Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.10.2011, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 21.10.2011, Qupperneq 62
21. október 2011 FÖSTUDAGUR42 fyrstu hæð Sími 511 2020 Erum á Whooo FBL, E.B. BRÚÐUHE IMAR B O R G A R N E S I SÍÐUSTU SÝNINGAR! Sími 530 5000 www.bruduheimar.is Gilitrutt FÖSTUDAGSLAGIÐ „Lagið mitt er We‘ve Only Just Begun með Carpenters.“ Guðmundur Steingrímsson, alþingismaður. Bakarameistarinn Jói Fel, eða Jóhannes Felixson, hefur selt mat- reiðslubækur sínar í tæplega 150 þúsund eintökum undanfarin ár. Aðallega er um að ræða fjórar Hagkaupsbækur hans og hafa þær að meðaltali selst í yfir 35 þús- und eintökum hver. Að auki hefur bókin Eldað með Jóa Fel sem kom út fyrir síðustu jól og hafði að geyma 400 uppskriftir úr sam- nefndum sjónvarpsþáttum hans, selst í um sex þúsund eintökum. Hún var ein söluhæsta matreiðslu- bók síðasta árs. „Ég er ekki hætt- ur enn, því ég er skrifa nýja bók,“ segir Jói Fel hress, en hún er vænt- anleg á næsta ári. Hann verður því fjarri góðu gamni í jólabókaflóð- inu í ár. Jói Fel hefur verið fasta- gestur á íslenskum heimilum frá árinu 2003 þegar matreiðsluþættir hans hófu göngu sína á Stöð 2. Þeir eru nú orðnir um eitt hundrað tals- ins. Hann nýtur því að einhverju leyti góðs af því hversu þekkt and- lit hann er þegar matreiðsla er annars vegar. Þrátt fyrir að Jói verði fjarri góðu gamni fyrir jólin verða Nanna Rögnvaldsdóttir, Friðrika Geirsdóttir og kokkalandsliðið það ekki. Þau snúa öll aftur með mat- reiðslubækur fyrir þessi jól eftir að hafa selt síðustu bækur sínar vel í sumar og fyrir síðustu jól, eða í tæpum tólf þúsund eintökum samanlagt. Smáréttir Nönnu hafa selst í um þrjú þúsund eintökum, Bollakökur Rikku í um fjögur þús- undum og Einfalt með kokkalands- liðinu í um 4.500 eintökum Ný bók Nönnu nefnist Jólamatur Nönnu og kemur út hjá Iðunni. Bók Rikku, sem er gefin út af Vöku Helgafell, nefnist Heimsréttir Rikku og Sögur útgáfa gefur svo út Einfalt og íslenskt með kokka- landsliðinu. Meðal annarra mat- reiðslubóka sem koma út í ár eru Gott líf – góður matur í takt við árstíðirnar eftir hjónin Ingu Elsu Bergþórsdóttur og Gísla Egil Hrafnsson, þýdd bók Rósu Guð- bjartsdóttur Einfaldara sushi og Uppáhaldsrétturinn minn þar sem fjörutíu Íslendingar gefa uppskrift af uppáhaldsréttinum sínum. Nanna Rögnvaldardóttir hefur ritstýrt matreiðslubókum lengi fyrir Forlagið en sjálf hefur hún selt eigin bækur í um sjötíu þúsund eintökum. Spurð út í þennan mikla áhuga Íslendinga á matreiðslu- bókum, segir hún hann ekki vera bundinn við Ísland. „Það héldu mjög margir þegar þetta fór meira inn á netið að bækurnar myndu detta út en raunin er sú að sala á matreiðslubókum fer vaxandi alls staðar,“ segir Nanna. „Hluti af því eru auknar myndskreytingar. Fólk er að kaupa bækurnar dálítið mikið til að skoða, fá hugmyndir og til að láta sig dreyma kannski um hvað gæti gerst og auðvitað til að nota líka.