Morgunblaðið - 05.07.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.07.2010, Blaðsíða 18
18 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 2010                          ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, HANNA ÁRMANN, Sléttuvegi 17, sem lést mánudaginn 28. júní á Landspítalanum, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 6. júlí kl. 13.00. Finnur Björnsson, Valdís Ella Finnsdóttir, Jónas Ólafsson, Ólafur Jónasson, Finnur Jónasson, Elvar Finnur Grétarsson, Heiðar Kristján Grétarsson, Hannar Sindri Grétarsson. ✝ Sonur minn, bróðir okkar og mágur, DR. KJARTAN G. OTTÓSSON prófessor, við háskólann í Osló, sem lést mánudaginn 28. júní, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 6. júlí kl. 11.00. Gyða Jónsdóttir, Óttar Ottósson, Helga Ottósdóttir, Stefán S. Guðjónsson, Geirlaug Ottósdóttir, Grímur Guðmundsson, Theodór Ottósson, Árný Elíasdóttir, Helga Ehlers, Reinhard Wolf. ✝ Áslaug Jónsdóttirfæddist í Reykja- vík 16. apríl 1938. Hún andaðist á krabbameinsdeild 11-E á Landspít- alanum við Hring- braut 20. júní síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Jón Guð- mundur Oddsson, verkstjóri, f. 23. des- ember 1908, d. 21. maí 1988, og Bergljót Björnsdóttir, hús- móðir, f. 28. mars 1911, d. 12. september 1996, seinast til heimilis í Hörðalandi 20, Reykja- vík. Fyrsta barn þeirra Jóns og Bergljótar var Oddur, f. 11. maí 1936, en hann lést á fyrsta ári. Bróð- ir Áslaugar er Þórður Jónsson, f. 2. mars 1945, kvæntur Björgu Kofoed- Hansen. Áslaug giftist 1. nóvember 1958 Magnúsi Ingvari Jónassyni, f. 7. febrúar 1934, d. 28. apríl 2006. Þau fluttust þá að Unnarbraut 26 á Sel- tjarnarnesi, en það var fyrsta húsið við þá götu sem flutt var í. For- eldrar Magnúsar voru Jónas Jóhann Kristmundsson, sjómaður, f. 4. októ- 1964. Sonur þeirra er Ísak, f. 2001. Synir Magnúsar Inga eru Joonas Kristian, f. 1988, búsettur í Finn- landi, og Frans, f. 1994. Sonur Að- alheiðar er Atli Óskar, f. 1992. Áslaug gekk í Melaskóla og lauk þaðan barnaprófi 1951 og unglinga- prófi frá Gagnfræðaskóla Vest- urbæjar tveimur árum síðar. Eftir sumardvöl hjá föðursystur og ætt- ingjum í Danmörku lá leiðin á vinnumarkaðinn, fyrst sem starfs- maður í félagsmálaráðuneytinu. Eftir giftingu varð húsmóðurstarfið hennar meginhlutverk um margra ára skeið en Áslaug greip þó í ýmis störf sem til féllu, t.d. um árabil þegar Magnús eiginmaður hennar sá um standsetningu nýrra bifreiða hjá Véladeild Sambandsins. Árið 1988 urðu kaflaskil í lífi þeirra hjóna er þau stofnuðu fyrirtækið Reimaþjónustuna sf. á Seltjarn- arnesi sem sérhæfði sig í innflutn- ingi og samsetningu á öllum gerð- um færibanda og þjónustu við fyrirtæki á því sviði. Árið 1995 flutti fyrirtækið í eigið húsnæði á Bygg- görðum 2, og eftir lát Magnúsar í apríl 2006 rak Áslaug Reimaþjón- ustuna áfram af miklum dugnaði með góðri aðstoð fjölskyldu sinnar um eins árs skeið en seldi þá fyr- irtækið og húsnæði þess. Útför Áslaugar hefur þegar farið fram í kyrrþey að