Morgunblaðið - 05.07.2010, Blaðsíða 25
Menning 25FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 2010
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Jakob Kettner er austurrískur tón-
listar- og kvikmyndagerðarmaður
sem vinnur um þessar mundir hjá
RIFF, Reykjavík International
Film Festival. Hann er aðeins 26
ára gamall en honum er ýmislegt til
lista lagt og hann starfaði meðal
annars í tvö ár með bandaríska
rapparanum Game.
- Hvenær kviknaði tónlistaráhug-
inn hjá þér?
„Þetta byrjaði allt þegar ég var
ellefu ára og fór með frænda mín-
um á Naughty by Nature-tónleika.
Þeir spiluðu í heimabæ mínum
(Linz) og þó ég vissi ekkert um
hipphopp þá stóð ég alveg fremst
og var mjög hrifinn af þessum stóra
svarta manni með stóru gullkeðj-
urnar og kraftinum í tónlistinni.
Svo þegar tónleikunum lauk buðu
þeir áhorfendum að taka þátt í
spuna á sviðinu og ég fór upp á svið
og kunni ekkert að rappa, en þeir
sýndu mér hvernig ég ætti að halda
á míkrófóninum og ég bara gaf frá
mér svona uh- og ah-hljóð og þann-
ig byrjaði þetta.“
Frá þeim degi átti tónlistin hug
hans allan og þremur árum seinna
stofnaði hann sína fyrstu hljóm-
sveit ásamt vinum sínum. „Við
stofnuðum band, ég, annar rappari
og dj, og við bjuggum til tónlist
saman í sex eða sjö ár.“ Saman
unnu vinirnir stór verðlaun í Aust-
urríki fyrir að vera bestu nýlið-
arnir, en samstarfið endaði því mið-
ur ekki farsællega.
Byrjaði upp á nýtt
„Ég hef líka verið að starfa sem
blaðamaður og er m.a. ritstjóri
stærstu hipphopp-vefsíðunnar í
Austurríki. Og á þessum tíma tók
ég viðtal við einn frægasta rappara
Þýskalands. Hann hafði nýlega
sagt skilið við útgáfufyrirtækið sitt
og ég lét hann fá demó frá okkur.
Viku seinna hringdi hann og sagð-
ist vilja hitta okkur og við buðum
honum að taka upp plötu í stúd-
íóinu okkar. En á endanum voru
aðeins vinir mínir tveir titlaðir
framleiðendur plötunnar, þeir yf-
irgáfu mig og fóru til Þýskalands til
að lifa drauminn sem við höfðum
átt saman, nutu velgengni og fengu
gullplötur. Þessi þýski rappari er
enn að búa til tónlist en hann er
karlremba og með hómófóbíu og
rappar um kókaín og dópneyslu.“
Jakob stóð á tímamótum og
ákvað að byrja upp á nýtt. Hann
gaf út sólóplötu og varð fyrstur til
að vinna austurrísku nýliðaverð-
launin tvisvar, en í þetta skipti sem
sólólistamaður.
Nokkru seinna var hann veislu-
stjóri í eftirpartíi tónleika með
bandaríska tónlistarmanninum
Game og kynntist kappanum og
fékk honum geisladisk með tónlist
eftir sig. Rapparinn, sem var um
tíma samstarfsmaður Dr. Dre, 50
Cent og G-Unit, hlustaði á diskinn
og leist vel á. Hann hafði áhuga á
því að stofna evrópskt útibú plötu-
útgáfu sinnar Black Wall Street og
fékk Jakob sér til aðstoðar.
Ævintýrið endaði ekki vel
„Ég varla trúði þessu til að byrja
með. Hann er náttúrlega súper-
stjarna og ég hélt bara að hann
væri að fíflast í mér. En svo setti
hann mig í samband við umboðs-
skrifstofuna sína og bauð mér að
koma með sér á tónleikaferðalag.
Og ég fór m.a. með honum til
Þýskalands og Tékklands og hann
kynnti mig fyrir tónleikagestum.“
Jakob fór síðan að vinna sem
framkvæmdastjóri The Black Wall
Street Europe og gaf út disk árið
2009 þar sem Game kom við sögu.
