Fréttablaðið - 21.10.2011, Side 22
21. október 2011 FÖSTUDAGUR22
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi,
langafi og langalangafi,
Ólafur Helgi Baldvinsson
frá Gilsbakka,
lést á Dvalarheimilinu Hlíð mánudaginn 17. október.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn
24. október kl. 10.30.
Hjálmar Randversson Gréta Friðleifsdóttir
Guðrún Ólafsdóttir
Gunnlaugur B. Ólafsson
Sigurhanna Ólafsdóttir
Helga E. Ólafsdóttir Haraldur H. Guðmundsson
Lára Ólafsdóttir
Jóhann Ólafsson Berta Kjartansdóttir
Kristján S. Ólafsson Áslaug Hallbjörnsdóttir
og afabörn
Herluf Clausen
fyrrverandi formaður
Vörubílstjórafélagsins Þróttar og
Landssambands vörubifreiðastjóra,
lést á Hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi
laugardaginn 8. október sl. Útförin fer fram fram frá
Grafarvogskirkju, föstudaginn 21. október kl. 15.00.
Aðstandendur.
Þökkum auðsýnda samúð og vináttu
við andlát og útför ástkærs föður
okkar, tengdaföður, tengdasonar,
afa og langafa,
Arnfinns Ingvars
Sigurðssonar.
Sjöfn Arnfinnsdóttir
Snorri Arnfinnson Ósk Gunnarsdóttir
Skúli Arnfinnsson Sólrún Ingimundardóttir
María Kristjándóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
Svanborg Rósamunda
Kjartansdóttir
frá Vindási, Eyrarsveit,
andaðist á dvalarheimilinu Fellaskjóli, Grundarfirði,
18. október. Útförin fer fram frá Grundarfjarðarkirkju
laugardaginn 22. október kl. 14.00. Sérstakar þakkir
færum við starfsfólkinu á Dvalarheimilinu Fellaskjóli.
Jóhanna Jóhannesdóttir Svanur H. Halldórsson
Kristín Lilja Nóadóttir Tryggvi Gunnarsson
Jón Jóhann Nóason Sóley Sigursveinsdóttir
Jónína Guðrún Nóadóttir
Salbjörg Sigríður Nóadóttir Friðgeir V. Hjaltalín
Þráinn Nóason
Kjartan Nóason Halldóra Guðmundsdóttir
Trausti Nóason Vilborg Sigurðardóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
María Steingrímsdóttir
lést á heimili sínu, Hjúkrunarheimilinu Sóltúni,
þriðjudaginn 18. október.
Hjördís Guðrún Svavarsdóttir Gísli Steinar Jónsson
Hörður Svavarsson Díana Sigurðardóttir
Gunnar Svavarsson Hrönn Ásgeirsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
90 ára afmæli
Sigríður
Guðmundsdóttir
verður 90 ára sunnudaginn
23. október. Hún tekur fagnandi á
móti frændum og vinum í Gjábakka,
Fannborg 8, Kópavogi, milli
kl. 15 og 18 þann dag.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
Torfhildur Ingibjörg
Jónsdóttir
lést á Grund mánudaginn 17. október. Sérstakar þakkir
til starfsfólks Grundar V-2 fyrir góða umönnun, hlýju
og vinsemd. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju
fimmtudaginn 27. október kl. 15.00.
Ólafur Aðalsteinsson
Jónína M. Aðalsteinsdóttir Jón Otti Ólafsson
Einfríður Þ. Aðalsteinsdóttir Stefán Finnsson
ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubarn.
timamot@frettabladid.is
Brautryðjandinn er heiti
bókar sem kemur út á
sunnudaginn. Þar rekur
Óskar Guðmundsson rit-
höfundur sögu Þórhalls
Bjarnar sonar, ritstjóra,
kennara, búnaðarfrömuðar
og biskups svo fátt eitt sé
nefnt af því sem Þórhallur
fékkst við á æviferlinum.
Þórhallur fæddist árið 1855
og dó árið 1916.
„Þórhallur var landskunn-
ur á seinni hluta 19. aldar
og byrjun þeirrar 20. Allir
vissu hver hann var, þekktu
sögur af honum og tilsvör-
um hans en svo gleymdist
hann. Nú er kominn tími á
að endurvekja minninguna
um hann,“ útskýrir Óskar
og segir sögu Þórhalls eiga
erindi við samfélagið í dag.
