Fréttablaðið - 21.10.2011, Qupperneq 4
21. október 2011 FÖSTUDAGUR4
VIÐSKIPTI „Þarna er augljós
skekkja á markaðinum sem getur
verið verjanleg í einhvern ör-
skamman tíma. En að fyrirtæki
sé enn í mjúkum faðmi bankanna
þremur árum eftir hrun gengur
ekki,“ segir Orri Hauksson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins,
um aðkomu Arion banka að Penn-
anum. Fréttablaðið greindi frá því í
gær að bankinn hefði nýverið aukið
hlutafé Pennans, sem er í 100%
eigu félags í eigu Arion, um 200
milljónir króna þrátt fyrir að fyrir-
tækið hefði tapað rúmum milljarði
króna á síðustu tveimur árum. Til
viðbótar lánaði Arion Pennanum
500 milljónir króna í fyrra.
Orri segist hafa miklar áhyggj-
ur af því almennt að bankar taki
fyrir tæki í fangið og styðji við þau
á samkeppnismarkaði. „Í þessu til-
felli eru það húsgagnaframleiðend-
ur sem eru að keppa við starfsem-
ina og finnst sú staða sem er komin
upp mjög ójöfn og ósanngjörn. Við
höfum almennt verið að berjast
fyrir því að bankarnir séu ekki að
halda lífinu í starfsemi sem er ekki
sjálfbær.“
Skúli Rósantsson, eigandi hús-
gagnaverslunarinnar Casa, segir
Pennann hafa verið að eltast við
birgja sem einungis hafi versl-
að við Casa árum saman.„Þeir
hafa verið að eltast við birgja sem
ég hef verið að versla við árum
saman. Velta í húsgagnaverslun
hefur eðlilega dregist saman á
Íslandi eftir hrun. Þegar birgjar
fá stórar pantanir frá nýjum aðila
sem getur sýnt fram á miklu meiri
veltu en við, þó að hluti hennar sé
vegna sölu á pappír og pennum,
þá hugsa þessi fyrirtæki sig um.
Á sama tíma styður bankinn við
Pennann með því að setja fullt af
peningum inn í rekstur hans til að
mæta taprekstri. Það er ekki hægt
að keppa gegn svona atgangi bank-
anna.“
Guðmundur Ásgeirsson, fram-
kvæmdastjóri Á. Guðmundsson,
segist velta því fyrir sér hvort
framlegð og afkoma skipti í raun
engu máli hjá Pennanum. „Við
höfum lengi verið að selja skrif-
stofu- og skólahúsgögn í sam-
keppni við Pennann. Þeir hafa
mest verið að flytja inn sín skóla-
húsgögn. Fyrir hrun voru þau hús-
gögn á svipuðu verði eða dýrari en
þau sem við bjóðum. Núna virð-
ast þau orðin ódýrari, þrátt fyrir
gengishrunið. Maður veltir því
fyrir sér hver framlegðin er af
slíkum viðskiptum og hvort hún
skipti kannski engu máli. Ef svo
er þá skiptir afkoman heldur engu
máli því það koma þá peningar frá
bankanum ef vantar.“
thordur@frettabladid.is
Faxafeni 14 www.heilsuborg.is
Vilt þú dansa þig í form?
Nýtt Zumba námskeið hefst 31. október.
Einföld spor, skemmtileg tónlist og góður félagsskapur.
Skráðu þig strax í
síma. 5601010 eða á
heilsuborg@heilsuborg.is
Zumba
þri. og fim. kl. 18.30
Zumba II
(fyrir lengra komna)-
þri. og fim. kl. 17.30
(4 vikur kr. 11.900 eða
7.900 í áskrift)
GENGIÐ 20.10.2011
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
214,3923
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
115,18 115,72
181,90 182,78
159,16 160,06
21,376 21,502
20,608 20,730
17,490 17,592
1,4980 1,5068
181,59 182,67
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson
orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-
5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
Staða Pennans sögð
skekkja markaðinn
Orri Hauksson segir banka ekki eiga að halda lífinu í ósjálfbærum fyrirtækjum.
Samkeppnisaðili segir Pennann reyna að ná til sín birgjum. Annar segir fram-
legð og afkomu ekki virðast skipta máli hjá Pennanum.
FLYTUR STARFSEMI SÍNA Penninn hefur tekið á leigu þriggja hæða húsnæði í Skeif-
unni undir hluta af starfsemi sinni. Húsnæðið er við hliðina á samkeppnis aðilanum
Casa. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
... að fyrirtæki sé
enn í mjúkum faðmi
bankanna þremur árum eftir
hrun gengur ekki.
ORRI HAUKSSON
FRAMKVÆMDASTJÓRI SAMTAKA
IÐNAÐARINS
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
22°
14°
10°
11°
11°
9°
11°
11°
25°
14°
19°
16°
22°
8°
12°
22°
7°Á MORGUN
8-15 m/s á Vestfj.,
annars hægari
SUNNUDAGUR
8-15 m/s N- og V-til,
annars hægari.
4 3
6
5
5 5
4
4
5
5
7
1
7
5
7
6
68
3
5
4
3
5
4
5
6
6
0
-1
1
34
KÓSÝ INNANDYRA
Nú er tími til að
kveikja á kertum
og hita kakó.
Úrkoma V-til í dag
en bjartara A-til.