Samstarfið við rapparann fræga
endaði þó fljótlega eftir það, en þá
hafði Jakob neyðst til að setja sinn
eigin tónlistarferil á bið vegna
starfa sinna fyrir Game. „Ég sinnti
þessu í tvö ár en þessi stjórn-
unarvinna var fullt starf og það var
brjálað að gera. Svo var þetta orðið
þannig að ég var að skipuleggja
tónleikaferðir fyrir hann og sinna
alls konar hlutum en uppskar ekki í
samræmi við það,“ segir Jakob og
játar því að hann hafi líka langað til
að geta einbeitt sér að tónlistinni.
Hann segir samstarfið ekki hafa
endað vel, einhvers misskilnings
hafi gætt og hann hafi orðið reiður
yfir því að fá enga viðurkenningu
fyrir allt sem hann var búinn að
gera fyrir rapparann. „En á end-
anum var ekki um neitt hatur að
ræða. Þetta var mikil reynsla fyrir
mig og ég er mjög þakklátur fyrir
hana. Ég fór t.d. til Los Angeles í
stúdíó og túraði með honum. Þann-
ig að þetta var lærdómsríkt.“
Ekki bara hipphopp
Jakob gengur undir ýmsum lista-
mannsnöfnum, m.a. Marvin Jay og
Curtis Jayfield. Hann segir þau til-
einkuð þeim listamönnum sem
hann dáist að, en auk rappara eins
og Wu Tang Clan, Jay-Z og Nas,
hlustaði hann mikið á listamenn
sem spiluðu fönk, blús, soul og
djass þegar hann var að byrja í tón-
listinni.
Hann hefur þó mörg fleiri áhuga-
mál, hann útskrifaðist frá háskól-
anum í Linz með gráðu í menning-
ar- og listfræði, en hafði alltaf
hugsað sér að leggja áherslu á
kvikmyndir og fór til Zürich til að
sérhæfa sig. „Ég hef leikstýrt og
framleitt öll mín tónlistar-
myndbönd sjálfur og þau hafa öll
verið gerð með aðstoð vina og með
nærri því engum tilkostnaði. Mörg
þeirra urðu nokkuð vinsæl, voru í
spilun á MTV í Þýskalandi og fleiri
sjónvarpsstöðvum og voru sýnd á
kvikmyndahátíð í Austurríki.“
Þannig kom það til að Jakob kom
til Íslands að vinna fyrir RIFF.
Hann hafði nokkra reynslu af og
áhuga á skipulagningu alls konar
viðburða, en eftir að hafa verið
lengi í námi langaði hann að ferðast
og starfa erlendis og sótti um starf
hjá RIFF þegar hann sá það aug-
lýst. „Ég vissi ekki mikið um Ís-
land, þekkti bara þessar klisjur, að
veðrið væri kalt og að Íslendingar
tryðu á álfa. En Ísland er mjög
áhugavert land og það er að mörgu
leyti líkt Austurríki. Nema kon-
urnar eru fallegri,“ segir hann og
hlær. „Og hér er ég staddur, í
þessu frábæra landi að vinna með
æðislegu fólki hvaðanæva úr heim-
inum. Hér vinna Íslendingar, einn
frá Frakklandi og svo eru þrír frá
heimabæ mínum. Þannig að þetta
er austurríska deildin,“ segir hann
að lokum og hlær aftur við.
Rappari hjá RIFF
Kynntist hipphoppinu á tónleikum ellefu ára gamall
Vann með og fyrir bandaríska rapparann Game í tvö ár
Hefur áhuga á samstarfi við íslenska listamenn
Morgunblaðið/Ernir
Fjölhæfur Jakob hefur komið að flestu því sem viðkemur tónlistarbrans-
anum, er bæði rappari, tónlistarsmiður, framleiðandi og leikstjóri. Hann
stefnir á að gefa út plötu í haust og hefur mikinn áhuga á samstarfi við ís-
lenskt tónlistarfólk.
