Fréttablaðið - 21.10.2011, Side 12

Fréttablaðið - 21.10.2011, Side 12
21. október 2011 FÖSTUDAGUR12 Íbúar Líbíu héldu út á götur og hrópuðu fagnandi þegar fréttir bárust af því að uppreisnarmenn hefðu drepið Múammar Gaddafí, einræðisherrann sem stjórnaði landinu með harðri hendi í meira en fjóra áratugi. Ónot vöknuðu hins vegar þegar frekari fréttir, óljósar og misvís- andi, bárust af því hvernig lát hans hafði borið að garði. Mann- réttindasamtökin Amnesty Inter- national sendu fljótlega frá sér tilkynningu þar sem þess var krafist að ítarleg rannsókn yrði gerð á atvikinu. Svo virðist sem Gaddafí hafi verið tekinn lifandi og dreginn eftir götum borgarinnar áður en hann var skotinn. Auk þess virð- ist hann hafa verið í bílalest sem herþotur NATO-ríkjanna gerðu loftárás á skömmu áður en bylt- ingarmenn fundu hann í þröng- um jarðgöngum. Ekki er vitað hvað varð um Saif al-Islam, son Gaddafís, sem líklegt þykir að hafi verið með honum fram á síðustu stund. Leiðtogar byltingarstjórnar- innar fögnuðu hins vegar drápi Gaddafís og leiðtogar Vestur- landa tóku undir fögnuðinn. Nicolas Sarkozy Frakklands- forseti segir að fall Gaddafís marki tímamót í baráttu Líbíu- manna og David Cameron, for- sætisráðherra Bretlands, segir að nú hafi Líbíumenn enn betri möguleika til þess að byggja upp sterkt og lýðræðislegt samfélag. Gaddafí hafði verið í felum í tvo mánuði, eða frá því höfuð- borgin Trípolí féll í hendur uppreisnarmanna upp úr miðjum ágúst. Ekki er vitað hve margir hafa látið lífið í átökunum, sem hóf- ust snemma árs í Líbiu með þátt- töku NATO-ríkjanna. Ljóst er þó að mannfallið skiptir þúsundum og auk þess hafa tugir þúsunda særst. gudsteinn@frettabladid.is daga hafði Gad- dafí verið í felum, frá því að höfuð- borgin féll í hendur upp- reisnarmanna fyrir tveimur mánuðum. 58 Líbíubúar fagna falli Gaddafís Múammar Gaddafí var drepinn í heimaborg sinni Sirte í gær, tveimur mánuðum eftir að höfuðborgin Trípolí féll í hendur byltingar- liðsins. Borgarastyrjöldin og hernaðarátök í Líbíu hafa kostað þúsundir lífið síðan snemma árs. „Á margan hátt er það frekar sorglegt í stöðunni núna að ekki verði hægt að vinna úr þessu á viðunandi hátt og láta réttarkerfið hafa sinn gang,“ segir Magnús Þorkell Bernharðsson, sagnfræðingur sem hefur sérhæft sig í nútíma- sögu Mið-Austurlanda. „Líbíumenn fá þá ekki tækifæri til að meta fortíðina og þau voðaverk sem Gaddafí framdi gegn eigin þjóð, eins og þó hefur verið mögulegt í Egyptalandi. Á hinn bóginn vantar almennilega dómstóla og stofnanir í Líbíu og stjórnarskráin gerir ekki ráð fyrir þeim meiri háttar réttarhöldum sem hefðu þurft að eiga sér stað. Auk þess verða tímamótin um leið meira afmarkandi því nú er hægt að byrja strax að huga að framtíðinni, þannig að úr því sem komið var þá er þetta kannski eina leiðin til þess að stöðva blóðbaðið í Líbíu og kannski reyna að koma á einhverjum stöðugleika. Nú geta Líbíumenn farið að huga að framtíð landsins, framtíð sem ekki tengist þessari persónu sem hefur svo algerlega tröllriðið þjóð- félaginu.“ Magnús segir Líbíumenn hafa nokkuð góðar forsendur til þess að byggja upp starfhæft þjóðfélag, nú þegar átökunum lýkur. „Þetta land breytist ekkert í Sviss eða Noreg á einni nóttu heldur er þetta langtímaverkefni fyrir nýju leiðtogana. Þjóðartekjur Líbíu eru góðar bæði af olíu og gasi og innviðir voru í tiltölulega góðu ástandi fyrir stríðið. Þannig að ef vel er haldið á spilunum þá er framtíðin til- tölulega björt í Líbíu.“ Magnús segir vissulega mögulegt að einhver óöld verði áfram í landinu meðan ýmis mál eru óuppgerð. „Hins vegar er tiltölulega mikil þjóðernis- hyggja í Líbíu og almennur vilji til að reyna að standa saman þrátt fyrir ólík sjónarmið.“ Hann segir fall Gaddafís auk þess vera mikilvægan áfanga í andófi almennings í arabaríkjunum, sem hófst svo snögglega í Túnis í lok síðasta árs og breiddist hratt út til nágrannaríkjanna. „Arabíska vorið er hreint ekki að fjara út,“ segir hann. „Nú hafa fjórir arabaleiðtogar verið hraktir frá völdum á þessu ári og það eitt er nú heilmikið afrek. Þetta er ekki búið í Egyptalandi og málin eru enn óuppgerð í Líbíu. Það er enn verið að berjast í Barein og Jemen og Sýrlandi. En þessi atburður verður heilmikil hvatning fyrir íbúa þessara landa til þess að halda áfram.“ Mikilvæg hvatning fyrir arabaheiminn MAGNÚS ÞORKELL BERNHARÐSSON FANNST Í HOLU Þarna í göngunum sögðust uppreisnarmenn hafa fundið Gaddafí og skotið hann. NORDICPHOTOS/AFP Gaddafí drepinn í Sirte Sirte LÍBÍA ALSÍR NÍGERMALÍ SÚDAN EG YP TA LA N D Trípolí TÚNIS Uppreisnin gegn Gaddafí hófst um miðjan febrúar þegar nokkur hundruð manns komu saman í borginni Bengasí. Lögreglan tók hart á mótmælendum en næstu daga héldu þau áfram og mögnuðust dag frá degi. Viðbrögð stjórnvalda hertust sömuleiðis. Loftárásir NATO-ríkjanna hófust 19. mars, tveimur dögum eftir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti flug- bann yfir Líbíu og heimilaði hernaðarí- hlutun, bæði til að verja flugbannið og til að vernda almenna borgara. Uppreisnarmenn náðu seint í ágúst höfuðborginni Trípolí á sitt vald, þar sem Gaddafí hafði haft höfuðstöðvar. Hann komst þó undan og var í felum þar til hann fannst í fæðingarborg sinni, Sirte. EINRÆÐISHERRA LÍBÍU DREPINN ALVARLEGA SÆRÐUR Gaddafí særðist alvarlega og var handtekinn í kjölfarið. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.