Morgunblaðið - 05.07.2010, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 2010
Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á síðustu
sætunum í spennandi sumarleyfisferð til
eins allra vinsælasta sólaráfangastaðar
Íslendinga, Costa del Sol. Í boði er ferð
17. júlí í 10 nætur. Fjölbreytt gisting í boði
á ótrúlegum kjörum. Costa del Sol býður
allt það helsta sem maður getur óskað sér
í fríinu. Gríptu þetta einstaka tækifæri til að
njóta lífsins á þessum vinsæla áfangastað
í sumarfríinu.
Ath. mjög takmarkaður fjöldi íbúða og
herbergja í boði - verð getur hækkað án
fyrirvara.
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til
leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Costa del Sol
17. júlí
frá kr. 89.220
frá kr. 131.340 með öllu inniföldu
Kr. 98.220 - Bajondillo ***
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 1 barn,
2-11 ára, í stúdíóíbúð í 10 nætur. Verð m.v.
2 í stúdíó kr. 114.900. Sértilboð 17. júlí
Kr. 131.340 - Hotel Griego Mar
*** með „öllu inniföldu“
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2
börn, 2-11 ára, í fjölskylduherbergi með
„öllu inniföldu“ í 10 nætur. Verð á mann
m.v. gistingu í tvíbýli með „öllu inniföldu“
10 nætur kr. 148.880. Sértilboð 17. júlí.
10 nátta ferð - ótrúleg kjör!
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Eyrún Magnúsdóttir
eyrun@mbl.is
Barnaverndartilkynningum í Kópa-
vogi fjölgaði um 19% milli áranna
2008 og 2009 að því er fram kemur í
ársskýrslu félagsþjónustu Kópa-
vogs. Að sögn félagsmálastjóra
bæjarins, Aðalsteins Sigfússonar, er
alltaf erfitt að segja nákvæmlega til
um það hvers vegna málum fjölgar
en starfsmenn félagsþjónustu
bæjarins séu þó sammála um að
þyngd mála hafi aukist. Erfiðustu
málin í þessum málaflokki séu af
þeim toga að skoða beri hvort taka
eigi upp formlegra samstarf milli
lögreglu og barnaverndarnefnda.
Auknir fjárhagserfiðleikar og
atvinnuleysi skýri þó hluta
aukningarinnar, en alls leituðu 495
fjölskyldur sér fjárhagsaðstoðar til
bæjarins á síðasta ári eða um 100
fleiri en árið á undan.
Harðari heimur kallar á
sterkari aðgerðir
„Barnaverndarmálin eru orðin
þyngri og erfiðari viðfangs en áður,
það er harðari heimur í kringum þau,
meira um hótanir og meira um það
til dæmis að foreldrar séu í harðri
neyslu. Þessi þróun kallar á breyt-
ingar á þeim kerfum sem eru til stað-
ar, meiri samvinnu á öllum sviðum.
Ég tel að það þurfi að verða enn
frekari samvinna milli barna-
verndarnefnda og lögreglu og að lög-
regla komi fyrr inn í mál í erfiðustu
tilvikunum.“
Aðalsteinn segir samvinnu lög-
reglu og barnaverndarnefnda vera
almennt mjög góða en að skoða þurfi
hvort ástæða sé til að taka upp form-
legra samstarf, jafnvel að barna-
verndarmál verði að hluta til deild
innan lögreglunnar. „Ég held að
framtíðin beri það í skauti sér að lög-
reglan komi sterkar að þessum erf-
iðustu málum. Það þarf mun sterkari
aðgerðir í svona málum með hliðsjón
af þeim breytingum sem hafa verið
að eiga sér stað,“ segir Aðalsteinn.
Þörf á formlegra samstarfi
barnaverndar og lögreglu
Meira um þung og erfið mál og hótunum fjölgar segir félagsmálastjóri Kópavogs
Meira er um hót-
anir í barnavernd-
armálum og að
foreldrar séu í
harðri neyslu
Morgunblaðið/Ásdís
Barnavernd Sterkari aðgerðir þarf
í erfiðustu barnaverndarmálum.
Fornbílaklúbbur Íslands hélt fornbílasýningu í
Árbæjarsafni í gær. Sýndir voru merkir bílar í
eigu félagsmanna sem voru á staðnum og spjöll-
uðu við gesti, klæddir í samræmi við aldur bíla
sinna. Slík fornbílasýning hefur verið haldin ár-
lega í Árbæjarsafni og notið mikilla vinsælda. Í
safninu fá gestir tækifæri til að ferðast aftur í
tímann. Starfsfólk er í fatnaði eins og tíðkaðist á
19. öld og úti eru kindur, kýr, lömb og kálfur.
Fornir eðalvagnar sýndir í Árbæjarsafni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þrír ungir menn syntu yfir Hvítá í
Árnessýslu í ölæði í fyrrinótt. Þeir
lögðust til sunds í Laugarási í
Biskupstungum, þar sem þeir voru á
tjaldsvæðinu, og svömluðu þaðan yf-
ir Hvítána og tóku land við Auðsholt í
Hrunamannahreppi.
