Fréttablaðið - 14.11.2011, Side 2

Fréttablaðið - 14.11.2011, Side 2
14. nóvember 2011 MÁNUDAGUR2 Gildir út nóvember Lyfjaval.is • sími 577 1160 Nicotinell er samstarfsaðili Krabbameinsfélagsins Nicotinell Tropical Fruit NOREGUR Réttarhöldin yfir hryðju- verkamanninum Anders Behring Breivik, sem hefjast í dag, verða opin almenningi. Fjölmiðlafólk, aðstandendur fórnarlamba Breiviks og þeir sem lifðu voða- verkin af hafa boðað komu sína í réttarsal og búist er við miklum fjölda. Ákvörðun dómara um að leyfa opin rétt- arhöld kom Breivik á óvart, sam- kvæmt lögfræðingum hans. Breivik ætlar að útskýra hvers vegna hann taldi nauðsynlegt að fremja voðaverkin í Osló og Útey síðasta sumar, en hann mun ekki hafa sýnt nein merki iðrunar eftir að hafa banað 77 manns hinn 22. júlí síðastliðinn. - áp Opin réttarhöld yfir Breivik: Fær að útskýra hryðjuverkin LÖGREGLUMÁL Daniel Hoij, 25 ára gamall Svíi, sem leitað var á Sól- heimajökli, fannst látinn ofan í sprungu laust fyrir hádegi á laugardag. Þá hafði staðið yfir leit að honum í tvo og hálfan sólarhring. Foreldrar Daniels og bróðir sendu í gær frá sér þakkarávarp vegna framlags allra þeirra sem komu að leitinni að Daniel. „Við erum djúpt þakklát öllum sem komu að björgun okkar kæra sonar og bróður,“ segja Kajs, Dan og Anders Hoij. Fjölskyldan kveður ekkert hafa verið til spar- að og öllu fórnað við leitarstarfið. „Aðgerðin var mjög fagleg og við hefðum ekki getað beðið um neitt meira,“ segir meðal annars í ávarpi fjölskyldunnar. - gar Fjölskylda Svíans sem lést: Afar þakklát björgunarfólki Ármann, hlupuð þið á vegg? „Nei, meirihlutinn hljóp á sig.“ Ármann Kr. Ólafsson er oddviti sjálf- stæðismanna sem fengu ekki samþykkta í bæjarstjórn Kópavogs tillögu um að veita maraþonhlaupara úr Breiðabliki milljón krónu styrk til að undibúa sig fyrir Ólympíuleika. Meirihlutinn sagði beiðnir eiga að koma frá íþróttamönnunum sjálfum eða félögum þeirra. ANDERS BREIVIK LÖGREGLUMÁL Tólf ára drengur varð fyrir því í gær að maður reyndi að lokka hann upp í bíl í Grindavík. Lögreglunni var strax gert viðvart um atvikið og að hennar sögn bauð maðurinn drengnum samloku ef hann sett- ist upp í bílinn. Drengurinn hlaup skelkaður heim til sín. Hann gat gefið greinargóða lýsingu á bíl manns- ins, sem er dökkblár eða svartur Toyota Landcruiser-jeppi. Lögreglan hafði í gærkvöld ekki fundið bílinn. Því er beint til foreldra að brýna fyrir börnum sínum að fara aldrei upp í bíl með ókunnugum. - áp Lögreglan leitar að jeppa: Reyndi að tæla dreng upp í bíl DANIEL HOIJ ÍTALÍA Líklegt er að Mario Monti verði næsti for- sætisráðherra Ítalíu eftir að Silvio Berlusconi sagði af sér á laugardag. Monti er hagfræðingur að mennt, rektor Bocconi-háskólans í Mílanó og fyrrverandi fulltrúi í framkvæmdastjórn Evrópu. Víða var fagnað á götum Rómar á laugardag er Berlusconi gekk á fund forseta Ítalíu, Giorgio Napolitano, og baðst lausnar sem forsætisráðherra landsins. Stuttu síðar kallaði Napolitano Monti á sinn fund og er búist við því að hann feli honum umboð til að mynda bráðabirgðastjórn sem fari með völd fram að næstu þingkosningum. Monti nýtur þó