Morgunblaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 32
32 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 2010  Þann 22. júní nk. verður sýnt beint frá tónleikum metalsveit- anna Metallicu, Slayer, Amthrax og MegaDeath í Sambíóunum. Tónleikarnir fara fram í Búlgaríu en miðasala á sýninguna hófst í gær. Hér er um stórviðburð að ræða fyrir flösuþeytara allra landa og forvitnilegt að sjá hvort flösunni verður þeytt í bíósal. Tónleikunum verður varpað um gervihnött en þeir eru haldn- ir í höfuðborg Búlgaríu, Sofiu. Tónleikarnir verða sýndir í beinni útsendingu í yfir 450 bandarískum kvikmyndahúsum, svo dæmi sé nefnt. Sveitirnar fjórar hafa aldrei komið saman á tónleikum áður. Tónleikar fjögurra risa í beinni í Sambíóunum  Listahátíð í Reykjavík lýkur á laugardaginn með Óperuveislu Kristins Sigmundssonar, Sinfón- íuhljómsveitar Íslands og Óp- erukórs Reykjavíkur. Fram að því verður nóg um að vera og ljós- myndasýningar víða um höf- uðborgarsvæðið munu standa lengur og sumar hverjar til vet- urs. Í dag lýkur sýningu á verkum Davids Byrne, Moral Dilemmas, í upplýsingaskiltum víða um borg- ina. Tónleikar Benna Hemm Hemm, Alasdairs Roberts og Blás- arasveitar Reykjavíkur verða haldnir 3. júní og Njúton og bandaríski strengjakvartettinn The Formalist Quartet frumflytja á Íslandi Vortex Temporum eftir tónskáldið Gérard Grisey 4. júní. Upplýsingar um hátíðina má finna á listahatid.is. Síðasta vika Listahá- tíðar í Reykjavík Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Alla, fullu nafni Aðalheiður Borg- þórsdóttir, kynnir sig sem „mömmu LungA“, þegar blaðamaður slær á þráðinn til hennar. Alla er stjórn- andi þessarar listahátíðar unga fólksins á Austurlandi sem haldin er um miðjan júlí ár hvert á Seyðisfirði. Fyrsta hátíðin var haldin fyrir tíu árum og verður haldið upp á afmælið á hátíðinni í ár en hún fer fram 12.- 18. júlí. -Hefur orðið mikil breyting á há- tíðinni frá því sú fyrsta var haldin? „Já, það hefur ýmislegt breyst náttúrlega. Bæði hvað margir taka þátt í listasmiðjunum og mikill fjöldi kemur á listahátíðina. Hún hefur öll bólgnað út, á alla kanta, það eru miklu fleiri viðburðir, tónleikarnir orðnir mjög stórir. Þannig að það má segja að hún hafi bara bólgnað út,“ segir Alla. Tónhryðjuverksmiðja -Er dagskráin fullmótuð? „Hún er svona að mótast, já, er nokkuð langt komin,“ segir Alla. Boðið verði upp á listasmiðjur í leik- list, tónlist, dansi og myndlist. Sem dæmi nefnir hún hlæjandi að boðið verði upp á „tónhryðjuverksmiðju“. Umsjónarmenn hennar eru Davíð Þór Jónsson og Helgi Svavarsson. Þekktir listamenn stýra smiðjunum, m.a. Ilmur Kristjánsdóttir leiklist- arsmiðju og Halldór Bragason, Dóri Braga, blússmiðju. Þátttakendur í listasmiðjunum þurfa að vera orðnir 16 ára og ekki eldri en 25 ára. Engin önnur skilyrði eru sett fyrir þátttöku í smiðjunum, engar kröfur gerðar til listkunnáttu. „Aðalmarkmiðið er að efla áhuga á menningu og listum, það hefur alltaf verið aðalmarkmiðið með þessari hátíð,“ segir Alla. -Hafa einhverjir hópar úr þessum listasmiðjum haldið áfram listrænu starfi, svo þú vitir til? „Við þekkjum mýmörg dæmi um það að krakkar hafa ákveðið að fara í einhverja listgrein í kjölfarið. Mér er minnisstætt t.d. að sirkuslistafólk var hérna með smiðjur í mörg ár og það fór einmitt ein stúlka, Birta Benónýsdóttir, í sirkuslistaskóla í beinu framhaldi af því að vera hér. Og auðvitað veit ég um mörg fleiri dæmi.