Morgunblaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 2010
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI
HHH
S.V. - MBL
HHHH
T.V. - Kvikmyndir.is
SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI
Hörku hasargrínmynd með
Bruce Willis, Tracy Morgan
(30 Rock) og Sean William Scott
sem kemur öllum í gott skap.SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
JAKE GYLLENHAAL GEMMA ARTERTON BEN KINGSLEY
Gísli Örn
Garðarsson er
mættur í sinni
fyrstu Hollywood
mynd
HHHH
„Myndin er veisla fyrir augað
og brellurnar flottar“
„Fagmannlega unnin – Vel
leikin – Skemmtileg – Stendur
fullkomlega fyrir sínu“
Þ.Þ. - FBL
Frá framleiðanda Pirates
of the Caribbean þríleiksins
Jerry Bruckheimer kemur
ein stærsta bíóupplifun ársins. HHHH
„Iron Man 2 setur
viðmið sem eru gulls
ígildi fyrir framhal-
dsmyndir þökk sé
leiknum hans Roberts
Downey Jr. sem
Stark“
- New York Daily News
HHHH
...óhætt er að að ful-
lyrða að Hrói Höttur
hefur aldrei verið
jafngrjótharður og í
túlkun Crowe.
Þ.Þ. - FBL
/ ÁLFABAKKA
PRINCE OF PERSIA kl. 5:30D -8D -8:30-10:30D 10 DIGITAL IRON MAN 2 kl. 5:20-8-10:40 12
PRINCE OF PERSIA kl. 5:30-8-10:30 VIP-LÚXUS COP OUT kl. 8 14
THE LAST SONG kl. 5:40-8-10:30 L KICK-ASS kl. 10:50 14
ROBIN HOOD kl. 10:30 12 AÐTEMJADREKANNSINN m. ísl. tali kl. 6 L
PRINCE OF PERSIA kl. 5:30D -8D - 10:30D 10
THE LAST SONG kl. 5:40-8-10:20 L
AÐ TEMJA DREKANN SINN - 3D m. ísl. tali kl. 63D L
/ KRINGLUNNI
GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR, VIP OG 3D MYNDIR
600 kr.
Tilboð
600 kr.
Tilboð
600 .
600 kr.
Fyrir um hálfri öld var fyrstaarabísk-andalúsískahljómsveitin stofnuð íborginni Tetuán, nyrst í
Marokkó, af fiðlu- og lútuleikaranum
Abdessadak Chekara. Þessari sveit
var gefið nafnið Orquesta Chekara
Andalusí de Tetuán, en fyrst um sinn
var hún eingöngu skipuð hljóðfæra-
leikurum úr borginni og léku þeir á
hefðbundin arabísk hljóðfæri.
Frændi stofnanda sveitarinnar, Jal-
lal Chekara, leiðir nú sveitina en
nafnið hefur breyst örlítið, í dag heit-
ir hún Orquesta Chekara flamenca.
Chekara leikur á fiðlu og syngur en
sveitin leikur lög sem eru blanda
spænskrar flamenkó-tónlistar og
marokkóskrar, en flamenkóið má
rekja til Mára sem réðu ríkjum á
Spáni frá 711-1492. Tónlist þessara
tveggja svæða er því eðlilega keimlík
og smellur fullkomlega saman, hvor
bætir hina upp í raun og bræðing-
urinn verður býsna magnaður.
Sveit Chekara hélt tónleika í Ís-
lensku óperunni í fyrrakvöld sem
voru hluti af Listahátíð í Reykjavík
og mikil upplifun. Auk Chekara voru
á sviðinu Azis Samsawi sem lék á hið
stórmerkilega og hljómfagra hljóð-
færi kanun, Youssef El Hoassaieni
sem lék á lútu og söng, Mouhssine
Koraichi lék á darbouka-trommu og
söng, Vicente Gelo sá um flamenkó-
sönginn ásamt Rosu de Algeciras,
Emilio Maya lék á gítar og hin tign-
arlega Choni sá um flamenkódans-
inn. Eins og sjá má af þessari upp-
talningu eru margir söngvarar í
sveitinni og skiptist söngurinn í þann
arabíska/marokkóska og þann
spænska, þ.e. flamenkóið. Þegar
skammt var liðið á tónleikana steig
ábúðarmikil flamenkódansmærin á
svið og dansaði af miklu listfengi en
stappið sem fylgir dansinum er mik-
ilvægur hluti af flamenkó-tónlist líkt
og klappið sem söngvararnir sjá um.