ekki stuðnings Norðurbandalagsins, sem var í stjórn. Brýnasta verkefni Monti verður að tryggja framgang efnahagsaðgerða sem miða að því að forða landinu frá greiðsluþroti, en Ítalir hafa verið beittir þrýstingi frá Evrópusambandinu um að ná tökum á efnahagsmálum landsins. Fyrir helgi afgreiddi ítalska þingið efnahags- frumvarp ríkisstjórnarinnar, sem felur í sér niður skurð sem hljóðar upp á tæpar sextíu millj- arða evra. - sm Forseti Ítalíu fékk Mario Monti í gærkvöldi umboð til að mynda nýja ríkisstjórn: Erfið verkefni bíða nýrrar stjórnar NÝR FORSÆTISRÁÐHERRA Mario Monti var boðaður á fund forseta Ítalíu á laugardag og honum falið umboð til að mynda bráðabirgðastjórn sem færi með völd til næstu þingkosninga. NORDICPHOTOS/AFP FÓLK „Þetta var orðin kvöð og við eiginlega gáfumst bara upp,“ segir Margrét Böðvarsdóttir, formaður kirkjukórs Hvalsnessóknar sem nú er hættur að syngja við guðsþjón- ustur í Sandgerði. Kirkjukórinn í Útskálasókn í Garði hætti líka á sama tíma. Margrét segir ástæðurnar nokkr- ar. Fyrst og fremst hafi þó ráðið mannekla og að meðlimir kór- anna hafi verið orðnir langþreytt- ir. Síðasti fasti karlsöngvarinn í Hvalsneskórnum hafi hætt 2004 og þar séu aðeins níu konur eftir, sem flestar séu um fimmtugt og yfir sjötugt. Þegar best lét hafi verið 25 manns í kórnum, þar af fimm karlar. Í Útskálasókn sé svipuð staða þótt þar sé einn karl í kórn- um. Ekkert hafi gengið að fá nýja meðlimi í kórana enda kæri sig fæstir um þá bindingu sem felist í því að syngja í messu aðra hverja helgi og við aðrar athafnir. „Kórstjórinn hefur þurft að vera að snapa saman körlum, hann reddaði þeim oftast nær úr Kefla- vík,“ segir Margrét, sem segir kór- ana tvo hafa hjálpast að og meðal annars verið með sameiginlegan kór fyrir jarðarfarir. Margrét játar að það hafi verið mikil viðbrigði þegar kórinn hætti í október. Sjálf hafi hún verið í tuttugu ár í kórnum og sumar miklu lengur. „Jólin verða skrítin en maður fer þó auðvitað í messu,“ segir Margrét, sem kveður jóla- og aðventusálmanna einmitt hafa verið sitt uppáhald. Margrét segist vonast til að eitt- hvað rætist úr söngmálum í Hvals- nessókn. „Vonandi vekur þetta ein- hvern til umhugsunar. Ef fleira fólk hefði komið í kórinn hefðum við flestar haldið áfram. Vonandi gerist það. Það er ekki öll nótt úti enn,“ segir hún vongóð. Reynir Sveinsson, formaður sóknarnefndar Hvalsneskirkju, segir málið meðal annars tengjast ört minnkandi tekjum sóknanna tveggja. Ekki aðeins sé kórinn í Hvalsnessókn hættur heldur hafi verið nauðsynlegt að segja organ- istanum upp. Þó sé ekki fokið í öll skjól fyrir söngelska Sandgerðinga þótt bæði organistinn og kórinn séu á braut. „Við erum með mjög fjölhæfan prest sem getur tekið í gítar í hvaða athöfn sem er.“ Séra Sigurður Grétar Sigurðsson er sameiginlegur prestur fyrir sókn- irnar tvær. Tónlistarmálin í sóknunum tveimur eru ekki útrædd. Til dæmis verður málið á dagskrá almenns safnaðarfundar í Útskála- kirkju í kvöld. „Hvað viljum við sjá? Kirkjukór, hljómsveit, ein- söngvara, almennan söng, engan söng, allt þetta, ekkert af þessu?