Morgunblaðið - 05.07.2010, Blaðsíða 22
22 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 2010
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÉG FINN
TIL MEÐ ÞÉR,
FÉLAGI
Á MEÐAN KENNARARNIR ERU Í VERKFALLI
ÆTLA ÉG AÐ VINNA HEIMA
ÞIÐ VERÐIÐ AÐ FINNA YKKUR
EITTHVAÐ AÐ GERA... OG ÉG VIL
EKKI AÐ ÞIÐ SITJIÐ FYRIR
FRAMAN SJÓNVARPIÐ Í ALLAN DAG
AAAHH!
ÞETTA VAR
KANNSKI SLÆM
HUGMYND...
Í GÆR VAR
ÉG HUNDUR...
Í DAG ER ÉG
HUNDUR...
ÞAÐ ER SVO ERFITT
AÐ BÆTA SIG
Á MORGUN VERÐ ÉG
ÖRUGGLEGA HUNDUR ÚFF
MJÖG
ÁHUGAVERT!
HVERJAR ERU EIGINLEGA
LÍKURNAR Á ÞVÍ AÐ
BÆÐI BÖNDIN SLITNI
Á SAMA TÍMA?
ÉG ÆTTI AÐ
KOMA MÉR
BÍDDU NÚ
HÆGUR!
KÓNGULÓARMAÐURINN!
NÚ
VEISTU
HVAÐ
GERIST EF
ÞÚ ÞYKIST
VERA ÉG
ÞAÐ VAR NÆSTUM ALLT
UPPSELT Í KJÖTBORÐINU...
ÉG VAR HEPPINN AÐ GETA
FUNDIÐ EITTHVAÐ Í MATINN
HVAÐ VILTU HAFA
MEÐ UXARASSINUM
ÞÍNUM?
ÞAÐ ER EKKI TIL
NÓGU MIKIL TÓMAT-
SÓSA Í HEIMINUM
Talaði um heim
græðgi, valdapots,
svika og pretta
Útilokað er að sætta
sig við að stjórn-
málaöflin séu rekin
fyrir mútufé sem bor-
ið var á þingmenn og
flokka í aðdraganda
hrunsins. Rannsókn-
arskýrslan hefur stað-
fest að þetta var illa
fengið fé, þýfi sem
stolið var af þjóðinni.
Heilbrigt lýðræði
verður ekki byggt á
slíkum grunni spill-
ingar. Best væri fyrir
framtíðina að núllstilla fjármál
stjórnmálaflokkanna með því að
eignir þeirra verði gerðar upp-
tækar samhliða því að sett verði
ný löggjöf um kosningar og fjár-
mál stjórnmálaflokka.
Ég minni á tillögur mínar úr
forsetakosningum árið 1996. Þá
sagði ég að hættulegt væri lýðræð-
inu að kosningar færu fram með
auglýsingaherferðum eða styrkjum
frá atvinnulífinu. Þarna á ég við
allar kosningar um opinber emb-
ætti. Eðlilegast er að banna slíka
fjárstyrki og kaup á fram-
boðsauglýsingum.
Setja í staðinn fjölmiðlalög með
þjóðfélagsskyldum á alla fjölmiðla,
ekki síst ljósvakamiðla, að hliðra
til í dagskrá fyrir kosningar þann-
ig að sjónarmið allra framboða séu
kynnt fyrir þjóðinni á jafnrétt-
isgrundvelli. Slíkar framboðskynn-
ingar hefjist með góðum fyrirvara
og að sjálfstætt skipuð nefnd eða
embætti eins og umboðsmaður Al-
þingis sjái um eftirlit með jafnræði
í umfjöllun og hafi
vald til að loka fjöl-
miðlum sem brjóta
lögin.
Einnig þarf að setja
nýjar reglur um rík-
isstyrki til stjórn-
málaflokka. Ef fram-
boð öðlast löggildingu
með nægum fjölda
meðmælenda, þá sitji
það framboð við sama
borð og stjórn-
málaflokkar á Alþingi
í þeim kosningum.
Þetta er mikilvægt til
að tryggja jafnræði
og nauðsynlega end-
urnýjun á Alþingi.
Hinn 25. maí 1996 birti dag-
blaðið Tíminn frétt undir fyr-
irsögninni: „Talaði um heim
græðgi, valdapots, svika og
pretta“. Í greininni sagði m.a.: „Ég
fæ ekki betur séð en að íslensku
þjóðfélagi sé haldið í helj-
argreipum einhverra huldu-
manna.“ Það var ekki að ástæðu-
lausu að ég kynnti framboð mitt til
forseta Íslands undir þessum for-
merkjum.
Nú fjórtán árum síðar er nóg
komið. Þjóðin þarf meira en iðr-
unarleiksýningar grenjandi kerl-
inga og spillingarpésa á fundum
mútuþægra stjórnmálaflokka. Hér
þarf að stokka upp á nýtt lög og
reglur til að koma á virku lýðræði
og heilbrigðri stjórnsýslu.