Þórhallur hafi verið maður
málamiðlana og hafi meðal
annars tekið við biskups-
embætti á átakatímum
innan kirkjunnar, ekki ólík-
um þeim sem samfélagið sé
að upplifa í dag.
„Hann var forstöðu maður
Prestaskólans og biskup síð-
ustu átta ár ævinnar. Sem
biskup tók hann við klof-
inni kirkju sem logaði í
innbyrðis deilum. En Þór-
halli tókst með umburðar-
lyndi og mannkærleika að
halda þjóðkirkjunni saman.
Hann var mikill framfara-
maður í allri þjóðfélagsbar-
áttu, bæjarfulltrúi í Reykja-
vík, alþingismaður og einn
þeirra sem pældu svörð-
inn fyrir jafnréttisbaráttu
kvenna. Hann var með fing-
urgómana á framförum á
öllum sviðum,“ segir Óskar
og lýsir Þórhalli sem ólík-
indamanni sem hélst ekki
innan flokka. Hann hafi
verið borgaralegur emb-
ættismaður sem bjó í hjarta
Reykjavíkur en einnig
bændahöfðingi sem ræktaði
jörðina og var formaður
Búnaðarfélags Íslands um
langa hríð.
„Þórhallur kom með
frjálslynda borgaralega
strauma hingað til lands
en hann var lærlingur hjá
Jóni Sigurðssyni í Kaup-
mannahöfn. Sjálfur varð
hann lærifaðir manna sem
seinna settu svip á stjórn-
mál og menningarlíf fyrri
hluta tuttugustu aldar, svo
sem Jónasar frá Hriflu
og Ásgeirs Ásgeirssonar,
tengdasonar síns sem seinna
varð forseti. Hann var þó
laus við allan yfirstéttar-
hroka og gaf meðal annars
út Kirkjublað fyrir íslenska
alþýðu sem hafði mikil áhrif
á sínum tíma.“
En hvernig stóð þá á því
að svo fjölhæfur maður
gleymdist um árabil?
„Þeir sem skila árangri
eru oft ekki fyrirferðar-
miklir. Ég held að Þórhall-
ur gæti hafa gleymst vegna
þess að við höfum lifað tíma
hinna árásargjörnu sigur-
vegara ef svo má segja.
Hanarnir sem höfðu hæst
hafa verið mest áberandi,“
segir Óskar. Útgáfu Braut-
ryðjandans verður fagnað
í Safnaðarheimili Grensás-
kirkju klukkan 16.00 á
sunnudaginn þar sem Óskar
mun kynna bókina.
heida@frettabladid.is
BRAUTRYÐJANDINN: BÓK UM ÞÓRHALL BJARNARSON KEMUR ÚT Á SUNNUDAG
Sagan á erindi við okkur í dag
Í GÓÐRA MANNA HÓPI á hestbaki. Þórhallur Bjarnarson er fyrir miðri
mynd með hatt á höfði. MYND/SKÁLHOLTSÚTGÁFA
INGIBJÖRG HARALDSDÓTTIR skáld er 69 ára.
„Allt sem við eigum er í okkur sjálfum.“
Merkisatburðir:
1819 Jón Þorláksson, skáld og prestur, fellur frá.
1916 Pétur Ottesen er kjörinn á þing 28 ára og situr í 43 ár.
1917 Tryggvi Gunnarsson, kaupstjóri Gránufélagsins og banka-
stjóri, fellur frá.
1933 Þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram um afnám bannlaganna.
1944 Ríkisstjórn Ólafs Thors tekur við völdum.
1961 Bjarni Jónsson vígslubiskup verður fyrsti heiðursborgari
Reykjavíkur.
1967 Tólf þúsund flöskum af áfengi er smyglað með bátnum
Ásmundi.
1988 Listasafn Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara er opnað í
Laugarnesi.
FJÖLHÆFUR FRAMFARAMAÐUR Óskar Guðmundsson rithöfundur hefur skrifað ævisögu Þórhalls Bjarnar-
sonar og verður útgáfunni fagnað á sunnudaginn í safnaðarheimili Grensáskirkju. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
AFMÆLISBÖRN
ÞORSTEINN
GUNNARSSON
rektor er 58 ára.
GUÐLAUG
ELÍSABET
ÓLAFSDÓTTIR
leikkona er 42
ára.
ARNÞRÚÐUR
KARLSDÓTTIR
útvarpsmaður
er 58 ára.
VÖRÐUR LEVÍ
TRAUSTASON,
forstöðumaður
Hvítasunnukirkj-
unnar, er 59 ára.