Væta víðast hvar á
morgun og strekk-
ingur NV-til. Snýr í
N-átt á sunnudag
og kólnar í veðri
með slyddu eða
snjókomu N-til.
Snjólaug
Ólafsdóttir
veður-
fréttamaður
SJÁVARÚTVEGUR Þrátt fyrir að her-
ferð samtakanna Whale and Dolphin
Conservation Society (WDCS) um
sniðganga fisk frá HB Granda hafi
staðið í um tvo mánuði hefur ekki
orðið vart við minnkandi sölu.
WDCS hvöttu til sniðgöngu á fisk-
veitingahúsum sem selja fisk frá
HB Granda til að mótmæla hval-
veiðum Íslendinga, en Hvalur hf.
er stærsti einstaki hluthafinn í HB
Granda.
Svavar Svavarsson, markaðs-
stjóri HB Granda, segir í samtali
við Fréttablaðið að aðgerðirnar hafi
ekki haft teljandi áhrif á fyrirtækið.
„Við höfum
feng ið e i t t-
hvað af tölvu-
póstum, en mér
finnst heldur
hafa dregið úr
því undanfarið,“
segir Svavar.
„Hvað varð-
ar sölu á okkar
fiski, samskipti
okkar við mark-
aðinn, kúnna og veitingastaði, er
ekkert hikst í gangi og hefur ekki
verið. Ég missi allavega ekki svefn
yfir þessu.“ - þj
Hvalaverndunarsamtök hvetja til að fiskur frá HB Granda verði sniðgenginn:
Engin áhrif á fisksölu í Bretlandi
FINNA EKKI FYRIR HERFERÐINNI Boðuð
herferð gegn breskum fiskveitingastöð-
um sem selja fisk frá HB Granda, hefur
ekki skilað sér í minnkandi sölu.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
SVAVAR
SVAVARSSON
Á vef Whale and Dolphin
Conservation Society segir að
fiskur frá HB Granda hafi sterka
stöðu á markaði með „fisk og
franskar“ í Bretlandi. Það er eins
konar þjóðarréttur Breta, en á ell-
efta þúsund slíkra veitingastaða er
þar í landi.
Warners er einn af helstu
birgjunum og hefur átta prósenta
markaðshlutdeild ef marka má
vef WDCS, en þar segir einnig að
Warners fái „nær allan“ sinn fisk
frá HB Granda.
WDCS vill að þrýst verði á
Warners að hætta að versla við
fyrirtæki sem tengjast hvalveiðum.
Fiskur og franskar
DÓMSMÁL Maður um tvítugt hefur
verið dæmdur í tólf mánaða fang-
elsi fyrir vopnuð rán, þjófnað,
eignaspjöll og fíkniefnalagabrot.
Maðurinn var dæmdur fyrir
að hafa rænt verslun 10-11 í
Grímsbæ í desember 2010 vopn-
aður hnífi. Hann rændi fimmtán
þúsund krónum auk sígarettu-
pakka. Þá var hann dæmdur fyrir
að ræna söluturn í Hraunbergi
vopnaður hnífi. Loks var maður-
inn ákærður fyrir tilraun til
ráns í sumar þegar hann fór inn í
verslun 10-11 í Glæsibæ vopnaður
klaufhamri. Hann var sýknaður
af síðastnefnda tilvikinu. - jss
Í tólf mánaða fangelsi:
Dæmdur fyrir
tvö vopnuð rán
BANDARÍKIN, AP Lögreglan í
bænum Zanesville í Ohio sá
sér ekki annað fært en að elta
uppi og skjóta tugi villidýra
sem sluppu laus eftir að eigandi
þeirra framdi sjálfsvíg á þriðju-
dagskvöld.
Alls voru 48 dýr drepin, þar á
meðal 18 bengaltígrar og 17 ljón.
Terry Thompson, eigandi dýr-
anna, sleppti þeim lausum áður
en hann svipti sjálfan sig lífi með
byssuskoti. Bitsár voru á höfði
líksins þegar það fannst. - gb
Eigandinn framdi sjálfsvíg:
Tugir villidýra
gengu lausir
HÆTTUÁSTAND „Varúð, villidýr“ stendur
á þessu óvenjulega umferðarskilti.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
FÓLK Fjöldi fólks mætti í verslan-
ir Eymundsson í gær til að hitta
minnsta mann í heimi samkvæmt
bókinni Ripley´s, Khagendra
Thapa Magar. Hann er hér á
landi í tengslum við útgáfu bókar-
innar Ripley´s ótrúlegt en satt.
Magar er nítján ára gamall og
er frá Nepal. Samkvæmt Ripley´s
er hann 56 sentimetrar og því
minnsti maður í heimi. Heims-
metabók Guinness segir reyndar
að Junrey Balawing frá Filipps-
eyjum sé minnsti maður heimsins
og að Magar sé í raun 67 senti-
metrar á hæð. - þeb
Fjöldi fólks í Eymundsson:
Margir vildu
hitta Khagendra
ATHYGLI Í EYMUNDSSON Augu allra við-
staddra voru á hinum smáa Khagendra
Thapa Magar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Nýr Þór kemur frá Síle
Hið nýbyggða varðskip Þór kemur
til landsins frá Síle á miðvikudaginn
í næstu viku og tekur land í Vest-
mannaeyjum þar sem heimamenn
undirbúa nú veglegar móttökur.
LÖGGÆSLA