Eftir að þeir höfðu verið fjarver-
andi í eina klukkustund fóru félagar
þeirra að hafa áhyggjur af þeim og
hringdu á lögreglu. Um hálftíma síð-
ar komu mennirnir í leitirnar kaldir
og hraktir.
„Það er fullkomið glóruleysi og
dómgreindarskortur að gera eitt-
hvað þessu líkt,“ segir Grímur Sig-
urðsson, bóndi í Auðsholti í Hruna-
mannahreppi, í samtali við
Morgunblaðið. „Á þessum slóðum er
áin lygn og breið og er auk þess
vatnslítil eftir þurrka að undanförnu
og gæti því sýnst saklaus sem hún er
alls ekki. Fyrir nokkrum árum var
áin sundriðin á þessum stað og þótti
ýmsum nóg um, því hér við Auðsholt
er þungur straumur í ánni.“
sbs@mbl.is
Fullkominn dóm-
greindarskortur
Fljót Horft yfir breiður Hvítár að
Laugarási sem er í Biskupstungum.
Syntu ölvaðir yfir
Hvítá í Árnessýslu
„Hér hefur verið
mikið að gera í
dag en svona um
níuleytið í kvöld
fór þetta að
róast. Margir eru
að koma að norð-
an, til dæmis frá
Akureyri, og eru
á heimleið. Svo
höfum við í allt
kvöld séð bíla
renna hér inn á hlaðið þar sem fólk
virðist á leið í frí,“ sagði Oddgeir
Ingþórsson, starfsmaður í Staðar-
skála í Hrútafirði, í samtali við
Morgunblaðið í gærkvöld.
Mikil umferð var á þjóðvegum
landsins í gær eins og gera mátti ráð
fyrir á einni mestu ferðahelgi ársins,
en stærstu viðburðirnir voru
Humarhátíð á Höfn í Hornafirði,
knattspyrnumót á Akureyri að
ónefndum ýmsum smærri hátíðum
auk þess sem fólk kom víða saman á
tjaldsvæðum og annarsstaðar.
Seint í gærkvöld höfðu á sólar-
hringnum, skv. mælum Vegagerð-
arinnar, 8.600 bifreiðar ekið þjóð-
veginn undir Hafnarfjalli og 10.300
yfir Helliheiðina. Þær tölur eru með
því meira sem sést. Allþétt umferð
var á Suðurlandsvegi til Reykjavík-
ur allan daginn í gær og margir
raunar líka á leiðinni austur.
Hópur ökumanna var í gær stöðv-
aður af lögreglu hvar þeir voru á
leiðinni frá útihátíð í Galtalækjar-
skógi í Landsveit. Nokkrir öku-
mannanna mældust rétt undir
mörkum um leyfilegt áfengismagn í
blóði. Þeir hinir sömu þurftu að
stöðva akstur og fresta heimferð uns
víman rann endanlega af þeim og
þeir orðnir ökufærir. Eftir það eru
þeir lausir allra mála og verða ekki
kærðir. sbs@mbl.is
Á heimleið
en aðrir að
fara í fríið
Umferðareftirlit um
helgina var öflugt.
„Ég hef fengið
sterk viðbrögð
og af þeim ræð
ég að neyðin sé
víða mikil. Dag-
arnir í síðari
hluta mánaðar-
ins, þegar fólk á
ekki fyrir nauð-
þurftum, virðast
verða sífellt fleiri
hjá þeim sem
verst eru staddir,“ segir Þorleifur
Gunnlaugsson, fulltrúi VG í vel-
ferðarráði Reykjavíkur.
Þorleifur óskaði fyrir helgi eftir
aukafundi í velferðarráði vegna
þeirrar neyðar sem hann segir
hafa skapast vegna þess að
hjálparstofnanir útdeili ekki matar-
gjöfum yfir sumarið. Jafnframt
hefur Þorleifur óskað eftir upplýs-
ingum um hvað kosti borgina að
veita 15 þúsund kr. sumarbónus til
hvers þess sem þiggur fjárhags-
aðstoð, sem og að veittur verði
fimm þúsund króna stuðningur á
hvert barn. Þorleifur býst við að fá
svör í dag um hvort aukafundur
verði haldinn.
„Fólki sem þarf fjárhagsaðstoð
er mikilvægt að geta gert sér
dagamun yfir sumarið. Það á ekki
síst við um börnin,“ segir Þorleifur.
Um 3.000 Reykvíkingar njóta í
dag fjárhagsaðstoðar frá borginni
og hefur fjölgað að undanförnu.
Hver einstaklingur fær 125 þúsund
krónur á mánuði. Lægstu taxtar
verkafólks eru litlu hærri. Telur
Þorleifur það endurspegla að stétt-
arfélög séu launafólki ekki lengur
sami bakhjarl og áður og þögn
þeirra um fátækt á Íslandi sé nán-
ast ærandi. sbs@mbl.is
Þorleifur
Gunnlaugsson
Dagar í
neyð verða
sífellt fleiri