Morgunblaðið - 05.07.2010, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 05.07.2010, Qupperneq 11
Daglegt líf 11 Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Grasalæknir Ásdís er fróð um jurtir og á lagernum hennar eru krukkurnar merktar með latneskum jurtaheitum. tína í bjartviðri og helst þegar þurrt er, til þess að fá sem mestu virknina úr jurtunum og einnig er gott að tína fjarri mengun og bílaumferð.“ Ásdís nefndi nokkrar jurtir sem vaxa víða villtar og almenningur get- ur tínt, svo sem vallhumal, birki, blóð- berg, gulmöðru, mjaðurt og æti- hvönn. Hún sagði nauðsynlegt að þekkja áhrif jurtanna og vita hvaða jurtir fari saman ef ætlunin er að út- búa jurtate. „Hægt er að tína hverja jurt fyr- ir sig og blanda þeim svo saman og búa til íslenskt jurtate sem gott er að drekka sem hversdagste eða bjóða upp á þegar gesti ber að garði. Einnig er gott að nota jurtirnar sem hluta af hollu mataræði og til dæmis er mjög gott að nota haugarfa og túnfífilsblöð í salat, þær eru báðar mjög næringar- ríkar jurtir.“ Kennsla í gerð jurtasmyrsla Ásdís leiddi þátttakendur á nám- skeiðinu í allan sannleik um 10 al- gengar jurtir og hvernig hægt væri að nota þær, ýmist einar sér eða í blönd- um í te, tinktúrur, olíur og smyrsli. Hver og einn fór svo til síns heima með jurtir í körfum eða pokum og kom þeim í þurrkun til síðari notk- unar. Viku síðar sátu þátttakendur í húsakynnum Miðstöðvar símennt- unar á Suðurnesjum þar sem Ásdís kenndi þeim að búa til jurtasmyrsli úr ferskum jurtum. „Jurtasmyrsli geta verið mjög gagnleg við ýmsum húðkvillum fyrir utan hvað þau eru græðandi og mýkj- andi fyrir húðina. Það getur verið mjög gefandi og skemmtilegt að búa til sitt eigið jurtasmyrsli og velja sam- an innihaldsefni eftir þörfum hvers og eins.“ Sú viðbót var ný en þátttakendur í grasaferðum fyrri ára báðu sér- staklega um þessa viðbót og urðu ekki fyrir vonbrigðum. Ásdís sagði þó í samtali við blaðamann að algengast væri að fólk væri að tína jurtir til að nota í te en undanfarin ár hafi aukist áhugi almennings á því sem náttúran gefur af sér. „Íslensku jurtirnar eru taldar mjög virkar og hafa margar hverjar heilsubætandi og jákvæð áhrif á fólk.“ Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Kennsla Ásdís fræðir um jurtir. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 2010 ódýrt og gott Big Bistro pepperoni pizza 389kr.pk.  Vallhumall: Blóm og blöð not- uð m.a. við exemi og háum blóð- þrýstingi.  Birki: Ný laufblöð notuð m.a. við blöðrubólgu og bjúgsöfnun.  Blóðberg: Öll jurtin nema rót notuð við m.a. kvefi, hósta og sveppasýkingu.  Gulmaðra: Öll jurtin nema rót notuð m.a. við húðkvillum og gigt.  Mjaðjurt: Blöð og blóm not- uð m.a. við gigt og magabólg- um.  