Fréttablaðið - 21.10.2011, Side 18
18 21. október 2011 FÖSTUDAGUR
Góð vísa er sjaldan of oft kveð-in eins og amma var vön að
segja og hér er eitthvað úr fyrri
skrifum höfundar sett í nýjan bún-
ing. Tilefnið er meðal annars að
þrjú ár eru liðin frá hruni, fyrir-
heit stjórnvalda í kjölfar þess voru
meðal annars um upplýstara og
gegnsærra þjóðfélag. Mjög miklu
er ennþá ábótavant og svokölluð B
vinnubrögð og spilling er algeng.
Hægt er að skoða tvö þjóðfélög
A og B og spyrja sig hvoru muni
vegna betur og borgurum þess.
Í þjóðfélagi A er ráðið í stöð-
ur eftir hæfni viðkomandi þar
sem menntun og reynsla er talin
nauðsynleg til ákveðinna starfa.
Ákveðið jafnræði er milli kynja
og skoðana og skilningur á að eftir
höfðinu dansa limirnir. Hér er átt
við að stjórnendur og hæfni þeirra
hafa áhrif á allt fyrirtækið eða
stofnunina, og þar með framleiðni.
Slíkt þjóðfélag ræður til að mynda
guðfræðing til starfa í kirkju til að
messa yfir hjörðinni, og myndi því
ekki velja hagfræðing eða sálfræð-
ing með djáknapróf þrátt fyrir
trúarhita og ræðuleikni.
Í þjóðfélagi B er minni áhersla
á að sá hæfasti sé ráðinn í hverja
stöðu. Stöðuveitingar ráðast oft
af tengslum ættar, einhverskonar
hagsmunum eða jafnvel pólitískum
skoðunum viðkomandi. Stöður eru
jafnvel athvarf fyrir fyrrverandi
stjórnmálamenn eða leiðitama
ungliða. Það er mjög oft á kostnað
fagmenntunar tilheyrandi starfa
og getur átt við allt frá stöðuveit-
ingum í opinberum fyrirtækjum
til dómskerfis. Slíkt þjóðfélag
myndi jafnvel ráða guðfræðing
til að hafa yfirumsjón með hinum
verðmæta eignarhlut ríkisins, og
þar með fólksins, í bönkunum. Það
væri meira að segja þrátt fyrir
að viðkomandi hefði áður komið
að einkavæðingu og sölu þessara
sömu banka, þar sem mjög vafa-
samri aðferðafræði við sölu var
beitt. Þessir sömu bankar urðu
báðir gjaldþrota!
Það á að vera skýlaus krafa í
upplýstu lýðræðisþjóðfélagi að
hæfasta fólkið með tilheyrandi
fagmenntun og reynslu sé jafn-
an ráðið til starfa hverju sinni.
B ráðningarnar og vinnubrögð
hafa í tímans rás kostað þjóð-
félagið hundruð eða jafnvel þús-
undir milljarða. Ég geng reyndar
reyndar svo langt að telja að þetta
hafi verið ein af orsökum hruns-
ins. Vanhæfir stjórnendur eru ein
af ástæðum þess að Íslendingar
þurfa að vinna meira og lengur
en aðrar þjóðir til að halda uppi
góðum lífskjörum.
Það að afleggja B vinnubrögð er
hagur fólksins og framtíðarhagur
þjóðfélagsins og krafa framtíðar-
innar, það er komi tími til að segja
stopp. Vilt þú tilheyra A eða B? Af
hvorri tegundinni verður hið nýja
Ísland?
Svo slegið sé á léttari strengi
þá er það stundum ágætt meðal
frá ruglinu í þjóðfélaginu að setja
ABBA á fóninn í bílnum þegar lagt
er af stað í daginn, í stað þess að
hlusta á umfjallanir á öldum ljós-
vakans af nýjum spillingarmál-
um, gjaldþrotum og slíku. Þetta
ráð fékk höfundur í ágætu erindi
hjá Margréti Kristmundsdóttur
á fundi Samtaka atvinnulífsins
nýverið. Greinin var einnig send
hæstvirtum fjármálaráðherra og
viðskiptaráðherra, ásamt tengli
á ABBA-lagið „Money, Money,
Money“. Þeir fara jú ásamt öðrum
með ráðstöfun peninga okkar, þar
með talið til mannaráðninga!
Vanhæfir stjórn-
endur eru ein af
ástæðum þess að Ís-
lendingar þurfa að vinna
meira og lengur en aðrar
þjóðir ...
