Morgunblaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Ernir Drumbaburður Hrönn, Ívar og Evert lyfta léttilega einum af stóru trjábolunum sem eru á nýju stöðinni fyrir fólk til að spreyta sig á. Iðnaðarmenn voru í gær á fullu að leggja lokahönd á salinn í nýja húsnæðinu í Skeifunni. þessu. Þetta er fjölbreytt, skemmti- legt og smitandi. Þess vegna sækir fólk í þetta og ekki síst vegna þess að fólk finnur fljótt árangur. Árangursmælingin okkar felst ekki í að losna við fitu eða þyngd, heldur að almenn líðan sé betri og að fólk öðlist styrk til að geta meira. Við metum þetta úr frá auknum lífs- gæðum, bæði andlegum og lík- amlegum.“ Karlarnir væla meira CrossFit er fyrir fólk á öllum aldri og elsti kúnninn hjá Hrönn er 84 ára. „Sex ára sonur minn tekur þátt í þessu með mér. Þörfin fyrir hreyfingu er sú sama hjá okkur öll- um, hvort sem við erum atvinnu- íþróttamenn eða eldri borgarar. Þess vegna lögum við æfingarnar að getu hvers og eins. Þeir sem eru eldri og þrekminni gera æfingarnar hægar, sjaldnar og léttar en þeir sem eru ungir og í toppformi. Þetta hentar líka þeim sem eru með kvilla eða meiðsl, þá lögum við hverja æf- ingu að hverjum einstaklingi,“ segir Hrönn og bætir við að hverja æfingu þurfi að gera innan ákveðins tíma og ákveðið oft innan ákveðins tíma. Í því felst mikil hvatning. Evert segir að bæði karlar og konur sæki í CrossFit en hans reynsla er að konurnar séu kjark- meiri. „Karlarnir væla meira,“ segir hann og hlær að kynbræðrum sínum og bætir við að Evrópumeistari kvenna sé íslensk kona, Anni Mist Þórisdóttir og að hún muni keppa á næsta heimsmeistaramóti. Syngur öllum stundum Hrönn hefur ekki aðeins þjálfað fólk í bílskúrnum heima, hún hefur líka verið með fjarþjálfun í CrossFit, í Vestmannaeyjum, á Egilsstöðum, í Danmörku sem og hinum ýmsu fyr- irtækjum. Þessi kjarnakona er söng- fugl mikill og þekktust fyrir að vera leiðtogi tónlistarstarfsins í Fíladel- fíu. „Ég syng allar helgar og oft í viku, það er hluti af mér. Bestu söngstundirnar eru milli CrossFit- æfinga,“ segir Hrönn og hlær en hún syngur líka oft bakraddir hjá ýmsum tónlistarmönnum og hefur unnið við að fá tónlistarfólk erlendis frá til að halda tónleika hér á landi. Þó Hrönn og Evert standi vakt- ina að mestu í nýju stöðinni þá eru bæði Ívar eiginmaður Hrannar og Rúrý kærasta Everts, með þjálf- araréttindi, þannig að þau munu öll fjögur koma að starfinu. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 2010 Daglegt líf 11 Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Klukkan 10 í dag, kannski ekki æð- islega stundvíslega, munu þeir John Peaveler og Magnús Sigurjónsson leggja af stað í hringróður um Ísland á kajökum. Aðeins hafa níu manns ró- ið hringinn á undan þeim, þar af einn Íslendingur. Peaveler ætlar að ljúka róðr- inum innan tveggja mánaða en Magnús lýkur ekki hringróðrinum fyrr en á næsta ári. Magnús er reynd- ur kajakkennari og ástæðan fyrir því að hann verður svona miklu lengri er sú að hann ætlar að skipta róðrinum í tvennt, eða öllu heldur í þrennt. Þeir Peaveler og Magnús verða samferða í Hrútafjörð en þangað koma þeir væntanlega 17. júní. Þar tekur Magn- ús sér smávegis frí en ætlar svo að taka aftur upp þráðinn í júlí og róa til Húsavíkur. Afganginn klárar hann væntanlega næsta sumar. Bandaríkjamaðurinn John Peaveler, býr og starfar í Kuwait þar sem hann og kona hans Ayeshah, hafa rekið dýraathvarf í fimm ár. Hann er jafnframt mikill bar- áttumaður fyrir mannúðlegri með- ferð á dýrum og hringróðrinum um Ísland er ætlað að vekja athygli á Certified Humane samtökum í Bandaríkjunum sem gefa út vottorð um að tilteknir framleiðendur hafi farið vel með húsdýr sín. Passar að snerta