Morgunblaðið - 05.07.2010, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.07.2010, Blaðsíða 23
Menning 23FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 2010 Alla miðvikudaga í júlí og ágúst verður haldin orgel- andakt kl. 12.00-12.30 í Dóm- kirkju Krists konungs í Landa- koti í Reykjavík (Kristskirkju). Tónleikaröðin hefst miðviku- daginn næstkomandi, en þá leikur organisti Kristskirkju, Hilmar Örn Agnarsson, fyrir gesti. Þeir organistar sem koma fram síðar í sumar eru Tómas Eggertsson, Eyþór F. Wechner, Sólveig Einarsdóttir, Christian Fisch- er, Ágúst Ingi Ágústsson, Friðrik Stefánsson, Eygló Rúnarsdóttir og Örn Falkner. Aðgangur er ókeypis og öllum frjáls. Tónlist Orgelandakt á há- degi í Kristskirkju Orgeltónar munu hljóma í sumar Á laugardaginn hófst ljós- myndasýning áhugaljósmynd- arans Jóhanns Smára Karls- sonar í Ráðhúsi Reykjavíkur, en hún stendur til 18. júlí. Jóhann Smári hefur haldið fjölda einka- og samsýninga hér á landi sem og erlendis. Hann var kosinn ljósmyndari ársins í Danmörku árið 2009 af tímaritinu Professional photomagasin Zoom og vann til verðlaunanna Grand Prix sama ár. Nú í marsmánuði var hann valinn ljósmyndari dags- ins af hinu þekkta tímariti National Geograp- hic. Ljósmyndir Ljósmyndasýning í Ráðhúsinu Sjálfsmynd Jóhanns Smára. Hinn 7. júlí næstkomandi hefur göngu sína sumartónleikaröðin Bláa kirkjan á Seyðisfirði. Dag- skráin hefst með tónleikum Erlu Dóru Vogler (mezzósópr- an), Jóns Svavars Jósefssonar (baritón) og Matthildar Önnu Gísladóttur píanóleikara. Á efnisskránni eru íslensk söng- lög eftir nokkur af ástríkustu tónskáldum þjóðarinnar og óperuaríur heimsþekktra tón- skálda. Alls verða sex tónleikar haldnir í sumar og fara þeir allir fram í Seyðisfjarðarkirkju á mið- vikudagskvöldum kl. 20.30. Nánari upplýsingar má finna á www.blaakirkjan.is Tónlist Sumartónleikaröð á Seyðisfirði Jón Svavar Jósefsson söngvari Ásgerður Júlíusdóttir asgerdur@mbl.is Hjálmar Einarsson er leikstjóri og handritshöf- undur kvikmyndarinnar Boðberi sem frumsýnd verður næstkomandi miðvikudag. Hjálmar er Ís- lendingum ef til vill ekki kunnugur en hann bjó lengi vel í Tékklandi þar sem hann lagði stund á nám í kvikmynda- og handritsgerð. „Ég bjó í fimm ár í Tékklandi þar sem ég var fyrst í námi en fór svo að vinna við auglýsingagerð ofl. Í skólanum lærði ég hjá mestu snillingum tékkneskrar kvikmyndagerðar og á þeim ótrúlega margt að þakka. Sumir kennararnir sem kenndu mér voru orðnir algjörir steingervingar en þeir höfðu sem leikstjórar upplifað ýmislegt. Einn þeirra hafði gert kvikmyndir fyrir stríð, í stríðinu sjálfu, eftir stríð og á tímum kalda stríðsins enda var hann orðinn vel við aldur. Hann kenndi mér til dæmis að skjóta fjöldasenur en í stærstu kvik- mynd sem hann gerði á sinni tíð sagðist hann hafa verið með hundrað þúsund aukaleikara og það er víst annar hver Tékki sem á frænda eða frænku sem voru í þeirri mynd.“ Hjálmar fluttist aftur til Íslands og segist hafa orðið hissa á þeim miklu breytingum sem orðið höfðu á fimm árum. „Þegar ég kom aftur til Íslands upplifði ég Reykjavík sem allt aðra borg en þá sem ég fór frá. Þenslan hafði orðið gríðarleg á þeim tíma sem ég var í burtu, bæði hjá fólki og í samfélaginu í heild. Það hafði enginn tíma til að lifa lengur, það voru allir í ein- hverju manísku lífsgæðakapphlaupi. Það hafði gjörsamlega gleymt hvernig njóta átti lífsins. Ég sá ástandið svolítið utanfrá líkt og útlendingur. Ég áttaði mig fljótlega á því að ekki væri allt með felldu hér heima við, ástandið var bara ekkert normalt.“ Upphaflega segist Hjálmar hafa ætlað að bera saman þessi tvö lönd, Tékkland og Ísland, en ákvað eftir að hann sneri aftur heim að fjalla um þensluna og lífsgæðakapphlaupið sem þá var í al- gjöru hámarki. „Klikkunin er að handritið er skrifað og kvikmyndað áður en bankahrunið varð. Ég ákvað að taka þann vinkil að hugsa um þá fáu sem ekki tóku þátt í þessu kapphlaupi en nánast allir þjóðfélagshópar fá á baukinn í myndinni.