Á hverju ári greinast um það bil 14 konur með leghálskrabba-
mein hér á landi samkvæmt
krabbameinsskrá Krabbameins-
félags Íslands. Til að krabbamein
myndist í leghálsi verður slím-
himnan þar að hafa sýkst af svo
kölluðum vörtuveirum (á ensku
Human Papilloma Viruses, HPV),
að öðrum kosti myndast ekkert
krabbamein.
Þekktar eru yfir 120 mismun-
andi gerðir af vörtuveirum en
langflestar þeirra valda venjuleg-
um vörtum í húð sem eru hættu-
lausar. Nokkrar þessara gerða
vörtuveira geta valdið krabba-
meini í leghálsi. Af þeim eru tvær
gerðir sem orsaka 60% til 70%
allra krabbameina þar og kall-
ast þær vörtuveirur 16 og 18. Í
dag eru til tvö bóluefni sem virka
gegn vörtuveirum 16 og 18. Ef
allar stúlkur væru bólusettar hér
á landi með öðru hvoru þessara
bóluefna mætti fækka tilfellum af
leghálskrabbameinum úr 14 á ári
allt niður í fjögur tilfelli á ári. Á
þessum grunni hefur velferðar-
ráðuneytið ákveðið að bjóða öllum
stúlkum sem eru 12 og 13 ára á
þessu ári bólusetningu gegn þess-
um veirum, þeim að kostnaðar-
lausu. Í framhaldi af því verður
síðan árlega öllum 12 ára stúlkum
boðið upp á þessa bólusetningu.
Ef þátttakan í bólusetningunum
verður almenn er möguleiki á að
fækka dauðsföllum vegna legháls-
krabbameins. Á hverju ári deyja
tvær konur úr leghálskrabba-
meini. Konurnar eru ungar en
meðalaldur þeirra við greiningu er
44 ár. Til samanburðar er meðal-
aldur þeirra kvenna sem greinast
með brjóstakrabbamein 61 ár.
Almenn bólusetning hefur því
getu til að forða þeim konum sem
annars mundu greinast með leg-
hálskrabbamein frá þeirri erfiðu
lífsreynslu sem því fylgir ásamt
því að draga úr dánartíðni af völd-
um þessa sjúkdóms. Bólusetning
fækkar einnig tilfellum af for-
stigsbreytingum leghálskrabba-
meins en vörtuveirur 16 og 18 eru
orsakavaldar hluta þeirra. Marg-
ar konur sem greinast með for-
stigsbreytingar þurfa á meðferð
að halda við þeim en almenn bólu-
setning mundi koma í veg fyrir
það. Þessar tvær gerðir vörtu-
veira valda einnig öðrum sjald-
gæfari krabbameinum eins og
krabbameinum í koki, leggöngum
og endaþarmsopi.
Heilbrigðisyfirvöld geta ekki
farið af stað með útdeilingu á
ókeypis bóluefnum til stúlkna
nema að minnsta kosti þremur
spurningum er svarað játandi. Er
hagkvæmt fyrir þjóðfélagið að 12
ára stúlkur hér á landi verði bólu-
settar þeim að kostnaðarlausu?
Virka bóluefnin? Eru þau örugg?
Hagkvæmni athugun hefur þegar
farið fram á vegum Landlæknis-
embættisins þar sem sýnt var
fram á að það að bólusetja allar 12
ára stúlkur á hverju ári á kostnað
hins opinbera er hagkvæmt fyrir
þjóðfélagið. Var þá bæði tekið til-
lit til sparnaðar í beinhörðum pen-
ingum og til þeirra lífsgæða sem
vinnast með því að forða konum
frá því að greinast með legháls-
krabbamein.
Þær rannsóknir sem gerðar
hafa verið á bóluefnunum hafa
sýnt fram á að þau virka nánast
100% þegar um forstigsbreyting-
ar að leghálskrabbameini með
sýkingu af vörtuveirum 16 og 18
er að ræða en forstigsbreytingar
eru nauðsynlegur undanfari mynd-
unar á krabbameini. Bóluefnin eru
því mjög virk gegn leghálskrabba-
meini og enn sem komið er bendir
allt til að sú virkni haldist.
Aukaverkanir eru fyrst og
fremst tengdar stungustað eins
og hjá öðrum bóluefnum en fram
getur komið m.a. roði og bólga í
húðinni á stungustaðnum. Ekki er
vitað um alvarlegar aukaverkanir
né dauðsföll tengd bólusetningum
gegn leghálskrabbameini. Bólu-
efnin eru því örugg.