ósk hennar. ber 1887, d. 31. ágúst 1957, og María Magn- úsdóttir, húsmóðir, f. 7. september 1901, d. 12. janúar 1987. Ás- laug og Magnús eign- uðust þrjú börn. Þau eru: 1) Jón Oddur, f. 31. október 1959, kvæntur Ragnheiði Margréti Þórð- ardóttur, f. 2. júlí 1964, d. 28. júlí 2008. Þeirra börn eru: a) Margrét Þórunn, f. 1981, sambýlismaður Björgvin H. Fjeldsted, f. 1976. Þeirra synir eru: Óliver Dofri, f. 1998, Mímir Máni, f. 2004, og Þrym- ur Orri, f. 2005. Dóttir Björgvins er Guðlaug Erla, f. 1996. b) Þórður Ingi, f. 1988. c) Áslaug Þóra, f. 1992. d) Sigrún Ósk, f. 1995. Hanna María, f. 1996. 2) Anna María, f. 15. maí 1961, d. 24. september 1992, dóttir hennar og fósturdóttir Áslaugar og Magnúsar er Inga Lára, f. 1984, sambýlismaður Elías Árnason, f. 1978. Dóttir Elíasar er Jóna Hlín, f. 2000. 3) Magnús Ingi Magnússon, f. 21. janúar 1966, kvæntur Aðalheiði Björk Olgudóttur, f. 9. september „Gerirðu bara grín að mér,“ spurði hún hlæjandi fyrir tveimur vikum, þegar ég bauðst til að skutla henni út á stoppistöð svo að hún gæti tekið strætó heim. Aðstæðurnar voru óvenjulegar, hún hafði verið til rann- sóknar á sjúkrahúsi og var á heimleið og fannst nú algjör óþarfi að ég skutl- aði henni alla leið út á Seltjarnarnes, ég hefði nóg annað að gera. Þessi sjálfstæða og harðduglega kona sem nú er gengin var ekki vön því að þurfa að þiggja aðstoð og henni fannst það beinlínis óþægilegt. Hún var bíla- kona, átti alltaf flottan gljábónaðan bíl og alls ekki neina „ömmubíla“ heldur hárauðan sportlegan Subaru sem ömmustrákarnir voru agndofa yfir og nú síðast silfurlitan Qasqai. Hún fór allra sinna ferða sjálf og þeg- ar lyfjagjöfin vegna veikinda hennar var komin upp fyrir þau mörk að hún gæti keyrt var eins og baráttuþrekið væri búið og hún var öll tveimur vik- um síðar. Við andlát Áslaugar tengdamóður minnar er mér fyrst og fremst þakk- læti í huga. Þakklæti fyrir allt sem hún af einstakri hlýju hefur gert fyrir mig og fjölskyldu mína. Þau Magnús tóku okkur Atla opnum örmum þegar við komum í fjölskylduna fyrir 12 ár- um. Hann var frá fyrstu stundu eitt af barnabörnunum og fékk sama atlæti og þau. Áslaug fylgdist einstaklega vel með ömmubörnunum, var alltaf með alla afmælis- og merkisdaga á hreinu, vissi um áhugamál og smekk hvers og eins og mætti á stórviðburði barnanna. Sínum gjöfum er hver lík- astur segir í málshætti og það átti svo sannarlega við um Áslaugu. Hver hlutur og flík valin af kostgæfni og eftir áhuga og smekk hvers og eins og alltaf fylgdi harður pakki með mjúka pakkanum. Henni fannst samt óþarfi að taka við þökkum fyrir allar þessar gjafir og greiða sem hún gerði okkur og var viðkvæði hennar „ég skila því“, og þar með var það afgreitt. Áslaug var vinnusöm og dugleg, einstaklega stundvís og áreiðanleg manneskja. Henni fannst þó gott að slaka á og glugga í dönsku blöðin sem hún keypti alltaf, kíkja á boltann í sjónvarpinu eða heimsækja fjölskyld- una og vinkonur sínar. Hún var fé- lagslynd og hafði gaman af því að ferðast. Hún hreifst