“ -Það grípur þig kannski móðurleg tilfinning þegar þú verður vitni að slíku? Nú veit ég ekki hvað þú ert gömul eða hvort þú ert móðir … „Jú, jú, ég er móðir,“ segir Alla og hlær. Hugmyndin að hátíðinni teng- ist líka móðurhlutverkinu, dóttur hennar hafi ekki þótt mikið um að vera á Seyðisfirði þegar hún var á táningsaldri, fyrir um tíu árum. „Það er oft erfitt að vera unglingur og finnast ekki nóg að gert,“ bendir Alla á og blaðamaður getur tekið undir það. „Við erum mjög stolt af þessari hátíð því hún hefur vissulega haft áhrif á krakkana sem hafa tekið þátt. Þau koma hingað og eru saman í viku og kynnast krökkum frá ýms- um löndum.“ Spurð út í fjölda gesta á hátíðinni segist Alla halda að um 3- 4000 manns sæki hana þá viku sem hún stendur yfir í júlí, en það er býsna mikið í ljósi þess að bæjar- búar eru aðeins um 700. Í tilefni af afmælinu verður fatahönnunarsýn- ing hátíðarinnar afar glæsileg, tíu hönnuðir munu sýna hönnun sína 15. júlí og tveir fá þeirra fá viðurkenn- ingu frá Hönnunarsjóði Auroru. Hjaltalín meðal hljómsveita Og ekki má gleyma tónleikahaldi. Á föstudeginum verða það listamenn á vegum Kimi Records sem halda tónleika: Kimono, Sudden Weather Change, Stafrænn Hákon og Quad- ruplos. Á laugardeginum hefjast tónleikar kl. 16 en á þeim koma fram Óli Ofur, dj flugvél og geimskip, Oculus, Muted og Cassette á litla sviðinu svokallaða en kl. 20 hefjast stóru tónleikarnir, með Helmus und Dalli, Miri, Seabear, Hjaltalín og Bloodgroup. Uppskeruhátíð lista- smiðjanna verður haldin á laugar- deginum og það verður því mikið líf og fjör í bænum. Afrakstur hins skapandi starfs Ungt fólk á uppskeruhátíð LungA árið 2007 sýnir gestum afrakstur starfs í ónefndri listasmiðju. LungA bólgnar út  Listahátíð unga fólksins á Austurlandi fagnar tíu ára afmæli í júlí  Ungt fólk nemur af þekktum listamönnum í listasmiðjum og sýnir afraksturinn Það er nóg að gera hjá hljómsveitinni Limited Copy um þessar mundir. Sveitin spilar electro-hiphop-dubstep-tónlist af evr- ópskum meiði og telur þá Þorbjörn Einar Guðmundsson, Elías Mar og Garðar Eyfjörð, en þeir vinna undir listamannsnöfn- unum Basic B, El Forte og Kilo. Þann 1. apríl síðastliðinn kom út á vegum kappanna smáskífan „Posted Up“ á vefnum gogo- yoko og að sögn Þorbjarnar hefur hún vakið nokkra at- hygli. „Hún hefur gengið mjög vel. Við vorum til dæmis á topp- lista á beatport.com,“ segir Basic B, en Beatport er ein stærsta vefverslunin sem sérhæfir sig í electro-tónlist. Á skíf- unni er að finna fjölda remixa eftir erlenda tónlistarmenn sem flestir eiga rætur sínar að rekja til Ungverjalands, Ítalíu og Portúgal, en það var listamaður frá Kólumbíu, José Dom- ingo Betancur Gómez, sem hannaði plötuumslagið. Þor- björn segir þá félagana hafi kynnst samverkamönnum sínum hér og þar í gegnum árin, en einhverjir þeirra eru á samningi hjá sama dreifingarfyrirtæki og Limited Copy, sem staðsett er í Flórída. Meðal þeirra verkefna sem sveitin vinnur að þessa dagana er plata með Haffa Haff, en Þorbjörn hannar umslagið ásamt því að hafa unnið nokkur lög með Haffa. Hann remixaði einnig lagið „Viltu dick?