“ er spurt í fundarboði. gar@frettabladid.is Kirkjukórar hætta að syngja vegna þreytu Meðlimir kirkjukóranna í Sandgerði og í Garði segjast orðnir svo langþreyttir á starfinu að þeir séu hættir. Formaður sóknarnefndar í Sandgerði segir að organistanum hafi verið sagt upp en sóknarpresturinn geti þó leikið á gítar. SUNGIÐ Í HVALSNESKIRKJU Í apríl 1998 var engin mannekla í kirkjukór Hvalsnes- kirkju. Síðasta karlsöngvarinn hætti hins vegar 2004 og konurnar sem nú voru eftir orka ekki meir. MYNDIR/REYNIR SVEINSSON HVALSNESKIRKJA Organistinn farinn og meðlimir kirkjukórsins eru þagnaðir. REYKJAVÍKURBORG Umboðsmaður Alþingis vill að Reykjavíkurborg svari því hvort leikskólastjórum hafi verið skipað að svara ekki spurning- um Ríkisútvarpsins um laus pláss á leikskólum og hver hafi þá gefið þau fyrirmæli og á hvaða grundvelli. „Eitt af því sem umboðsmaður Alþingis gætir að í eftirliti sínu með starfsemi stjórnvalda er hvort lagð- ar eru hömlur á tjáningarfrelsi opin- berra starfsmanna eða möguleika forstöðumanna á að veita þeim sem þess óska upplýsingar um starfsemi sína með tilheyrandi takmörkunum á möguleikum almennings til upp- lýstrar umræðu,“ segir í tilkynningu umboðsmanns. „Óskaði umboðsmaður eftir upp- lýsingum um það á hvaða lagagrund- velli synjun Reykjavíkurborgar á beiðni fréttastofu Ríkisútvarpsins um upplýsingar um fjölda lausra plássa í leikskólum borgarinnar byggðist,“ segir umboðsmaður, sem vill afrit af samskiptum borgarinn- ar við leikskólastjóra vegna fyrir- spurnar RÚV. Í grein í Fréttablaðinu á laugar- dag sagði Jón Gnarr borgarstjóri engar hömlur hafa verið settar á tjáningarfrelsi leikskólastjóra. Þeir hefðu fengið „vinsamlega ábendingu“ frá fagstjóra skóla- sviðs um að beina fyrirspurnum til upplýsingadeildar til að „tryggja samræmd svör“. - gar Umboðsmaður Alþingis spyr hvort leikskólastjórum hafi verið bannað að svara: Borgin skýri hömlur á tjáningarfrelsi RÁÐHÚSIÐ Borgaryfirvöld þurfa að svara hver skipaði leikskólastjórum að svara ekki spurningum RÚV um laus leikskóla- pláss. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu lýsir eftir Sævaldi Herði Harðarsyni. Sævaldur er 31 árs. Síðast er vitað um ferðir Sævaldar í Reykjavík seint á föstudag. Talið er að hann sé klæddur í dökka yfirhöfn og bláar galla- buxur og sé í svörtum skóm. Sævaldur er 185 sentimetrar á hæð, 80 til 85 kíló. Hann er með blá augu og stutt, dökkt hár. Þeir sem geta gefið upplýsing- ar um ferðir hans eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000. - þeb Sást síðast seint á föstudag: Lögreglan lýsir eftir Sævaldi HEILBRIGÐISMÁL Lions-hreyfingin býður upp á ókeypis blóðsykurs- mælingar víðs vegar um landið í dag í tilefni af alþjóðlega sykur- sýkisvarnardeginum. Lions-hreyfingin segir áunna sykursýki 2 þann sjúkdóm sem sé í mestri sókn á Vesturlöndum og talið sé að um 100 Íslendingar þjáist af sjúkdómnum án þess að vita það. Blóðsykurmælingar fara fram víða um land í dag og er hægt að kynna sér málið á vef Lions- hreyfingarinnar, lions.is. - áp Lions gegn sykursýki: Bjóða ókeypis sykurmælingu SÆVALDUR HÖRÐUR HARÐARSON SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.