Fréttablaðið - 21.10.2011, Síða 6
21. október 2011 FÖSTUDAGUR6
Frá kr. 99.900 - með „öllu inniföldu“ -
7 eða 10 nátta ferð - síðustu sæti!
Heimsferðir bjóða frábær tilboð á allra síðustu sætunum til Tenerife þann
25. október. Í boði eru sértilboð m.a. á Villa Adeje Beach íbúðahótelinu með
„öllu inniföldu“ auk fleiri valkosta.
Í 7 nátta ferðinni er beint flug báðar leiðir en í 9 nátta ferðinni er heimflug
í gegnum Kaupmannahöfn þar sem gist er síðustu nóttina. Innifalið er flug
báðar leiðir, skattar, gisting í 9 nætur á Tenerife og 1 nótt í Kaupmannahöfn
(rútuferð milli hótels og flugvallar í Kaupmannahöfn innifalin).
Athugið að mjög takmörkuð gisting er í boði!
Frá kr. 99.900 – Hotel Villa Adeje *** með „öllu inniföldu“
Netverð á mann m.v. tvo fullorðna og tvö börn, 2-11 ára, í 7 nætur með „öllu
inniföldu“. Verð m.v. gistingu í tvíbýli kr. 119.900. Sértilboð 25. október. Aukalega 10
þúsund krónur á mann í 9 nætur.
Tenerife
25. október
Ótrúlegt
sértilbo
ð!
*****
Eldri félagar Karlakórsins Þrasta er halda
20 ára afmælistónleika í Fríkirkjunni
í Hafnarfirði laugardaginn 22. október
kl. 17.00.
Frítt inn – Vonumst til að sjá ykkur.
Eldri Þrestir
Fríkirkjunni í Hafnarfirði
20 ára afmælistónleikar
IÐNAÐUR Hörður Arnarson, for-
stjóri Landsvirkjunar, segir að
Alcoa hafi ekki fengist til við-
ræðna um orkuverð fyrir mögu-
legt álver á Bakka, þrátt fyrir
óskir Landsvirkjunar þar um.
Hann segir Alcoa hafa óskað eftir
afhendingu orkunnar innan fimm
ára. Landsvirkjun hafi hins vegar
talið lengri afhendingarfrest
nauðsynlegan, um tíu til tólf ár,
þar sem jarð-
varmavirkjanir
þurfi að byggja
upp í skrefum.
Hörður bend-
ir á að það hafi
tekið 35 ár að
byggja upp 180
MW virkjanir
á Reykjanesi
og um 25 ár að
byggja upp 400
MW svæði á
Hellisheiði og Nesjavöllum. Þess
vegna hefði mátt gagnrýna hug-
myndir um að nýta 400 MW á
tólf árum nyrðra. Fimm ár hefðu
verið útilokuð.
Hörður segir að það að opna
viðræður um orkuna fyrir fleiri
aðilum hafi styrkt samningsstöðu
Landsvirkjunar til muna. Alcoa
hafi beitt alþekktri samninga-
tækni, að koma sér í sterka samn-
ingsstöðu, sitja eitt við borðið og
skapa væntingar áður en farið
væri að semja um verð.
Katrín Júlíusdóttir iðnaðar-
ráðherra segir umhugsunarefni
hvort Alcoa hafi spilað um meiri
væntingar en efni stóðu til. „Eftir
sex ár skyldi maður ætla og vona
að menn væru komnir lengra en
þetta, ef fullur hugur væri á verk-
efninu.“ Ráðherra benti á að fyrir-
tækið hefði ekki sótt um lóð undir
álver, sem væri umhugsunarefni.
Tvö fyrirtæki hafa þegar sótt
um lóðir undir starfsemi sína
fyrir norðan.
Umræður voru utandagskrár
á Alþingi um stöðu mála nyrðra
Vildu orku á 5 árum
en ekki ræða verðið
Alcoa vildi orku fyrir álver á Bakka afhenta innan fimm ára. Landsvirkjun taldi
tæpt að afhenda orku á tólf árum. Sex aðilar eru komnir langt í viðræðum um
orkukaup. Ráðherra spyr hversu mikinn áhuga Alcoa hafi haft á Bakka.
ÁLVER Alcoa hafði ekki sótt um lóð fyrir álver á Bakka og fékkst ekki til viðræðna
um mögulegt orkuverð. Forstjóri Landsvirkjunar segir mun betra að hafa fjölbreytta
möguleika á kaupendum.
