Fréttablaðið - 21.10.2011, Side 20

Fréttablaðið - 21.10.2011, Side 20
20 21. október 2011 FÖSTUDAGUR ENGIR TVEIR Á tímum framfara og þróunar á flestum sviðum er merki- legt að skoða stöðu bókasafna í grunnskólum landsins. Hraði samfélagsins kallar á að allir nemendur þurfi að öðlast færni til að vinna sjálfstætt og að meta þá gnótt upplýsinga sem okkur berast á degi hverjum. Netið er flestum nútíma Íslendingum jafn nauðsynlegt og að eiga í sig og á. Þessi mið- ill er ekki hættulaus. Siðferði á netinu og hvernig umgang- ast skuli skrif á netinu lærist sumum of seint. Sjaldan verð- ur okkur hugsað til þess hver sinnir menntun barnanna okkar í að vega og meta þessa kunn- áttu sína og hver ber ábyrgð á að allir öðlist færni til að vinna með netið og netmiðla. Einnig gleymist oft að undirstaða alls náms er læsi. Þó að allt nám sé mikilvægt er nauðsynlegt að skila nemend- um út í lífið með kunnáttu og færni í upplýsingalæsi. Að þeirri kennslu kemur skólasafnið sem nú hefur víða verið skorið niður þannig að ekki eru keyptar bækur, hvorki skáldrit né fræði- rit. Öll skólasöfn hafa mátt þola niðurskurð á starfsemi en þar sem ekki er starfsemi eru ekki líkur á að kennsla í upplýsinga- læsi sé sem skyldi. Gott skólasafn styður við allt annað nám. Það á að koma að eflingu upplýsingalæsis og styðja við aðra læsisþætti í sam- vinnu við hinar ýmsu náms- greinar og styðja þannig bæði kennara og nemendur til sam- þætts náms. Staðsetning skiptir vissulega máli. Það dugar þó ekki ef skólasafnið er ekki vel mannað. Það skiptir máli að starfsmaður hafi menntun við hæfi og sé virkur í síbreytilegu skólasamfélagi. Þessi staða er sérstök þegar litið er til þess hversu mikið má bæta nám nemenda með bættri kennslu í upplýsinga- og tækni- mennt. Gera má þeim námið mun léttara og áhugaverðara ef þeir ættu meira val um fjöl- breyttar leiðir til náms. Einnig bætir það möguleika til fram- haldsnáms og bættra starfs- kjara. Sá sem lærir að nýta skólasafn til upplýsingaöflunar og stuðn- ings við sitt nám er mun líklegri til að verða færari til að afla sér þekkingar á eigin forsendum og jafnvel til að halda við sinni menntun. Sú mötun á námsefni sem nú er algeng er vissulega oft fljót- legri leið og kannski ódýrari ef eingöngu er verið að hugsa um einn dag í einu. Mötunin verður þó til lengri tíma litið til þess að nemendur leita ekki lausna, þeir gefast auðveldlega upp, þá skort- ir færni til að efla þroska sinn sem virkir þjóðfélagsþegnar í síbreytilegu umhverfi. Við höfum ekki efni á að nem- endur heltist úr lestinni á ung- lingsaldri vegna þess að náms- framboðið hefur ekki mætt þörfum þeirra. Eflum skóla- söfnin. Til þess þarf einungis áherslubreytingu og vitundar- vakningu sem við höfum ekki efni á að draga mikið lengur. Gildi skólabókasafna Menntamál Siggerður Ólöf Sigurðardóttir formaður Félags fagfólks á skólasöfnum Forsendur liggja fyrir – vilji er allt sem þarf Fiskveiðifrumvarp Jóns Bjarna-sonar bíður nú frekari átekta eftir að fjölmargar athugasemdir hafa komið fram við frumvarpið í meðförum sjávarútvegs- og land- búnaðarnefndar þingsins í sumar. Þó að margir umsagnaraðilar hafi lýst sig sammála markmiðum frumvarpsins gera allir verulegar athugasemdir við framsetningu þess og útfærslur. Á það jafnt við um þá sem eru á móti fyrirhug- uðum