ekki sjóinn Peaveler er ekki ókunnur löngum kajakróðri því árið 2004 reri hann um 2.400 kílómetra leið frá Skagway í Alaska til Seattle í Wash- ington-ríki. Síðan hefur hann lítið ró- ið, einkum vegna þess að sjórinn und- an Kuwait er ekki beinlínis hentugur fyrir slíkar íþróttir. Sjórinn er gríð- arlega mengaður og raunar loftið einnig. „Síðast þegar ég æfði kaj- akveltu fékk ég sýkingu í ennishol- urnar. Það segir sína sögu,“ sagði Peaveler. Sjórinn sé mjög mengaður af skólpi, enn meira eftir að skólp- leiðsla hafi rofnað þannig að skólp rann óhindrað í sjóinn í tvo mánuði. Skólpi úr skipum sé einfaldlega sturt- að í flóann. „Í Kuwait passaði ég mig á að snerta aldrei sjóinn, hvorki þeg- ar ég reri eða þegar ég tók land. Þeg- ar ég fór í reynsluróður með Magnúsi við Reykjavík og tók veltur, þurfti ég að minna sjálfan mig á að það væri allt í lagi að fara á kaf,“ sagði hann. Hægt er að lesa meira um Peaveler og hringferð hans á vefnum: www.johnpeaveler.com Ætla að róa hringinn um Ísland en ekki alla leið saman Ljósmynd/Magnús Sigurjónsson Hvolfir John Peaveler þarf að minna sjálfan sig á að það er í góðu lagi að hvolfa bátnum hér við land, þótt það sé varasamt við Kuwait. Þarf ekki að óttast sýkingar í ennisholum CrossFit-kerfið er ungt fyr- irbæri sem á upphaf sitt í Bandaríkjunum. Árið 2001 hannaði bandaríski íþróttaþjálf- arinn Greg Glassman þetta kerfi og byrjaði í bílskúrnum heima hjá sér. Hann hafði verið þjálfari í ólympískum lyftingum og fim- leikum og honum fannst vanta æfingakerfi sem hentaði fyrir almenning. Hann bjó því til CrossFit þar sem hann nýtir að- ferðir afreksíþróttamanna. Í CrossFit eru notaðar aðferðir úr mörgum greinum svo sem fim- leikum, ólympískum lyftingum, kraftlyftingum, frjálsum íþrótt- um, sundi, hjólreiðum, hlaupi og fleiru. Í CrossFit mætast því margar íþróttir í einni þar sem æfður er styrkur, liðleiki, þol og þrek, hraði, samhæfing, snerpa, jafnvægi og nákvæmni. Kerfi sem hentar öllum GREG GLASSMAN ER UPP- HAFSMAÐUR CROSSFIT Tvö utanvegahlaup verða haldin á suðvesturhorninu um næstu helgi. Hið fyrra, 7 tinda hlaupið í Mos- fellsbæ, hefst klukkan 10 á laug- ardagsmorgun við Lágafellslaug. Boðið er upp á þrjár vegalengdir: 7 tinda hlaup sem er 37 km, 5 tinda hlaup sem er 34 km og loks 3 tinda hlaup sem er 19 km. Hlaupið er um fjöll, fell og dali í nágrenni Mosfells- bæjar. Ræst verður í síðara hlaupinu, Úlf- ljótsvatnshlaupinu, klukkan 11 en það hlaup er eitt af fimm utanvegahlaup- um í nýrri hlaupaseríu sem kennd er við 66°Norður. Hlaupið hefst og því lýkur við Úlfljótsskála en hringurinn er um 25 km langur. Skráningar og frekari upplýsingar má finna á hlaup.is Hlaupasería í startholunum Hlaupið Att kappi í tindahlaupi. Utanvega um næstu helgi Ný heyrnartæki - helmingi minni en tvöfalt öflugri! G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | S í m i : 5 6 8 6 8 8 0 | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | w w w . h e y r n a r t æ k n i . i s Pantaðu tíma í fría heyrnarmælingu í síma 568 6880 og prófaðu Agil Njóttu orkunnar sem fylgir því að heyra betur! Agil eru einstök heyrnartæki sem voru þróuð með það markmið í huga að bæta talgreiningu við allar aðstæður og draga úr hlustunarþreytu. Agil heyrnartækin eru þau fullkomnustu frá Oticon fram til þessa en segja má að þau hafi tæknilega sérstöðu umfram önnur tæki. Þrátt fyrir að Agil séu um helmingi minni en hefðbundin bak við eyra tæki þá búa þau yfir öflugustu örflögunni en vinnsluhraði hennar er helmingi meiri en áður hefur þekkst. Eins og önnur heyrnartæki frá Oticon þá eru Agil með þráðlausa tækni og veita þrívíddarhljómgæði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.