HÖRÐUR
ARNARSON
eftir að Alcoa tilkynnti að fyrir-
tækið væri hætt við álver á
Bakka. Stjórnarandstæðingar
gagnrýndu ríkisstjórnina harð-
lega, sögðu hana hafa staðið í vegi
fyrir áformum fyrirtækisins.
Jón Gunnarsson málshefjandi,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins,
sagði pólitísk fingraför ríkis-
stjórnarinnar vera uppi um alla
veggi í málinu. Birkir Jón Jóns-
son, varaformaður Framsóknar-
flokksins, sakaði Vinstri græn um
að hafa gert allt til að koma í veg
fyrir málið.
Guðmundur Steingrímsson,
þingmaður utan flokka, sagði
Landsvirkjun hafa tekið þá skyn-
samlegu ákvörðun að selja þá
orku sem eftir væri óvirkjuð í
landinu á sem hæstu verði. Um
takmarkaða auðlind væri að ræða.
Hann sagði blasa við að Þing-
eyingar stæðu vel að vígi hvað
orkusölu varðar.
kolbeinn@frettabladid.is
A að efla samfélagsþjónustu í
stað fangelsisrefsingar?
Já 72,4%
Nei 27,6%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Á að skylda veitingastaði til að
birta upplýsingar um hita-
einingar í mat?
Segðu þína skoðun á vísir.is.
Landsvirkjun hefur alls átt í viðræðum við fimmtán
fyrirtæki um möguleg orkukaup úr virkjunum í
Þingeyjarsýslum. Hörður Arnarson segir að Alcoa sé
fyrsta fyrirtækið sem segi sig frá viðræðum. Hann segir
sex fyrirtæki í raunverulegum viðræðum um orkukaup.
„Þar eru menn að takast á við það sem skiptir máli og
sumir komnir mjög langt,“ segir Hörður og staðfestir að
orkuverð sé til umræðu við hluta þeirra fyrirtækja.
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra sagði á þingi í
gær að tvö fyrirtæki væru búin að sækja um lóð fyrir
starfsemi sína fyrir norðan og eitt fyrirtæki búið að fá
staðfestingu á því að ekki væri þörf á umhverfismati.
Eitt fyrirtæki af fimmtán hætt við
KATRÍN
JÚLÍUSDÓTTIR
STJÓRNSÝSLA „Samkvæmt þeim
upplýsingum sem ég byggi á er
fráleitt að Ríkislögreglustjóri
hafi brotið lög eða aðhafst eitt-
hvað óheiðarlegt,“ segir Ögmund-
ur Jónas son innanríkisráðherra,
spurður um viðbrögð við niður-
stöðu Ríkisendurskoðunar þess
efnis að stofnunin standi við
ábendingu sína um að RLS hefði
borið, lögum samkvæmt, að bjóða
út innkaup á lögreglubúnaði fyrir
12,6 milljónir króna.
Ögmundur kveðst algjörlega
ósammála niðurstöðu Ríkisendur-
skoðunar og kveðst telja að „þarna
sé Ríkisendurskoðun ekki í réttum
farvegi með málið, og sé ekki að
setja umrædd atriði í rétt sam-
hengi sem sé mjög mikilvægt að
gera. En þarna stendur álit gegn
áliti,“ bætir hann við.
„það sem mestu máli skiptir er
að menn horfi á aðalatriði þessa
máls, en séu ekki í karpi um ein-
stök smáatriði“ segir innanríkis-
ráðherra enn fremur. „Það sem
máli skiptir í mínum huga er
að innanríkisráðuneytið, Ríkis-
endurskoðun og embætti Ríkis-
lögreglustjóra eru sammála um
það að koma þessum innkaupa-
málum í markvissari farveg en
verið hefur.“
Ögmundur segir þetta ekki ein-
ungis gilda um lögregluna heldur
allar stofnanir sem heyri undir
innanríkisráðuneytið.
„Ég hef skrifað þeim öllum og
við höfum sett nýjar reglur sem
snúa að innkaupum. Þessu hefur
ríkisendurskoðun tekið mjög vel.
Ég vil horfa á það sem sameinar
okkur en ekki útlistanir sem við
kunnum að vera ósammála um.
