Morgunblaðið - 05.07.2010, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.07.2010, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 2010 Kraftajötnar Fjölskylduskemmtunin og kraftakeppnin Viðeyjarjarlinn fór fram í Viðey á laugardag. Meðal keppnisgreina voru Atlas-steinar, bændaganga, hönd fyrir hönd og kútakast. Árni Sæberg Að undanförnu hef- ur verið greint frá fréttum um marg- vísleg málefni. Sumt er þar ánægjulegt, en annað er miður vit- rænt og sumt heldur broslegt. En enn annað er dapurlegt, mjög dapurlegt. Verður hér vikið að einu slíku málefni. Í fréttum Rík- isútvarpsins 1. júlí sl. er greint frá því, að Reykjavíkurborg ætli ekki að veita mataraðstoð í sumar á meðan hjálparstofnanir fari í sum- arfrí. Formaður velferðarráðs borg- arinnar segir m.a. í viðtali, að ekk- ert verði gert til að bregðast við lokunum hjálparstofnana í sumar. Ekki sé hægt að benda skjólstæð- ingum þeirra á önnur úrræði. Þau séu ekki til. Formaðurinn telur þó, að enginn muni svelta. – En hvað ef formanninum skjátlast? Þetta eru afar dapurlegar aðstæður. En hugum þá að ríkisvaldinu, hvað gerir það? Félagsmálaráðherra segir m.a. í viðtali, að sveitarfélögunum beri að tryggja framfærslu íbúa sinna. Og hann ítrekar þetta. Ráð- herrann segir fólk ekki eiga að svelta, þó að hjálparsamtök fari í sumarfrí: „Sveitarfélögin muni gæta þess að enginn líði skort.“ – Eitthvað virðist hér skorta á eðlileg sam- skipti, og hver bendir á annan. En hvernig er þetta? Var ekki í fyrra talað um norræna velferðarstjórn og teknar myndir af forystufólki og Norræna húsinu því til stað- festingar? Er þetta öll velferðin eða þá: kaldur raunveruleikinn? Og kannski var þetta tal um vel- ferð heldur léttvægt og innantómt hjal. Hér er rétt að huga að athyglisverðum orðum um þetta mál- efni. Í mannréttinda- yfirlýsingu Samein- uðu þjóðanna, 25. grein, segir m.a.: „Allir eiga rétt á lífs- kjörum sem nauðsyn- leg eru til verndar heilsu og vellíðan þeirra sjálfra og fjöl- skyldu þeirra. Telst þar til fæði, klæði, húsnæði, læknishjálp og nauðsynleg félagsleg þjónusta, svo og réttur til öryggis vegna at- vinnuleysis, veikinda, fötlunar, fyrirvinnumissis, elli eða annars sem skorti veldur og menn geta ekki við gert.“ Og í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, 76. grein, segir m.a.: „Öll- um, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleys- is, örbirgðar og sambærilegra at- vika.“ Að þessum orðum ættu menn að huga. Erum við ekki siðferðilega skuldbundin að fara eftir þessu? Viljum við búa í sæmilega siðuðu samfélagi? Eða á það að vera þannig að sumir geti jafnvel búist við því að þola skort vegna sumar- fría annarra? En kannski er þetta hið nýja Ísland, framtíðarlandið, sem suma dreymir um. Eftir Ólaf Oddsson » Viljum við búa í sæmilega siðuðu samfélagi? Eða á það að vera þannig að sumir geti jafnvel búist við því að þola skort vegna sumarfría annarra? Ólafur Oddsson Höfundur er kennari. Borgin veitir ekki fá- tækum mataraðstoð Fjölmiðlar hafa fjallað um dóma vegna gengistryggðra lána sem féllu á dögunum. Þar takast á mismun- andi sjónarmið. Frétta- ritarar margra fjöl- miðla virðast beinlínis markaðssetja niður- stöðu Hæstréttar á þá vegu að almenningi beri að greiða meira en dómar Hæstaréttar gefa til kynna. Morgunblaðið hefur þó m.a.vísað í hagfræðinginn Gunnar Tómasson sem bendir á að ef eðlileg leiðrétting eigi að ná fram að ganga eftir hrun gagnvart lántakendum ættu samningsvextir að standa. Öll meðvirkni með fjármálastofn- unum rýrir málstað neytenda á Ís- landi auk þess sem gengið yrði gegn álitum Alþjóðagjaldeyrissjóðins samkvæmt fræðilegum skýrslum hans frá árunum 1999 og 2001. Einn- ig virðast margir meðvitað grafa undan dómskerfi landsins, það er mjög ógeðfellt. Undarleg eru við- horfin til réttarfars ef kókaínsalinn, sem hafði aðeins leyfi til að selja kartöflumjöl til neytenda og hefur hefur verið dæmdur fyrir sölu ólög- legra efna, fær skilmálum sínum breytt þannig að í stað greiðslu fyrir magnið fái hann nú greiðslu fyrir styrkleikann. Seðlabanki Íslands barðist eitt sinn með þeim tækjum, tólum og lög- um sem í landinu gilda. Bankinn hækkaði stýrivexti mikið til að hemja verðbólguna