Þróunin heldur áfram. Á alþjóð-
legri ráðstefnu krabbameinslækna
sem haldin var í Stokkhólmi í
septem ber á þessu ári kom fram að
rannsóknir eru í gangi á bóluefni
sem ekki eingöngu virkar gegn
vörtuveirum 16 og 18 heldur einn-
ig til fleiri gerða vörtuveira sem
valda leghálskrabbameini. Fram
kom að vonir eru um að með því
verði jafnvel hægt að útrýma leg-
hálskrabbameini með fyrirbyggj-
andi aðgerðum bólusetningar í
nánustu framtíð.
Um leið og mælt er með að for-
eldrar og forráðamenn láti bólu-
setja stúlkur hér á landi er hvatt
til árvekni hvað varðar legháls-
krabbamein með því meðal
annars að halda áfram leit að
legháls krabbameini á vegum
leitar stöðvar Krabbameinsfélags
Íslands. Enn sem komið er nær
bólusetningin ekki til þeirra gerða
vörtuveira sem valda 30% til 40%
leghálskrabbameina hér á landi
þó þróunin bendi til að þess verði
ekki langt að bíða.
Bólusetning gegn
leghálskrabbameini
A og B, guðfræði,
hagfræði og ABBA
Grunnatriði við endurskoð-un kvótakerfis er að breyta
„eignarrétti“ útgerðarmanna í
nýtingarsamninga. Þá er mikil-
vægt að tryggja að hér
sé áfram rekinn öflugur
iðnaður á viðskiptaleg-
um forsendum sem skil-
ar miklum verðmætum
í þjóðarbúið. Um leið
þarf þjóðin að fá veru-
lega hlutdeild í arðin-
um sem nýtingin skap-
ar. Við endurskoðun
er ekki hægt að horfa
framhjá því að núver-
andi kvótahafar hafa
að einhverju leyti keypt
kvóta á markaði og þar
með lagt út fyrir vænt-
um ávinningi af nýt-
ingu auðlindar. Að sama
skapi verða útvegsmenn
að skilja kröfu almenn-
ings að fá til sín veru-
lega stóran hluta af arði
auðlindarinnar.
Tvær leiðir eru í boði. Annars
vegar er hægt að leggja veru-
lega háan skatt á þann arð sem
myndast við nýtinguna. Fyrir-
tæki í sjávarútvegi skila hagnaði
og af honum greiða þau tekjuskatt
eins og önnur fyrirtæki í landinu.
Þjóðin á hins vegar tilkall til þess
umfram hagnaðar sem myndast
og er umfram eðlilega ávöxtun
fjármagns. Þjóðin á sem sagt með
réttu að fá til sína stærsta part-
inn af þessum „auðlindahagnaði“
– og væri eðlilegt að það væri allt
að 70%. Hinn valkosturinn er að
setja kvótann á markað smátt og
smátt og útvegsmenn settu inn til-
boð í kvóta á markaði og tekjurn-
ar myndu renna til þjóðarinnar.
Ef kvótinn yrði fyrndur um
t.d. 3% á ári hverju,
væri komið til móts við
rekstraröryggi fyrir-
tækjanna og rétt verð-
mat myndi fást á kvót-
ann. Slík afskrift væri
í línu við afskriftir
annarra fastafjármuna
fyrirtækja. Opinn til-
boðsmarkaður myndi
kalla fram sanngjarnt
afgjald og þjóðin myndi
fá arð auðlindar til sín.
Lág afskriftarprósenta
tryggir rekstraröryggi
fyrirtækjanna.
Breytingar á kvóta-
kerfinu mega ekki
draga úr verðmæta-
sköpun en pólitísk hand-
stýring vinnur gegn
markmiðum um arð-
semi. Báðar hugmyndirnar hér
að framan gefa útgerðinni mögu-
leika til að hámarka afrakstur
auðlindarinnar en veita almenn-
ingi verulega mikla hlutdeild í
þeirri arðsemi. Tekjurnar sem
myndast eiga svo að nýtast til að
styðja nýsköpun og samkeppnis-
hæft atvinnulíf út um land.
Sátt um kvótakerfi
Ein af fjölmörgum spurningum sem berast vegna fyrirhugaðrar stækkunar á Landspítala
er um símapeningana eða í raun fullnustu laga
nr. 133/2005. Lögin snérust um ráðstöfun á sölu-
andvirði Landssíma Íslands hf., en í 3. gr. laganna
segir að verja skuli samtals 18.000 milljónum kr.
til uppbyggingar Landspítala – háskólasjúkrahúss
á lóð stofnunarinnar við Hringbraut í Reykjavík.