Aðalatriði málsins er að það er
fullkomin samstaða um allt það
sem máli skiptir til framtíðar litið
og þangað eigum við að horfa, en
ekki festast í einhverju sem fyrir
er.“
- jss
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra algjörlega ósammála niðurstöðu ríkisendurskoðanda:
Telur óþarfa að karpa um einstök smáatriði
Ég vil horfa á það
sem sameinar okkur
en ekki útlistanir sem við
kunnum að vera ósammála
um.
ÖGMUNDUR JÓNASSON
INNANRÍKISRÁÐHERRA
ÞJÓÐKIRKJAN Herra Karl Sigur-
björnsson biskup fundaði með dr.
Marie Fortune og fagráði þjóð-
kirkjunnar á Biskupsstofu í gær.
Eins og greint hefur verið frá er
dr. Fortune stödd hér á landi til
að halda námskeið og málþing á
vegum þjóðkirkjunnar um kyn-
ferðisbrot innan kirkjunnar og við-
brögð hennar við því.
Biskup vildi ekki tjá sig um
fundinn við Fréttablaðið en Gunn-
ar Rúnar Matthíasson, for maður
fagráðs þjóðkirkjunnar, segir
umræður þar hafa verið góðar.
„Andrúmsloftið var verulega
gott, það var mikið talað og mikið
spurt,“ segir Gunnar Rúnar. „Það
var mikið rætt hvað hefur verið
vel gert í þessum efnum innan
kirkjunnar og hvar við þurfum að
vera vakandi við að koma hlutum
af stað og spyrja hvort þeir séu að
virka.“
Gunnar segir umræðuna mjög
hafa snúið að því hvernig hægt sé
að koma til móts við þolendur kyn-
ferðisofbeldis og hjálpa þeim við
að koma málunum í réttan farveg.
Hann segir dr. Fortune vera afar
styðjandi við það starf sem fag-
ráðið innir af hendi.
„Það er óheyrilega mikilvægt
að styðja við fórnarlömb og efla
og koma hlutum í farveg, eins og
hlutverk okkar er,“ segir hann.
- sv
Biskup fundaði með fagráði þjóðkirkjunnar og dr. Marie Fortune á Biskupsstofu:
Viðbrögð við kynferðisbrotum rædd
DR. FORTUNE HITTIR BISKUP Herra Karl
Sigurbjörnsson biskup hitti dr. Marie
Fortune á fundi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
STJÓRNMÁL Ný stjórn Borgara-
hreyfingarinnar hefur sam-
þykkt að ganga til viðræðna við
þingflokk Hreyfingarinnar um
samstarf. Þetta kemur fram í
bloggfærslu Friðriks Þórs Guð-
mundssonar, stjórnarmanns í
Borgarahreyfingunni.
Friðrik segir tíma til kominn að
láta fyrri deilur víkja fyrir keim-
líkum og mikilvægum málefnum.
„Það hlýtur að teljast tilraun til
„sögulegra sátta“ þessara fyrrum
samstæðu pólitísku arma Bús-
áhaldabyltingarinnar,“ skrifar
Friðrik. Borgarahreyfingin náði
fjórum mönnum á þing árið 2009,
sem síðan hafa allir sagt skilið
við hana. Þrír þeirra mynda nú
þingflokk Hreyfingarinnar. - sh
Sögulegar sættir í kortunum:
Borgarahreyf-
ingin ræðir við
Hreyfinguna
Vill stofna keltneskt setur
Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri
Akranesstofu, hefur lagt til að stofnað
verði keltneskt fræðasetur á Akranesi.
Bæjarstjórnin hyggst skoða málið.
AKRANES
Endurskoðunarnefnd of dýr
Bæjarráð Akureyrar segir að það yrði
of íþyngjandi fyrir lítinn sjóð eins og
Lífeyrissjóð starfsmanna Akureyrar-
bæjar að verða við kröfu Fjármála-
eftirlitsins um skipun sérstakrar
endurskoðunarnefndar fyrir sjóðinn.
Bærinn vill ræða við FME um málið.
AKUREYRI
Útlaginn fær eitt ár
Hreppsnefnd Hrunamannahrepps
hafnar að veita veitingastaðnum
Útlaganum á Flúðum rekstrarleyfi
til meira en eins árs. Vísað er til
málaferla vegna fyrirhugaðs eignar-
náms hreppsins á landi við Útlagann.
FLÚÐIR
KJÖRKASSINN