“ Til marks um þennan áhuga fór hún nýverið á bókamessuna í Frankfurt þar sem matreiðslu- bækur voru mjög áberandi. freyr@frettabladid.is BAKARAMEISTARINN JÓI FEL: ÉG ER EKKI HÆTTUR ENN Hefur selt 150 þúsund matreiðslubækur METSÖLUHÖFUNDUR Jói Fel hefur selt bækur sínar í tæplega 150 þúsund eintökum undanfarin ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Ég rann til á hálkubletti,“ segir Magnús Þór Jónsson, betur þekkt- ur sem Megas, sem varð fyrir því óláni að úlnliðsbrotna um helgina. Megas átti að vera í upptökum fyrir sjónvarpsþáttinn Hljómskál- ann sem Sigtryggur Baldursson stjórnar ásamt Braga Valdimar Skúlasyni og Guðmundi Kristni Jónssyni en þeim var frestað um óákveðinn tíma. Til stóð að taka upp samstarf Megasar og Ragnars Bjarnasonar eftir því sem Frétta- blaðið kemst næst. Úlnliðsbrot verða oft þegar fólk dettur og ber fyrir sig höndina til að minnka fallið eins og kemur fram á heimasíðu AFL-sjúkraþjálfunar. Magnús var á leiðinni út á land þegar Fréttablaðið náði tali af honum og vildi sem minnst tjá sig um brotið. Eins og Fréttablaðið greindi frá um helgina stóð til að tónlistarmaðurinn spilaði á Air- waves-hátíðinni en hann reyndist tvíbókaður og tók tónleika RGM fram yfir. Magnús segir einfalda skýringu á því. „Þetta var eldri bókunin og maður stendur við hana.“ - fgg Megas úlnliðsbrotinn Biggi Veira úr hljómsveitinni Gus- Gus hitti bandaríska tónlistar- manninn John Grant þegar hann var hér á landi vegna tónleika sinna á Airwaves-hátíðinni. Grant er mikill GusGus-aðdáandi eins og kom fram í viðtali við hann í Fréttablaðinu. „Hann gaf sig bara á tal við mig þegar við vorum að spila á Kex- inu. Hann langaði að kíkja í heim- sókn í stúdíóið þannig að hann kom til mín á föstudaginn. Hann fékk að hlusta á demó sem við höfðum ekki klárað og svo tók ég hann í „syntha“-kennslu,“ segir Biggi en Grant notast við „syntha“, eða hljóðgervla í tónlist sinni. Biggi segir Grant vera frábær- an söngvara sem gerir áhugaverða tónlist. Í viðtalinu við Fréttablaðið sagðist Grant vilja prófa sig áfram í elektrónískri tónlist og svo virðist sem hann vilji vinna með GusGus. „Hann var að spyrja hvort okkur langaði að hjálpa honum eitthvað við það og ég sagði að það væri alveg sjálfsagt að skoða það mál.“ Biggi er núna orðinn einn af mörgum íslenskum vinum Grants á Facebook. „Okkur þótti báðum mjög leiðinlegt að við vorum að spila á sama tíma á Airwaves. En hann var rosalega hrifinn af Íslandi og ég sá að þegar hann kom í heimsókn var hann nýbú- inn að kaupa sér kennslubók í íslensku og var að spyrja mig aðeins út í það. Ég sagði honum að við höfðum unnið í plötunni okkar í sumarbústað og hann var einmitt að tala um að hann langaði að koma hingað einhvern tímann, þvælast um og vinna. Þannig að við erum greinlega búinn að eignast enn einn Íslandsvin, eins og þeir eru kallaðir.“ - fb John Grant vill vinna með GusGus Í HLJÓÐVERINU Biggi Veira úr GusGus bauð John Grant í heimsókn í hljóðverið sitt í síðustu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN RANN Á HÁLKUBLETTI Magnús Þór Jónsson eða Megas rann til á hálkubletti um helgina og úlnliðsbrotnaði. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Spennusagan Ég man þig eftir Yrsu Sigurðardóttur er nú í fimmtu viku á þýska kiljulistanum en bókin hefur setið þar frá því að hún kom út í lok september. Bókin situr í 23. sæti listans og hefur aldrei farið hærra. Listinn mun birtast í vikuritinu Spiegel næstkomandi mánudag. Hrollvekja Yrsu virðist því leggjast jafn vel í Þjóðverja og Íslendinga, en bókin hefur verið samfleytt á metsölulista Eymundssonar frá því að hún kom út fyrir tæpu ári. Ég man þig vann Blóðdropann, Íslensku glæpasagnaverðlaun- in, og verður framlag Íslands til Gler- lykilsins, Norrænu glæpasagnaverð- launanna, á næsta ári. - hdm FRÉTTIR AF FÓLKI FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.