“ Hjálmar segir myndina ádeilu á íslenskt sam- félag fyrir hrunið en hann óraði ekki fyrir hve sannspár hann var í handriti sínu. „Myndin er búin að vera tæp tvö og hálft ár í framleiðslu en við ákváðum að halda henni leyndri í um ár því okkur var hætt að standa á sama hve margir atburðir í myndinni voru að gerast í raun og veru úti í þjóðfélaginu. Á tímabili var ég næst- um hættur að skilja á milli kvikmyndar og raun- veruleikans.“ Hjálmar segir að þrátt fyrir að hrunið hafi haft ýmis áhrif á kvikmyndina sjálfa og vinnsluferlið hafi komið honum á óvart hvað allir voru fúsir til að aðstoða. „Ég er náttúrlega að gera þetta á eig- in spýtur og hef því þurft að fórna ýmsu og toga í marga spotta til að koma þessu á koppinn. Þó þetta sé ádeila á íslenskt samfélag þá er ég alveg í skýjunum bara með Íslend- inga almennt því það er á þriðja hundr- að manns sem komu á einhvern hátt að myndinni. Ef það hefði ekki verið fyrir góðvild og hjálpsemi þeirra aðila þá hefði þessi mynd, held ég, aldrei farið á tjaldið.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Ádeila Boðberi, kvikmynd Hjálmars Einarssonar leikstjóra og handritshöfundar, verður frumsýnd næstkomandi miðvikudag. Lærði kvikmyndagerð af öldnum Tékkum Varð hissa á lífsgæðakapphlaupi Íslendinga en reyndist svo sannspár um hrunið Listasafnarinn mikli Charles Saatchi hyggst gefa bresku þjóðinni listaverkasafn sitt, en í því eru ríf- lega 200 verk sem metin eru á nær- fellt fimm milljarða króna. Gallerí Saatchis, The Saatchi Gallery, sem er í Chelsea-hverfi Lundúna og vin- sælasta listgallerí Bretlandseyja, fylgir með og verður að Samtíma- listasafni Lundúna, Museum of Con- temporary Art, London (Moca London). Charles Saatchi er 67 ára gamall, fæddur í Írak en ólst upp í Lund- únum eftir að fjölskylda hans flúði til Englands undan ofsóknum. Hann stofnaði auglýsingastofuna Saatchi & Saatchi með Maurice bróður sín- um. Saatchi & Saatchi varð stærsta auglýsingastofa heims en þeir bræð- ur misstu yfirráðin yfir henni fyrir fimmtán árum. Bræðurnir eru taldir með auðugustu mönnum Bretlands- eyja. Saatchi hefur þótt djarfur safnari og mörg þeirra verka sem hann hef- ur sýnt í galleríi sínu hafa vakið mik- ið umtal og jafnvel deilur. Af verkum í safninu má nefna verk eftir Tracey Emin, Jake & Din- os Chapman, Grayson Perry, Kader Attia, Damien Hirst, Chris Ofili, Marc Quinn, Rachel Whiteread og Jenny Saville. Ekki er ljóst hvort breska ríkið þiggur gjöfina. Saatchi gefur safnið Verkin metin á nær- fellt fimm milljarða Gjafmildur Listasafnarinn mikli Charles Saatchi. Ég varla trúði þessu til að byrja með. Hann er náttúrlega súper- stjarna og ég hélt bara að hann væri að fíflast í mér. 25 » Aretha Franklin, drottning sálar- tónlistarinnar, og Condoleezza Rice, fyrrum ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, munu taka lagið saman á góðgerð- artónleikum á Mann Centre for the Performing Arts í Fíladelfíu þann 27. júlí næst- komandi. Þær stöllur stíga á svið sem gestir Fílharmóníuhljómsveitar Fíladelfíu og hljómsveitarstjórans Rossens Milanov. Þær munu syngja saman vel valdar aríur og nokkra sálarslagara á borð við „Natural Woman“ and „Say a Little Prayer.“ Franklin og Rice syngja saman Franklin Sálardívan. Kvikmyndin Boðberi fjallar á óvæginn og gagn- rýninn hátt um íslenskt samfélag fyrir banka- hrunið. Sagan segir frá verkamanninum Páli sem er eins og hver annar maður þar til hann fer að upplifa ýmiskonar vitranir um að ekki sé allt með felldu í íslensku samfélagi og að undir niðri kraumi áform um mikil illvirki. Eftir röð skotárása grípur um sig mikil skelf- ing meðal háttsettra einstaklinga í samfélag- inu og Páll dregst inn í flókna atburði sem á endanum gætu valdið algjöru samfélagshruni. Meðal aðalleikara eru Darri Ingólfsson, Ís- gerður Ylfa Gunnarsdóttir, Jón Páll Eyjólfsson, Pétur Einarsson, Hjalti Rögnvaldsson, Magnús Jónsson, Gunnar Eyjólfsson og Móeiður Júníusdóttir. Leikstjóri og höfundur er Hjálmar Einarsson. Tónlistin í myndinni er eftir Brain Police, Karl Pestka, Feldberg og Lights on the Highway. Myndin er gefin út hjá Hersingu kvikmyndafélagi. Nánari upplýs- ingar má finna á heimasíðu mynd- arinnar www.bodberi.com. Spádómur um samfélagshrun ÍSLENSK KVIKMYND Hjálmar Einarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.