en allt kom fyrir ekki, verðbólgan jókst og jókst og vextir hækkuðu og hækkuðu. Hvers vegna? Bankar lánuðu fjármuni erlendis frá og framhjá Seðlabanka Íslands og unnu gegn fjármálastöðugleika og lögum er gilda á Íslandi. Með stuðn- ingi núverandi kröfuhafa bankanna, embættismanna og tilsvarandi eftir- litsstofnana, sem brutu svo illa á ís- lenskri þjóð, spýttu bankarnir út í hagkerfið fjármunum sem haldið var að þeim. Það kom ekki aðeins þeim sem tóku gengistryggð lán illa held- ur ekki síður þeim er verðtryggð lán tóku. Þessir hópar ættu því að geta staðið sam- an. Þessi ósköp ollu verðbólgubáli, glæfra- legum stýrivöxtum og svo hruni fjármálakerf- isins. Nú á allur pakk- inn að leggjast á þá sem tóku lán á Íslandi, gengistryggð lán og verðtryggð. Hvernig verður leiðréttingin eft- ir lögbrotin? Svo er fólk hrætt með því að segja að með því að leiðrétta skuldir heimila verði efnahagsbatinn hægari. Sérfræðingar varðandi Jap- an hafa einmitt þveröfuga sögu að segja og gagnrýna mjög að efna- hagsbatinn hafi einmitt orðið hægari þar því heimilum var ekki komið til bjargar á sínum tíma. Enginn virðist ætla að rannsaka hið eina sanna, þ.e. hvað olli því að hagkerfið hrundi en skýrsla rann- sóknarnefndar Alþingis tók aðeins á hluta vandans án þess að komast að rótum hans. Þannig hljómaði vel mótað skipunarbréfið til að forða al- menningi frá sannleikanum. Hjákátlegt er að heyra það nú að Seðlabanki Íslands og Fjármálaeft- irlitið ætli að tryggja fjármálastöð- ugleika með nýlegum tilmælum sín- um og okurvöxtum sem mynduðust vegna fjármálaóstöðugleika sem bankarnir stuðluðu að. Ganga á er- inda lögbrjóta en ekki brotaþola og unnið markvisst gegn hagsmunum neytenda á Íslandi og farið eftir allt- of háum „lægstu“ vöxtum Seðla- banka Íslands sem urðu svo háir vegna þess að bankarnir eyðilögðu stöðugleikann og fóru á svig við lög. Á að sniffa sama eitrið áfram? Hvernig geta bankar byggt upp trúnað og traust á þessum grunni? Öll þessi lán hækkuðu í virði vegna lögbrota innan fjármálakerfisins sem ekki virðist enn hafa verið rann- sakað nægjanlega vel. Jafnvel er reynt að draga fjöður yfir lögbrotin af ótrúlegustu aðilum og þæfa málin. Það er listgrein og leikjafræði beitt í anda John Nash. Dómstólar ættu að dæma þannig að traust á bankakerf- inu aukist bæði hér á landi og erlend- is og þannig gegn fáeinum þeim er þar starfa enn og hafa meðvitað brotið lög. Markaðsmisnotkunin á sér marg- ar hliðar og getur verið í formi föls- unar á virði viðskiptabréfa þar sem mörgu eitrinu er byrlað. Það á bæði við um lán og hlutabréf í bókum banka. Vextir Seðlabanka Íslands voru og eru byggðir á röngum for- sendum. Þessir vextir mynduðust vegna lögbrota og lélegrar peninga- stjórnunar sem varð svo léleg sem raun ber vitni vegna þeirra sem nú eiga að fá að njóta vafans, þ.e. bank- anna. Það þætti sérstakt ef fulltrúar SÁÁ, ásamt lögreglustjóra höfuð- borgarsvæðisins og jafnvel land- lækni, færu að veita tilmæli til sjoppueigandans sem selur eiturefni ásamt epladjús við Rauðarárstíg varðandi styrk fíkniefna á markaði ofan í dóma Hæstaréttar svo rétta megi við efnahag hans vegna slæ- legrar sölu á epladrykk. Greinarhöfundur hefur trú á dómskerfið og margir neytendur fengu aukna tiltrú á það eftir dóm Hæstaréttar nýlega. Það sem eftir stendur er að bankakerfið óx um- fram allt sem eðlilegt þykir. Kenna má óeðlilegri lánveitingu bankanna um sem og of háum vöxtum síðustu ára, of háum verðtryggðum lánum almennings og sárum vegna illrar meðferðar á fjölskyldum þessa lands. Þetta þarf að leiðrétta og ber að senda reikninginn á réttan stað. Megi dómstólar bera gæfu til að dæma ekki almenning undir vaxta- okur sem byggist á lögbrotum síð- ustu ára og vöxtum sem áður töldust til ólöglegra vaxta á Íslandi. Það er veikur grunnur undir nýja banka ef ætlunin er að byggja landið og banka upp á lögbrotum og lélegri neyt- endavernd. Eftir Svein Óskar Sigurðsson » Seðlabanki Íslands barðist eitt sinn með þeim tækjum, tólum og lögum sem í landinu gilda. Sveinn Óskar Sigurðsson Höfundur er BA í heimspeki og hag- fræði og viðskiptafræðingur MBA Neytendavernd og ólöglegu lánin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.