Ætihvönn: Öll jurtin notuð m.a. við kvefi og flensupestum og til að bæta meltingu. Ráð: Gott er að hafa bók um ís- lenskar lækningajurtir og plöntuhandbók eða plöntukort við höndina þegar halda á til tínslu. Upplagt er t.d. að fara í grasaferðir þegar fjölskyldan er á ferðalögum en börn hafa ekki síður gaman af tínslunni. JURTIR VIÐ KVILLUM „Margir staðir hér við ströndina eiga sér afar merkilega sögu, sem mér er kær. Það er mér mikils virði að geta sagt frá því harðduglega og heiðarlega fólki sem bjó hér en í krafti eljusemi sinnar hafði þó sigur í baráttu við óblíð skilyrði,“ segir Siggeir Ingólfsson á Eyrarbakka. Allar helgar í sumar, laugardaga og sunnudaga, býður Siggeir upp á skoðunarferðir um Eyrarbakka og Stokkseyri. Lagt er upp frá sam- komuhúsinu Stað á Eyrarbakka kl. 13:30 og ekið um Eyrarbakka, þar sem fjölmörg hús sem byggð voru um síðustu aldamót hafa varðveist aukheldur sem götumyndin í vest- urhluta þorpsins er lík því sem var í byrjun 20. aldar. Sjúkrahúsið varð fangelsi Austast í þorpinu er fangelsið á Litla-Hrauni en elsti hluti þess var upphaflega byggður sem sjúkrahús fyrir samskotafé Sunnlendinga. „Um 1930 tók ríkið húsið eignar- námi og gerði að vinnuhæli fyrir sakamenn. Það var ljótur leikur enda hafði fólk hér á Suðurlandi lagt mikið á sig til að koma upp spítala. Enn í dag er ekki frítt við að fólki svíði hvernig sjúkrahúsinu var hreinlega stolið,“ segir Siggeir. Eyrarbakki var um aldir einn elsti verslunarstaður landsins. Húsið þar sem nú er Byggðasafn Árnesinga var lengi bústaður kaupmanna dönsku einokunarverslunarinnar. „Það er nánast tilviljun að Eyr- arbakki varð ekki höfuðborg Ís- lands. Frá 1890 og fram til 1910 var þessi staður stórveldi,“ segir Siggeir. Sá nefi sínu lengra Margt á Stokkseyri er með svip- uðum brag og var á Eyrarbakka. Þorri íbúanna byggði afkomu sína á búskap og sjósókn og í sögu ald- anna er Þuríður formaður þar fremst meðal jafningja, að mati Sig- geirs. Þuríður fæddist árið 1777 og var strax á unglingsaldri orðin háseti á árabátum sem gerðir voru út frá Stokkseyri og víðar. Þá var hún for- maður í 25 vertíðir. „Hún var skörungur mikill og lét ekki neinn eiga inni hjá sér og var jafnframt því fólki innan handar sem lent hafði forsælumegin í líf- inu. En þekktust er hún fyrir að sjá lengra en nef hennar náði og leysa torræðnar gátur mannlegs breysk- leika, svo sem Kambsránsmálið, sem var eitt frægasta sakamál sinn- ar tíðar,“ segir Siggeir sem lóðsar fólk alla leið austur að Baugstöðum hvar er gamalt rjómabú og ljósviti við Knarrarós, sem er ein hæsta bygging á Suðurlandi. sbs@mbl.is Skipulagðar skoðunarferðir um Eyrarbakka og Stokkseyri Siggeir Ingólfsson Húsið Var lengi bústaður kaupmanna dönsku einokunarverslunarinnar. Síðastliðinn laugardag hófst rúm- lega vikulöng göngudagskrá á Ak- ureyri og í Eyjafirði og full ástæða til að hvetja fólk sem er statt fyrir norðan að velja sér einhverja af þeim ferðum sem framundan eru til að njóta hreyfingar og náttúrufeg- urðar Norðurlands. Í dag verður gengið á Ytri- og Syðri-Súlur, lagt verður upp frá Hömrum kl. 18. Á morgun verður gengið á Ystuvíkurfjall, á miðviku- dag verður gengið á Skólavörðu, á fimmtudag verður farið á Kræðu- fell, á föstudag á Hlíðarfjall og á laugardag er það Glerárdalshring- urinn sem er umfangsmikill fjall- gönguviðburður en þá er gengið á 24 tinda. Lokaferðin á sunnudag er Fuglaskoðunarferð út í Hrísey. Gróinn Akureyri er fagur bær. Gönguferðir fyrir norðan www.visitakureyri.is www.naturalis.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.