Þá þegar á árinu 2005 var í fjáraukalögum
heimild á fjárlagalið 08-376, Bygging sjúkrahúss
á lóð Landspítalans. Þar til lög nr. 64/2010, um
stofnun opinbers hlutafélags um byggingu nýs
Landspítala við Hringbraut í Reykjavík voru sam-
þykkt samhljóða á Alþingi, voru fjárheimildir
ætíð samþykktar af Alþingi í fjárlögum hvers árs
á fjárlagalið 08-376, enda er það í samræmi við
lög um fjárreiður ríkisins nr. 88/1997.
En hvað um símapeningana? Söluandvirðið, 66,7
milljarðar króna, miðaðist við gengisskráningu
Seðlabanka Íslands 27. júlí 2005. Skyldi greiðslan
fara fram innan 5 virkra daga frá því að niður-
staða Samkeppniseftirlitsins lægi fyrir og að því
gefnu að stofnunin samþykkti söluna fyrir sitt
leyti.
Samkeppniseftirlitið tilkynnti með bréfi, dags.
30. ágúst 2005, að stofnunin gerði ekki athuga-
semdir við söluna. Þann 6. september 2005
greiddu Skipti ehf. ríkissjóði kaupverð hlutafjár
ríkisins í Símanum í samræmi við ákvæði kaup-
samnings og fengu eignarhlutinn í Símanum
afhentan.
Hin fyrrgreindu lög nr. 133/2005 um ráðstöfun
fjárins gerðu ráð fyrir að 43 milljörðum yrði
ráðstafað til verkefna í tengslum við söluna á
Landsímanum, m.a. umræddar 18.000 milljónir
í stækkun Landspítalans. Fjármagn á fjárlaga-
liðnum sem notað hefur verið, í hönnun og skipu-
lag verkefnisins, frá árinu 2005 nemur um 945
milljónum (miðað við verðlag hvers árs). Það er
því eðlilegt að spyrja hvað varð um mismuninn á
18.000 og 945.
Lögin um ráðstöfunin á símapeningunum voru
afnumin
Við þann forsendubrest sem var staðfestur á
haustmánuðum 2008, samþykkti Alþingi lög nr.
173/2008 um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Þar eru
einfaldlega hin fyrri sértæku lög um ráðstöfun
símapeninganna felld úr gildi. Í 13. gr. segir „Lög
um ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands
hf., nr. 133/2005, eru felld úr gildi“.
Í almennum skýringum með lögunum segir m.a.
að í frumvarpinu sé lagt til að lög um ráðstöfun
á söluandvirði Landssíma Íslands hf., verði felld
úr gildi, sé það vegna gjörbreyttra aðstæðna í
efnahagslífi þjóðarinnar frá því að lögin voru sett.
Þykir réttast að fella lögin hreinlega úr gildi og að
ákvarðanir um fjármögnun framkvæmda og verk-
efna sem þar er fjallað um verði teknar árlega á
vettvangi fjárlaga.
En hvað varð þá um símapeningana? Það sem
eftir stóð af söluandvirðinu hefur orðið hluti af
ráðstöfunarfé ríkissjóðs frá og með áramótum
2008/2009. Í raun voru símapeningarnir alltaf
hluti af ríkissjóði og eftir að sérlögin voru felld úr
gildi var þessum fjármunum ráðstafað í samræmi
við fjárheimildir í fjárlögum hverju sinni. Birt er
niðurstaða þess í ríkisreikningi ár hvert.
Núverandi heimildir um stækkun Landspítala
byggja á lögum nr. 64/2010 en þar er gefin heimild
til að standa að nauðsynlegum undirbúningi og
láta bjóða út stækkun Landspítala við Hringbraut.
Þá er það skýrt í lögunum að fyrir undir ritun
samninga að loknu útboði skal leita samþykkis
Alþingis með almennum lögum.
Hvað varð um símapeningana
í stækkun Landspítalans?
Heilbrigðismál
Jakob
Jóhannsson
krabbameinslæknir
Nýr Landspítali
Gunnar
Svavarsson
verkfræðingur í byggingarnefnd
Landspítala
Ef þátttakan í bólusetningunum
verður almenn er möguleiki á að
fækka dauðsföllum vegna legháls-
krabbameins. Á hverju ári deyja tvær konur úr
leghálskrabbameini.
Sjávarútvegsmál
Magnús Orri
Schram
alþingismaður
Stöðuveitingar
Hákon Þór
Sindrason
viðskipafræðingur og
rekstrarhagfræðingur
Breytingar á
kvótakerfinu
mega ekki
draga úr verð-
mætasköpun
en pólítísk
handstýring
vinnur gegn
markmiðum
um arðsemi.