ung af Dan- mörku og danskri menningu og talaði fína dönsku, enda hélt hún góðu sam- bandi við danskan frændgarð sinn og fór þangað reglulega. Líf Áslaugar var ekki alltaf dans á rósum og sorgin var hennar föru- nautur. Fyrir tæplega tuttugu árum missti hún einkadóttur sína Önnu Maríu, en hún lést úr krabbameini þá rétt um þrítugt. Hún var foreldrum sínum mikill harmdauði en ljósið í myrkrinu var dóttir Önnu, Inga Lára, sem afi og amma fóstruðu sem sína eigin dóttur. Inga Lára hefur staðið við hlið ömmu sinnar í veik- indum hennar og aðstoðað hana eftir megni og það ber að þakka. Áslaug syrgði dóttur sína mjög alla tíð og trúði því að þær myndu sameinast aftur eftir dauðann. Hún saknaði líka Magnúsar mikið en hann lést fyrir fjórum árum. Þau voru samrýnd og samstiga og miklir félagar. Nú að leiðarlokum langar mig að þakka Áslaugu fyrir hugulsemi henn- ar og endalausa greiðasemi. Minn- ingin lifir. Aðalheiður Björk Olgudóttir. Áslaug systir var afrekskona sem tókst á við verkefnin af fádæma dugnaði og lét aldrei bugast þótt stundum blési á móti. Tvítug var hún flutt úr foreldrahúsum og var þá þeg- ar búin að festa ráð sitt með Magnúsi og koma sér upp framtíðarheimili í eigin húsnæði. Á okkur systkinunum var nokkurra ára aldursmunur og að vissu leyti tróðum við ólíkar slóðir í lífshlaupinu, en alltaf studdi hún þétt við bakið á mér og sýndi fjölskyldu minni, Björgu konu minni, dætrum okkar, tengdasonum og barnabörn- um sömu ástúð, umhyggju og gjaf- mildi sem sinni eigin. Við Áslaug héldum alltaf góðu sambandi og ræktuðum ýmsar hefðir, m.a. þá að eyða alltaf jóladegi saman í faðmi stórfjölskyldunnar. Áslaug var einkar ræktarsöm við ættingja okkar og ég er henni óendanlega þakklátur fyrir hve vel hún hélt utan um þau tengsl sem ég naut góðs af. Einkum var kært með Áslaugu og Ástu föð- ursystur okkar sem ung fluttist til Danmerkur. Hjá Ástu dvaldi Áslaug sumarlangt á unglingsárum og hélt góðu sambandi við þann ættlegg æ síðan enda hefur frændfólk okkar þar mjög rómað það frumkvæði hennar með hlýjum kveðjum.Áslaug og Magnús réðust í stofnun fyrirtækis, Reimaþjónustunnar, þegar tækifæri gafst og lögðu allt sitt undir, þau vildu engan annan hátt hafa þar á. Við óvænt lát Magnúsar 2006 ákvað Áslaug að reka fyrirtækið áfram um sinn en valdi síðan hárrétta tíma- punktinn til að selja. Verst er hversu stuttan tíma hún fékk til að njóta góðs af ævistarfinu og sinna því sem hugur hennar stóð til. En líf Áslaugar var ekki alltaf dans á rósum. Einka- dóttir þeirra Magnúsar, Anna María lést aðeins rúmlega þrítug eftir löng og erfið veikindi. Anna María var stoð og stytta foreldra sinna varðandi allt sem laut að skrifstofuhaldi Reimaþjónustunnar og vann að því í frítíma sínum með móður sinni. Við lát Önnu Maríu tóku Áslaug og Magnús að sér dóttur hennar, Ingu Láru og ólu upp sem sína eigin. Það var örugglega átak að setja sig á ný í þau spor að vera með barn og síðar ungling á heimilinu en þetta var tek- ist á við og leyst og þess nutu þau alla