Stórjaxl Jakob ásamt rapparanum Game, sem starfaði með Dr. Dre, 50
Cent og G-Unit áður en til illdeilna kom á milli þeirra. Game birtist til dæm-
is fyrst í myndbandi við hið fræga lag 50 Cent, „In da Club“.
Guðmundur Egill Árnason
gea@mbl.is
Tussudufts er þörf þeim er
víða ratar, gæti verið yfir-
skrift þessarar netsíðu sem
sameinar fólk, ekki í fróð-
leiksleit sinni, heldur fölsun
og bulli. Netsíðan er ná-
kvæmlega eins uppbyggð og
wikipedia, nema í stað þess að
innihalda greinar um raun-
veruleikann, þá býður hún
einstaklingum að leggja fram
bullfréttir, kjaftæði og vit-
leysu. Að vissu leyti mætti
kalla þetta eins konar al-
heimsútgáfu af netsíðunni
Baggalút. „D.C. Í dag upp-
götvaðist að Barack Obama
Bandaríkjaforseti hefur gam-
an af því að krota alls konar
kjaftæði. Þá var eftirfarandi
hermt eftir starfsmanni Hvíta
hússins: „Stundum starir
hann bara á hluti. Svo snýr
hann háleynilegum skjölum
við og krotar alls konar typpi
aftan á þau. Hann gerði heila
teiknimynd um frelsisstríðið
við Breta, nema allir voru
typpi og í staðinn fyrir að
skjóta hver á annan …““ seg-
ir í einni greininni en síðan
einskorðast ekki við neina
sérstaka tegund gríns. Tilvís-
anir í fræga einstaklinga eru
annað vinsælt form sem not-
endur síðunnar hafa leikið sér
með. Lítum á þessar tilvís-
anir:
Það eina sem er verra en að
njóta mikils umtals … er að fá
AIDS
-Oscar Wilde um frægðina
Mmmm … talandi aftur á
bak, er ég að?
-Oscar Wilde um Yoda
Ég hef ekkert ólöglegt
nema þetta ópíum
-Oscar Wilde í tollinum
Oscar Wilde!
-Oscar Wilde um Oscar
Wilde
Opin gæðastöðlun
Heilt á litið er síðan góð
skemmtun fyrir áhugasama
bullara og aðra netgrallara.
Eitthvert skemmtanagildi má
finna í flestum greinunum, þó
þær séu misgóðar. Ein leið
sem farin hefur verið til þess
að tryggja lágmarksgæði á
síðunni er sú að notendur fá
að gefa hverri grein fyrir sig
einkunn. Svona opin gæða-
stöðlun er ekki fullkomin en
hún síar samt vafalítið heil-
mikið út. Mjög lélegir bull-
arar ættu því ekki að finna
bulli sínu farveg og lesendur
ættu af og til að geta notið
ánægjulegs bulls með
skemmtilegum tilvísunum,
samsetningum og afbökunum
á hugmyndakerfi okkar og
heimssýn. Allt eins og það á
ekki að vera.Netsíða vikunnar Engin glóra er í þessari netsíðu.
Kjaftæðisorðabókin
NETSÍÐA VIKUNNAR HTTP://UNCYCLOPEDIA.COM»
Jakob stefnir á að gefa út nýja
plötu þegar hann fer aftur heim
til Austurríkis í haust. Hann hef-
ur mikinn áhuga á að vinna með
íslensku listafólki, bæði tónlist-
ar- og kvikmyndagerðarfólki.
„Ég kynnti mér íslensku tónlist-
arsenuna þegar ég kom hingað
og komst að því að það er mikið
af hæfileikaríku fólki hér. Næsta
mánuðinn langar mig að vinna
með íslensku tónlistarfólki og
reyna kannski að vinna ein-
hverja tónlist í samstarfi við
það. En mér finnst landslagið
hérna líka frábært og borgin
líka, þannig að ég myndi lík-
agjarnan vilja taka upp tónlist-
armyndband hér á Íslandi.“
Ný plata með
haustinu
FRAMTAKSSAMUR