Morgunblaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 2010 Mörður Árnason, varaþingmað-ur og verðandi þingmaður eftir að hafa náð að rýma sæti fyr- ir ofan sig, segir að kosningaúrslit Samfylkingarinnar séu þau verstu frá upphafi. Hann er ekki mjög hjálplegur forystu flokksins.     Félagi hans Karl Th. Birgisson,fyrrverandi fram- kvæmdastjóri flokksins, tekur við keflinu af Merði í pistli á Herðubreið og veitist að Degi B. Eggertssyni.     Karl bendir á að bæði nú og árið2006 hafi kosningabarátta Dags orðið til þess að fylgi flokks- ins minnkaði. Krafa þessa fyrrver- andi framkvæmdastjóra Samfylk- ingarinnar er skýr: Dagur á að segja af sér.     Sérstakur ávinningur er að því,að mati Karls, að þá skapast rými fyrir Hjálmar Sveinsson, út- varpsmann. Sá sagðist um helgina ætla að hugsa sig um hvort hann tæki sæti varaborgarfulltrúa. Eftir stuttan leikþátt kynnti hann á mánudag að hann hefði tekið ákvörðun um að sitja, þrátt fyrir að það „væri að mörgu leyti freist- andi bara að stökkva í burtu og segja kjósendur eru vitleysingar“.     Það verður auðvitað hver aðmeta fyrir sig hversu freist- andi það er að segja að kjósendur séu vitleysingar. Og út af fyrir sig fara slíkar pælingar ágætlega saman við tal Besta flokksins um að sumir borgarbúar séu „aum- ingjar“.     Vaxandi sundurlyndi innan Sam-fylkingarinnar er hins vegar orðið afar eftirtektarvert. Ekki síst í ljósi ummæla formanns flokksins um að þétta raðir og smala köttum. Af vitleysingum og aumingjum Veður víða um heim 31.5., kl. 18.00 Reykjavík 11 súld Bolungarvík 10 alskýjað Akureyri 11 léttskýjað Egilsstaðir 13 skýjað Kirkjubæjarkl. 9 alskýjað Nuuk 5 léttskýjað Þórshöfn 8 skýjað Ósló 21 heiðskírt Kaupmannahöfn 17 heiðskírt Stokkhólmur 17 heiðskírt Helsinki 16 léttskýjað Lúxemborg 13 skýjað Brussel 13 skýjað Dublin 14 skýjað Glasgow 19 léttskýjað London 16 skýjað París 16 skýjað Amsterdam 17 léttskýjað Hamborg 15 skýjað Berlín 12 skúrir Vín 14 skýjað Moskva 23 heiðskírt Algarve 30 heiðskírt Madríd 32 heiðskírt Barcelona 24 léttskýjað Mallorca 29 heiðskírt Róm 24 léttskýjað Aþena 31 léttskýjað Winnipeg 13 skýjað Montreal 18 skýjað New York 28 heiðskírt Chicago 28 skýjað Orlando 30 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ STAKSTEINAR VEÐUR 1. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:22 23:30 ÍSAFJÖRÐUR 2:41 24:21 SIGLUFJÖRÐUR 2:21 24:07 DJÚPIVOGUR 2:42 23:09 FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Til skoðunar var í allsherjarnefnd Alþingis í byrjun maímánaðar að nefndin flytti frumvarp til breytinga á lögum um kosningar til sveit- arstjórna. Markmiðið var að samræma ákvæði um vægi útstrikana til jafns við það sem er í lögum um kosningar til Alþingis, en þar er vægi útstrikana mun meira. Árni Þór Sigurðsson, varaformaður allsherjarnefndar, segir að efa- semdir hafi komið fram um að flytja frumvarpið svo skömmu fyrir kosningar þegar framboðs- frestir væru liðnir og kosning utan kjörfundar hafin. Því hafi verið fallið frá því að flytja frum- varpið. „Til að þingnefnd flytji mál þurfa allir fulltrú- ar í nefndinni að vera sammála og það var ekki samstaða í nefndinni um að gera þetta með þessum hætti,“ segir Árni Þór Sigurðsson. „Vissulega eru það rök í sjálfu sér að ekki eigi að krukka í kosningalög svo skömmu fyrir kosn- ingar, en ég tel ekki að efnislegur ágreiningur sé um málið. Í raun er sjálfsagt að sömu reglur gildi almennt í kosningum. Hugmyndin var að nefndin flytti málið til að það fengi skjótari með- ferð í gegnum þingið. Þegar þessi háttur er hafður á þarf mál ekki að fara inn í nefndina á milli umræðna, en til þess þurfa nefndarmenn að vera sammála.