Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.10.2011, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 31.10.2011, Qupperneq 40
31. október 2011 MÁNUDAGUR20 sport@frettabladid.is SÍMI 50 50 250 FJARVAKUR@FJARVAKUR.IS WWW.FJARVAKUR.IS FJÁRVAKUR ER EKKI EINS OG ÖNNUR FJÁRMÁLAÞJÓNUSTUFYRIRTÆKI Á ÍSLANDI Fjárvakur sérhæfir sig í umsjón bókhalds, launavinnslu og annarra fjármálaferla fyrir meðalstór og stór fyrirtæki. Fagfólk okkar leggur áherslu á framúrskarandi þjónustu, áreiðanlegar upplýsingar og að ná árangri með viðskiptavinum okkar. Með því að útvista fjármálaferlum til Fjárvakurs geta fyrirtæki dregið úr kostnaði og lagt meiri áherslu á kjarnastarfsemi sína. Aukin áhersla á kjarnastarfsemi stuðlar að meiri árangri í rekstri. Okkar kjarnastarfsemi er umsjón fjármálaferla. Hver er þín kjarnastarfsemi? KYNNTU ÞÉR HVAÐ VIÐ GETUM GERT FYRIR ÞITT FYRIRTÆKI ÍS L E N S K A S IA .I S I C S 5 53 07 6 10 .2 01 1 ÞESSIR TVEIR PENNAR ERU EKKI ALVEG EINS Annar þeirra er oft tregur til að þjóna eins og til er ætlast og þá kemur fyrir að hann finnst ekki þegar hans er þörf. Hinn er eins og Fjárvakur. Hann er ávallt á sínum stað, traustur og til þjónustu reiðubúinn. ALBERT BRYNJAR INGASON á enn eftir að taka ákvörðun um hvar hann ætlar að spila á næsta tímabili en samningur hans við Fylki rennur út um áramótin. Hann staðfesti í samtali við Fréttablaðið í gær að hann ætti enn í viðræðum við Fylki, Val og FH og myndi taka ákvörðun í dag. Bjarki er að spila frá- bærlega og að mínu mati er hann einn af tveimur bestu hornamönnum deildar- innar. KRISTINN GUÐMUNDSSON ANNAR ÞJÁLFARA HK Enska úrvalsdeildin Everton - Manchester United 0-1 0-1 Javier Hernandez (19.). Chelsea - Arsenal 3-5 1-0 Frank Lampard (14.), 1-1 Robin van Persie (36.), 2-1 John Terry (45.), 2-2 André Santos (49.), 2-3 Theo Walcott (55.), 3-3 Juan Mata (80.), 3-4 Van Persie (85.), 3-5 Van Persie (92.). Manchester City - Wolves 3-1 1-0 Edin Dzeko (52.), 2-0 Aleksandar Kolarov (67.), 2-1 Stephen Hunt, víti (75.), 3-1 Adam Johnson (90.). Sunderland - Aston Villa 2-2 0-1 Stilian Petrov (20.), 1-1 Connor Wickham (38.), 1-2 Richard Dunne (85.), 2-2 Stéphane Sessegnon (89.). Swansea - Bolton 3-1 1-0 Joe Allen (49.), 2-0 S. Sinclair, víti (57.), 2-1 Danny Graham, sjálfsm. (74.), 3-1 Graham (93.). Norwich - Blackburn 3-3 0-1 David Hoilett (48.), 1-1 Steve Morison (53.), 1-2 Yakubu Aiyegbeni (62.), 1-3 Christopher Samba (64.), 2-3 Bradley Johnson (82.), 3-3 Grant Holt, víti (90.). Wigan - Fulham 0-2 0-1 Clint Dempsey (42.), 0-2 M. Dembélé (87.). West Brom - Liverpool 0-2 0-1 Charlie Adam, víti (9.), 0-2 Andy Carroll (45.). Tottenham - QPR 3-1 1-0 Gareth Bale (19.), 2-0 Rafael van der Vaart (32.), 2-1 Jay Bothroyd (61.), 3-1 Bale (71.). STAÐAN Man. City 10 9 1 0 36-8 28 Man. United 10 7 2 1 27-12 23 Chelsea 10 6 1 3 23-15 19 Newcastle 9 5 4 0 12-6 19 Tottenham 9 6 1 2 18-14 19 Liverpool 10 5 3 2 14-10 18 Arsenal 10 5 1 4 20-21 16 Norwich 10 3 4 3 14-15 13 Aston Villa 10 2 6 2 13-13 12 Swansea 10 3 3 4 12-15 12 Stoke City 9 3 3 3 7-11 12 QPR 10 3 3 4 8-17 12 West Brom 10 3 2 5 9-13 11 Sunderland 10 2 4 4 14-12 10 Fulham 10 2 4 4 13-12 10 Everton 9 3 1 5 10-13 10 Wolves 10 2 2 6 9-17 8 Blackburn 10 1 3 6 13-23 6 Bolton 10 2 0 8 13-27 6 Wigan 10 1 2 7 6-17 5 Enska B-deildin Leeds - Cardiff 1-1 Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með C. Millwall - Ipswich 4-1 Ívar Ingimarsson kom