“ með Sykri og Blaz Roca, sem hljómar nú á skemmtistöðum borgarinnar og er væntanlegt í verslanir. Og samstarf við hljómsveitina Diktu er í vinnslu, en til stendur að remixa fyrir þá lagið „Thank You“. „Svo erum við að vinna breiðskífu núna sem við stefnum á að gefa út í sumar eða haust. Og jafnvel bíður okkar tónleika- ferð erlendis,“ segir Þorbjörn. Mjög spennandi verkefni gæti einnig leynst handan við hornið en hann segir hugsanlegt að lag sé væntanlegt með Limited Copy og Wizard Sleeve, sem gerðu garðinn frægan með laginu „Riverside“ með Sidney Samson. holmfridur@mbl.is Fólk  Út er komin ný plata með gleði- sveitinni Ljótu hálfvitunum. Plat- an heitir ekki neitt, líkt og tvær fyrri plötur hljómsveitarinnar og mun einnig vera mjög svipuð hinum í útliti. Plötuna nýju prýðir nektar- mynd (eða nektarteikning) af hálf- vitunum. Eitt lag af plötunni er komið í spilun á útvarpsstöðvum og heitir það „Gott kvöld“. Í því er sungið um samkvæmi sem fer úr böndunum. Ljótu hálfvitarnir eru níu en á plötunni er að auki þriggja manna brasssveit, gestatrommarar og söngkona að norðan, Halla Mar- ín Hafþórsdóttir. Þá kemur KK einnig við sögu í tveimur lögum. Plötunni verður fylgt eftir með tónleikahaldi. Fyrstu útgáfu- tónleikarnir verða haldnir í Ís- lensku óperunni 5. júní. Nafnlaus plata með nöktum hálfvitum Forsaga hátíðarinnar er sú, skv. vefsíðu hennar, að ungt fólk á Seyðisfirði var óánægt með þá af- þreyingu sem var í boði í bænum. „Það eina sem boðið var upp á voru böll og djamm, sem var í sjálfu sér í lagi en orðið svolítið tilbreyting- arlaust. Til varð hópur sem ákvað að skapa eitthvað nýtt og koma á fót listahátíð fyrir ungt fólk. Í hópnum voru Stefán Benedikt, Halldóra Malin, Ólafur Ágústsson og Björt Sigfinnsdóttir. Þau unnu með Aðalheiði Borgþórsdóttur, ferða- og menningarmálafulltrúa Seyðisfjarðarkaupstaðar, að þróun hátíðarinnar. Vinna þurfti hug og hjörtu ungmenna, selja styrktarað- ilum hugmyndina og það þurfti að fá góða leiðbeinendur til þess að stýra listasmiðjunum. Í hugum margra var orðið „list“ fráhrind- andi, hugarfarsbreyting þurfti því að eiga sér stað. Eitt aðalmarkmið hátíðarinnar skyldi vera að vekja áhuga á menningu og listum og eyða þessum fordómum sem virt- ust almennt vera uppi,“ segir á vef- síðu LungA, lunga.is. Á fyrstu há- tíðinni hafi um 20 ungmenni tekið þátt í listasmiðjum og þá hafi oft verið erfitt að fá fólk til að taka þátt í þeim og erfitt að fjármagna hátíðina. Í gegnum árin hafi LungA þó þróast og stækkað og sé nú einn markverðasti listviðburður ársins hér á landi af þeim sem ætl- aðir eru ungu fólki. Lítið var í boði fyrir ungt fólk HVERNIG VARÐ LUNGA TIL? Vinna með Wizard Sleeve og remixa Thank You

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.