Flamenkó-söngvararnir voru prýði-
legir en Gelo virtist þó eitthvað seinn
í gang, dálítið kraftlaus til að byrja
með og Algeciras átti í tæknilegum
vandræðum, benti mikið á hátal-
arann fyrir framan sig og stykkið
sem hún var með í eyranu og sló á
loftgítarsstrengi til að senda tækni-
manni skilaboð. Það truflaði þó ekki
flutninginn, að því er virtist.
Gítarleikarinn Maya sló strengina
af miklu öryggi og má það sama
segja um alla hljóðfæraleikarana,
þeir voru öryggið og fagmennskan
uppmáluð enda þaulæfð sveit undir
stjórn Chekara. Þá var sérlega
skemmtilegt að fylgjast með Sam-
sawi leika á kanun, tyrkneskt
strengjahljóðfæri sem maður sér
sjaldan á tónleikum hér á
landi og svipar til sítars.
Samsawi tók flóknar
rispur á kanunið (ætli
megi kalla það sóló?) við
hvatningu sveit-
armeðlima. Og þegar fag-
ur dans Choni náði hæst-
um hæðum
var fín
stemning í
sveitinni. Yngri
dansari hefði eflaust
verið kraftmeiri og
hraðari, en Choni bætti
það upp með öryggi og
fögrum hreyfingum.
Lögin voru fæst kynnt á
tónleikunum og áheyrendur að-
eins ávarpaðir tvisvar, í fyrra
skiptið á spænsku og seinna
skiptið á ensku. Tónlistarmenn-
irnir Gelo og Algeciras þökkuðu
áhorfendum fyrir komuna,
óskuðu þeim góðrar skemmt-
unar og sögðust hafa notið
Bláa lónsins. Skemmtilegra
hefði verið að fá nokkrar
setningar frá stjórnand-
anum Chekara, um tónlistina og upp-
runa hennar, frænda hans sem stofn-
aði hina upphaflegu sveit, einhvern
fróðleik því búast má við því að meiri-
hluti áhorfenda sé ekki sérfróður um
tónlist af þessu tagi og langi að fræð-
ast.
Eftir um klukkustundarlanga tón-
leika þakkaði hljómsveitin svo fyrir
sig og gerði sig líklega til að yfirgefa
sviðið en áhorfendur klöppuðu ákaft
og stöppuðu þannig að aukalag var
tekið. Þegar að lokalaginu kom var
blaðamaður orðinn býsna sveittur og
súrefnislaus á efsta bekk
óperuhússins sem virðist
vera ansi illa loftræst.
En ekki má láta slík
óþægindi spilla fyrir
upplifuninni. Þetta voru
fínir tónleikar, e.t.v.
ögn vélrænir af hljóm-
sveitarinnar hálfu,
gleðina virtist vanta á
köflum í flutninginn.
Listahátíð fær prik fyr-
ir þá breidd sem hún
býður upp á í tónleika-
haldi í ár. Tónleikar á
borð við þessa eru við-
burður sem áhuga-
menn um tónlist eiga
ekki láta fram hjá sér
fara.
Miðjarðarhafshiti og óperusviti
Íslenska óperan
Orquesta Chekara flamenca
bbbmn
Listahátíð í Reykjavík 2010.
Sunnudagurinn 30. maí kl. 20.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
TÓNLIST
Morgunblaðið/Eggert
Sjö tónlistarmenn Frá vinstri: Aziz Samsawi, Youssef El Hossaieni, Vicente Gelo, Jallal Chekara, Rosa de Algeciras, Emilio Maya og Mouhssine Koraichi.
Choni Innlifunin
leynir sér ekki.
Gelo og Chekara Flamenkósöngur harmi þrunginn og afrískir tónar.
Frá Tetuán Chekara syngur af innlifun, Algeciras og Maya hlýða á.