breytingum sem og stuðn- ingsmenn áformaðra breytinga á núverandi kvótakerfi. Hörðustu andstæðingar frum- varpsins hafa gengið svo langt að segja að það eigi best heima í ruslakörfunni, það eigi að „rífa“, því skuli „fleygja“. Þeir sem þann- ig tala segjast vilja byrja alveg upp á nýtt „á forsendum samnings- leiðarinnar“ eins og það er orðað af fulltrúum stjórnarandstöðu, LÍÚ og SAA. Er þar verið að vísa til niðurstöðu samráðsnefndarinn- ar sem stundum hefur verið köll- uð „sáttanefndin“. Hún var skipuð hagsmunaaðilum í sjávarútvegi og fulltrúum allra flokka og átti margra mánaða samráð á síðasta og þarsíðasta ári, í aðdraganda þess að frumvarpið var skrifað. Stöldrum nú aðeins við þessa kröfu að „byrja upp á nýtt“ á forsendum samráðsnefndarinnar. Nefndin varð sammála um eftir- farandi: 1.Að ekki yrði litið á aflaheim- ildir sem „eign“ útgerðarmanna heldur tímabundinn nýtingarrétt. 2. Að eignarréttur ríkisins á aflaheimildum væri skýr og ráð- stöfun aflaheimilda skyldi því vera á ríkisins hendi. 3. Að gerðir skyldu tímabundnir nýtingarsamningar um afnot afla- heimilda gegn gjaldi og á forsend- um skýrra skilmála um réttindi og skyldur beggja aðila. 4. Auk nýtingarsamninganna skyldi aflaheimildum skipt í svo- kallaða „potta“. Nú vill svo til að þetta eru þau fjögur atriði sem frumvarp Jóns Bjarnasonar byggir á. Þar er gert ráð fyrir eignar- og ráðstöfunar- rétti ríkisins yfir aflaheimildum. Gert er ráð fyrir tímabundnum nýtingarsamningum við útgerðina gegn gjaldi á grundvelli skilmála um réttindi og skyldur beggja aðila. Fiskveiðikerfinu er skipt í tvo hluta, annarsvegar nýtingar- samninga, hinsvegar svokallaða „potta“ þ.á m. leigupott, línuíviln- un, strandveiðipott og byggðapott. Með öðrum orðum – frumvarpið er útfærsla á hinni svokölluðu samningsleið sem aðilar urðu ásáttir um að farin skyldi, eftir margra mánaða samráð við stjórn- völd. Þeir sem krefjast þess að byggt verði á niðurstöðu sáttanefndar- innar – samningsleiðinni – geta ekki í sama orðinu krafist þess að „byrjað sé upp á nýtt“. Niðurstaða sáttanefndarinnar er afrakst- ur mikillar vinnu sem leiddi til ákveðinnar niðurstöðu, og þar hlýtur útgangspunkturinn að vera. Grundvöllurinn liggur fyrir – annað er útfærsla. Eins og fram hefur komið höfum við Lilja Rafney Magnúsdóttir, sem for- maður og varaformaður sjávar- útvegs- og landbúnaðarnefndar á síðasta þingi, lagt fram ítarlegar tillögur að breytingum á útfærslu frumvarpsins. Í tillögum okkar felst mikil einföldun á kerfinu, m.a. frjálsar handfæraveiðar að uppfylltum skilyrðum, að pott- unum verði fækkað að mun og leigupotturinn stækkaður veru- lega, að opnuð verði gátt milli nýt- ingarsamninga og leigupotts, að allur fiskur verði boðinn um inn- lendan markað og að skilið verði milli veiða og vinnslu. Við leggjum áherslu á að úthlutun aflaheimilda eigi sér stað á grundvelli jafn ræðis og atvinnufrelsis, að verðmyndum aflaheimilda sé eðlileg og leik- reglur skýrar. Grundvallaratriðin liggja fyrir – um þau hafa menn komið sér saman nú þegar. Eftirleikurinn er handavinna, því vilji er allt sem þarf. Sjávarútvegsmál Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður Grundvallar atriðin liggja fyrir – um þau hafa menn komið sér saman nú þegar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.