Ástþór Magnússon Wium.
Ást er…
… að berast með
öldunum, saman.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Opið kl. 9-16, vinnu-
stofa opin og hádegismatur.
Árskógar 4 | Félagsvist kl. 13.30.
Félag eldri borgara í Kópavogi |
Skrifstofa félagsins verður lokuð
vegna sumarleyfa frá 5. júlí til 4.
ágúst.
Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Fé-
lagsvist kl. 20.30. Vegna sumarleyfa
starfsfólks verður lokað frá 5. júlí,
opnað aftur 3. ágúst.
Félagsstarf eldri borgara í Mos-
fellsbæ | Þátttakendur í ferð til Winni-
peg, hafi vegabréfin með sér á fund
sem haldinn verður kl. 19.30 mánu-
daginn 5. júlí í Safnaðarheimilinu
Þverholti 3.
Félagsstarf Gerðubergi | Vegna sum-
arleyfa starfsfólks fellur starfsemi og
þjónusta niður frá og með 1. júlí. Í fé-
lagsmiðstöðinni Árskógum er hádeg-
isverður, panta þarf með dags fyr-
irvara í s. 535-2700. Nánari uppl. á
Þjónustumiðstöð Breiðholts, sími 411-
1300.
Hraunsel | Rabb kl. 9, ganga kl. 10,
tréskurður og glerbræðsla kl. 13, vist
kl. 13.30, tækjasalur í Hress kl. 13.30,
Kristinn Magnússon, sjúkraþj. stjórnar.
Hvassaleiti 56-58 | Opið kl. 8-16. Há-
degisverður, brids kl. 13, kaffisala.
Fótaaðgerðir.
Korpúlfar Grafarvogi | Skemmti-
dagskrá fyrir eldri borgara í Hlöðunni í
Gufunesbæ í Grafarvogi 14. júlí kl. 14.
Nánari uppl. í síma 520-2300. Þátt-
tökuskráning í síma 411-1400 fyrir 9.
júlí. Félagsvist, leikir, tónlist, veitingar
o.fl.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Morg-
unstund, handavinnustofan opin, spil-
að, matur og kaffi.
Áður hefur verið rifjað upp hér íVísnahorni, hvaða þingeysk
skáld og hagyrðinga Kári Tryggva-
son frá Víðikeri tók í safn sitt Vís-
una, en í því voru stökur eftir 120
úrvalshöfunda. Guðmundur Frið-
jónsson, skáld á Sandi, skrifaði um
Þingeyjarsýslu um og eftir alda-
mótin 1900 og fjallaði þá m.a. um
skáldskapinn. Guðmundur nefndi
fyrsta til sögunnar Mývetningana
Gamalíel Halldórsson og Illuga Ein-
arsson. „Þeir kváðu Griðkurímu í
samlögum,“ segir hann „Ríman var
um bardaga tveggja griðkvenna í
fjósi eða ágreining þeirra og hnipp-
ingar í fjóströðinni, stórýktur lítils
háttar viðburður, og er ríman kveð-
in undir mjög dýrum hætti.“
Þessi vísa er í mansöngnum:
Yggjar sjó ég út á legg,
uggandi um Dvalins kugg.
Hyggjudugur dvínar segg,
duggan þegar fer á rugg.
„Náttúruhagir hafa þeir menn
verið á Dvalins kugg og Fjalars
fley, sem þessa vísu gerðu, ómennt-
aðir alþýðumenn á fyrri hluta 19.
aldar,“ skrifar Guðmundur síðan.
Næstan nefnir hann til sögunnar
Sigmund á Belg, langafa Jóns í
Múla, orðlagðan geðríkismann og
gáfukarl. Vísan er um mývarginn:
Af öllu hjarta eg þess bið
andskotann – grátandi!
að flugna óbjarta forhert lið
fari í svarta horngrýtið.
Guðmundur segir að Baldvin
skáldi hafi verið listfengur á vísna-
gerð, en óreglumaður og auðnurýr:
Andlitsfögur bauga bil,
best sem vinnur þjóð í haginn,
ef þú værir ekki til
enginn mundi sópa bæinn.
Vísan er efnislítil, segir Guð-
mundur, en vel er farið með efnið.
Og gaman væri að sjá vísu sem væri
betur gerð um þetta efni. Hann tel-
ur það til marks um skáldgáfu
Baldvins, að eitt sinn hafi hann oltið
á höfuðið út úr búðardyrum, blind-
fullur af brennivíni, og meitt sig á
höfði. Þó komst hann á fætur og
kvað:
Stóð við vota staupalá,
stórt afbrot hef hlotið;
ég hef hrotið hausinn á
og heilaslotið brotið.
Vísnahorn pebl@mbl.is
Flugna óbjarta forhert lið