inn á sem varamaður hjá I. Derby - Portsmouth 3-1 Hermann Hreiðarsson lék ekki með Portsmouth. Coventry - Reading 0-0 Brynjar Björn Gunnarsson lék ekki með Reading. Þýska úrvalsdeildin Schalke - Hoffenheim 3-1 Gylfi Þór Sigurðsson spilaði í 78 mínútur fyrir H. Bayern - Nürnberg 4-0 1-0 Mario Gomez (2.), 2-0 B. Schweinsteiger (19.), 3-0 Franck Ribery (39.), 4-0 Gomez (69.). Spænska úrvalsdeildin Barcelona - Real Mallorca 5-0 Lionel Messi 3, Isaac Cuenca, Dani Alves. Real Sociedad - Real Madrid 0-1 Gonzalo Higuain. ÚRSLIT N1-deild karla HK - Akureyri 30-27 (16-15) Mörk HK (skot): Bjarki Már Elísson 10/2 (11/3), Hörður Másson 6 (11), Tandri Már Konráðsson 4 (7), Ólafur Bjarki Ragnarsson 4 (10/1), Atli Ævar Ingólfsson 2 (2), Leó Snær Pétursson 2 (3), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (1), Ólafur Víðir Ólafsson 1 (2), Atli Karl Bachmann (1). Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 22/1 (48/5, 46%), Arnór Freyr Stefánsson (1/1, 0%). Hraðaupphlaup: 6 (Bjarki Már 2, Ólafur Bjarki 1, Atli Ævar 1, Leó Snær 1, Vilhelm Gauti 1) Fiskuð víti: 2 (Bjarki Már 2, Atli Ævar 2) Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 6/3 (9/4), Bergvin Gíslason 6/2 (10/2), Halldór Örn Tryggvason 5 (6), Guðmundur H. Helgason 5 (10), Hreinn Hauksson 1 (1), Jón H. Sigurðsson 1 (1), Guðlaugur Arnarsson 1 (2), Daníel Örn Einarsson 1 (3), Geir Guðmundsson 1 (5), Svein- björn Pétursson (1), Heimir Örn Árnason (4). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 8/1 (31/2, 26%), Stefán Guðnason 6 (13/1, 46%). Hraðaupphlaup: 8 (Bjarni 1, Halldór 1, Guðm. H. 2, Hreinn 1, Jón 1, Guðlaugur 1, Daníel 1) Fiskuð víti: 5 (Bjarni 2, Bergvin 2, Geir 1, Heimir 1) Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Iceland Express-d. kvenna Snæfell - Hamar 80-70 Lengjubikar karla KR - Þór Þ. 95-94 (39-44, 82-82) Stigahæstir hjá KR: David Tairu 23/7 fráköst, Edward Lee Horton Jr. 20, Hreggviður Magnússon 15/7 fráköst, Martin Hermannsson 12/8 fráköst. Þór Þorlákshöfn: Darrin Govens 29/10 fráköst/8 stoðsendingar, Michael Ringgold 20, Guðmundur Jónsson 13, Marko Latinovic 13/8 fráköst. Snæfell - Tindastóll 93-91 (40-39, 83-83) Stigahæstir hjá Snæfell: Marquis Hall 30/7 stoðs., Jón Ólafur Jónsson 14, Quincy Hankins- Cole 14/11 fráköst, Davíð Guðmundsson 11. Stigahæstir hjá Tindastóli: Trey Hampton 20/7 fráköst, Friðrik Hreinsson 18, Maurice Miller 13/6 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 13. Þýska úrvalsdeildin Füchse Berlin- Kiel 32-33 Alexander Petersson 2 – Aron Pálmarsson 0. ÚRSLIT HANDBOLTI HK vann fínan sigur gegn Akureyri, 30-27, í Digra- nesinu í gær, en leikurinn var sá síðasti í sjöttu umferð N1-deildar karla. Jafn var á með liðunum í fyrri hálfleiknum en í byrjun síð- ari hálfleiksins stungu HK-ing- ar af, en Akureyringar gerðu sig seka um gríðarlega mörg mistök í leiknum sem reyndust dýrkeypt. Munurinn var mestur 6 mörk á liðunum en gestirnir frá Akureyri náðu aðeins að klóra í bakkann undir lokin. Bjarki Már Elísson átti stór- leik í liði HK og skoraði tíu mörk. Bjarni Fritzson og Bergvin Gísla- son gerðu 6 mörk fyrir Akureyri. Björn Ingi Friðþjófsson varði 22 skot í marki HK. „Þetta var frábær sigur hjá okkur í dag,“ sagði Bjarki Már Elísson, leikmaður HK, eftir sigurinn í gær. „Við gerum fullt af mistökum í þessum leik, en það er mjög svo sterkt að ná samt sem áður að vinna Akureyri. Við náðum fínu forskoti í síðari hálfleiknum en hleyptum óþarfa spennu inn í leik- inn rétt undir lokin. Mér fannst samt sigurinn aldrei vera í hættu.