“ Frumvörp um persónukjör liggja fyrir Al- þingi, en Árni segir að þau verði tæpast af- greidd á yfirstandandi þingi. Hins vegar verði áfram unnið að þeim málum og hugsanlega verði þau tekin til umræðu á þingi í september. Breytingar á sveitarstjórnarlögum verði vænt- anlega rædd í samhengi við umræðu um per- sónukjörið. Erfiðara að breyta röð frambjóðenda í sveitarstjórnarkosningum Ekki er samræmi í lögum um kosn- ingar til Alþingis annars vegar og til sveitarstjórna hins vegar. Eftir breytinguna á lögum um kosn- ingar til Alþingis árið 2000 hefur verið mun erfiðara að breyta röð frambjóðenda við sveitarstjórn- arkosningar en við alþingiskosn- ingar. Til að breytingar á röð frambjóðenda á listum til sveit- arstjórna nái fram að ganga þarf sam- stillt átak helmings kjósenda viðkomandi fram- boðs. Við alþingiskosningar nægir mun lægra hlut- fall eins og dæmi frá síðustu þingkosningum sýna. Í ákveðnum tilvikum geta um 10% útstrik- anir á lista til þingkosninga haft áhrif á röðun, en áhrifin fara m.a. eftir fjölda sæta sem við- komandi listi fær og einnig eftir því hvaða sæti viðkomandi skipar. Algengt er að útstrikanir í 15-20% tilvika færi frambjóðendur til um sæti. Útstrikanir á listum algengari en áður Kjósendur hafa í auknum mæli í síðustu kosn- ingum nýtt sér möguleika á að breyta röðun á lista. Tvær ástæður gætu skýrt þessa þróun, annars vegar umrót í þjóðfélaginu og hins vegar hafa kjósendur séð að breytingar á röðun hafa haft áhrif í kjölfar breytinga á lögum um kosn- ingar til Alþingis árið 2000. Hressilegar útstrikanir í kosningunum á laug- ardag munu hins vegar væntanlega ekki hafa nein áhrif þar sem lögum um sveitarstjórn- arkosningar var ekki breytt til samræmis. Eigi að síður voru líka gerðar breytingar á lögum um sveitarstjórnarkosningar árið 2000, en þær breytingar fjölluðu einkum um tæknileg at- riði. Samræmi var á milli laga um kosningar, hvort sem er til Alþingis eða sveitarstjórna, fram að breytingunni árið 2000. Frumvarpið féll á tíma  Aukið vægi útstrikana var rætt í allsherjarnefnd í byrjun maímánaðar  Ekki samstaða í nefndinni að flytja frumvarp svo skömmu fyrir kosningar Morgunblaðið/Ómar Kjörkassar Farið var í gær með kjörkassana úr Ráðhúsi Reykjavíkur í geymslu, með atkvæðunum í. Á heimasíðunni landskjor.is skrifar Þorkell Helgason, sem hefur verið ráðgjafi stjórnvalda varðandi kosningalög í meira en þrjá áratugi, hugleiðingu um val á frambjóðendum. Þar seg- ir: „Mannleg mistök eru væntanlega ástæða þess að ákvæði um útstrikanir sátu eftir í lög- um um kosningar til sveitarstjórna þegar sam- svarandi ákvæðum var breytt í þingkosn- ingalögum árið 2000. Snemma var bent á mistökin en leiðrétting hummuð fram af sér. Við erum fámenn þjóð með litla stjórnsýslu. Því þurfum við sífellt að huga að einföldum leiðum... Ættum við ekki að hafa aðeins ein kosningalög í stað a.m.k. fernra eins og nú er? Norðmenn láta sér nægja ein heildarlög en auðvitað með sérköflum um hvert afbrigðið. Sama gera margar aðrar þjóðir og alþjóðastofnanir á þessu sviði mæla með einum samræmdum lagabálki.“ Ættum við ekki að hafa ein kosningalög? ÞORKELL HELGASON Á LANDSKJOR.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.