tíð. Annað áfall reið yfir sumarið 2008 þegar tengdadóttir Áslaugar, Ragn- heiður Margrét lést eftir erfið veik- indi, en þau Jón Oddur áttu þá fimm börn og þrjú barnabörn. Þá reyndi mjög á Áslaugu sem eins og endra- nær brást hvergi í stuðningi sínum. Afkomendur Áslaugar skipuðu veg- legan sess og hún lagði ýmislegt á sig aukalega þeirra vegna. Eitt dæmi sýnir vel staðfestu Áslaugar en það snertir sonarson hennar, Joonas sem frá unga aldri var búsettur í Finn- landi. Á engan er hallað þótt fullyrt sé að Áslaug hafi átt stærstan þátt í því að viðhalda tengslum við þetta barn þótt við fjarlægð og tungumálaerfið- leika væri að etja. Hún uppskar þó eins og til var sáð og nú hefur þessi ungi maður heimsótt land og ætt- ingja sína hér reglulega undanfarin ár, Áslaugu og þeim reyndar báðum til mikillar gleði. Ég kveð Áslaugu systur mína fullur þakklætis og virð- ingar fyrir öllu því sem hún fékk áorkað á ævi sinni og ég og aðrir fengum að njóta. Guð blessi minn- ingu hennar. Þórður. Áslaug fæddist og ólst upp í Vest- urbænum. Æskuslóðirnar voru á Sól- vallagötunni þar sem móðurfjöl- skyldan bjó og síðar annars staðar í þeim bæjarhluta. Áslaug var Reykja- víkurmær og sveitadvöl takmarkað- ist við stuttan tíma á stríðsárunum þegar mæður með ung börn voru sendar úr bænum og hún dvaldi ásamt mömmu sinni að Bíldsfelli í Grafningi. Eftir hefðbundna skóla- göngu í Melaskóla og Gagnfræða- skóla Vesturbæjar var hún í skrif- stofuvinnu þar til hún fór að sinna heimilisstörfum. Ung að árum kynnt- ist hún Magnúsi og þá voru örlög þeirra ráðin. Þegar Áslaug og Magn- ús giftu sig fluttu þau inn í hús sitt við Unnarbraut á Seltjarnarnesi sem þau höfðu byggt af miklum dugnaði. Lífið var í föstum skorðum og börnin þrjú komu svo eitt af öðru. Áslaug var heimavinnandi til að byrja með eins og þá tíðkaðist en þegar tími vannst til tók hún að sér ýmis verkefni sem hún leysti vel af hendi, jafnvel erf- iðisvinnu. Áslaug gerði það sem þurfti að gera og var ekkert að hafa mörg orð um það. Hún taldi sig aldrei þurfa á hjálp að halda en var fljót til ef hún gat hjálpað til. Áslaug hélt um alla þræði og passaði upp á tengsl við ættingja og vini. Á afmælum og stórhátíðum kom hún alltaf færandi hendi. Árið 1988 stofnuðu Áslaug og Magnús Reimaþjónustuna og byrj- uðu með hana í bílskúrnum á Unn- arbrautinni. Fyrirtækið óx og fljót- lega byggðu þau atvinnuhúsnæði við Bygggarða á Seltjarnarnesi. Þar eins og annars staðar sem þau komu að var snyrtimennskan í fyrirrúmi. Eftir að þau stofnuðu Reimaþjón- ustuna var orðið frídagur ekki til í þeirra orðabók. Þar var vakt alla daga ársins. Þau gengu í verkefnin og Magnús miklaði ekki fyrir sér að keyra hvert á land sem var jafnvel um jól eða páska. Þar var svarað í símann á öllum tímum sólarhrings- ins. Viðskiptavinir þeirra voru m.a. útgerðir fiskiskipa og þá gat hver dagur skipt miklu máli. Reimaþjón- ustan var fyrirtækið þeirra og þau vildu bera fulla ábyrgð á því. Það var eftir því tekið að þegar þau þurftu að kaupa vinnu