“ Heimir Örn Árnason, leikmaður Akureyrar, átti óvænta innkomu í lið norðanmanna í gær, en hann meiddist illa fyrir stuttu og átti jafnvel að vera frá fram í janúar á næsta ári. „Ég ákvað að reyna að hjálpa strákunum og koma inn í leik- stjórnandastöðuna, en þetta var í raun verra en ég bjóst við,“ sagði Heimir. „Ég var allt of hægur og stirður, á þó nokkuð langt í land. Ég var samt ánægður með margt í okkar leik. Margir léku vel í dag, en á móti svona sterku liði eins og HK þá verðum við allir að spila betur. Menn eru hægt og bítandi að koma til baka úr meiðslum en það mun taka þá alla nokkrar vikur að komast í gott leikform. Við verðum ekki orðnir fullmannaðir fyrir en eftir áramót. Mér finnst samt að við ættum að vera komnir með fleiri stig.“ „Þetta var frábær sigur því lið Akureyrar berst alltaf eins og ljón allan leikinn,“ sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari HK, eftir sigurinn í gær. „Við spiluðum kannski ekki fallegan handbolta í kvöld, en náðum upp fínu forskoti með því að berja okkur dálítið saman. Við dreifðum álaginu mikið í kvöld og ég held að það hafi skilað okkur sigrinum. Bjarki [Már Elísson] nýtur góðs af því hversu góða vörn við erum að spila, en hann er að spila frábærlega og að mínu mati er hann einn af tveimur bestu hornamönnum deildarinnar.“ - sáp Bjarki og HK á sigurbraut HK vann í gær sinn annan sigur í N1-deildinni í röð, í þetta sinn gegn Akureyri á heimavelli. Bjarki Már Elísson átt enn einn stórleikinn og skoraði tíu mörk. TÍU MARKA MAÐUR Bjarki Már Elísson í baráttunni við Guðmund Hólmar Helgason í gær. MYND/VALLI KÖRFUBOLTI KR vann Þór frá Þor- lákshöfn 95-94 í DHL-höllinni í gær, en leikurinn var í A-riðli Lengjubikarkeppni KKÍ. Fram- lengja þurfti leikinn og var hann æsispennandi frá byrjun. KR-ing- ar eru því komnir í efsta sæti rið- ilsins með 4 stig, en aðeins eitt lið fer áfram í undanúrslit. Þórsarar eru sem fyrr með tvö stig. Snæfell vann svo sigur á Tinda- stóli, 93-91, einnig eftir framleng- ingu en Jón Ólafur Jónsson tryggði sínum mönnum sigurinn af víta- línunni tveimur sekúndum fyrir leikslok. „Það er margt sem ég er nokk- uð ósáttur við eftir þennan leik,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir sigurinn í gær. „Þetta er hörkulið sem stóð svo sannarlega í okkur. Við vorum í raun bara heppnir að vinna leik- inn. Það voru ákveðnir hlutir sem ég var samt sem áður ánægð- ur með og má sérstaklega nefna framlagið frá Martin Hermanns- syni. Liðið var að flækja hlutina allt of mikið sóknarlega í kvöld og við verðum að finna lausnir við því.“ Þegar þessi sömu lið mættust í Iceland Express-deild karla fyrr í mánuðinum hafði Þór betur. „Það er sennilega jafn sárt að tapa svona eins og það var ljúft fyrir KR-ingana,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, eftir leikinn. „Þetta var bara spurning um eitt frákast til eða frá. Þetta bara féll ekki með okkur í kvöld. Leik- urinn var virkilega jafn allan tím- ann, stál í stál allan tímann. Næst eigum við leik gegn Stjörnunni og við verðum bara að horfa á það verkefni núna.“ - sáp, esá Framlengt í báðum leikjum gærkvöldsins í Lengjubikar karla: Vorum heppnir að vinna leikinn TEKIST Á Edwart Horton, KR, og Þórsar- inn Marko Latinovic berjast um boltann. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.