Morgunblaðið - 05.07.2010, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 5. J Ú L Í 2 0 1 0
Stofnað 1913 154. tölublað 98. árgangur
KJÖRIÐ AÐ
FARA Í
GRASAFERÐ
VAR Í LÆRI HJÁ
TÉKKNESKUM
SNILLINGUM
SLÆR KLOSE MET
RONALDOS?
BOÐBERI FRUMSÝNDUR 23 HELJARSTÖKKVARI ÍÞRÓTTIRLÆKNINGAJURTIR 6
Hefur þegar skorað jafn-
mörg mörk og Müller
Jafn umferðarstraumur var til borgarinnar í gærkvöld eftir
mikla ferðahelgi. Lögreglan hafði viðbúnað og fór síðdegis í
eftirlitsflug með Suðurlandsvegi og um uppsveitir Árnessýslu
með þyrlu Landhelgisgæslunnar. „Umferðin gekk vel fyrir
sig og er varla meiri en á venjulegum sumardegi,“ sagði
Ágúst Birgisson hjá umferðardeild Lögreglunnar á höfuð-
borgarsvæðinu. Þyrlan lenti þar sem ökumenn voru stöðvaðir
fyrir of hraðan akstur auk þess sem lögreglumenn sáu að öku-
menn, hvort heldur var á bílum eða bifhjólum, hægðu á sér
þegar þeir urðu þyrlunnar varir. Samkomuhald gekk almennt
vel fyrir sig og engin stórmál komu upp, enda flestir á þeim
buxunum að helgin ætti að vera skemmtileg.| 4 sbs@mbl.is
Þéttur straumur á þjóðvegum um mikla ferðahelgi
Morgunblaðið/Árni Sæberg.
Nauðsynlegt
er að skera niður
í opinberum
rekstri evruríkj-
anna til að auka
traust fjárfesta
og neytenda og
eins til að stuðla
að hagvexti.
Þetta segir Jean-
Claude Trichet, bankastjóri Evr-
ópska seðlabankans. Þótt þær radd-
ir heyrist að nýtt samdráttarskeið
sé framundan í Evrópu er banka-
stjórinn á öndverðum meiði, telur
landið að rísa og spáir 1% hagvexti
í evruríkjum strax á þessu ári. »13
Bankastjóri vill
niðurskurð og spáir
hagvexti á þessu ári
Fimm hundruð ókláruð mál bíða
umboðsmanns skuldara þegar emb-
ættið tekur við verkefnum Ráðgjaf-
arstofu um fjármál heimilanna, að
því er fram kemur í ársskýrslu Ráð-
gjafarstofu.
Ásta Sigrún Helgadóttir, for-
stöðumaður Ráðgjafarstofu, segir
verkefnin skiptast í tvennt. Annars
vegar almenna ráðgjöf vegna
greiðsluerfiðleika en hins vegar
umsóknir um greiðsluaðlögun.
Þá hefur Ásta Sigrún sótt um
embætti umboðsmanns skuldara
sem hefur störf 1. ágúst. »2
500 mál bíða
umboðsmanns
Eyrún Magnúsdóttir
eyrun@mbl.is
Foreldrar tveggja ára barna í Norð-
lingaholti eru óánægðir með að börn
sín komist ekki inn í eina leikskóla
hverfisins, Rauðhól. Alls eru 66 börn
í hverfinu að verða tveggja ára á
árinu. Af þeim komast aðeins sex inn
í Rauðhól. Alls innritast 37 börn í
leikskólann í haust, flest á aldrinum
3-5 ára. Ekkert tveggja ára barn
kemst á leikskólann eftir kennitölu-
röð, þau sem komast inn eru öll í for-
gangi skv. reglum leikskólasviðs.
Yngstu börnin sem komast inn eftir
kennitöluröð í haust eru nýorðin
þriggja ára, en ekki næst að innrita
nema hálfan 2007-árganginn í hverf-
inu.
Morgunblaðið hafði samband við
dagforeldra sem skráðir eru á vef
Reykjavíkurborgar í Norðlingaholti.
Fimm dagmæður sögðu sömu sögu,
þær hafa engin laus pláss og eru
komnar með biðlista fyrir haustið.
„Það er súrt að þurfa að fara með
börnin sín út fyrir hverfið í leikskóla.
Mér finnst líka leiðinlegt að stelp-
urnar mínar, fæddar 2005 og 2008,
fái aldrei að vera saman í leikskóla,“
segir Dagmar Ýr Sigurjónsdóttir,
formaður foreldrafélags Rauðhóls
sem þarf að fara með dætur sínar í
tvo leikskóla næsta vetur. Hún segir
foreldra langþreytta á að bíða eftir
öðrum leikskóla í hverfið. Dagmar
var með fyrstu íbúum í hverfinu 2005
og segir íbúa hafi staðið í þeirri mein-
ingu að 2009 yrðu komnir tveir leik-
skólar í hverfið. Samkvæmt núgild-
andi áætlunum borgarinnar verður
nýr leikskóli í Norðlingaholti ekki
kominn í rekstur fyrr en árið 2012.
9% barna fá inni í
leikskólanum
60 börn fædd 2008 í Norðlingaholti komast ekki inn í hverfis-
leikskólann Foreldrar bíða til 2012 eftir nýjum leikskóla
MSysturnar fá ekki »6
Full þörf er á að skoða hvort taka
þurfi upp formlegra samstarf milli
félagsþjónustu og lögreglu í erfið-
ustu barnaverndarmálum. Þetta er
mat Aðalsteins Sigfússonar, félags-
málastjóra Kópavogsbæjar.
„Barnaverndarmálin eru orðin
þyngri og erfiðari viðfangs en áður,
það er harðari heimur í kringum
þau, meira um hótanir og meira um
það til dæmis að foreldrar séu í
harðri neyslu,“ segir hann.
Barnaverndartilkynningum í
Kópavogi fjölgaði um 19% milli ár-
anna 2008-2009 og eru starfsmenn
félagsmálayfirvalda sammála um að
þyngd málanna hafi aukist. » 4
Morgunblaðið/Árni Torfason
Hótunum
fjölgar
Barnaverndarmál
orðin erfiðari66
börn í Norðlingaholti eiga tveggja
ára afmæli á þessu ári.
6
þeirra barna komast inn í
leikskólann Rauðhól.
‹ BÖRNIN Í HVERFINU ›
»