeirri staðreynd að allt gerist þetta ævintýr í draum- heimum. Christophe Garda, fransk- ur leikhúsmaður, samdi söguna sem hér er sögð út frá raddskrá Mart- inus. Texti leiksins er kannski ekki neitt konfekt einn og sér – bara ljúf saga, mátulega spennandi. Einfald- leiki hennar kallar á tónlistina og saman mynda þau merkilega sterkt afl. Það er Sólveig Simha sem flytur textann, hún er ágætur sögumaður og nær að blása trúverðugu lífi í t.d. pott, kúst og klút þegar hún ljær þessum hlutum rödd sína. Sólveig er vinaleg og hefur hlýlegan þokka sem róar börnin og hvílir fullorðna. Búningar, leikmynd og brúður eru verk Katrínar Þorvaldsdóttur, öll er sú sköpun og allt er það samspil í einu orði sagt; lýtalaust. Katrín nostrar við smáatriðin þannig að lengi má dunda sér við að finna eitt- hvað nýtt en annað kallar til manns við fyrstu sýn – án þess þó að trana sér fram. Ég nefni sem dæmi slauf- una sem kústurinn ber, kústurinn er lögregla eldhússins og slaufan er svart/hvít köflótt; skemmtileg vísun í sambærilegt mynstur á lög- reglubúningunum sem við sjáum dag hvern. Lýsing er einföld en smekkleg, hún endurspeglar og styður við ástand mála í spennuþrungnu ást- arsambandi potts og loks með rauð- leitri birtu, eða kælir sviðið með bláum tónum þegar hlé verður á hraða draumsins. Leikstjóri alls þessa er Ágústa Skúladóttir. Leikstjórinn hefur unn- ið verk sitt af vandvirkni og af virð- ingu fyrir frumlegu viðfangsefninu. Ágústa hefur næmt auga fyrir sam- spili sviðsmyndar og texta, smáatriði öðlast líf og húmorinn er sjaldan langt undan. Hér fær Ágústa mörg prik því það er vandaverk að leggja svona sýningu, halda jafnvægi list- formanna sem hér mætast á svo áberandi hátt. Ég legg ekki dóm á frammistöðu hljóðfæraleikaranna, einfaldlega vegna þess að ég hef ekki vit á því að greina það hvenær flinkur músíkant er verulega flinkur músíkant. En ég get þó sagt með vissu að þeir sem þarna spila eru allir flinkir – í það minnsta. Leikskrá mætti vera merkilegra plagg en eitt blað – svo sem með ágætum upplýsingum svo langt sem þær ná – en, mig langar að vita svo miklu meira um þetta allt saman; mig langar að „lesa bókina“. Ég hef fyrir satt að einn mætur menningarfrömuður – nú fallinn frá – hafi eitt sinn sagt um okkur Ís- lendinga að við værum „mennt- unarlaus skríll.“ Þá átti hann við það að þrátt fyrir ýmsar prófgráður og allt annað tildur vantaði hér hina gildu menntun menningar og lista. Það sem gerir veröld sem var að ein- hverju áframhaldandi lífsgæða- spursmáli. Herra Pottur og ungfrú Lok er tilraun í þá veru að auka lífg- æðin – án eignarhaldsfélaga og krosseignatengsla, stóriðjufram- kvæmda eða fjárfestingarstefnu líf- eyrissjóðanna. Þess vegna er Herra Pottur og ungfrú Lok ein virðing- arverðasta uppákoma sem undirrit- aður hefur orðið vitni að í menning- arlífinu þetta leikhúsmisseri sem nú er á enda. Ég skemmti mér konunglega og eitt af því sem hefur verið að leita á huga minn eftir þessa „smáu“ fall- egu leikhúsreynslu er þetta: Af hverju er verið að kynna þessa sýn- ingu sem barnasýningu? Þetta er spretthörð fantasía fyrir ALLA! Kennslustund í menningu. Frábær kennslustund í menningu Fyrir alla „Af hverju er verið að kynna þessa sýningu sem barnasýningu?“ spyr gagnrýnandi. Sýningin sé fyrir alla. Þjóðleikhúsið – Kúlan Herra Pottur og ungfrú Lok: Tón- ævintýri fyrir börn, Bohuslav Martinu og Christophe Garda bbbbn Óperatic félagið og Þjóðleikhúsið. Á Listahátíð í Reykjavík. Frumsýning 29. maí 2010. Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir. Þýðing: Hlöðver Ellertsson. Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason. Leikmynd, brúður og búningar: Katrín Þorvaldsdóttir. Hljóðfæraleikarar: Ármann Helgason, Kristín Mjöll Jakobsdóttir, Eiríkur Örn Pálsson, Sif Tulinius, Sigurður Halldórs- son og Ástríður Alda Sigurðardóttir. Sögumaður og leikari: Sólveig Simha. GUÐMUNDUR S. BRYNJÓLFSSON LEIKLIST Rosie Huntington-Whiteley, nær- fatafyrirsæta sem sýnt hefur nær- fatnað fyrir framleiðandann Victori- a’s Secret, mun leika í næstu kvikmynd um Transformers, vél- mennin sem breyta sér í farartæki þegar þörf krefur. Huntington- Whiteley er 23 ára gömul, var út- nefnd „fyrirsæta ársins“ af kvenna- blaðinu ELLE í fyrra en hefur ekki áður reynt fyrir sér í leiklistinni. Hún mun fara með hlutverk nýrrar persónu í myndasyrpunni og leika á móti hjartaknúsaranum Shia La- Beouf. Myndin verður frumsýnd á næsta ári. Megan Fox mun ekki leika í Transformers 3. Fögur Rosie Huntington-Whiteley. Nærfatafyr- irsæta í T3 Yfirvöld í Malaví ætla að leysa úr haldi tvo samkynhneigða karlmenn sem dæmdir voru til 14 ára fangels- isvistar fyrir kynhneigð sína. Bjargvættur mannanna er popp- drottningin Madonna, að því er fram kemur á vef Perez Hilton. Madonna mun hafa heyrt af handtöku karlmannanna og fang- elsisdómnum og gagnrýnt yfirvöld harðlega í kjölfarið. Forseti Malaví frétti af atvikinu og óskaði þess að mönnunum yrði sleppt. Eftir að fréttir bárust um að leysa ætti mennina úr haldi, bloggaði Ma- donna og sagði að hún hefði alltaf verið þeirrar trúar að ástin sigraði allt. Yfir 30 þúsund aðdáendur hennar hafi stutt kröfu um lausn mannanna. Reuters Madonna Með dóttur sinni Mercy James sem hún ættleiddi frá Malaví. Bjargaði hommum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.