af einhverjum þá var Ás- laug mætt til að greiða fyrir hana áð- ur en viðkomandi gafst tími til að skrifa reikning. Eftir fráfall Magnúsar rak Áslaug fyrirtækið áfram í rúmt ár og vann þá oft margfalda vinnu. Ég var svo lán- söm að eignast Áslaugu sem mág- konu þegar ég giftist Þórði, bróður hennar. Samband systkinanna ein- kenndist af gagnkvæmri virðingu og væntumþykju. Við Þórður, dætur okkar, tengdasynir og barnabörn þökkum Áslaugu fyrir allt sem hún var okkur og yljum okkur við góðar minningar um Áslaugu og samskipti fjölskyldna okkar. Björg. Andlátsfregnin kom ekki á óvart, þökk sé frænda mínum Þórði Jóns- syni, sem tveimur dögum fyrr hringdi til þess að segja mér og okkur systkinunum, að hverju stefndi. Hálfum mánuði fyrr talaði ég við Áslaugu, og þrátt fyrir að hún virtist hress í tali sem endranær fór ekkert á milli mála að hún var eðlilega slegin yfir nýjustu greiningu á meininu skæða. Það hafði breiðst út, þvert á væntingar um hið gagnstæða. Þetta síðasta samtal okkar frændsystkin- anna var ljúft, eins og Áslaugu var eiginlegt, og æðruleysi hennar var aðdáunarvert. Frá líðan hennar og væntingum barst talið m.a. að sam- eiginlegu frændfólki okkar í Dan- mörku, sem Áslaug hafði verið dug- legust okkar allra að halda sambandi við í áranna rás. Nú er skarð fyrir skildi í þeim samskiptum. Við fráfall frænku minnar, en við vorum bræðrabörn, reikar hugurinn til baka, og margar gleðistundir koma upp í hugann. Sjötugsafmæli á heimili hennar vorið 2008, Þorláks- messugleði á Unnarbrautinni 2009 þegar þess var minnst að 100 ár voru frá fæðingu föður hennar, Jóns Odds- sonar í Héðni, samfundir okkar frændsystkinanna hjá Oddi og Guð- rúnu, síðan hjá okkur Þurý og hjá Þórði og Björgu í byrjun þessa árs. Þetta voru allt gleðistundir, en sá skuggi skyggði á þá síðustu að þá hafði Áslaug greinst með krabba- mein, og var búin að ganga í gegnum erfiðar meðferðir, sem ollu henni miklum óþægindum. En hún lét á engu bera og hló með okkur hinum. Skömmu áður höfðum við fylgt frænku okkar, Guðríði Egilsdóttur, sem jarðsungin var frá Neskirkju í janúarmánuði sl. Þá sátum við Ás- laug saman í kirkjunni, og ég gat auð- vitað ekki varist þeirri hugsun hvern- ig það væri fyrir hana að sitja undir athöfn sem þessari, svona á sig kom- in. En á Áslaugu var ekki nein svip- brigði að sjá, og þegar við gengum út frá erfidrykkjunni á eftir sagði hún mér að hún ætlaði að skella sér til Boston í ferð sem hún var lengi búin að hugsa sér að fara, og hlakkaði mik- ið til. Ferðin reyndist henni erfið, en hún sagði mér seinna að þrátt fyrir það væri hún mjög glöð yfir því að hafa farið. Nú er hún hins vegar farin í ferðina okkar óumflýjanlegu, og við stöndum fátækari eftir. Fyrir hönd okkar bræðra og syst- ur, og maka okkar, færi ég börnum Áslaugar og fjölskyldum þeirra, svo og Þórði, Björgu og fjölskyldu, hug- heilar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning kærrar frænku. Óli H. Þórðarson. Áslaug Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.